Fleiri fréttir

Afhentu útvarpsstjóra bænaskjal og bænabók

Nokkur fjöldi fólks safnaðist saman við Útvarpshúsið í Efstaleiti klukkan 7:30 í morgnun til þess að þakka útvarpsstjóra og hvetja hann til að halda áfram með dagskrárliðinn Orð kvöldsins í þágu eldri borgara.

Opnaði nýjan frisbígolfvöll

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði í gær nýjan frisbígolfvöll í Laugardal. Þrír nýir vellir hafa verið opnaðir í borginni í sumar.

Sterkasti skjálftinn það sem af er var í nótt

Fjögur hundruð skjálftar við Bárðarbungu. Skjálfti uppá 4,7-4,8 stig. Skjálftavirkni við Bárðarbungu og Dyngjujökul er enn mikil. Þó dró nokkuð úr henni upp úr klukkan tvö í nótt.

88 langreyðar veiddar í sumar

Síðan hvalveiðitímabilið hófst 15. júní síðastliðinn höfðu 88 langreyðar verið dregnar að landi í Hvalstöðinni í Hvalfirði í fyrradag. Leyfi er fyrir veiðum á 154 langreyðum á þriggja mánaða tímabili og enn er því töluverður tími til að fylla kvótann.

Ellefu skólar leggja niður busavígslur

Einungis fjórir menntaskólar hyggjast hafa busavígslu með hefðbundnu sniði í byrjun skólaársins. Menntaskólinn í Reykjavík ætlar að halda í hefðir og tollera nýnema. Formaður Skólameistarafélags Íslands fagnar falli busavígslunnar.

Skúta strönduð undan Gufunesi

Fjórir voru um borð skútunni, tveir eru komnir í land en skipstjórinn bíður við annan mann um borð. Enginn leki kom að skútunni og veður er ágætt svo ekki er talin mikil hætta á ferðum.

Almannavarnir funduðu á Húsavík í dag

Mörg hundruð manns vinna að undirbúningi fyrir hugsanlegar náttúruhamfarir ef Bárðarbunga gýs og ríkislögreglustjóri fundaði með viðbragðsaðilum á Húsavík í dag.

Sveinbjörg efast um niðurstöður greiningar á hatursorðræðu

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að draga megi verulega í efa niðurstöður skýrslu um greiningu hatursorðræðu í ummælakerfum íslenskra netfréttamiðla, sem unnin var fyrir mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir vinnubrögðin við rannsóknina ómarktæk.

Sýslumaðurinn á Húsavík heldur íbúafund í Öxarfirði

Í kvöld verður íbúafundur í Öxarfjarðarskóla í Lundi klukkan 20:00 vegna jarðskjálftahrinunnar í Bárðabungu.Samskonar fundur verður með viðbragðsaðilum og hagsmunaaðilum á Egilsstöðum klukkan 9 í fyrramálið og verður hann haldinn í húsi björgunarsveitarinnar á Egilsstöðum.

Náttúran í öllu sínu veldi

Fljótandi kvika, sígandi askja, jarðflekahreyfingar og myndun 25 kílómetra langs berggangs er meðal þess sem útskýrir mikla skjálfavirkni í norðvestanverðum Vatnajökli þessa stundina.

Úr rannsóknarskipi í bátsflak í eyðifirði

Skipstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar slakar ekki á eftir makrílleiðangur heldur flengist um eyðifjörð í Arnarfirði til að reyna að bjarga bátsflaki.

Vigdís vill hækka VSK á ferðaþjónustuna

Formaður fjárlaganefndar vill útrýma undanþágum frá viðrisaukaskatti samhliða lækkun efsta þreps skattsins. Hún segir Framsókn á móti hækkun VSK á matvæli.

Skjálfti upp á 4,0 stig

Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar urðu nærri Bárðarbungu fyrir hádegi í dag.

Skrá ekki skipin á Íslandi

Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú möguleikann á því að gera Ísland samkeppnishæft á alþjóðavettvangi í skipaskráningu.

Nói Siríus leitar að smökkurum

Rúmlega 2000 sælkerar hafa skráð sig í bragðpanil hjá sælgætisframleiðandanum sem á að meta og dæma nýjar vörur frá fyrirtækinu.

