Fleiri fréttir

Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Viðvörun vegna fellibylsins Irmu nær til þrjátíu og átta milljóna manna. Fellibylurinn gengur nú yfir Flórída með tilheyrandi eyðileggingu. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Guðrún er fundin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir Guðrúnu Marteinsdóttur sem er vistmaður á Grund en hún er nú fundin.

Bragi Árnason er látinn

Bragi Árnason var gjarnan kallaður Vetnisprófessorinn vegna rannsókna sinna á möguleikum vetnis sem orkubera.

Hlýnun gefur og tekur frá jöklum á Tröllaskaga

Jöklar á Tröllaskaga hefðu rýrnað enn meira af völdum hlýnandi veðurs en þeir hafa þegar gert ef ekki hefði komið til aukin vetrarúrkoma. Hún er einnig tilkomin vegna hlýnandi loftslags.

Mikill vatnsleki í Breiðholtslaug

Slökkvililið höfuðborgarsvæðiðsins var kallað út um klukkan tíu í morgun til að glíma við talsverðan vatnsleka í kjallara Breiðholtslaugar.

Fyrsti og eini sveppaveitingastaður landsins

Sveppavefja, sveppasúpa, sveppasmjör, maríneraðir sveppir og sveppaís er meðal þess sem er boðið upp á fyrsta sveppaveitingastað landsins sem hefur verið opnaður á Flúðum.

Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan

Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

ellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt. Milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Boða rannsókn á lágflugi við Hlíðarrétt

Myndir af lágflugi tveggja manna flugvélar yfir fólki og fénaði á Hlíðarrétt í Mývatnssveit þykja gefa tilefni til skoðunar Samgöngustofu á því hvort reglur um lágmarkshæð hafi verið brotnar.

Fá milljónabætur og halda álfahólnum

Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi Edenreitsins í Hveragerði mun ein af byggingunum þar ganga inn á núverandi lóð fjölbýlishúss á Reykjamörk 2.

Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna

Af þeim 460 milljónum króna sem varið hefur verið í aðgerðir eftir að mygla uppgötvaðist í Orkuveituhúsinu hafa 107 milljónir farið til verkfræðistofunnar Eflu. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, kom að upphaflegri hönnun hússins.

Sölubann á þyrilsnældur

Neytendastofa greindi frá því í gær að hún hefði sett sölubann á þyrilsnældur (e. fidget spinner) hjá Hagkaupi vegna þess að "ekki var sýnt fram á öryggi vörunnar og að hún væri í samræmi við gildandi lög og reglugerðir“.

Hverfum mismunað í opnunartíma lauga

Ákveðið hefur verið að að Vesturbæjarlaug verði opin frá hálf sjö til tíu alla virka daga. Orðið var við áskorun um lengri opnunartíma yfir vetrarmánuðina.

Sjá næstu 50 fréttir