Fleiri fréttir

Skralla í Skaftahlíð

Götu-, markaðs- og skemmtihátíð verður í Skaftahlíð á Menningarnótt.

Minnast fósturláta

Árleg minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Bænhúsinu við Fossvogskirkju í dag klukkan 15.30.

Vita ekki að þeim var flett upp

Konurnar 45 sem lögreglumaður er ákærður fyrir að hafa flett upp í LÖKE kerfinu hafa ekki verið látnar vita af tengslum sínum við málið.

Ætlar að taka harðar á heimilisofbeldi

Stefnumótandi breytingar voru gerðar á meðferð heimilisofbeldismála í tíð fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað á höfuðborgarsvæðinu. Nýr lögreglustjóri segir breytt vinnubrögð það sem koma skal.

Semja um munkaklaustur á næsta ári

Stefnt er að því að á næsta ári verði gengið frá langtímasamningi milli Skógræktarfélags Íslands og kaþólsku kirkjunnar um að munkaklaustur verði staðsett að Úlfljótsvatni.

Síminn stoppaði ekki hjá Ellimálaráði

Símtölum frá eldri borgurum rigndi yfir Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma eftir að Rás 1 ákvað að hætta lestri bæna. Ákvörðunin var dregin til baka í gær. Fyrir sjö árum fundaði ráðið með þáverandi útvarpsstjóra með góðum árangri.

Endurskoða innra eftirlit vegna njósna

Í gær var þingfest ákæra á hendur lögreglumanni sem sakaður er um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur. Ekkert eftirlit er með notkun LÖKE-kerfis lögreglu.

Gæsaveiðin hefst í dag

Gæsaveiðitíminn hefst í dag og má skjóta heiðagæs og grágæs. Báðir þessir stofnar eru í vexti og veiðarnar því ekki taldar ógna þeim. Búist er við að veiðarnar fari hægt af stað en yfirleitt kemst kraftur í þær upp úr miðjum september.

Komu línubáti til aðstoðar

Vélin bilaði í stórum 300 tonna línubáti þar sem hann var staddur úti af Snæfellsnesi undir morgun. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og var björgunarskip Landsbjargar frá Rifi sent út og er nú með línubátinn í togi áleiðis til Ólafsvíkur. Gott veður er á svæðinu og amar ekkert að átta manna áhöfn bátsins.

Rýmingu lokið - TF SIF flaug yfir jökulinn

Rýmingu af hálendinu norðan Dyngjujökuls, þar sem Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi í gær, lauk upp úr miðnætti, en eitthvað á annað hundrað manns voru á svæðinu í gær. Þar á meðal voru þeir sem dvöldu í skálum í Dreka og í Kverkfjöllum. Lögregla naut aðstoðar björgunarsveitarmanna við verkið og að koma upp skiltum um lokanir á vegum.

Vonast til að slátra á jóladiskinn

Guðjón Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sláturhúss Vesturlands, eygir nú von um að geta hafið vinnslu í fullbúnu sláturhúsi á Brákarey í Borgarnesi á næstu mánuðum.

Fleiri glíma við langtímaatvinnuleysi

Rúmur helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá hefur verið án vinnu í hálft ár eða lengur. Einnig fjölgar í hópi atvinnulausra háskólamanna og erlendra ríkisborgara.

Sextíu og fimm vændismál bíða afgreiðslu

Lögreglu hafa borist 68 mál vegna vændiskaupa það sem af er árinu og hafa sex manns hlotið fangelsisdóma í tengslum við kaup á vændi síðan þau voru gerð refsiverð. Fleiri brot liggja að baki hjá þeim sem fá fangelsisdóm þar sem sektargreiðslum er beitt í öllum dómum sem snúa að vændiskaupum.

Bað fyrir stjórnendum RÚV: "Þetta sýnir að bænin virkar“

Svanhildur Hákonardóttir mætti fyrir misskilning í bænastund fyrir utan Útvarpshúsið í gær. Bænastundin átti að vera á föstudag. Svanhildur gerði það besta úr stöðunni og mætti svo aftur í dag. Hún segir að svo virðist sem að bænir hennar hafi virkað; því bænastundirnar á Rás 1 munu vera áfram á dagskrá.

Bænirnar verða áfram á RÚV

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, hefur tekið þá ákvörðun að halda áfram með dagskráliðina Orð kvöldsins og Morgunbæn á Rás 1.

Sjá næstu 50 fréttir