Fleiri fréttir

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sex greindust með kórónuveiruna og af þeim var einn utan sóttkvíar. Við ræðum við sóttvarnalækni um stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu klukkan tólf.

Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum

„Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar.

Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun

Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 

Ingi skólastjóri kveður Verzló

Ingi Ólafsson, sem gegnt hefur stöðu skólastjóra Verzlunarskóla Íslands í fjórtán ár, lætur senn af störfum en staða skólastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar.

Einnig þurfi að horfa til hve „skelfilegur skaðvaldur“ einkabílinn sé

Stór hluti þeirra sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala síðasta sumar vegna slysa á rafhlaupahjólum voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Könnun sýnir að næst algengast sé að slík farartæki séu notuð til að komast til og frá skemmtistöðum, börum og veitingastöðum.

Stolinn bíll fannst fjórum tímum síðar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot og þjófnað í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að veski, bíllyklum og fleiri munum hafi verið stolið. Bíl húsráðanda hafði verið stolið, en hann fannst um fjórum tímum síðar, mannlaus í Breiðholti.

Allra veðra von um páskana

Í dag verður suðvestan strekkingur norðantil á landinu og sums staðar hvasst á morgun, einkum þar sem vindur stendur af fjöllum, en hægari vindur syðra. Skýjað veður, úrkomulítið og milt, en léttskýjað á Austurlandi á morgun.

Rauðglóandi hraunið í rökkrinu

Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast.

Mygla fannst einnig í Korpuskóla

Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana.

Leita að þeim sem kveiktu eld nærri Reykholti

Töluverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi í kvöld þegar tilkynning um mögulegan eld í sumarhúsi skammt frá Reykholti í Árnessýslu í kvöld. Svo virðist sem að um brennu hafi verið að ræða og er þeirra sem kveiktu hana nú leitað. Þeir gætu þurft að greiða fyrir útkall slökkviliðs og lögreglu.

Krummi sem heldur að hann sé hundur

Hrafninn Dimma heldur að hann sé hundur því henni þykir ekkert meira skemmtilegt en að leika við Rjúpu, sem er sextíu kíló hundur á heimili við Elliðavatn.

Vill fullan þunga í viðræður um tengingu krónunnar við evru

Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram þingsályktunartillögur um endurupptöku aðildarviðræðna við Evrópusambandið og samstarf í gjaldeyrismálum. Formaður Viðreisnar segir þjóðina eiga að fá að ákveða næstu skref í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví

Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði.

Telur sjómenn hlunnfarna um allt að milljarð á síðustu loðnuvertíð

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu tvöfalt meira fyrir loðnu til vinnslu af norskum skipum en íslenskum í síðustu loðnuvertíð. Formaður Sjómannasambandsins telur íslenska sjómenn hafa verið hlunnfarna um allt að milljarð. Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sínum sjómönnum hafi verið greitt það sem vantaði upp á þeirra hlut í dag.

Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar

Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er.

Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi

Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fimm af átta sem greindust með kórónuveiruna í gær voru utan sóttkvíar og segir sóttvarnalæknir landsmenn þurfa að búa sig undir fjölgun tilfella. Þá hafa tvö tilvik komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafa borið með sér breska afbrigði kórónuveirunnar til landsins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fram­halds­skóla­kennarar semja

Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) skrifuðu í dag undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. 

Bóluefni fyrir 193 þúsund fyrir júnílok

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir bólusetningar, nýjar reglur á landamærum og stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum að umræðuefni í því sem mætti kalla páskapistli sínum á Facebook. Henni telst til að í lok júní verði komið hingað til lands bóluefni fyrir 240 þúsund manns.

RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi

Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum.

Ekkert páskalamb á borðum Stjörnu-Sævars

Sævar Helgi Bragason sjónvarpsmaður með meiru hefur fengið gríðarleg viðbrögð við þætti sínum um ofbeit á ýmsum landsvæðum. Hann segir að menn megi ekki taka gagnrýni á kerfi svona persónulega.

Styrkur svif­ryks langt yfir heilsu­verndar­mörkum

Styrkur svifryks var rúmlega tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistð við Grensásveg í morgun. Hægur vindur er í borginni, götur þurrar og búist við svipuðum aðstæðum næstu daga.

Þorsteinn nýr forstjóri Hafró

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Þorstein Sigurðsson í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar – rannsóknar- og ráðgjafastofnunar hafs og vatna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Fjar­lægja Spán af lista yfir lönd skil­greind sem á­hættu­svæði

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að fjarlægja meginland Spánar af landalista sóttvarnalæknis þar sem tilgreint er hvaða lönd eru skilgreind áhættusvæði vegna mikils nýgengis COVID-19 smita. Farþegar frá meginlandi Spánar skulu því sæta sóttkví í heimahúsi eftir breytinguna en ekki á sóttkvíarhóteli.

Kraftaverki líkast að fleiri hafi ekki veikst um borð

Pétur Heimisson, umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir að það hafi verið kraftaverki líkast hversu vel hafi tekist að halda uppi smitvörnum um borð í súrálsskipinu sem liggur við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði.

Svona verður skóla­starfi háttað eftir páska

Staðnám verður aftur leyft á öllum skólastigum eftir páskafrí með vissum takmörkunum. Grunn-, framhalds- og háskólum var lokað síðasta fimmtudag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi eftir fjölgun kórónuveirusmita.

Vísar um­mælum Jóhannesar Þórs til föður­húsanna

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafnar því alfarið að sóttvarnayfirvöld séu að grafa undan stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi svokallað litakóðakerfi sem stefnt er á að taka upp á landamærunum þann 1. maí.

Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn

Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar.

Breyttur opnunar­tími að eld­gosinu í Geldinga­dölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“

Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað.

„Fjar­stæðu­kennt er fyrir flesta að hefja gos­göngu í Grinda­vík“

Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvum klukkan sex að morgni fram yfir páska, að því gefnu að það viðri vel til útivistar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum sem minnir einnig á að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til að fara ekki að gosinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Sjá næstu 50 fréttir