Seðlabankinn verður á tveimur stöðum eftir sameiningu Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2019 21:00 Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem stýra ólíkum stoðum bankans. Alþingi samþykkti jafnframt í gær frumvarp til nýrra heildarlaga um Seðlabankann. Ný heildarlög gilda um sameinaða stofnun sem mun starfa undir heitinu Seðlabanki Íslands. Lögin fela í sér margþættar breytingar á yfirstjórn Seðlabankans. Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra til fimm ára. Með honum verða svo þrír varaseðlabankastjórar sem einnig verða skipaðir til fimm ára í senn. Einn varaseðlabankastjóri leiðir málefni peningastefnu, annar fjármálastöðugleika og sá þriðji fjármálaeftirlit. Þeir tveir síðastnefndu verða skipaðir að fenginni tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Stöður forstjóra og aðstoðarforstjóra FME verða lagðar niður. En býður þetta fyrirkomulag upp á árekstra? „Það veltur á því hvernig fólki tekst að vinna saman en ég ekki von á því. Þetta er teiknað upp í þeim tilgangi að þetta virki og þetta á að geta gengið mjög vel,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Unnur verður starfsmaður Seðlabankans eftir sameiningu. Óvíst er hvaða stöðu hún mun gegna hjá sameinaðri stofnun en frumvarp um sameininguna gerir ráð fyrir að heimilt sé að flytja forstjóra FME í starf varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits án auglýsingar. Ekki liggur þó fyrir á þessari stundu hvort þessi heimild verði nýtt. Sameinuð stofnun verður uppbyggð af þremur stoðum, peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd. Sú síðastefnda mun lúta stjórn varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits og mun fara með valdheimildir sem FME fór með áður. Allir starfsmenn FME flytjast til Seðlabankans við sameininguna. Unnur Gunnarsdóttir segir að Seðlabankinn muni starfa á tveimur stöðum enda rúmi húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg ekki þann fjölda sem mun starfa hjá sameinaðri stofnun. „Ég held að mér sé óhætt að segja að það sé ekki raunhæft,“ segir Unnur.Endir bundinn á 20 ára tilraun Sameining FME og Seðlabankans á sér nokkurn aðdraganda. Í frumvarpi til nýrra heildarlaga um Seðlabankann kemur fram rökstuðningur fyrir sameiningu þessara stofnana. Í kjölfar bankahrunsins 2008 komu fram ábendingar um breytingar sem væru æskilegar í tengslum við fyrirkomulag eftirlits með bankakerfinu í skýrslum sérfræðinga sem unnar voru að beiðni stjórnvalda. Þar má nefna skýrslu Kaarlo Jännäri frá 2009, skýrslu Mats Josefsson frá 2011, skýrslu Andrew Large frá 2012, skýrslu Gavin Bingham, Jóns Sigurðssonar og Kaarlo Jännäri frá 2012, skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2009–2018, skýrslu starfshóps um framtíð íslenskrar peningastefnu frá 2018 ásamt greinargerð Kristin Forbes sem var birt sem fylgiskjal með þeirri skýrslu og skýrsla starfshóps um endurskoðun laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi frá 2018. Í öllum þessum skýrslum, nema í skýrslu um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, er lagt til að starfsemi Fjármálaeftirlitsins verði að einhverju leyti sameinuð Seðlabankanum, annaðhvort að hluta eða öllu leyti. Er þetta rakið í greinargerð með frumvarpi til nýrra heildarlaga um Seðlabankann. Í öllum skýrslunum er möguleg sameining seðlabanka og fjármálaeftirlits rökstudd með aukinni skilvirkni, greiðari upplýsingaskiptum, bættri heildaryfirsýn á kerfisáhættu og skýrari ábyrgð ákvarðana. Í október 2018 ákvað ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins að hefja endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit. Í kjölfarið skipaði forsætisráðherra fjögurra manna verkefnisstjórn sem fékk það verkefni að vinna drög að lagafrumvörpum um sameininguna. Þessi frumvörp lágu fyrir í febrúar á þessu ári. Segja má að með sameiningu FME og Seðlabankans sé endir bundinn á 20 ára tilraun sem hófst árið 1999. Þá tók Fjármálaeftirlitið til starfa sem sjálfstæð ríkisstofnun eftir að hafa verið deild í Seðlabankanum eða „bankaeftirlit Seðlabankans“ eins og það var kallað á þeim tíma. Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið sameinast undir einum hatti Seðlabankans þann 1. janúar næstkomandi en frumvarp þess efnis var samþykkt á Alþingi í gær. Sameinuð stofnun mun lúta stjórn seðlabankastjóra og þriggja varaseðlabankastjóra sem stýra ólíkum stoðum bankans. Alþingi samþykkti jafnframt í gær frumvarp til nýrra heildarlaga um Seðlabankann. Ný heildarlög gilda um sameinaða stofnun sem mun starfa undir heitinu Seðlabanki Íslands. Lögin fela í sér margþættar breytingar á yfirstjórn Seðlabankans. Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra til fimm ára. Með honum verða svo þrír varaseðlabankastjórar sem einnig verða skipaðir til fimm ára í senn. Einn varaseðlabankastjóri leiðir málefni peningastefnu, annar fjármálastöðugleika og sá þriðji fjármálaeftirlit. Þeir tveir síðastnefndu verða skipaðir að fenginni tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Stöður forstjóra og aðstoðarforstjóra FME verða lagðar niður. En býður þetta fyrirkomulag upp á árekstra? „Það veltur á því hvernig fólki tekst að vinna saman en ég ekki von á því. Þetta er teiknað upp í þeim tilgangi að þetta virki og þetta á að geta gengið mjög vel,“ segir Unnur Gunnarsdóttir forstjóri FME. Unnur verður starfsmaður Seðlabankans eftir sameiningu. Óvíst er hvaða stöðu hún mun gegna hjá sameinaðri stofnun en frumvarp um sameininguna gerir ráð fyrir að heimilt sé að flytja forstjóra FME í starf varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits án auglýsingar. Ekki liggur þó fyrir á þessari stundu hvort þessi heimild verði nýtt. Sameinuð stofnun verður uppbyggð af þremur stoðum, peningastefnunefnd, fjármálastöðugleikanefnd og fjármálaeftirlitsnefnd. Sú síðastefnda mun lúta stjórn varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits og mun fara með valdheimildir sem FME fór með áður. Allir starfsmenn FME flytjast til Seðlabankans við sameininguna. Unnur Gunnarsdóttir segir að Seðlabankinn muni starfa á tveimur stöðum enda rúmi húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg ekki þann fjölda sem mun starfa hjá sameinaðri stofnun. „Ég held að mér sé óhætt að segja að það sé ekki raunhæft,“ segir Unnur.Endir bundinn á 20 ára tilraun Sameining FME og Seðlabankans á sér nokkurn aðdraganda. Í frumvarpi til nýrra heildarlaga um Seðlabankann kemur fram rökstuðningur fyrir sameiningu þessara stofnana. Í kjölfar bankahrunsins 2008 komu fram ábendingar um breytingar sem væru æskilegar í tengslum við fyrirkomulag eftirlits með bankakerfinu í skýrslum sérfræðinga sem unnar voru að beiðni stjórnvalda. Þar má nefna skýrslu Kaarlo Jännäri frá 2009, skýrslu Mats Josefsson frá 2011, skýrslu Andrew Large frá 2012, skýrslu Gavin Bingham, Jóns Sigurðssonar og Kaarlo Jännäri frá 2012, skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2009–2018, skýrslu starfshóps um framtíð íslenskrar peningastefnu frá 2018 ásamt greinargerð Kristin Forbes sem var birt sem fylgiskjal með þeirri skýrslu og skýrsla starfshóps um endurskoðun laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi frá 2018. Í öllum þessum skýrslum, nema í skýrslu um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, er lagt til að starfsemi Fjármálaeftirlitsins verði að einhverju leyti sameinuð Seðlabankanum, annaðhvort að hluta eða öllu leyti. Er þetta rakið í greinargerð með frumvarpi til nýrra heildarlaga um Seðlabankann. Í öllum skýrslunum er möguleg sameining seðlabanka og fjármálaeftirlits rökstudd með aukinni skilvirkni, greiðari upplýsingaskiptum, bættri heildaryfirsýn á kerfisáhættu og skýrari ábyrgð ákvarðana. Í október 2018 ákvað ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins að hefja endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit. Í kjölfarið skipaði forsætisráðherra fjögurra manna verkefnisstjórn sem fékk það verkefni að vinna drög að lagafrumvörpum um sameininguna. Þessi frumvörp lágu fyrir í febrúar á þessu ári. Segja má að með sameiningu FME og Seðlabankans sé endir bundinn á 20 ára tilraun sem hófst árið 1999. Þá tók Fjármálaeftirlitið til starfa sem sjálfstæð ríkisstofnun eftir að hafa verið deild í Seðlabankanum eða „bankaeftirlit Seðlabankans“ eins og það var kallað á þeim tíma.
Reykjavík Seðlabankinn Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira