Innlent

Vegagerðin lækkar hámarkshraða

Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að lækka hámarkshraða um þverárfjall, sem er fjallvegurinn á milli Blönduóss og Sauðárkróks, úr 90 kílómetrum niður í 70.

Ástæðan er að vegurinn er orðinn varasamur vegna mikilla skemmda í slitlaginu.

Ekki kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar til hvaða ráða verður gripið, eða hvenær vegurinn verður lagfærður.-Þá verða Hvalfjarðargöng lokuð frá miðnætti til klukkan sex á morgnanna fram á föstudag, vegna viðhaldsvinnu í þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×