Fleiri fréttir

Kemur til greina að hraðprófa fyrir stóra viðburði

Til greina kemur að nota hraðpróf í meiri mæli hér á landi, til dæmis á stórum vinnustöðum og fyrir fjölmenna viðburði, líkt og tíðkast víða um heim, að sögn landlæknis. Landspítalinn hóf að skima starfsfólk sitt með hraðprófum í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en aldrei hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni á einum degi og í dag, eða hundrað tuttugu og þrír innanlands og tveir á landamærunum.

„Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin.

Blöskraði hegðun ökumanna við Múlagöng

Slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð biðlar til ökumanna að virða það þegar lokunarslá lokar fyrir umferð um Múlagöngin á milli Eyjafjarðar og Ólafsfjarðar.

Bí­ræfnir bófar bísuðu bor­vél í Bolungar­vík

Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá því að brotist hafi verið inn í vinnuskúr í grennd við Grunnskólann í Bolungarvík. Sá sem það gerði tók meðal annars með sér Makita skrúfvél og fimm hleðslurafhlöður frá sama merki.

Grunsemdir um smit um borð í Kap

Vísbendingar eru um COVID-smit í áhöfn Kap VE II og þess vænst að niðurstöður skimunar leiði í ljós síðar í dag eða í kvöld hvort veikindin skýrist af veirunni eða einhverju öðru.

Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna

Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður.

Listi Mið­flokksins fær blendnar við­tökur: „Þar skaut flokkurinn sig í fótinn, ef ekki hausinn“

Nýsamþykktur framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur vakið nokkra athygli og vafalaust komið mörgum talsvert á óvart. Enginn annar listi frá flokknum hefur fengið eins mikil viðbrögð á Facebook-síðu hans, þar sem listarnir eru kynntir, og er hann jafnframt sá eini sem hefur hlotið neikvæðar viðtökur meðal stuðningsmanna flokksins á þeim miðli.

96 greindust í gær og greining sýna stendur enn yfir

Í gær greindust minnst 96 einstaklingar innanlands með Covid-19. Ekki er enn búið að greina öll sýni frá því í gær vegna mikils fjölda sýna og getur talan því hækkað þegar líður á daginn.  

Ófrískar konur kallaðar í bólusetningu vegna ástandsins

Ófrískum konum verður boðin bólusetning við Covid-19 á fimmtudaginn. Framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni segir að ástand faraldursins kalli á þessa ráðstöfun og hvetur konur til að þiggja bólusetninguna.

Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug

Fjölskylda Johns Snorra segir að ákveðinni óvissu hafi nú verið eytt um afdrif þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 þann fimmta febrúar síðastliðinn. Leitin að þeim hefur nú borið árangur þar sem líkamsleifar þeirra fundust í gær.

Fjóla Hrund leiðir lista Miðflokksins í Reykjavík suður

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður var samþykktur á félagsfundi kjördæmisins í kvöld, 26. júlí. Listinn var samþykktur með 74 prósentum greiddra atkvæða en Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, leiðir listann.

Ákvæði um loftræstingu fjarlægt úr sóttvarnarreglum

Búið er að gera tvær breytingar á núgildandi takmörkunum á samkomum vegna Covid-19. Önnur breytingin snýr að því að fjölda- og nálægðartakmarkanir snúi einnig að börnum og hin snýr að ákvæði um loftræstingu.

Ætla að halda Þjóðhátíð síðar í sumar

Þjóðhátíðarnefnd ÍBV stefnir að því að halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðar í sumar. Hátíðina átti að halda um næstu helgi, Verslunarmannahelgi, en sóttvarnaraðgerðir hafa komið niður á því.

63,7 prósent landsmanna vilja stytta djammið varanlega

Yfirgnæfandi meiri hluti landsmanna er hlynntur því að skemmtistöðum sé lokað fyrr á næturnar en gilti fyrir heimsfaraldur Covid-19. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Aðeins sextán prósent eru andvíg hugmyndinni.

Kraftaverk að skaðbrenndur hvolpur sé á lífi eftir tíu aðgerðir á þremur vikum

Jökull er tíu mánaða hvolpur sem hefur marga fjöruna sopið, væntanlega töluvert meiri en flestir jafnaldrar hans á veraldarvísu. Hann stakk sér út í sjóðandi hver í Útey við Laugarvatn fyrir fimm vikum og var vart hugað líf vegna brunasáranna sem af hlutust. En þökk sé læknisfræðilegum kraftaverkum er hann heill heilsu í dag, og elskar að synda í köldu vatni.

Vilja skýra sýn um framhald aðgerða

Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá nýjum reglum sem eru líklegar til þess að fjölga verulega þeim sem verða sendir í sóttkví eftir að hafa verið nálægt fólki sem fær covid.

Skoða að kalla heilbrigðisstarfsmenn úr sumarfríi

Verið er að skoða að kalla heilbrigðisstarfsfólk úr sumarfríi vegna stöðunnar í faraldri nýju kórónuveirunnar hér á landi. Þetta sagði Guðrún Aspelund yfirlæknir, á sóttvarnarsviði Landlæknisembættisins, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

„Kærulausi lottóspilarinn“ fundinn

Hann er sagður hafa verið rólegur og yfirvegaður vinningshafinn í Lottóinu sem kom við í afgreiðslu Íslenskrar getspár í dag til að sækja fyrsta vinning upp á 54,5 milljónir króna. Miðinn var keyptur 12. júní síðastliðinn á sölustað N1 í Mosfellsbæ.

Tveir íbúar á Hlíf smitaðir

Tveir íbúar á Hlíf, íbúðakjarna fyrir aldraða á Ísafirði, hafa greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu.

Líkin of hátt uppi til að vera sótt með þyrlum

Stefnt er að því að sækja það sem talið er vera lík fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar af K2 við fyrsta tækifæri. Hópurinn sem fann líkið var kominn hærra en nokkur annar hópur hafði komist frá því í febrúar, þegar John Snorri og félagar hans misstu samband og voru í kjölfarið taldir af.

Mið­flokkurinn vill gera sig kven­legri

Unnið er að því að laga ásýnd Miðflokksins í átt að auknu jafnræði kynjanna. Annað kvöld mun liggja fyrir hvort Karl Gauti Hjaltason leiði listann í Suðvesturkjördæmi.

Þriðji starfs­maður heilsu­gæslunnar greindist með veiruna

Starfsmenn heimahjúkrunar á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem greinst hafa með kórónuveiruna eru orðnir tveir. Áður hafði verið greint frá því að einn starfsmaður heimahjúkrunar hefði greinst, auk starfsmanns á heilsugæslunni Sólvangi, sem sinnti ungbarnaeftirliti.

Þrettán starfsmenn Landspítala í einangrun með Covid-19

Á þriðja hundrað starfsmanna Landspítalans er í vinnusóttkví og talið er að þeim muni fjölga nokkuð í dag. Nú liggja þrír inni á spítala með virkt Covid-smit en einn inniliggjandi sjúklingur greindist smitaður af veirunni í dag. 

Erilsamur sólarhringur hjá björgunarsveitum

Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast síðastliðinn sólarhring. Björgunarsveitir á Austurlandi eru á leið að manni sem óskaði eftir aðstoð í grennd við Snæfell.

Sjá næstu 50 fréttir