Sól og sautján stig

Landsmenn allir sem einn munu eiga erfitt með að komast hjá því að sólin skíni á þá í dag. Afar sólríkt er og verður á landinu í dag.

Segja Snæbjörn hafa viðurkennt fjárdrátt

Stjórn Smáís hefur óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan segir stjórnin vera ítrekuð brot fyrrum framkvæmdastjóra samtakanna.

Norðmenn spá í öskuna

Eldgoss í Bárðarbungu gæti haft víðtæk áhrif á flugsamgöngur í Evrópu að mati veðurfræðings hjá norsku veðurstofunni.

Veiðimenn komnir upp á heiði

„Þetta er sýnd veiði en ekki gefin,“ segir Arne Sólmundsson, varaformaður Skotveiðifélags Íslands.

Stofna fagráð til að efla lestrarfærni

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar stefnir að því að allur þorri barna í Reykjavík geti lesið sér til gagns á fyrstu árum grunnskólans.

Kortleggja dópgreni í miðbænum

Bruninn á Grettisgötu á mánudag hefur orðið til þess að lögreglan hyggst skrásetja þau hús sem hústökufólk hefur lagt undir sig. Slökkvilið bendir á að mikil eldhætta stafi af yfirgefnum húsum. Yfirgefnum húsum í miðbænum hefur fækkað um rúm sjötíu prósen

Ekkert lát á skjálftavirkni - sá stærsti tæp fjögur stig

Ekkert lát er á skjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli, þar sem á þriðja hundrað skjálfta mældust í nótt, þar af tveir upp á þrjú stig eða meira. Sá fyrri reið yfir klukkan hálf tólf í gærkvöldi og mældist hann 3,8 stig. Sá síðari kom klukkan kortér yfir tvö og mældist 3,0 stig. Álíka stór skjálfti varð þar síðdegis í gær. Enn sjást þó engar vísbendingar um að kvikan sé að leita upp á yfirborðið en hún leitar áfram lárétt eftir berggöngum til norðausturs.

Hættumat Bárðarbungu enn óklárað

Vinna við sérstakt hættumat fyrir Bárðarbungu hófst 2012 en er enn ólokið. Eldstöðin er í flokki með Heklu, Kötlu og Grímsvötnum sem hættulegustu eldfjöllin. Um 900 skjálftar voru mældir við Bárðarbungu árið 2010 og umbrotin nú því framhald mun stærri atburðarásar.

Aðeins fimm verðmerktu rétt

Aðeins fimm fyrirtæki af 12 voru með allar verðmerkingar í lagi, þegar Neytendastofa kannaði ástandið á Akureyri á dögunum.

Margfaldur verðmunur á innkaupalistum skóla

Samkvæmt innkaupalistum grunnskóla landsins á sölusíðunni Heimkaup kostar frá sjö þúsund krónum upp í tæpar þrjátíu þúsund að byrja í 8. bekk. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur hvetur foreldra til að nýta eldra skóladót en ekki kaupa blint inn samkvæmt listunum.

Mikil fjölgun smábáta á makrílveiðum

"Það stefnir í metár,“ segir skipstjóri sem hefur verið á makrílveiðum skammt frá Grindavík síðustu daga. Talsvert fleiri smábátar stunda nú makrílveiðar en á sama tíma á síðasta ári.

Gamalt hús fær nýtt líf

130 ára gamalt sögufrægt hús hefur nú fengið nýtt líf, en því hefur verið fundinn varanlegur staður í miðbænum eftir að hafa staðið falið í Iðnaðarhverfi úti á Granda síðustu ár.

Hratt kvikuflæðið á við hálfa Þjórsá

Hraunelfan sem streymir úr iðrum Bárðarbungu er að umfangi álíka og flæði hálfrar Þjórsár og hefur þegar myndað 25 kílómetra langan berggang undir Vatnajökli.

Aðgerðir koma illa við ferðaþjónustuna

Hræringarnar undir Bárðarbungu þegar haft mikil áhrif á samfélagið, meðal annars á ferðaþjónustu. Rauði krossinn er búinn undir hamfarir eins og aðrir viðbragðsaðilar.

Björn fundinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir Birni Hjálmarssyni, 51 ára.

Sjá næstu 50 fréttir