Innlent

Hætta skapaðist á Hellisheiði

Hætta skapaðist á Hellisheiði seint í gærkvöldi, þegar vörubretti fóru að falla af dráttarvagni flutningabíls og dreifast um veginn.

Ökumenn tóku ekki eftir brettunum í tæka tíð og óku yfir þau með þeim afleiðingum að einn bíll varð óökufær, en engan sakaði.

Lögreglan á Selfossi stöðvaði flutningabílinn undir Ingólfsfjalli, en ökumaður hans hafði ekki orðið var við hvað gerðist.

Síðan hjálpuðust lögreglumenn og vegfarendur að við að hreinsa mesta brakið af veginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×