Fleiri fréttir

Bein útsending: Kynjaþing

Kynjaþing fer nú fram í Norræna húsinu. Fylgjast má með þinginu í beinni útsendingu á Vísi.

Spáir hóflegri hagvexti

Fjármál Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir 1,7 prósenta hagvexti á næsta ári. Við gerð fjárlagafrumvarps, sem nú er til meðferðar í fjárlaganefnd, var mið tekið af vorspá Hagstofunnar þar sem gert var ráð fyrir að hagvöxtur næsta árs yrði 2,6 prósent. Búast má því við að laga þurfi frumvarpið að lægri hagvaxtarspá.

Ekki nóg að upplýsa fólk um réttindi sín

Íslendingar þurfa að hugsa til langs tíma þegar kemur að erlendu vinnuafli, segir sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Aðlögun sé lykilatriði. Staðan á Íslandi sé hins vegar að mörgu leyti góð hvað snertir alþjóðlegan samanburð.

Ekki hægt að setja þetta á herðar barns

Foreldrar þolanda brota Þorsteins Halldórssonar lýsa nokkurra ára baráttu fyrir velferð sonar síns og aðgerðaleysi lögreglu og barnaverndar um langt skeið. Þau gagnrýna að nú sé hann í opnu úrræði á Sogni.

Deilt um kaup fyrir Brúðkaup Fígarós

Íslenska óperan og söngvarar í Brúðkaupi Fígarós deila um kaup og kjör þótt sýningum á verkinu sé lokið. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segist vongóð um lausn á deilunni. Hún sé að einhverju leyti byggð á misskilningi.

Matur getur borið nórósmit

Heilsa Mikilvægt er að þeir sem starfa í veitingahúsum, mötuneytum, verslunum og matvælavinnslum forðist að meðhöndla matvæli í tvo sólarhringa eftir að einkenni niðurgangspestar hverfa.

Biskup endursendir dularfullt bréf séra Þóris

Ekkert verður af því að kirkjuráð opni bréf frá séra Þóri Stephensen ári eftir andlát hans. Kirkjuráð kom saman á fundi í dag og komst að þeirri niðurstöðu að hið rétta í stöðunni væri að endursenda bréfið.

Breytingar í löggæslu kynntar í þessum mánuði

Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar innan lögreglunnar snúa að yfirmönnum og fela óhjákvæmilega í sér einhverjar hagræðingar. Þetta segir dómsmálaráðherra. Þess fyrir utan ættu almenn störf ekki að ekki að tapast.

Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi

Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út.

Vongóður um að viðskiptabönnum verði aflétt

Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segist vongóður um að viðskiptabönnum verði aflétt.

Dómur í barnaníðsmáli mildaður vegna óútskýrðra tafa

Maður var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn dóttur fyrrverandi sambýliskonu en upphaflegu dómur yfir honum var mildaður vegna tafa sem urðu hjá héraðssaksóknara eftir að rannsókn lögreglu var lokið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sprengjueyðing í Njarðvík, alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut og tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Vinur Pól­stjörnu­manna tekur á sig alla sök og segist plagaður af sam­visku­biti

Þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði neituðu allir sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Íslendingur, sem sendi lögreglu, saksóknara og verjendum bréf þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslunni, hélt frásögn sinni til streitu við aðalmeðferð málsins og segist plagaður af samviskubiti.

Innleiðing 5G getur stórlega fækkað slysum í umferðinni

Innleiðing 5G fjarskiptakerfisins gæti stóraukið öryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda innan ekki langs tíma. Með hraðari boðskiptum er geta bifreiðar hagað sér eftir aðstæðum framundan og þannig afstýrt slysum og létt á umferð.

Flug­vallar­starfs­maður á­fram í ein­angrun

Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Airport Associates sem grunaður er um aðild að stóru fíkniefnamáli sem kom upp á Suðurnesjum fyrir viku var framlengt í gær um viku auk þess honum er gert að sæta einangrun. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn til Landsréttar.

Sjá næstu 50 fréttir