Fleiri fréttir Iðnaðarsalt átti ekki að nota í matvæli Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti. 17.1.2012 08:00 Fundu kannabis, exi og sverð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í vesturborginni í nótt og lagði hald á eitthvað á annan tug plantna. Auk þess fannst stór exi og sverð á vettvangi. 17.1.2012 07:22 Ögmundur vill losa Geir úr snörunni Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar að styðja tillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að draga til baka ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi. 17.1.2012 07:20 Freista fíkniefnahunds með fé úr sveitarsjóði Borgarbyggð styrkir lögregluna um 300 þúsund krónur svo fíkniefnahundurinn Nökkvi þjóni áfram í umdæminu. Lögreglan segist þurfa að skera niður og að 1,5 milljón króna á ári myndu sparast ef Nökkvi væri leystur undan störfum. 17.1.2012 07:00 Mikil sprengihætta við Hestfjörð Mikil sprengihætta er við Hestfjörð, við sunnannvert Ísafjarðardjúp, eftir að olíubíll frá Skeljungi, með 39 þúsund lítra af bensíni, snérist í tvo eða þrjá hringi á glerhálku í gærkvöldi, uns vagninn með bensíngeyminum hafnaði ofan vegar á hvolfi og dráttarbíllinn ofan á honum. 17.1.2012 06:45 Bæjarfulltrúi verður ekki bæjarstjóri Næsti bæjarstjóri í Kópavogi kemur ekki úr hópi kjörinna fulltrúa. Þetta segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, að hafi verið niðurstaða meirihlutafundar bæjarstjórnar síðdegis í gær. 17.1.2012 06:00 Unnar kjötvörur auka líkur á krabbameini í brisi Reglulegt pylsuát eykur líkur á krabbameini í brisi. Þetta er niðurstaða sænskrar rannsóknar á tengslum krabbameins við neyslu á unnum kjötvörum. 17.1.2012 12:09 "Guðríður talar þvert ofan í sannleikann" Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir að meirihluti bæjarstjórnar standi á brauðfótum og mikill trúnaðarbrestur hafi átt sér stað eftir að fréttir bárust af því að Guðrúnu Pálsdóttur, bæjarstjóra hafi verið sagt upp störfum. 16.1.2012 21:45 Linnulaus áróður gegn ríkisstjórninni Forsætisráðherra segir Samtök atvinnulífsins halda uppi linnulausum áróðri og rangfærslum gegn ríkisstjórninni og verkum hennar, sem sé ekki í þágu almennings. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stéttarfélögin vilja losna við ríkisstjórnina vegna svikinna loforða. 16.1.2012 20:29 Sameiningatillögur alveg víðs fjarri Sparnaður af sameiningu reykvískra grunnskóla hljóðar upp á tæpar tólf milljónir fyrir árið 2012, eða núll komma núll sex prósent af rekstri grunnskólanna. Varla ómaksins virði að hafa lagt upp í þessa vegferð, segir borgarfulltrúi. 16.1.2012 19:54 Síðastur þingmanna Konungsríkisins Íslands til að kveðja Síðasti alþingismaðurinn sem heyrði undir Danakonung og tók þátt í lýðveldisstofnunni árið 1944 var kvaddur á Alþingi í dag þegar þingheimur minntist Sigurðar Bjarnasonar frá Vigur. Sigurður Bjarnason var fyrst kjörinn á þing árið 1942 þegar landið var Konungsríkið Ísland og heyrði að forminu til undir Danakonung og hann er jafnframt síðastur alþingismanna sem kveður úr þeim hópi sem sátu á Alþingi þegar Lýðveldið var stofnað á Þingvöllum árið 1944. 16.1.2012 19:45 Nubo ekkert heyrt frá íslenskum stjórnvöldum Kínverjinn Huang Nubo undrast að engin svör hafi ennþá borist frá íslenskum stjórnvöldum um hvort honum verði leyft að fjárfesta í ferðaþjónustu á Íslandi og er þolinmæði hans nú á þrotum. 16.1.2012 18:49 Bæjarstjórastarfið ekki auglýst - bæjarstjórinn verður ópólitískur Næsti bæjarstjóri Kópavogs verður ópólitískur líkt og sá sem nú situr. Meirihlutinn ætlar að standa sameiginlega að valinu en starfið verður að öllum líkindum ekki auglýst. 16.1.2012 18:41 Sigursteinn Gíslason látinn Sigursteinn Gíslason er fallinn frá eftir harða baráttu við krabbamein. Hann var 43 ára gamall. 