Innlent

Meðallaunin voru 400 þúsund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bankamaður að störfum.
Bankamaður að störfum. Mynd/ Getty.
Laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 402 þúsund krónur að meðaltali í fyrra. Algengast var að laun væru á bilinu 300-350 þúsund krónur og voru 18% launamanna með laun á því bili. Þá voru um 65% launamanna með laun undir 400 þúsund krónum á mánuði. Laun fullvinnandi karla voru 436 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krónur.

Heildarlaun fullvinnandi voru að meðaltali 488 þúsund krónur á mánuði. Helmingur launamanna var með heildarlaun undir 432 þúsund krónum í fyrra, sem var miðgildi heildarlauna. Þá voru tæplega 30% launamanna með heildarlaun á bilinu 350-450 þúsund krónur. Greiddar stundir voru að meðaltali 43,1 á viku. Heildarlaun fullvinnandi karla voru 548 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en kvenna 425 þúsund krónur.

Laun voru hæst í atvinnugreininni fjármála- og vátryggingastarfsemi í fyrra, eða 584 þúsund krónur hjá fullvinnandi launamönnum. Lægst voru launin í atvinnugreininni fræðslustarfsemi, eða 346 þúsund krónur að meðaltali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×