Fleiri fréttir

Segir hækkun lánavaxta til að verja hagsmuni sjóðsfélaga

Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á að þeir greiddu með lánum sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt.

Taldi mann skulda sér bjór, hótaði honum ofbeldi og reyndi að ræna hann

Landsréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að ræna mann og hótað honum líkamsmeiðingum vegna meintrar bjórskuldar. Meintur samverkamaður mannsins, sem héraðsdómur dæmdi í sex mánaða fangelsi, var sýknaður í Landsrétti.

50 milljóna króna sekt stendur

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu.

Undanþágu hafnað þrátt fyrir að lambahryggur sé að klárast

Viðbúið er að íslenskir lambahryggir seljist upp á landinu öllu á næstu vikum. Ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt vegna yfirvofandi skorts var þó hafnað. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sakar afurðastöðvar um að hafa reynt að halda framboði í lágmarki til að geta hækkað verð á kjöti þegar eftirspurnin er mest

Lúsmýið skynjar útöndun fólks og leitar uppi bera útlimi sofandi blóðgjafa

Lúsmýið, bitvargurinn sem herjað hefur á Íslendinga síðan að minnsta kosti sumarið 2015, hefur að öllum líkindum verið lengur hér á landi en margur telur, að því er fram kemur í pistli skordýrafræðinganna Erlings Ólafssonar og Matthíasar Alfreðssonar sem var birtur nýlega á vef Náttúrufræðistofnunar.

Reykhólahreppur auglýsir veglínu um Teigsskóg

Reykhólahreppur hefur auglýst aðalskipulagsbreytingu vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Auglýsingin er birt fimm mánuðum eftir að hreppsnefnd samþykkti að velja Teigsskógarleiðina.

„Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum“

"Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði.

Nýtt hverfi rís í miðju höfuðborgarinnar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. og Pétur Árni Jónsson framkvæmdastjóri Heildar ehf. skrifuðu í dag undir samkomulag um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðum á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog.

Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar

Hægt verður að leigja rafmagnshlaupahjól með litlum fyrirvara í höfuðborginni í náinni framtíð. Fyrstu hundrað hjólin, sem munu bera nafnið Hopp, eru á leið til landsins. Einn stofnenda Hopp vonar að þau verði komin á göturnar fyrir sumarlok.

Sátu hjá vegna vafa um innviðagjald

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu samninga við lóðarhafa um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog.

Fjölda mála dagaði uppi

Þingmenn fóru í sumarfrí í gær eftir afgreiðslu á fjármálaáætlun og fjármálastefnu. Tuttugu stjórnarfrumvörp dagaði uppi og 162 fyrirspurnum þingmanna var ekki svarað. Siðanefndarmál Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur er enn óafgreitt.

Flestir fá fyrsta eða annað val

Langflestir þeirra nemenda sem sóttu um skólavist í framhaldsskólum næsta haust fengu skólavist í þeim skóla sem þeir settu í fyrsta eða annað val, eða um 96 prósent.

Stressandi að keyra með hval í skottinu

Hlynur Hilmarsson og Ólafur Þór vöruflutningabílstjórar tókust í fyrradag á við það merkilega verkefni að skutla tveimur hvölum frá Keflavíkurflugvelli til Vestmannaeyja. Dýralæknir segir aðstæður í Eyjum góðar fyrir hvalina.

Seðlabankinn verður á tveimur stöðum eftir sameiningu

Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem stýra ólíkum stoðum bankans.

Dýrara að urða sorp með grænum skatti

Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að svokallaðir grænir skattar verði lagðir á urðun sorps. Með skattinum verður dýrara að urða sorp og um leið samkeppnishæfara að endurvinna.

Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla

Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð.

„Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“

Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag

Heiðra minningu Helgu Katrínar á Þjórshátíð

Næstkomandi laugardag, þann 22. júní, verður tónlistar- og náttúruhátíðin Þjórshátíð haldin að Flatholti við mynni Þjórsárdals. Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Teitur Magnússon og Æðisgengið, GDRN og Sóley.

Sjá næstu 50 fréttir