16.1.2012 17:45 Guðrún tjáir sig ekki Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að sér hafi ekki verið sagt formlega upp störfum og því sé ekki tímabært að tjá sig um málið við fjölmiðla að svo stöddu. 16.1.2012 17:41 Steingrímur heldur fast í sitt sæti Þótt Steingrímur J. Sigfússon hafi látið af embætti fjármálaráðherra um áramótin situr hann enn í stóli sem fjármálaráðherra situr vanalegast í við þingfundi. Það er sætið sem er næst þingforseta til vinstrihandar. 16.1.2012 16:32 Ölgerðin harmar að fyrirtæki séu dregin að ósekju inn í saltmálið Ölgerðin harmar að fyrirtæki sem keypt hafi óvottað salt til annarra nota en í matvæli frá fyrirtækinu séu dregin inn í umræðuna um iðnaðarsalt en um helgina gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur opinberan lista yfir þau fyrirtæki sem keypt hefðu saltið. 16.1.2012 16:16 Ráðherrar verða átta Ráðherrum mun fækka niður í átta þegar Katrín Júlíusdóttir kemur úr fæðingarorlofi, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar hún flutti skýrslu um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar á þingfundi í dag. Jóhanna sagði ekkert um það hvaða ráðherra myndi víkja úr ríkisstjórninni þegar þar að kemur. 16.1.2012 15:24 Eðalfiskur saltaði útiplön með iðnaðarsaltinu Eðalfiskur ehf. notaði ekki iðnaðarsalt í vörur sínar, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni fyrirtækisins. 16.1.2012 14:55 Ákærur í Straumsvíkurmálinu Ríkissaksóknari hefur gefið út ákærur á hendur sex karlmönnum sem allir eru sakaðir um fíkniefnabrot á síðasta ári. Á meðal þeirra ákærðu eru mennirnir tveir sem taldir eru hafa lagt á ráðin um að smygla stórfelldu magni af fíkniefnum um borð í skipi sem kom frá Rotterdam til Straumsvíkur. Annar maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en hinn hefur hafið afplánun vegna annars máls. 16.1.2012 14:53 Gjörningur á Austurvelli Gjörningalistamaðurinn heimsþekkti Santiago Sierra hóf gjörningaveislu sína sem fram fer víðsvegar um Reykjavík næstu daga, með því að leggja þessu risastóra skilti fyrir framan Alþingi. Sierra verður á ferðinni með allskyns gjörninga allt að helgi en 20. janúar opnar síðan sýning með verkum hans í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. 16.1.2012 14:30 Torg með nýtt og notalegt hlutverk Nú er aftur hafin umræða um skipulagsbreytingar við Ingólfstorg þar sem meðal annars er gert ráð fyrir flutningi húsa við Vallarstræti inn á torgið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veltir fyrir sér öðrum lausnum á þessu torgi í hjarta borgarinnar. 16.1.2012 14:30 Bíll varð alelda við Háskólann Bíll varð alelda við Háskóla Íslands nú um eittleytið. Töluverðan reyk leggur frá bílnum. Slökkviliðsmenn eru búnir að slökkva eldinn, en bíllinn er gerónýtur. 16.1.2012 13:28 Brenndist alvarlega á sjóðandi vatni Karlmaður brenndist alvarlega á efri hluta líkama síns þegar sjóðandi vatn heltist yfir hann. Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudags í orlofshúsi í Grímsnesi. Maðurinn var þar ásamt fleira fólki. 16.1.2012 12:55 Jólin búin hjá alþingismönnum Alþingi kemur saman á ný í dag, eftir mánaðarlangt jólafrí. Þingnefndir hófu fundi í morgun og voru Vaðlaheiðargöng á dagskrá tveggja þeirra, bæði fjárlaganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. 16.1.2012 12:17 Velferðarráðherra fór í aðgerð vegna botnlangabólgu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fór í aðgerð vegna bráðrar botnlangabólgu á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í gær. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu segir að aðgerðin hafi tekist vel og lætur Guðbjartur vel af líðan sinni. Hann þarf hinsvegar að halda kyrru fyrir í nokkra daga að læknisráði. 