Fleiri fréttir

Breytir engu hvernig reiknað er

Reglur sem Seðlabanki Íslands hefur gefið út um hvernig standa skuli að útreikningum á verðtryggðum lánum eru í samræmi við lög, að því er fram kemur í bréfi bankans til umboðsmanns Alþingis.

Sátt við ferlið en ekki niðurstöðuna

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður flokksráðsins, segir samþykkt ráðsins um helgina fyrst og fremst snúast um veru Íslendinga í Nató.

Gengið og prjónað um leið

Hönnuðurinn Hélène Magnússon fór fyrir prjónaferð á Fimmvörðuháls á dögunum og afrekaði það að prjóna heila peysu á leiðinni. Uppskriftin verður birt í bandarísku prjónabókinni Sweaters From Around the World á næsta ári. Peysan er ekki af einföldustu gerð heldur aðsniðin og minnir á gömlu íslensku peysufötin.

Dópuð móðir með barn í bíl

Kona á þrítugsaldri var nýverið stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu. Hún var í annarlegu ástandi. Í fórum hennar fundust fíkniefni. Með í för var barnið hennar og var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Móðirin var handtekin og flutt á lögreglustöð en hún hafði þegar verið svipt ökuleyfi.

Heildarkostnaður um 40 milljarðar króna

Drög að deiliskipulagi nýs Landspítala voru kynnt í gær. Vonir standa til að skipulagið öðlist gildi með vorinu. Drögin eru grundvölluð á tillögu hönnunar-hópsins SPITAL, sem bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppninni árið 2010.

Veiddu risafiska á sjóstangmóti í Grindavík

Sannkallaðir stórfiskar komu að landi á Íslandsmeistaramótinu í sjóstöng sem fór fram utan við Grindavík um helgina. Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að met hafi fallið í stærð ufsa og löngu á sjóstöng og jafnvel einnig í þorski.

Mikill áhugi á að fræðast um eldgosið

Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst.

Dæmd fyrir manndráp af gáleysi

Héraðsdómur Vesturlands hefur frestað ákvörðun um refsingu ungrar konu sem dæmd var fyrir manndráp af gáleysi. Konan var ákærð fyrir að hafa laugardaginn 27. nóvember 2010 ekið bifreið yfir gangbraut í Borgarnesi án nægjanlegar aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður þar sem útsýni var takmarkað vegna sólar sem var lágt á lofti og skein beint í augu hennar. Afleiðingarnar urðu þær að önnur kona sem gekk yfir gangbrautina varð fyrir bifreiðinni og hlaut við það mikla áverka, þar á meðal hryggbrot er leiddi til rofs á mænu. Konan lést nær samstundis.

Ræddu eldgos og flugumferð

Samgönguráðherrar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ræddu hvernig bregðast megi við öskuskýjum frá eldgosum og stjórn flugumferðar í kringum þau á fundi í Reykjavík í gær.

Shiva fyllti Háskólabíó

Troðfullt var á fyrirlestur Vandana Shiva í Háskólabíói í gær. Fyrirlesturinn var haldinn í stóra sal bíósins, sem tekur um eitt þúsund manns, en engu að síður segja rekstraraðilar bíósins að um um 200-300 manns hafi orðið frá að hverfa.

Gláka er algeng orsök sjónskerðingar

Gláka er þriðja algengasta orsök sjónskerðingar meðal Íslendinga en um fimm þúsund einstaklingar hér á landi eru með sjúkdóminn. Mjög mikilvægt er að greina gláku snemma en hann getur valdið óafturkræfum skaða á sjón.

Sjávarfallavirkjun til að hlífa Teigsskógi

Sjávarfallavirkjun þvert yfir Þorskafjörð, sem jafnframt yrði brú, er til umræðu sem sáttaleið í deilum um framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit í Reykhólahreppi. Erfiðustu hindranirnar í vegi þess að byggðirnar á sunnanverðum Vestfjörðum tengist öðrum landshlutum með nútímavegi eru Hjallaháls og Ódrjúgsháls.

Bensíngjöfin óvart í botn

Ökumaður á Selfossi fékk aðsvif undir stýri í miðju íbúðarhverfi uppúr klukkan fjögur í dag. Þegar hann ætlaði að hemla spyrnti hann óviljandi í bensíngjöfina í staðinn og spændi upp á gangstétt og þar inn í grindverk. Engan sakaði en bíllinn var óökufær eftir tilburðina.

Næstum 26.000 í alvarlegum vanskilum

Tæplega tuttugu og sexþúsund einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum hér á landi en þeim hefur fjölgað um tæp tíu prósent frá áramótum. framkvæmdastjóri Creditinfo er svartsýnn á að ástandið lagist.

Þjófnaður í Hörpunni

Þrír drengir milli 16 og 20 ára komust inn í aðstöðu starfsmanna í Hörpunni um hálf fimm leytið í dag. Þar grömsuðu þeir í veskjum og stálu hlutum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Umferðaróhöpp dagsins

Vel á annan tug árekstra varð á Reykjavíkursvæðinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá www.arekstur.is. Meðal annars varð harkalegur árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um klukkan fjögur í dag. Um aftanákeyrslu var að ræða en einn var fluttur með sjúkrabíl á slysavörslu. Bílarnir voru mikið skemmdir.

Kvótafrumvarp mun valda fólksfækkun í eyjum

Verði kvótafrumvarpið samþykkt óbreytt á Alþingi, leiðir það til mikillar fólksfækkunar í Vestmannaeyjum. Þetta segir í umsögn um bæjarráðs Vestmannaeyja sem telur að með frumvarpinu skerðist aflaheimildir í Eyjum um 15 prósent. Um 100 manns, sem starfi við veiðar og vinnslu, missi vinnuna og með afleiddum störfum megi gera ráð fyrir að um tvö hundruð störf tapist.

Nýtt sjúkrahús rísi eftir rúm 15 ár

Uppbyggingu nýs Háskólasjúkrahúss við Hringbraut lýkur að fullu innan 15-20 ára ef allt gengur að óskum. Samkvæmt drögum að deiluskipulagi nýs Landspítala, sem kynnt voru í dag, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist næsta vor á sama tíma og fyrstu verkhlutar verða tilbúnir til útboðs. Landspítalalóðin á eftir að taka miklum stakkaskiptum en byggingarmagn á henni er nú ríflega 76 þúsund fermetrar. Við verklok verður það rúmlega tvöhundruð þrjátíu og fimm þúsund.

Íslenskir hjúkrunarfræðingar til Íraks

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands, Áslaug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingar, munu halda til Íraks þann 1. september til starfa með Alþjóða Rauða krossinum.

Tvö fíkniefnamál í Vestmannaeyjum

Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni og en í öðru tilvikinu var um að ræða haldlagningu á um 50 gr. af maríhúana en efnin fundust í gistiheimili í bænum þann 26. ágúst sl. Fjórir aðilar voru handteknir í tengslum við rannsóknina og játaði einn af þeim að vera eigandi að efnunum. Málið telst að mestu upplýst.

Jóhanna segir VG í hættulegum leik

Forsætisráðherra segir ályktanir flokksráðsfundar Vinstri Grænna sem beinast að ráðherrum samfylkingarinnar óskiljanlegar. Hún styður sína ráðherra og segir ákvarðanir þeirra réttar. Það sé hins vegar hættulegur leikur fyrir ríkisstjórnina að takast á með ályktunum.

Kvarta undan kjötskorti

Dýrara er að leysa út kíló af kjúklingi á úthlutuðum WTO-kvóta úr tolli en ef kjötið væri afgreitt með almennum tolli án kvóta. Þetta gengur þvert á markmið samnings Íslands og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um innflutning á matvælum.

Fyrstu réttir um næstu helgi

Nú styttist í réttir víðsvegar um landið og eins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Samkvæmt upplýsingum Bændasamtakanna á heimasíðu þeirra verða fyrstu fjárréttir haustsins laugardaginn 3. september nk. en þá verður réttað á sex stöðum norðanlands, í Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum.

Heimslið sálfræðinga á Íslandi í vikunni

Nokkrir af frægustu sálfræðingum í heimi verða staddir á Íslandi í vikunni. Ástæðan er sú að hér fer fram Evrópuráðstefna um hugræna atferlismeðferð í tónlistar og ráðstefnuhúsinu Hörpu og hefst ráðstefnan á morgun. Á meðal þekktustu fræðimannana sem halda erindi á ráðstefnunni eru David Clarke, prófessor í Kings College í Lundúnum, sem hefur sett fram eina yfirgripsmestu kenninguna um kvíða.

