Fleiri fréttir

Skjálftavirkni enn mikil og gos talið líklegt

Athuganir hafa leitt í ljós að ekki var eldgos undir Dyngjujökli í gær. Skjálftavirkni í Bárðarbungu og Dyngjujökli er samt enn mjög mikil og fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofunni segir enn líkur á gosi. Engu að síður hafa almannavarnir fært viðbúnaðarstig norðan Vatnajökuls niður í hættustig úr neyðarstigi.

Almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi

Ríkislögreglustjóri hefur að höfðu samráði við lögreglustjórana á Húsavík og Seyðisfirði ákveðið að lækka almannavarnastig vegna jarðskjálftavirkni kringum Bárðarbungu úr neyðarstigi í hættustig.

Orsakir óróa hljóta að vera aðrar en eldgos

Ítarlegar athuganir úr lofti með flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sýna að engin merki eru um að gos eða bráðnun við botn hafi átt sér stað undir Dyngjujökli í gær.

Ferðamenn vilja komast nær Bárðarbungu

„Það er ótrúlegt hvað fólk er óforskammað. Bara núna síðustu nótt þurftum við að stoppa erlendan ferðamann sem var staðráðinn í að fara veginn, sama hvað.“

Aðvörunarstig fyrir flug lækkað

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að lækka aðvörunarstig fyrir flug í appelsínugulan úr rauðu. Athuganir hafa leitt í ljós að ekki var gos undir Dyngjujökli í gær. Sá mikli lágtíðniórói sem Veðurstofan mælid í gær á sér því aðrar skýringar.

Hvalasafnið á Húsavík fær fjárstyrk úr óvæntri átt

Veglegur styrkur var veittur Hvalasafninu á Húsavík á dögunum frá bandarískum velgjörðarmönnum. Styrkurinn nýtist til að byggja upp safnið til framtíðar – ekki síst vegna uppsetningar beinagrindar af steypireyð.

Stærsti skjálftinn á svæðinu frá 1996

Skjálftar næturinnar eru þeir stærstu í þessari hrinu og jafnframt stærstu skjálftarnir á svæðinu frá því fyrir Gjálpargosið fyrir átján árum síðan.

Gosóróinn í Gjálp hófst daginn eftir þann stóra

Jarðskjálftinn í nótt upp á 5,3 stig beinir enn sjónum að Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Þá var það einmitt skjálfti af þeirri stærð sem talinn er hafa hrundið eldgosinu af stað.

Skjálftavirkni mikil í nótt

Ekkert hefur dregið úr skjálftavirkni í nótt. Tveir skjálftar yfir 5.0 hafa mælst frá því á miðnætti.

Sá stærsti til þessa

Jarðskjálfti að stærð 5,3 stig reið yfir við Bárðarbungu laust eftir miðnætti. Skjálftinn mældist á 5 kílómetra dýpi.

Metfjöldi var á Menningarnótt

„Hátíðin tókst mjög vel og er það mat skipuleggjenda og lögreglu að sjaldan ef nokkurn tímann hafi verið saman kominn jafn mikill fjöldi í miðborg Reykjavíkur," segir í fréttatilkynningu frá Höfuðborgarstofu.

Frekari lokanir vega á Norðausturlandi

Almannavarnir hafa lokað fleiri leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla vegna flóðahættu sem gæti skapast við hugsanlega gæti skapast.

Hraða viðgerðum í Kelduhverfi

Langbylgja RÚV næst í Kelduhverfi og Öxarfirði þótt FM útsendingar RÚV á svæðinu hafi ekki verið eins og best verður á kosið.

Alþjóðleg flugfélög sneiða framhjá flugbannsvæðinu

Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að þar sé vel fylgst vel með gangi máli. „Við erum með sérstaka eldgosavakt í gangi. Við höfum samráð við fræðimenn og aðila sem fræða okkur um stöðu mála.

Stórt svæði lokað

Stórt svæði yfir suðaustanverðu landinu er lokað fyrir flugumferð, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu og Samhæfingamiðstöðinni. Ákvörðun um þessa lokun er endurmetin á tveggja klukkutíma fresti.

Skjálftavirkni aukist gríðarlega

Á þrívíddarkorti sem Bæring Gunnar Steinþórsson gerði má sjá fjölda skjálfta og hversu djúpt þeir liggja. Stærsti skjálftinn er 4,5 og var á 12 kílómetra dýpi. Á kortinu má sjá einnig sjá yfirlitstöflu yfir skjálftana.

Hugsar til félaga sinna í Kelduhverfinu

"Þetta er high-risk svæði þannig að það er algjör slóðaháttur að yfirvöld hafi ekki tekið sig saman í andlitinu og komið þessu í lag,“ segir Erlendur Garðarsson.

Vegir verða rofnir komi til flóðs

Vegir við brýrnar yfir Jökulsá á Fjöllum verða rofnir komi til flóðs. Tæki eru til staðar í Öxarfirði og tæki eru á leiðinni að brúnni við Grímsstaði.

Sjá næstu 50 fréttir