16.1.2012 12:04 Fá ekki skýrslu frá Hagfræðistofnun Alþingi ætlar ekki að biðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að svo stöddu um að vinna úttekt á áætluðum kostnaði við gerð Vaðlaheiðaganga. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir tilkynnti Guðfríði Lilju Grétarsdóttir, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, þetta með bréfi í dag. Nefndin óskaði í nóvember eftir því að úttektin yrði unnin. 16.1.2012 12:04 Betra að bæjarstórinn sé pólitískur Meirihluti bæjarstjórnarinnar í Kópavogi er einhuga um brotthvarf Guðrúnar Pálsdóttur úr stóli bæjarstjóra í Kópavogi, segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar. Rætt var við Guðrúnu um starfslok hennar á föstudaginn. 16.1.2012 11:49 Saltmálið: MS innkallar fimm vörutegundir Mjólkursamsalan hefur innkallað fimm vörutegundir sökum þess að fyrirtækið fékk afgreitt iðnaðarsalt frá Ölgerðinni þrátt fyrir að hafa pantað matvælasalt. 16.1.2012 11:24 Síbrotamaður í átján mánaða fangelsi Síbrotamaður að nafni Bjarni Leifur Pétursson var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavikur í dag. Hann er meðal annars dæmdur fyrir vopnalagabrot, með því að hafa haldið hnífi á lofti á veitingastaðnum Monte Carlo í mars í fyrra, einnig fyrir líkamsárás að Baldursgötu í ágúst í hitteðfyrra, bílþjófnað og að hafa tekið út vörur í verslun á nafni annars manns. Bjarni á að baki 44 dóma fyrir brot, sem eru í flestum tilfellum hegningarlagabrot. 16.1.2012 14:37 Verulega dregur úr brottflutningi Íslendinga frá landinu Brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta voru 15 á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Er þetta mun minna en mælst hefur undanfarna fjórðunga. Á sama fjórðungi árið 2010 fluttu t.d. 140 fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu en til þess. 16.1.2012 11:20 Saltmálið: SS breytir verklagi sínu Sláturfélag Suðurlands hefur breytt verklagi sínu og ætlar ekki lengur að láta upplýsingar frá seljendum rekstrarvara nægja heldur mun það í framtíðinni krefjast staðfestingar frá framleiðendum á að viðkomandi vörur séu hæfar til matvælaframleiðslu. 16.1.2012 10:23 Flestir fluttu til Norðurlandanna Alls bjuggu 319.560 manns á Íslandi í lok nýliðins árs, 160.360 karlar og 159.200 konur. Landsmönnum fjölgaði um 470 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 20.930 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 203.570 manns. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan birti í morgun. 16.1.2012 09:07 Þorskkvótinn verður aukinn í vor Þorskkvótinn verður aukinn í vor þrátt fyrir að nýtt fiskveiðiár hefjist ekki fyrr en fyrsta september. 16.1.2012 08:59 Fimm innbrot á höfuðborgarsvæðinu Tilkynnt var um fimm innbrot á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. 16.1.2012 07:59 Heilbrigðiseftirlit óánægt með Matvælastofnun Það er framleiðsla, dreifing og geymsla á svonefndu iðnaðarsalti sem veldur því að það er ekki notað til manneldis, en ekki efnasamsettning saltsins, sem veldur því að það er ekki notað til manneldis, segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. 16.1.2012 07:57 Hundaskítur um allt á Selfossi Hundaskítur er óvenju áberandi á og meðfram göngustígum á Selfossi, að því er íbúi greinir frá á vefsíðunni DFS. 16.1.2012 07:52 Dýrara að hita hús með rafmagni en olíu Það er orðið dýrara að að hita íbúðarhús í dreifbýli með innlendu rafmagni en innfluttri raforku samkvæmt samantekt Orkustofnunar. 16.1.2012 07:44 Alþingi kemur saman í dag Alþingi kemur saman í dag að loknu jólaleyfi. Þingstörf hefjast með með fundum í nefndum og svo hittast þingflokksformenn á sameiginlegum fundi, en sjálfur þingfundurinn hefst klukkan þrjú í dag. 16.1.2012 07:21 Vilja ræða mörk sveitarfélaga við Ölfus „Þær ástæður sem sjálfstæðismenn leggja fram til stuðnings afstöðu sinni eru haldlausar og augljóst að einhverjar allt aðrar ástæður liggja að baki,“ bókuðu fulltrúar A-listans í bæjarstjórn Hveragerðis eftir að meirihluti sjálfstæðismanna felldi tillögu þeirra um viðræður við Ölfus um sameiningu sveitarfélaganna. 16.1.2012 05:30 Tollgæslan tók tólf kíló af eiturlyfjum Tollgæslan lagði hald á rúmlega 12,5 kíló af fíkniefnum sem reynt var að smygla hingað til lands á síðasta ári í gegnum Leifsstöð. Þar af voru tvær flöskur með amfetamínbasa sem hefðu getað gefið rúmlega 4,6 kíló af amfetamíni hvor, samkvæmt útreikningum. Auk þessa stöðvaði tollgæslan smygl á tæplega 4.500 LSD stykkjum og rúmlega 66 þúsund e-töflum í Leifsstöð, samkvæmt tölum sem teknar hafa verið saman fyrir Fréttablaðið. 16.1.2012 05:00 Iittala og Artek boða komu sína Finnsku stórfyrirtækin Iittala og Artek hafa boðað komu sína á kaupstefnuna HönnunarMars í ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Hönnunarmiðstöðvar. 16.1.2012 05:00 Segir eftirlitið hafa brugðist í saltmálinu Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir matvælaeftirlit hafa brugðist vegna sölu Ölgerðarinnar á iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. 16.1.2012 04:15 Frumvarpsdrög útiloka íþróttagreinar Verði drög að frumvarpi að nýjum vopnalögum samþykkt á Alþingi verður þremur íþróttagreinum innan Skotíþróttasambands Íslands sjálfhætt þar sem nýliðun og uppfærsla á byssum verður útilokuð. 16.1.2012 04:00 Íslenskar vefsíður þróaðar Vefsíður íslenskra fjármálafyrirtækja komu vel út úr könnun sem Framkvæmdastjórn ESB framkvæmdi á vefsíðum 562 fjármálafyrirtækja í Evrópu. Voru alls tíu íslenskar vefsíður skoðaðar og var ekki gerð athugasemd við nokkra þeirra. 16.1.2012 02:30 Sjá næstu 50 fréttir
Iðnaðarsalt átti ekki að nota í matvæli Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var mótfallið því að MAST heimilaði Ölgerðinni að selja afgangsbirgðir af iðnaðarsalti til matvælafyrirtækja. Þótt saltið sé ekki heilsuspillandi í sjálfu sér getur það innihaldið ýmiss konar aðskotahluti. 17.1.2012 08:00
Fundu kannabis, exi og sverð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í vesturborginni í nótt og lagði hald á eitthvað á annan tug plantna. Auk þess fannst stór exi og sverð á vettvangi. 17.1.2012 07:22
Ögmundur vill losa Geir úr snörunni Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ætlar að styðja tillögu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um að draga til baka ákæru Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi. 17.1.2012 07:20
Freista fíkniefnahunds með fé úr sveitarsjóði Borgarbyggð styrkir lögregluna um 300 þúsund krónur svo fíkniefnahundurinn Nökkvi þjóni áfram í umdæminu. Lögreglan segist þurfa að skera niður og að 1,5 milljón króna á ári myndu sparast ef Nökkvi væri leystur undan störfum. 17.1.2012 07:00
Mikil sprengihætta við Hestfjörð Mikil sprengihætta er við Hestfjörð, við sunnannvert Ísafjarðardjúp, eftir að olíubíll frá Skeljungi, með 39 þúsund lítra af bensíni, snérist í tvo eða þrjá hringi á glerhálku í gærkvöldi, uns vagninn með bensíngeyminum hafnaði ofan vegar á hvolfi og dráttarbíllinn ofan á honum. 17.1.2012 06:45
Bæjarfulltrúi verður ekki bæjarstjóri Næsti bæjarstjóri í Kópavogi kemur ekki úr hópi kjörinna fulltrúa. Þetta segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, að hafi verið niðurstaða meirihlutafundar bæjarstjórnar síðdegis í gær. 17.1.2012 06:00
Unnar kjötvörur auka líkur á krabbameini í brisi Reglulegt pylsuát eykur líkur á krabbameini í brisi. Þetta er niðurstaða sænskrar rannsóknar á tengslum krabbameins við neyslu á unnum kjötvörum. 17.1.2012 12:09
"Guðríður talar þvert ofan í sannleikann" Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segir að meirihluti bæjarstjórnar standi á brauðfótum og mikill trúnaðarbrestur hafi átt sér stað eftir að fréttir bárust af því að Guðrúnu Pálsdóttur, bæjarstjóra hafi verið sagt upp störfum. 16.1.2012 21:45
Linnulaus áróður gegn ríkisstjórninni Forsætisráðherra segir Samtök atvinnulífsins halda uppi linnulausum áróðri og rangfærslum gegn ríkisstjórninni og verkum hennar, sem sé ekki í þágu almennings. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stéttarfélögin vilja losna við ríkisstjórnina vegna svikinna loforða. 16.1.2012 20:29
Sameiningatillögur alveg víðs fjarri Sparnaður af sameiningu reykvískra grunnskóla hljóðar upp á tæpar tólf milljónir fyrir árið 2012, eða núll komma núll sex prósent af rekstri grunnskólanna. Varla ómaksins virði að hafa lagt upp í þessa vegferð, segir borgarfulltrúi. 16.1.2012 19:54
Síðastur þingmanna Konungsríkisins Íslands til að kveðja Síðasti alþingismaðurinn sem heyrði undir Danakonung og tók þátt í lýðveldisstofnunni árið 1944 var kvaddur á Alþingi í dag þegar þingheimur minntist Sigurðar Bjarnasonar frá Vigur. Sigurður Bjarnason var fyrst kjörinn á þing árið 1942 þegar landið var Konungsríkið Ísland og heyrði að forminu til undir Danakonung og hann er jafnframt síðastur alþingismanna sem kveður úr þeim hópi sem sátu á Alþingi þegar Lýðveldið var stofnað á Þingvöllum árið 1944. 16.1.2012 19:45
Nubo ekkert heyrt frá íslenskum stjórnvöldum Kínverjinn Huang Nubo undrast að engin svör hafi ennþá borist frá íslenskum stjórnvöldum um hvort honum verði leyft að fjárfesta í ferðaþjónustu á Íslandi og er þolinmæði hans nú á þrotum. 16.1.2012 18:49
Bæjarstjórastarfið ekki auglýst - bæjarstjórinn verður ópólitískur Næsti bæjarstjóri Kópavogs verður ópólitískur líkt og sá sem nú situr. Meirihlutinn ætlar að standa sameiginlega að valinu en starfið verður að öllum líkindum ekki auglýst. 16.1.2012 18:41
Sigursteinn Gíslason látinn Sigursteinn Gíslason er fallinn frá eftir harða baráttu við krabbamein. Hann var 43 ára gamall. 16.1.2012 17:45
Guðrún tjáir sig ekki Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, segir að sér hafi ekki verið sagt formlega upp störfum og því sé ekki tímabært að tjá sig um málið við fjölmiðla að svo stöddu. 16.1.2012 17:41
Steingrímur heldur fast í sitt sæti Þótt Steingrímur J. Sigfússon hafi látið af embætti fjármálaráðherra um áramótin situr hann enn í stóli sem fjármálaráðherra situr vanalegast í við þingfundi. Það er sætið sem er næst þingforseta til vinstrihandar. 16.1.2012 16:32
Ölgerðin harmar að fyrirtæki séu dregin að ósekju inn í saltmálið Ölgerðin harmar að fyrirtæki sem keypt hafi óvottað salt til annarra nota en í matvæli frá fyrirtækinu séu dregin inn í umræðuna um iðnaðarsalt en um helgina gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur opinberan lista yfir þau fyrirtæki sem keypt hefðu saltið. 16.1.2012 16:16
Ráðherrar verða átta Ráðherrum mun fækka niður í átta þegar Katrín Júlíusdóttir kemur úr fæðingarorlofi, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar hún flutti skýrslu um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar á þingfundi í dag. Jóhanna sagði ekkert um það hvaða ráðherra myndi víkja úr ríkisstjórninni þegar þar að kemur. 16.1.2012 15:24
Eðalfiskur saltaði útiplön með iðnaðarsaltinu Eðalfiskur ehf. notaði ekki iðnaðarsalt í vörur sínar, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni fyrirtækisins. 16.1.2012 14:55
Ákærur í Straumsvíkurmálinu Ríkissaksóknari hefur gefið út ákærur á hendur sex karlmönnum sem allir eru sakaðir um fíkniefnabrot á síðasta ári. Á meðal þeirra ákærðu eru mennirnir tveir sem taldir eru hafa lagt á ráðin um að smygla stórfelldu magni af fíkniefnum um borð í skipi sem kom frá Rotterdam til Straumsvíkur. Annar maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en hinn hefur hafið afplánun vegna annars máls. 16.1.2012 14:53