Sigmundur Davíð grennist hratt - sex kíló farin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og þingmaður, hefur misst tvö kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir um viku síðan. Þegar átakið hófst var hann 108 kíló en er nú 106 kíló.

Tvær orrustuþotur skullu saman í Litháen

Herþota á vegum Nato rakst í dag á orrustuþotu Litháenska hersins að því er varnarmálaráðuneytið í Litháen segir. Báðir flugmenn komust lífs af, Nato þotunni tókst að lenda þrátt fyrir að hafa laskast en Litháíski flugmaðurinn skaut sér út í fallhlíf.

Eldur í bifreið eftir bílveltu

Fólksbíll valt í Norðurárdal rétt fyrir klukkan sex í morgun. Slysið varð skammt frá bænum Hvammi en ökumaðurinn, sem er karlmaður, var einn í bílnum en hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður.

Annar tveggja Black Pistons-manna tók á sig meginsök

Annar tveggja manna sem ákærðir eru fyrir að svipta rúmlega tvítugan mann frelsi sínu í maí 2011, misþyrma honum hrottalega og reyna að kúga út úr honum fé tók á sig meginsök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Ákærður Júlli hyggst opna Drauminn á ný

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á á hendur Júlíusi Þorbergssyni, betur þekktum sem Júlla í Draumnum, fyrir ólöglega lyfja- og tóbakssölu og peningaþvætti. Júlíus segist ætla að lýsa sig saklausan af öllum ákæruatriðum og opna söluturninn Drauminn aftur með haustinu.

Fólkið sem fellur milli skips og bryggju

Hvort sem vitnað er í lög eða sáttmála sem Ísland gengst undir hafa aldraðir og fatlað fólk jafnan rétt til þess að taka þátt í samfélaginu. Tæknin, hugvitið og viljinn er til staðar svo að þetta gæti gengið eftir. Enn virðast þó slíkir hnökrar finnast á kerfinu að þeir sem gætu með aðstoð tekið þátt í samfélaginu fá ekki að gera það, jafnvel þó að þrjú fyrirtæki gætu leitt þá til mannsæmandi lífs.

Kemur með meiri rigningu

Fellibylurinn fyrrverandi, Írena, kemur upp að ströndum landsins á fimmtudag, en líkast til verður hún ekki frábrugðin þeim 300 lægðum sem koma upp að landinu á hverju ári. Írena olli miklum skemmdum á meðan hún var í hámarki og æddi yfir Karíbahafið og ríkin á norðausturströnd Bandaríkjanna. Henni þvarr þó kraftur eftir því sem norðar dró og var stödd yfir Kanada í gær.

Tækifærum glutrað

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, eru gagnrýnir á málflutning ríkisstjórnarinnar í tengslum við lok formlegs samstarfs Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þeir segja ríkisstjórnina hafa brugðist í endurreisn efnahagslífsins.

Ráðherra segir allt Líbíumálið vera uppi á borðum

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að allt sé uppi á borðum varðandi stuðning Íslands í mars síðastliðnum við aðgerðir Atlantshafsbandalagsins (NATO) gegn hersveitum Gaddafís í Líbíu. Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs (VG) ályktaði um málið um helgina og beindi því til Alþingis að skipuð yrði rannsóknarnefnd „til að rannsaka aðdraganda þess að Ísland samþykkti þessar aðgerðir“.

Naumur tími er hindrun

„Þegar loksins var búið að framlengja opna tollkvótann í nautakjöti var búið að selja öðrum aðila nautakjötið sem ég ætlaði að kaupa erlendis. Ég þurfti þess vegna að byrja að því að leita að kjöti aftur. Og það er ekki eins og menn úti í heimi bíði eftir þessum viðskiptum.“

Færri fara í endurmenntun

Starfsemi Sjúkraflutningaskólans hefur dregist töluvert saman undanfarin þrjú ár. Þátttakendum á endurmenntunarnámskeiðum hefur fækkað um helming að sögn Hildigunnar Svavarsdóttur skólastjóra.

Íslensk kona handtekin í Færeyjum fyrir fíkniefnasmygl

Fimmtíu og sjö ára gömul íslensk kona var handtekin í Færeyjum í dag fyrir að hafa reynt að smygla inn 1,5 kílóum af hassi til Færeyja. Konan kom til Færeyja í morgun með Norrænu. Færeyska útvarpið segir að konan muni sitja í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi.

