Fleiri fréttir

Flúði undan árásarmanni inn í blokk í Hafnarfirði
Upp úr klukkan hálftvö í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um óeðlilega hegðun í fjölbýlishúsi í Vallarhverfinu í Hafnarfirði.

Flugvirkjar buðu þriggja ára samning
Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins.

Eldingar fylgja éljahryðjunum
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu margir hverjir varir við eldingu og þrumu á tólfta tímanum í kvöld.

Réttartannlæknar saka Rósu Björk um alvarlegar rangfærslur
Fjórir réttartannlæknar, sem hafa séð um aldursgreiningar flóttamanna hér á landi frá upphafi, hafa gert harðorðar athugasemdir við frumvarp Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur til breytinga á lögum um útlendinga. Telja þeir frumvarpið auðvelda fullorðnum að smeygja sér í raðir barna til að njóta réttarverndar sem ætluð er börnum.

Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti
Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi.

Þungt yfir, hvasst og lítið skyggni fyrir vestan
Það er ekkert sérstakt, veðrið á Vestfjörðum þessa stundina en Tómas Guðjartsson læknir birti fyrr í kvöld myndband af færðinni í Ketildölum.

Ari Trausti kveður þingið eftir kjörtímabilið
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, hyggst ekki gefa kost á sér kosningunum á næsta ári

Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun
Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi.

Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum
Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands.

„Bálhvasst mjög víða og fljúgandi hálka. Svo er mjög dimmt í éljunum og hann er enn að hvessa“
Veðrið er ekki skaplegt.

Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat
Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman.

Bein útsending: Hvers virði er náttúran?
Landvernd stendur fyrir málþinginu Hvers virði er náttúran?

Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum
Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum greinum við frá áhyggjum sóttvarnayfirvalda um að kórónuveirufaraldurinn sé aftur að sækja í sig veðrir sem skora á almenning um að sýna samstöðu í persónulegum sóttvörnum.

Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag
Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings.

Starfsfólk á skrifstofu við Kringluna veiktist
Smitin ekki rakin til verslunar í Kringlunni.

Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja.

Ævar Annel gaf sig fram
Ævar Annel Valgarðsson, tvítugur Reykvíkingur sem lögregla hefur leitað síðan á föstudaginn, er kominn í leitirnar.

Dæmdur fyrir fimm milljóna króna þjófnaðinn í Gulli og silfri
Rúmenskur karlmaður hefur reynst nokkuð stórtækur í þjófnaði undanfarna mánuði. Hann hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi en hann lét meðal annars greipar sópa í Gull og silfri á Laugavegi í september og hafði á brott skartgripi að verðmæti fimm milljónir króna.

Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður
Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður.

Starfsfólk í Kringlunni veiktist
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir smit sem komið hafa upp hjá starfsfólki í Kringlunni meðal þeirra sem séu í skoðun.

„Við verðum að taka okkur saman í andlitinu“
Félagsmálaráðherra segir þungan vetur framundan í atvinnulífinu og ólíklegt að það birti mikið til fyrr en samhliða bóluefni. Þingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í atvinnumálum á Alþingi í morgun.

Biður fólk að íhuga hvort það þurfi að eltast við 10% afslátt á gallabuxum
Aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetur fólk til að meta hvort nauðsynlegt sé að flykkjast í verslunarmiðstöðvar á Svörtum föstudegi og kaupa sér gallabuxur á 10% prósenta afslætti. Sóttvarnalæknir deilir áhyggjum af samþjöppun fólks í stórum verslunum.

BSRB mótmælir aðhaldskröfu
Formannaráð BSRB segir ótækt að gera aðhaldskröfu í heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og í kjölfar hans. Þess í stað eigi að auka fjárveitinga í heilbrigðiskerfið.

Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda
Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum.

Sex hafi smitast í fámennu fertugsafmæli
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar greinir frá afmælisveislu liðna helgi þar sem að minnsta kosti sex smituðust af Covid-19. Hún hefur varað vini við boðum komandi helgi og hefur miklar áhyggjur af stöðu mála.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar
Heldur fleiri greindust með kórónuveiruna síðast liðinn sólarhring en undanfarna daga, eða ellefu.

Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik.

Ellefu greindust innanlands og aðeins þrír í sóttkví
Ellefu greindust með veiruna innanlands í gær og voru aðeins þrír þeirra sem greindust í sóttkví.

Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum
Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins.

Svona var 141. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag.

Vill skýra langtímaáætlun um sóttvarnir til loka faraldursins
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar eftir því að stjórnvöld setji fram skýra langtímaáætlun um hvernig haga eigi sóttvörnum til enda kórónuveirufaraldursins.

Óvissa um barnshafandi konur og bólusetningar og því mikilvægt að ná hjarðónæmi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil og góð þátttaka almennings í bólusetningu sé gríðarlega mikilvæg til að ná hjarðónæmi. Það sé eina leiðin til að vernda þá hópa sem ekki verður hægt að bólusetja.

Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið
Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn.

Neitaði að virða reglur í sóttkví og var handtekinn
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbók hennar.

Þverar veginn um Bröttubrekku
Vegurinn um Bröttubrekku er lokaður þar sem flutningabíll þverar nú veginn. Unnið er að losun.

Hríðarveður í kortunum: Takmarkað skyggni og hviður allt að 40 metrar á sekúndu
Veðurstofa Íslands varar við hríðarveðri, stormi og éljum á stærstum hluta landsins í dag og fram á morgundaginn.

Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag.

400 milljónir til kaupa á 550 þúsund skömmtum af bóluefni
Lagt er til að fjárheimildir verði auknar samtals um rúma 65 milljarða í nýju frumvarpi til fjáraukalaga sem dreift var á Alþingi í dag. Gert er ráð fyrir ríflega 55 milljarða aukningu vegna svokallaðra COVID-útgjalda.

Hálfétinn fálki fannst við miðbæ Akureyrar
Dauður, hálfétinn fálki fannst skammt frá líkamsræktarstöðinni World Class við miðbæ Akureyrar í fyrradag. Náttúrufræðingur telur líklegt að hræætur hafi gætt sér á hræinu.

Segir framtíð landsins hafa gleymst í faraldrinum
Miklar áhyggjur eru af brottfalli ungmenna á meðan íþróttastarf er bannað vegna sóttvarna. Framkvæmdastjóri Gerplu segir ungmenni landsins úti í kuldann í þessum faraldri.

Árni Þór afhenti Pútín trúnaðarbréf
Pútín kveðst vilja styrkja enn frekar tengslin við Ísland.

Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum
TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður.

Fleiri þurfa fjárhagsaðstoð í stærstu sveitarfélögunum
Tæplega þriðjungi fleiri fá fjárhagsaðstoð á þessu ári en í fyrra hjá tveimur stærstu sveitarfélögum landsins. Það getur munað um tugþúsundir milli sveitarfélaga hversu há fjárhæðin er.

Stuðst við sjúkrasögu til að boða áhættuhópa í bólusetningu
Þeir sem eru í áhættuhópi gagnvart kórónuveirunni munu fá rafrænt boð um að mæta í bólusetningu. Stuðst verður við sjúkrasögu sem er vistuð í gagnagrunni heilbrigðiskerfisins.