Fleiri fréttir

Kölluðu eftir fleira fólki í bólu­setningu undir lok dags

Um tíu þúsund manns fengu seinni skammt af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni segir daginn hafa verið nokkuð tvískiptan. Hluta dags var mikil umferð og nánast örtröð í og við höllina en seinna um daginn þurfti að auglýsa skammta sem annars hefðu farið til spillis.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá karlmanni á sjötugsaldri sem lögreglan handtók eftir að hann setti sig í samband fimm ólögráða stúlkur og klæmdist við þær og reyndi að mæla sér mót við þær. Eftir að honum var sleppt hélt hann uppteknum hætti.

Hættir á skrif­­stofu borgar­­stjóra vegna Vig­­dísar

Helga Björg Ragnars­dóttir, fyrrum skrif­stofu­stjóri skrif­stofu borgar­stjóra, hefur verið færð til í starfi að eigin ósk. Hún segist hafa orðið fyrir stöðugu á­reiti og of­sóknum af hálfu borgar­full­trúa Mið­flokksins, Vig­dísar Hauks­dóttur. Hún telur að kerfið hafi brugðist sér í málinu.

Brenna inni með bunka af málum

Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð.

Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. 

Gæti glitt í sól­myrkvann á milli rigningar­skýjanna

Útlit er fyrir að það rigni víðast hvar um landið þegar deildarmyrkvi á sólu gengur yfir í fyrramálið. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir þó mögulegt að það rofi til inn á milli þannig að myrkvinn verði sjáanlegur, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu.

Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar

Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um hina gríðarmiklu ásókn í seinni sprautu með Astra Zeneca en röðin fyrir utan Laugardalshöllina hefur aldrei verið eins mikil og það sem af er morgni.

Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags

Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar.

Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta

Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn.

Kjörin for­maður Ferða­fé­lags Ís­lands fyrst kvenna

Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur verið kjörinn nýr forseti Ferðafélags Íslands og tekur við af Ólafi Erni Haraldssyni, sem gegnt hefur embættinu síðustu sautján ár. Anna Dóra er fyrsta konan til að taka við embætti forseta FÍ í 94 ára sögu félagsins.

Kvartað vegna þátt­töku Ás­laugar og Víðis í „Ég trúi“

Kvartað var til um­boðs­manns Al­þingis yfir þátt­töku Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra og Víðis Reynis­sonar, yfir­lög­reglu­þjóns al­manna­varna, í mynd­bandinu „Ég trúi“, sem hlað­varpið Eigin konur gaf út til stuðnings þol­endum of­beldis.

Vilja fjar­lægja minningu um hörmu­lega at­burði og reisa eitt­hvað fal­legt

Framkvæmdir við að rífa brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1 í vesturbæ Reykjavíkur hófust í dag. Húsið brann seint í júnímánuði á síðasta ári með þeim afleiðingum að þrjú létu lífið. Talsmaður nýrra eigenda hússins segir vonir standa til að hægt verði að klára niðurrif hratt og vel.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar heyrum við í föður sjö ára stúlku sem brást hetjulega við þegar maður gerði tilraun til að nema hana á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi.

Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um bólusetningarátakið í Laugardalshöll sem hófst í morgun af fullum krafti með bólusetningu í árgöngum sem dregnir voru út í síðustu viku. Stefnt er að því að starfsfólk átaksins fái síðan frí um miðjan júlí.

Ekkert bendir til netárásar

Bilun hjá fyrirtækinu Fastly olli því að mikill fjöldi vefsíðna lá niðri um heim allan í morgun. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunnar segir bilunina áhyggjuefni.

„Co­vid lýkur ekki fyrr en því lýkur alls staðar“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir baráttuna við kórónuveiruna hvergi nærri búna, þrátt fyrir að bjartari tímar séu fram undan hér á landi. Enn sé langt í land og segir Víðir að við verðum að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn veirunni.

Sjá næstu 50 fréttir