Fleiri fréttir

Bólusetningar og ferðaþjónustan í Víglínunni

Bólusetningar vegna Covid-19 gætu hafist hér á landi á milli jóla og nýárs að sögn Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Svandís er gestur Sunnu Sæmundsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem rætt verður um fyrirkomulag bólusetninga sem eiga að hefjast á allra næstu vikum.

„Alvarlegt hvernig farið er með Landspítalann“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir alvarlegt að gerð sé aðhaldskrafa á heilbrigðisstofnanir nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru. Formaður fjárlaganefndar segir að krónutölur þurfi að skoða í stærra samhengi hvað varðar aðhaldskröfur á Landspítalann. Hann vill að því verði hætt að setja almennar aðhaldskröfur og vill að tekin verði upp ný aðferðafræði í staðinn.

Vonbrigði að heyra af partístandi næturinnar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það ákveðin vonbrigði að heyra fréttir af partístandi og hópamyndunum í gær og í nótt. Hún telur þó langflesta Íslendinga samtaka í sóttvarnaaðgerðum.

Vopnaðir piltar veittust að manni í undirgöngum og höfðu í hótunum

Íbúi í Garðabæ slapp með skrekkinn síðastliðið föstudagskvöld þegar að honum veittust tveir ungir piltar í undirgöngum og hótuðu honum með hnífi og hnúajárni. Maðurinn varaði við piltunum á Facebook-síðu íbúa Garðabæjar. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið inn á borð lögreglu.

Þykir tölurnar svolítið háar á sunnudegi

Prófessor í líftölfræði þykir Covid-tölur gærdagsins heldur háar í ljósi þess að þær ber upp um helgi. Þó sé jákvætt að allir hafi verið í sóttkví. Smitstuðull á landinu er nýkominn undir einn.

Tónlistarskóli Rangæinga slær í gegn á netinu

Mikil ánægja er með framtak Tónlistarskóla Rangæinga, sem streymir níu jólatónleikum nemenda skólans nú í desember. Fiðlusveit skólans, sem átti að fara til Reykjavíkur á morgun og spila á þremur stöðum verður í stað þess í skólahúsnæðinu á Hvolsvelli þar sem allur heimurinn getur fylgst með hópnum spila í gegnum netið.

Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smituðum muni fara fjölgandi á næstu dögum miðað við fregnir af fjölda samkvæmum og hópamyndunum. Mikla óþreyju megi finna meðal almennings. Við fjöllum um stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Sjö innan­lands­smit og öll í sótt­kví

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru öll í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is  Fimm greindust á landamærunum og er beðið niðurstöðu mótefnamælingar.

Smitstuðullinn nú undir einum

Smitstuðull er nú undir einum, samkvæmt rýni vísindamanna Háskóla Íslands sem birt var á föstudag. Fjöldi smitaðra fylgir nýrri sviðsmynd frá 26. nóvember - en tölurnar síðustu daga geta þó enn leitt af sér veldisvísisvöxt.

Milt í veðri og hlýjast sunnan heiða

Nokkuð mildu veðri er spáð á landinu í dag og er hiti á bilinu 3 til 9 stig. Þó má búast við auknu afrennsli á Suðausturlandi og Austfjörðum þar sem talsverðri rigningu er spáð, með tilheyrandi vatnavöxtum. Fólk er því beðið um að huga að niðurföllum til þess að forðast vatnstjón.

„Ísland vill sýna gott fordæmi“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti ný markmið Íslands í loftslagsmálum á sérstökum leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í dag. Fundurinn fór fram rafrænt en þar kynnti Katrín meðal annars ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem greint var frá í vikunni, um að stefnt skuli að því að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir.

Vel brýndir hnífar skipta öllu máli í eldhúsinu

„Hnífur er ekki sama og hnífur“, segir hnífabrýnslumaður í Þorlákshöfn, sem leggur áherslu á vel brýnda hnífa því hnífar, sem bíti illa séu miklu hættulegri en vel brýndir hnífar. Leðurbelti spilar stórt hlutverki við brýningu hnífa.

Trúði ekki augum og eyrum við uppsögn eftir 38 ára starf

Fyrrverandi sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun segir forstjóra stofnunarinnar hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnum hjá Hafró í nóvember í fyrra. Hann átti erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf.

Staðfestir það sem samtökin óttuðust

Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot.

Dómari á launa­skrá hjá máls­aðila

Synjun Hæstaréttar um áfrýjunarbeiðni Kristins Sigurjónssonar fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík hefur verið felld úr gildi. Það var gert vegna þess að einn dómaranna sem afgreiddi synjuninna er einnig kennari við HR.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir hefur miklar áhyggjur af komandi vikum með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Lítið þurfi út af að bregða á áhættutímum sem nú fara í hönd. Veiran hefur skotið upp kollinum í þremur skólum í Reykjavík.

Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna

Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“

Veiran fannst í þremur skólum

Í síðustu viku fóru nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví eftir að veiran greindist þar í síðustu viku. 10 kennarar og um tólf nemendur í Hagaskóla eru komnir í sóttkví eftir að veiran greindist í nemendum. Þá eru nokkrir bekkir Austurbæjarskóla í sóttkví eftir að kennari greindist með smit í gær. 

„Ekkert ófremdarástand í gangi“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem kvartað var undan hávaða út heimahúsi. 

Mætt aftur á Austurvöll til að mótmæla

Mótmælendur sóttvarnaaðgerða eru samankomnir á Austurvelli til þess að lýsa yfir andstöðu við sóttvarnaaðgerðir. Þetta eru ekki fyrstu mótmælin, en vika er síðan hópurinn mótmælti síðast. 

Katrín ávarpar leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna í dag

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun á eftir ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna þar sem hún mun kynna ný markmið Íslands í loftslagsmálum. Fundurinn hófst klukkan tvö og fer fram rafrænt.

Tvö hundruð ný störf í Ölfusi í kringum laxeldi

Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Ölfusi þar sem allt snýst um lax og laxeldi því nú er í undirbúningi laxeldisverkefni upp á fimmtíu þúsund tonn, sem þýða útflutningsverðmæti upp á fimmtíu milljarða króna á ári.

Sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði í að rannsaka aflandsviðskipti

Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, sagði yfirvöld í Namibíu ekki hafa burði til þess að rannsaka aflandsviðskipti Samherja. Þar vísaði hann til greiðslna félagsins inn á reikninga félagsins Tundavala í Dúbaí, en félagið er skráð á einn þeirra manna sem er grunaður um að þiggja mútur frá Samherja.

„Þetta er áhættutími“

Sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins hér á landi ágæta en nú fari í hönd mikill áhættutími tengdur aðventunni. Fólk þurfi að passa sig vilji það ekki verja jólunum í veikindi

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við sóttvarnalækni um stöðu kórónuveirufaraldursins á þriðju helgi aðventu en fimm greindust með veiruna innanlands í gær.

Fimm greindust með covid-19 innanlands í gær

Fimm greindust með covid-19 innanlands í gær. Þar af voru þrír í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. Í uppfærðum tölum á covid.is kemur fram að nú séu alls 292 í sóttkví og 178 í einangrun. Fjölgar þannig um nokkra sem eru í sóttkví milli daga en þeim fækkar um tíu sem eru í einangrun. Rúmlega 1.200 sýni voru tekin í gær.

Atvinnuleysi hærra á meðal kvenna en karla

Almennt atvinnuleysi á landinu var 10,6 prósent í nóvember, sem er aukning frá fyrri mánuðum en minna en spár gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í nóvemberskýrslu Vinnumálastofnunar.

Bíður eftir útsölum til að kaupa gleraugu á dætur sínar

„Dætur mínar geta ekki verið án gleraugna, þær verða að vera með þau til að geta lifað eðlilegu lífi.“ Þetta segir Ása Ingiþórsdóttir sem berst nú fyrir því að gleraugu barna verði að fullu niðurgreidd af ríkinu. Hún segir grófa mismunun felast í því að heyrnartæki barna séu niðurgreidd en gleraugu ekki.

Ríkið hafnar milljarða kröfu borgarinnar

Ríkið hefur hafnað 8,7 milljarða kröfu Reykjavíkurborgar sem borgin telur sig eiga inni úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem snýr að rekstri grunnskóla og nýbúafræðslu. Borgin segir að um sé að ræða vangoldið framlag og krafðist svara frá ríkinu í síðasta lagi í dag. Málið verður að líkindum útkljáð fyrir dómstólum.

Til­laga um gjaldfrjálsar tíðar­vörur felld á Al­þingi

Breytingartillaga Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka, við frumvarp til fjárlaga um að gera tíðarvörur aðgengilegar án endurgjalds fyrir tiltekna hópa var í dag felld á Alþingi með einu atkvæði. Þingmenn Vinstri grænna, fyrrverandi samflokksmenn Andrésar, greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Sjá næstu 50 fréttir