Fleiri fréttir

Dregur úr trúverðugleika seðlabankans

Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu.

Vilja halda aftur af gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga

Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga mælast til þess við sveitarfélögin að þau hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu, umfram það sem þegar er komið til framkvæmda, og þá til að stuðla að verðstöðugleika.

Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans

Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson.

Málefni aldraðra eitt af stóru málum ársins

Stjórnvöld standa frammi fyrir þeirri staðreynd að meðalaldur fólks fer hækkandi með ári hverju. Mikil fjölgun hefur orðið í aldursflokki aldraðra og segir landlæknir málaflokkinn vera áskorun enda hafi lengi verið vandi á Landspítala.

Vinnuvikan verði 36 stundir

Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar.

Kjarasamningar undirritaðir

Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld.

Allt klárt fyrir undirritun

Skrifað verður undir kjarasamninga um þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrir klukkan 22.

Moody´s: Erfitt að fylla fullkomlega í skarð WOW air

Að mati fyrirtækisins geta áhrifin verið neikvæð til skamms tíma og dregið úr hagvexti á yfirstandandi ári. Fyrirtækið telur líklegt að áhrif til lengri tíma verði takmörkuð þar sem önnur flugfélög muni að líkindum koma inn og fylla skarð WOW.

Vilja ekki fara sér óðslega

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins.

Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur

Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Sjá næstu 50 fréttir