Gjörningur á Austurvelli Gjörningalistamaðurinn heimsþekkti Santiago Sierra hóf gjörningaveislu sína sem fram fer víðsvegar um Reykjavík næstu daga, með því að leggja þessu risastóra skilti fyrir framan Alþingi. Sierra verður á ferðinni með allskyns gjörninga allt að helgi en 20. janúar opnar síðan sýning með verkum hans í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. 16.1.2012 14:30
Torg með nýtt og notalegt hlutverk Nú er aftur hafin umræða um skipulagsbreytingar við Ingólfstorg þar sem meðal annars er gert ráð fyrir flutningi húsa við Vallarstræti inn á torgið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veltir fyrir sér öðrum lausnum á þessu torgi í hjarta borgarinnar. 16.1.2012 14:30
Bíll varð alelda við Háskólann Bíll varð alelda við Háskóla Íslands nú um eittleytið. Töluverðan reyk leggur frá bílnum. Slökkviliðsmenn eru búnir að slökkva eldinn, en bíllinn er gerónýtur. 16.1.2012 13:28
Brenndist alvarlega á sjóðandi vatni Karlmaður brenndist alvarlega á efri hluta líkama síns þegar sjóðandi vatn heltist yfir hann. Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudags í orlofshúsi í Grímsnesi. Maðurinn var þar ásamt fleira fólki. 16.1.2012 12:55
Jólin búin hjá alþingismönnum Alþingi kemur saman á ný í dag, eftir mánaðarlangt jólafrí. Þingnefndir hófu fundi í morgun og voru Vaðlaheiðargöng á dagskrá tveggja þeirra, bæði fjárlaganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar. 16.1.2012 12:17
Velferðarráðherra fór í aðgerð vegna botnlangabólgu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fór í aðgerð vegna bráðrar botnlangabólgu á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í gær. Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu segir að aðgerðin hafi tekist vel og lætur Guðbjartur vel af líðan sinni. Hann þarf hinsvegar að halda kyrru fyrir í nokkra daga að læknisráði. 16.1.2012 12:04
Fá ekki skýrslu frá Hagfræðistofnun Alþingi ætlar ekki að biðja Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að svo stöddu um að vinna úttekt á áætluðum kostnaði við gerð Vaðlaheiðaganga. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir tilkynnti Guðfríði Lilju Grétarsdóttir, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, þetta með bréfi í dag. Nefndin óskaði í nóvember eftir því að úttektin yrði unnin. 16.1.2012 12:04
Betra að bæjarstórinn sé pólitískur Meirihluti bæjarstjórnarinnar í Kópavogi er einhuga um brotthvarf Guðrúnar Pálsdóttur úr stóli bæjarstjóra í Kópavogi, segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar. Rætt var við Guðrúnu um starfslok hennar á föstudaginn. 16.1.2012 11:49
Saltmálið: MS innkallar fimm vörutegundir Mjólkursamsalan hefur innkallað fimm vörutegundir sökum þess að fyrirtækið fékk afgreitt iðnaðarsalt frá Ölgerðinni þrátt fyrir að hafa pantað matvælasalt. 16.1.2012 11:24
Síbrotamaður í átján mánaða fangelsi Síbrotamaður að nafni Bjarni Leifur Pétursson var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavikur í dag. Hann er meðal annars dæmdur fyrir vopnalagabrot, með því að hafa haldið hnífi á lofti á veitingastaðnum Monte Carlo í mars í fyrra, einnig fyrir líkamsárás að Baldursgötu í ágúst í hitteðfyrra, bílþjófnað og að hafa tekið út vörur í verslun á nafni annars manns. Bjarni á að baki 44 dóma fyrir brot, sem eru í flestum tilfellum hegningarlagabrot. 16.1.2012 14:37
Verulega dregur úr brottflutningi Íslendinga frá landinu Brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta voru 15 á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Er þetta mun minna en mælst hefur undanfarna fjórðunga. Á sama fjórðungi árið 2010 fluttu t.d. 140 fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu en til þess. 16.1.2012 11:20