Hefur þrisvar sinnum reynt að tæla börn upp í bílinn

Ókunnugur maður hefur þrisvar sinnum reynt að tæla börn upp í bíl til sinn í Hafnarfirði á síðustu dögum. Skólastjóri segir málið grafalvarlegt og hvetur foreldra til að brýna fyrir börnum sínum að setjast ekki upp í bíl hjá ókunnugum.

Spyr hvort fuglar verði teknir fram yfir fólk á Vestfjörðum

Á að taka tré og fugla fram yfir lífsmöguleika byggðarinnar á Vestfjörðum? Þessari spurningu varpaði prófessor á Akureyri fram í dag inn í tuttugu manna nefnd sem vinnur að sátt um framtíðarlegu vegarins um sunnanverða Vestfirði. Ráðamenn á Vestfjörðum vilja að leiðin um Barðastrandarsýslur verði stytt um rúma tuttugu kílómetra með því að þvera Djúpafjörð og Gufufjörð og losna um leið við tvo erfiða hálsa, Hjallaháls og Ódrjúgsháls.

Trúir því ekki að ríkisstjórnin verði á móti

Bæjarstjóri Norðurþings neitar að trúa því að ríkisstjórnin leggist gegn tugmilljarða fjárfestingum Kínverjans Huang Nubo í íslenskri ferðaþjónustu á sama tíma og sárvanti að efla atvinnu. Huang Nubo flaug með fylgdarliði norður á Grímsstaði á Fjöllum í síðustu viku, skrifaði undir viljayfirlýsingu við bæjarstjóra Norðurþings um uppbyggingu ferðaþjónustu og keypt svo stóran hluta jarðarinnar til að byggja þar lúxushótel.

Lítil hætta á að fuglaflensan berist hingað

Sameinuðu Þjóðirnar vöruðu í dag við því fuglaflensan gæti dreift sér upp á nýtt. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, telur ekki mikla hættu á að fuglaflensan berist hingað. Hann segir ekki um nýtt tilbrigði flensunnar að ræða. "Þetta er H5N1 tilbrigðið sem hefur verið þekkt lengi. Hún hefur verið landlæg í ýmsum ríkjum í Suðaustur-Asíu undanfarið," segir Haraldur, en þegar farfuglar leggja af stað í sín árstíðarbundnu ferðalög á haustin berst vírusinn sér gjarna með þeim til nýrra landa.

Unglingapartí fóru úr böndunum um helgina

Lögreglunni bárust talsvert af símtölum um helgina þar sem kvartað var undan hávaða frá gleðskap í heimahúsum. Í einhverjum tilvikum var um að ræða eftirlitslaus unglingapartí en í einu slíku voru um 50 krakkar mættir á staðinn. Húsráðandinn reyndist vera 14 ára og ófær um að ráða við slíkar aðstæður. Lögreglan stöðvaði samkvæmið og vísaði gestunum frá að því er fram kemur í tilkynningu.

Ekki borið á PMMA síðan í vor

Ekkert hefur borið á fíkniefninu PMMA hér á landi síðan í maí á þessu ári. Snemma í sumar lést stúlka af völdum eiturlyfja og strax vaknaði grunur um að fíkniefnið PMMA hefði valdið dauða hennar. Það fékkst staðfest í síðustu viku eftir lyfjarannsókn, að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu.

Hefja vinnu við hættumat fyrir eldgos - tekur 15 til 20 ár í heildina

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að hafin yrði vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Í tilkynningu frá ráðherra segir að um viðamikla vinnu sé að ræða sem gróflega er áætlað að taki 15 - 20 ár í heildina. Fyrsti áfanginn er þó verkefni til þriggja ára.

Ný stjórnarskrá verði rædd í október

Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða lagðar fyrir Alþingi í byrjun október. Það kemur fram á minnisblaði sem forseti Alþingis lagði fyrir forsætisnefnd í dag. Talið er óheppilegt að tillögur ráðsins verði ræddar á fundardögum þingsins í september því þá gæfist ekki nægur tími til umræðnanna. Nýtt löggjafarþing hefst 1. október og þá falla mál af þingi síðasta árs niður.

Sjá næstu 50 fréttir