Fleiri fréttir

Green Freezer enn á strandstað

Hafnsögubáturinn Vöttur frá Reyðarfirði bíður þess nú í höfninni á Fáskrúðsfirði að flóð verði í firðinum um klukkan tíu fyrir hádegi, en þá stendur til að reyna að draga flutningaskipið Green Freezer á flot eftir að það strandaði þar um átta leitið í gærkvöldi.

Lögreglumenn segja full laun ákærðs aðstoðarmanns mismunun

Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður er fyrir trúnaðarbrot í innanríkisráðuneytinu, er á fullum launum í leyfi þar til dómsmálinu lýkur. Lögreglumenn í slíkri stöðu eru settir á hálf laun. Mismunun, segir formaður Landssambands lögreglumanna.

Neyðin aldrei meiri segja framsóknarmenn

„Neyðin hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en nú og krefst hún beinna og tafarlausra aðgerða Reykjavíkurborgar,“ bókuðu fulltrúar Framsóknarflokks við umræður í borgarstjórn um félagslegar íbúðir.

Vill minnisvarða um fórnarlömb Halaveðursins

Bæjarminjavörður í Hafnarfirði hefur nú til skoðunar tillögu Erlends Eysteinssonar um að reistur verði veglegur minnisvarði í bænum í minningu þeirra sjómanna sem fórust í Halaveðrinu 1925.

Harðar kjaradeilur í vændum

Alþýðusambandið telur ekki grundvöll fyrir frekara samstarfi við ríkisstjórnina verði fjárlagafrumvarpið að veruleika. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir viðbrögð ASÍ við fjárlagafrumvarpinu koma á óvart.

Fjörtíu þjóðerni á RIFF

Búist er við að um þrjátíu þúsund manns sæki RIFF – árlega Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst í næstu viku og munu á annað hundrað erlendir gestir mæta til hátíðarinnar. Dagskráin var kynnt í Tjarnarbíó í dag.

Karl Axelsson settur hæstaréttardómari

Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður hefur verið settur dómari við Hæstarétt Íslands. Karl er reyndur lögmaður og meðal annars meðeigandi í LEX lögmannstofu.

„Helber dónaskapur“

Rannveig Grétarsdóttir, stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar, segir aðila innan greinarinnar hafa áhyggjur af stuttum fyrirvara á skattbreytingum ríkisstjórnarinnar.

Mikil fjölgun vændismála

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í sérstakt átak gegn vændi árið 2013. Stígamót fagna átaki lögreglunnar en segja fjölda mála ekki koma á óvart.

Neitar að hafa ætlað að bana unnustu sinni

23 ára karlmanni er meðal annars gefið að sök að hafa stungið 21 árs gamla unnustu sína þremur stungusárum á heimili þeirra í Grafarholti í júlí síðastliðnum.

Kveiktu í endurvinnslugámi við Ingunnarskóla

Eldur gaus upp í endurvinnslugámi við Ingunnarskóla í Grafarholti um miðnætti og var slökkviliðið kallað á vettvang. Plastumbúðir voru í gámnum þannig að töluverðan reyk lagði upp frá honum, en eldurinn var slökktur á skammri stundu og var skólahúsið ekki í hættu.

Hraunið miklu stærra en allar byggingar á Íslandi

Eldstöðin í Holuhrauni hefur þegar skilað upp úr jörðinni hrauni sem myndi fylla 8.300 til 10.400 Hallgrímskirkjur. Rúmmál hraunsins er metið allt að því 104 milljón rúmmetrum meira en allar byggingar hér á landi.

Vilja skoða sérlög á vegarlagningu um Teigsskóg

Skipulagsstofnun hafnar tillögu Vegagerðarinnar um veg um Teigsskóg. Forseti Alþingis vill að þingið setji lög um vegarlagninguna. Formaður Byggðastofnunnar tekur undir. Skipulagsstofnun bundin að lögum, segir talsmaður stofnunarinnar.

Þöggun á velferðarsviði

Umboðsmaður borgarbúa segir innri átök og talsverðan samskipta- og stjórnunarvanda á velferðarsviði borgarinnar. Hann segir hræðslu við að afhjúpa mistök leiða af sér þöggun. Verklagsreglur eru ósveigjanlegar.

Bjarnarkló lýst ágeng planta í Mosfellsbæ

Risahvönnin bjarnarkló verður sett á lista yfir ágengar plöntur í Mosfellsbæ. Umhverfisstjóri og garðyrkjustjóri bæjarins eiga enn fremur að láta útbúa fræðsluefni um einkenni og skaðsemi Bjarnarklóar.

Kært vegna lambabítsins Myrkva í fyrra

Eigandi labradorsblendingsins Myrkva sem talið er að hafi ásamt öðrum hundi drepið fimm lömb á bænum Ósabakka í síðustu viku var kærður vegna árásar Myrkva á minni hund í fyrra. Lögreglan komst ekki í að rannsaka málið .

Ferðakostnaður íþróttafólks eykst

Ferðakostnaður íþróttafélaga og íþróttafólks eykst ef tólf prósenta virðisaukaskattur verður lagður á hópferðaflutninga. Framsóknarmenn tóku ekki þátt í umræðum um hækkun matarskatts á Alþingi í gær.

Sjá næstu 50 fréttir