Saltmálið: SS breytir verklagi sínu Sláturfélag Suðurlands hefur breytt verklagi sínu og ætlar ekki lengur að láta upplýsingar frá seljendum rekstrarvara nægja heldur mun það í framtíðinni krefjast staðfestingar frá framleiðendum á að viðkomandi vörur séu hæfar til matvælaframleiðslu. 16.1.2012 10:23
Flestir fluttu til Norðurlandanna Alls bjuggu 319.560 manns á Íslandi í lok nýliðins árs, 160.360 karlar og 159.200 konur. Landsmönnum fjölgaði um 470 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar voru 20.930 og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 203.570 manns. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan birti í morgun. 16.1.2012 09:07
Þorskkvótinn verður aukinn í vor Þorskkvótinn verður aukinn í vor þrátt fyrir að nýtt fiskveiðiár hefjist ekki fyrr en fyrsta september. 16.1.2012 08:59
Fimm innbrot á höfuðborgarsvæðinu Tilkynnt var um fimm innbrot á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. 16.1.2012 07:59
Heilbrigðiseftirlit óánægt með Matvælastofnun Það er framleiðsla, dreifing og geymsla á svonefndu iðnaðarsalti sem veldur því að það er ekki notað til manneldis, en ekki efnasamsettning saltsins, sem veldur því að það er ekki notað til manneldis, segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. 16.1.2012 07:57
Hundaskítur um allt á Selfossi Hundaskítur er óvenju áberandi á og meðfram göngustígum á Selfossi, að því er íbúi greinir frá á vefsíðunni DFS. 16.1.2012 07:52
Dýrara að hita hús með rafmagni en olíu Það er orðið dýrara að að hita íbúðarhús í dreifbýli með innlendu rafmagni en innfluttri raforku samkvæmt samantekt Orkustofnunar. 16.1.2012 07:44
Alþingi kemur saman í dag Alþingi kemur saman í dag að loknu jólaleyfi. Þingstörf hefjast með með fundum í nefndum og svo hittast þingflokksformenn á sameiginlegum fundi, en sjálfur þingfundurinn hefst klukkan þrjú í dag. 16.1.2012 07:21
Vilja ræða mörk sveitarfélaga við Ölfus „Þær ástæður sem sjálfstæðismenn leggja fram til stuðnings afstöðu sinni eru haldlausar og augljóst að einhverjar allt aðrar ástæður liggja að baki,“ bókuðu fulltrúar A-listans í bæjarstjórn Hveragerðis eftir að meirihluti sjálfstæðismanna felldi tillögu þeirra um viðræður við Ölfus um sameiningu sveitarfélaganna. 16.1.2012 05:30
Tollgæslan tók tólf kíló af eiturlyfjum Tollgæslan lagði hald á rúmlega 12,5 kíló af fíkniefnum sem reynt var að smygla hingað til lands á síðasta ári í gegnum Leifsstöð. Þar af voru tvær flöskur með amfetamínbasa sem hefðu getað gefið rúmlega 4,6 kíló af amfetamíni hvor, samkvæmt útreikningum. Auk þessa stöðvaði tollgæslan smygl á tæplega 4.500 LSD stykkjum og rúmlega 66 þúsund e-töflum í Leifsstöð, samkvæmt tölum sem teknar hafa verið saman fyrir Fréttablaðið. 16.1.2012 05:00
Iittala og Artek boða komu sína Finnsku stórfyrirtækin Iittala og Artek hafa boðað komu sína á kaupstefnuna HönnunarMars í ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Hönnunarmiðstöðvar. 16.1.2012 05:00
Segir eftirlitið hafa brugðist í saltmálinu Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir matvælaeftirlit hafa brugðist vegna sölu Ölgerðarinnar á iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. 16.1.2012 04:15
Frumvarpsdrög útiloka íþróttagreinar Verði drög að frumvarpi að nýjum vopnalögum samþykkt á Alþingi verður þremur íþróttagreinum innan Skotíþróttasambands Íslands sjálfhætt þar sem nýliðun og uppfærsla á byssum verður útilokuð. 16.1.2012 04:00
Íslenskar vefsíður þróaðar Vefsíður íslenskra fjármálafyrirtækja komu vel út úr könnun sem Framkvæmdastjórn ESB framkvæmdi á vefsíðum 562 fjármálafyrirtækja í Evrópu. Voru alls tíu íslenskar vefsíður skoðaðar og var ekki gerð athugasemd við nokkra þeirra. 16.1.2012 02:30