Fleiri fréttir

Þrír áfram í gæsluvarðhaldi en einum sleppt

Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skipulagðri brotastarfsemi.

Vonar að stjórnvöld innleiði samþykktina 

Á ný­af­stöðnu af­mælis­þingi ILO, eða Al­þjóða­vinnu­mála­stofnunarinnar, var samþykkt tíma­mótasam­þykkt gegn of­beldi og á­reitni á vinnu­stað. Sam­þykktin er fyrsti al­þjóða­samningur sinnar tegundar og markar mikil tíma­mót í bar­áttu gegn of­beldi og á­reitni á vinnu­stað.

Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans

Hjólreiðaáhugi helst í hendur við frábært veður segir eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu. Keppnisstjóri WOW Cyclothon segir þó færri keppa í ár en í fyrra. Fall WOW hafi sett strik í reikninginn. Fyrstu keppendur af stað í gær.

RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm

Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu.

Loftræstikerfið líkleg skýring

Skólastjórnendur Hagaskóla funduðu í gær með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna ástands átta kennslustofa. Kvartanir hafa borist frá nemendum og starfsfólki um slappleika, ógleði og höfuðverk. Má það rekja til óæskilegs koltvísýringsmagns í andrúmsloftinu.

Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest

Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins.

Erfitt að ráða í stjórnendastöður á leikskólum

Leikskólar Reykjavíkur standa frammi fyrir mönnunarvanda þegar kemur að ráðningum í stjórnendastöður. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hefur áhyggjur af stöðunni, borgin sé að rýna í málið.

Segir þörf á skýrari ramma utan um löggjöf um þjónustu við fatlaða

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segir félagsmálaráðherra þurfa að skýra ramman utan um nýja löggjöf í þjónustu við fatlaða, svo sveitarfélögin viti hvernig þeim beri að framfylgja þeim. Hún líti ekki á skýrslu, sem kom út um þjónustu við fatlaða í bænum, sem áfellisdóm heldur ráðgefandi plagg.

Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt

Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært.

Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá

Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins.

Landamerki frá 1890 koma Vesturverki í opna skjöldu

Forsvarsmenn fyrirtækisins Vesturverks sem hefur haft Hvalárvirkjun á Ströndum í undirbúningi undanfarinn rúman áratug lýsa furðu sinni yfir landamerkjum í Ófeigsfirði sem landeigendur meirihluta Drangavíkur í Árneshreppi minntu á í gær.

Lagði áherslu á vináttuna

Áttatíu nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst 22. júní. Einn þeirra  er Hvergerðingurinn Thelma Rós Kristinsdóttir og hún hélt ræðu við athöfnina.

Ógleði og slappleiki í húsnæði Hagaskóla

Í bréfi skólastjóra Hagaskóla til Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að starfsmenn skólans sýni einkenni sem benda til að húsnæðið sé heilsuspillandi. Nemendur glíma við höfuðverk, slappleika og ógleði.

Aðeins þriðjungur fyrirtækja hefur hlotið jafnlaunavottun

Tæplega þrjú hundruð fyrirtækjum og stofnunum í landinu ber að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok. Einungis 66 þeirra hafa hlotið vottun og ljóst er að ekki næst að klára vottun í þeim fyrirtækjum sem eftir eru á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir