Fleiri fréttir

Óttast að fuglaflensa berist til Íslands

Dýralæknir hjá Matvælastofnun óttast mikla útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu og að flensan gæti borist til Íslands um leið og farfuglarnir fara að skila sér aftur til landsins. Fuglaeigendur eru því beðnir um að gera ráðstafanir til að verja fugla sína fyrir smiti frá villtum fuglum með því að viðhafa góðum smitvörnum og forðast að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laðar að villta fugla.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við meðal annars um vont veður á stórum hluta landsins og farþegaflugvél frá Indónesíu sem horfinn er af radarmælum. 

Tíu greindust innanlands í gær

Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru níu í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is.

Ekkert ferða­veður á Austur­landi í dag

Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti.

Jón Þór sækist ekki eftir endurkjöri

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann í dag samhliða því að opnað var fyrir skráningar í prófkjör Pírata.

Maðurinn var stór­hættu­legur og kerfið brást

Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjöldatakmarkanir miða við 20 manns, heimilt verður að bjóða upp á hópatíma á líkamsræktarstöðvum og fleiri mega sækja menningarviðburði. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið. Reglurnar taka gildi í næstu viku með fyrirvara um breytingar á faraldrinum hér á landi.

Krefst kyrrsetningar á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú

Lögmaður þeirra, sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandanda þeirra sem létust, hefur farið fram á kyrrsetningu á Bræðraborgarstíg eitt og þrjú. Hann segir það gert til að tryggja skaðabótakröfur umbjóðenda sinna gagnvart húseigandanum, sem er fyrirtækið HD verk.

Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech

Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu.

Ofurhlauparar verulega skúffaðir eftir skráningarvesen

Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021. Gangi ykkur vel í undirbúningnum! Svona voru skilaboð sem birtust á Facebook-síðu Laugavegs - Ultra marathon upp úr klukkan tólf í hádeginu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

Þóra beið lægri hlut í launadeilu við Óperuna

Íslenska óperan hefur verið sýknuð í máli sem söngkonan Þóra Einarsdóttir höfðaði á hendur Óperunni vegna meintra vangoldinna greiðslna. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málskostnaður fellur niður.

Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins

Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun.

Gunnar Þormar er látinn

Gunnar Þormar, tannlæknir og fyrsti formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, er látinn. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 3. janúar.  

Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum

Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum.

Þúsund Moderna skammtar til landsins snemma í næstu viku

Von er á fyrstu skömmtum bóluefnis gegn kórónuveirunni frá Lyfjafyrirtækinu Moderna í fyrrihluta næstu viku og koma þúsund skammtar í sendingunni. Þetta segir Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri Distica, sem dreifir bóluefninu frá Moderna hér á landi.

Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrotta­legar líkams­á­rásir

Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Telja að aðgerðir um borð í Polar Nanoq hafi verið ólögmætar

Lögfræðingarnir Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Hlín Gísladóttir telja að aðgerðir íslensku lögreglunnar um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar 2017 hafi hvorki staðist íslensk lög né alþjóðalög.

Þessar breytingar tóku gildi um áramótin

Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 

Meðhöndlarinn sem misnotaði traust þjáðra kvenna

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum, virðist hafa talið kvenkyns sjúklinga marga hverja girnast sig kynferðislega. Brot hans gegn tveimur kvennanna þóttu sérstaklega ósvífin í ljósi ungs aldurs annarrar konunnar og þess að hin var með alvarlegan sjúkdóm.

Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra

Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.

Börn fengið greiðslur frá útlöndum fyrir kynferðislegar myndir

Tvær tilkynningar bárust ábendingalínu Barnaheilla í desember um að erlendir aðilar hafi greitt íslenskum börnum fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Framkvæmdastjóri heimilis- og skóla segir að foreldrar verði að vera vakandi fyrir þessari þróun.

Kennarar og nemendur vilja fá að ráða mætingu

Félag framhaldsskólakennara hefur farið fram á við menntamálaráðherra að kennarar geti valið um staðkennslu eða fjarkennslu eftir aðstæðum. Þá vilja framhaldsskólakennarar færast ofar á forgangslista bóluefnis við kórónaveirunni. Hluti nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík vill einnig sveigjanleika í námi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. Forsætisráðherra segir að óeirðirnar séu árás á lýðræðið.

Ekið á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ

Ekið var á gangandi vegfarendur í Reykjanesbæ laust fyrir hádegi í dag. Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi til aðhlynningar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Tvíburar eineggja en ekki eins

Með því að raðgreina erfðamengi eineggja tvíbura og bera þau saman við erfðamengi náinna skyldmenna þeirra gátu vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fundið stökkbreytingar sem höfðu myndast snemma á fósturskeiði og greindu tvíburana að.

Telur bænahring í Reykjavík hafa bjargað Seyðfirðingum

Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi, er sannfærður um að bænahring í Reykjavík megi þakka að ekki varð manntjón í aurskriðununum sem féllu á Seyðisfirði í desember. Það sé rugl að heimurinn standi frammi fyrir hlýnun og það séu pólitísk vísindi. Bæjarfulltrúa Vinstri grænna blöskrar fullyrðingarnar.

Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum

Utanríkisráðherra segir það hafa verið ógnvekjandi að horfa á myndir af atburðunum í Washington í gær. Þeir sem réðust inn í þingið séu óþjóðalýður og að viðbrögð Donalds Trumps hafi ekki staðist væntingar. Stjórnmálafræðingur segir það hafa komið á óvart hver óundirbúin löggæsluyfirvöld voru þrátt fyrir að það hafi mátt blasa við í hvað stefndi.

Íslenski fáninn meðal stuðningsmanna Trumps vekur athygli

Vígalegur mótmælandi veifar íslenska fánanum samhliða miklum fána til stuðnings Trump í borginni Sacramento í Bandaríkjunum. Framganga hans og og hvernig íslenski fáninn tengist róstursömum mótmælunum liggur ekki fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir