„Það var fólk á listanum sem ég taldi vini mína“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. apríl 2013 21:14 Guðný segist efast um að hún hefði kært nauðgunina hefði hún vitað hver viðbrögð bæjarbúa yrðu. Mynd/Skjáskot úr Kastljósi RÚV Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur, 31 árs gamla konu sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks snerist gegn henni þegar hún kærði nauðgun sem hún varð fyrir. Nauðgunin átti sér stað eftir próflokafögnuð nemenda á fyrsta ári í Framhaldsskólanum á Húsavík vorið 1999 og ári síðar var maðurinn sakfelldur í Hæstarétti Íslands sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur Norðurlands eystra hafði gert áður. Eftir niðurstöðu héraðsdóms birti fjölmennur hópur Húsvíkinga opinbera yfirlýsingu þar sem stuðningi var lýst yfir manninn sem nauðgaði Guðnýju, en niðurstöðu dómsins taldi fólk vera ranga. „Ég skildi ekki hvers vegna fólk sem var ekki á staðnum hafði skoðun á því hvort mér var nauðgað eða ekki, og þá hvort ég ætti að kæra eða ekki," segir Guðný, en Kastljós segir 113 Húsvíkinga á öllum aldri hafa skrifað undir. Rætt var við rúmlega helming þeirra fyrir þátt kvöldsins og segist einungis lítill hópur segist nú þrettán árum síðar standa við yfirlýsingar sínar. Flestir sögðust hafa gert mistök og tekið þátt í múgæsingu eða talið sig vera að styðja við fjölskyldu mannsins án þess að vera að taka afstöðu til brotsins. „Mér fannst þetta brútalt eitt og sér að ganga á milli húsa og safna undirskriftum og ennþá meira brútalt að birta hann opinberlega. Það var fólk á þessum lista sem ég taldi vera vini mína og það var sárt." Guðný segist efast um að hún hefði kært nauðgunina hefði hún vitað hver viðbrögð bæjarbúa yrðu. Þá segir Guðný hafa verið ýjað að því við sig að draga kæruna til baka, og nefnir hún „prestinn á Húsavík" í því samhengi. Sighvatur Karlsson er enn starfandi sóknarprestur á Húsavík og bar við þagnarskyldu spurður út í þessi orð Guðnýjar. Viðtalið í heild sinni má nálgast á vef Ríkissjónvarpsins. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur, 31 árs gamla konu sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks snerist gegn henni þegar hún kærði nauðgun sem hún varð fyrir. Nauðgunin átti sér stað eftir próflokafögnuð nemenda á fyrsta ári í Framhaldsskólanum á Húsavík vorið 1999 og ári síðar var maðurinn sakfelldur í Hæstarétti Íslands sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur Norðurlands eystra hafði gert áður. Eftir niðurstöðu héraðsdóms birti fjölmennur hópur Húsvíkinga opinbera yfirlýsingu þar sem stuðningi var lýst yfir manninn sem nauðgaði Guðnýju, en niðurstöðu dómsins taldi fólk vera ranga. „Ég skildi ekki hvers vegna fólk sem var ekki á staðnum hafði skoðun á því hvort mér var nauðgað eða ekki, og þá hvort ég ætti að kæra eða ekki," segir Guðný, en Kastljós segir 113 Húsvíkinga á öllum aldri hafa skrifað undir. Rætt var við rúmlega helming þeirra fyrir þátt kvöldsins og segist einungis lítill hópur segist nú þrettán árum síðar standa við yfirlýsingar sínar. Flestir sögðust hafa gert mistök og tekið þátt í múgæsingu eða talið sig vera að styðja við fjölskyldu mannsins án þess að vera að taka afstöðu til brotsins. „Mér fannst þetta brútalt eitt og sér að ganga á milli húsa og safna undirskriftum og ennþá meira brútalt að birta hann opinberlega. Það var fólk á þessum lista sem ég taldi vera vini mína og það var sárt." Guðný segist efast um að hún hefði kært nauðgunina hefði hún vitað hver viðbrögð bæjarbúa yrðu. Þá segir Guðný hafa verið ýjað að því við sig að draga kæruna til baka, og nefnir hún „prestinn á Húsavík" í því samhengi. Sighvatur Karlsson er enn starfandi sóknarprestur á Húsavík og bar við þagnarskyldu spurður út í þessi orð Guðnýjar. Viðtalið í heild sinni má nálgast á vef Ríkissjónvarpsins.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira