Fleiri fréttir

Birkifetinn rústar bláberjauppskeruna fyrir norðan

Þar sem áður fengust tíu lítrar af bláberjum og aðalbláberjum á Norðurlandi fæst nú ekki einn lítri. Fiðrildið Birkifeti hefur étið mest allt lyngið og berin ná því ekki að vaxa. Skordýrafræðingur segir lítið hægt að gera og varanleg áhrif Birkifetans enn óljós.

Rónaganga í borginni

Samtökin SÁÁ standa fyrir rónagöngu næstkomandi laugardag. Þá gefst borgarbúum tækifæri til að ganga um miðbæ Reykjavíkur ásamt sagnfræðingnum Guðjóni Friðrikssyni og fræðast um róna og umhverfi þeirra í borginni.

Óttast fjölgun á glákutilfellum

Augnlæknar óttast að tilfellum gláku eigi eftir að fjölga á Íslandi þar sem sífellt færri fara í reglubundið eftirlit. Talið er að um fimm þúsund manns séu með sjúkdóminn á öllum stigum hérlendis og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Ráðgjafi Obama talar í HÍ

Dr. Linda Darling-Hammond, bandarískur heiðursdoktor, heldur fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands (HÍ) 1. september. Fyrirlesturinn ber heitið Menntun og kennsla á 21. öld.

Mótorhjólamenn keyrðu utan vegar við Skógafoss

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú utanvegaakstur bifhjóla við Skógafoss um helgina. Lögreglu barst tilkynning um að hópur vélhjólamanna hefði ekið inn á friðað svæðið við Skógafoss, en hópurinn var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Vitni munu hafa verið að akstrinum og náðust skráningarnúmer hjólanna. Málið er í rannsókn. Óheimilt er með öllu að aka inn að Skógafossi, heldur ber að leggja ökutækjum við bifreiðastæði við tjaldsvæðið á Skógum og ganga að fossinum að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Íslendingur handtekinn með khat á Gardermoen

Íslendingur var í síðustu viku handtekinn á Gardemoen flugvelli í Noregi. Hann hafði reynt að smygla sautján kílóum af fíkniefninu Khat til Noregs frá Amsterdam. Maðurinn var yfirheyrður af lögreglu og honum sleppt að því loknu að því er fram kemur í norskum miðlum.

Black Pistons fyrir dóm

Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn tveimur mönnum, sem grunaðir eru um sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í maí síðastliðnum, hóst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir níu í morgun.

Þrír skipaðir í rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar

Róbert Spanó, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands hefur skipað þriggja manna rannsóknarnefnd sem ætlað er að rannsaka alla starfshætti og viðbrögð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakana á hendur vígðum þjónum og starfsmönnum kirkjunnar um kynferðisbrot eða annað ofbeldi.

Ófrísk kona ekki alvarlega slösuð

Ófrísk kona, sem slasaðist í bílveltu rétt austan við Múlakvísl í gærkvöldi, er ekki lífshættulega slösuð, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku. Konan var gengin átta mánuði á leið og var í nótt í rannsóknum á kvennadeild Landspítalans.

Þunguð kona flutt með þyrlu eftir bílslys

Kona slasaðist í bílveltu í gærkvöldi rétt austan við Múlakvísl. Ákveðið var að kalla eftir þyrlu til þess að flytja hana á sjúkrahús en hún er gengin átta mánuði á leið. Sjúkrabíll flutti konuna að Skógum þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar beið eftir henni og flutti á Borgarspítalann þar sem lent var rétt fyrir miðnætti.

Bíll brann á Bárugötu

Kveikt var í bíl á Bárugötu í miðborg Reykjavíkur um klukkan hálftvö í nótt. Slökkviliðsmenn voru snöggir á staðinn og gekk vel að slökkva eldinn en svo virðist sem dagblöðum hafi verið troðið inn í bílinn og eldur borinn að. Bifreiðin er talin ónýtu en bíllinn hafði verið afskráður og ekki í góðu ásigkomulagi fyrir. Eigandinn tjáði lögreglu í nótt að hann hefði ekki orðið fyrir neinu tjóni því staðið hafi til að henda bílnum.

Vatnsréttindi aftur á forræði ríkisvalds

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hefur skipað sérfræðingahóp til að vinda ofan af einkavæðingu vatnsréttinda sem fram fór með lagabreytingu árið 1998. Málið er unnið í samráði þingflokka beggja stjórnarflokkanna.

Á hjólastólnum inn í bíl og ekið af stað

Blaðamaður brá sér á rúntinn sem væri ekki í frásögu færandi nema fyrir það að bílsstjórinn, Hallgrímur Eymundsson, hefur notað rafmagnshjólastól frá sjö ára aldri.

Vill auðlindir til umhverfisráðuneytis

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýstir yfir stuðningi við ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og segir ótvíræðan árangur hafa náðst í efnahagsmálum þjóðarinnar. Sá árangur sé í fyllsta samræmi við stefnu flokksins í ýmsum málum.

Augu Meyjunnar stara í tómið

Kíkir Stjörnustöðvar Evrópulanda á Suðurhveli (ESO) náði á dögunum einstaklega glæsilegri mynd af tveimur vetrarbrautum í órafjarlægð frá jörðu. Vetrarbrautirnar eru jafnan kallaðar Augun og eru í 50 milljóna ljósára fjarlægð frá stjörnumerkinu Meyjunni.

Borgina vantar um 50 starfsmenn

Um 600 grunnskólabörn í Reykjavík eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum. Þó hefur fjöldinn dregist saman um helming því í þar síðustu viku voru um 1.200 börn sem biðu eftir plássi. Borgina vantar enn um 50 starfsmenn í hlutastarf til að anna þessari eftirspurn, en búist er við því að það nái að ráða í stöðurnar á næstu vikum.

Baráttan er alls ekki kvöð

Heimsþekkt baráttukona heldur fyrirlestur um umhverfismál í Háskólabíói í dag. Segir Ísland hafa möguleika á að taka forystu í málaflokknum. Fjölbreytt baráttumál hennar snúast öll um lífið.

26 prósenta hækkun hjá OR

Heildarraforkukostnaður hjá heimilum landsins hefur hækkað umtalsvert frá því í júní 2010, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Mest er hækkunin hjá viðskiptavinum Orkuveitu Reykjavíkur en heildarraforkukostnaður þeirra hefur hækkað um 26 prósent miðað við 4.000 kWst. notkun á ári.

Gefur berjunum viku í viðbót

„Berjaspretta er eins og vænta mætti en um það bil tveim til þrem vikum seinna á ferðinni í ár,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður. Sjálfur er hann farinn að sulta og safta úr aðalbláberjum og segir þau harðari af sér.

Heldur færri á ferð um hálendið

Heldur færri ferðamenn fóru um hálendið í sumar en undanfarin sumur samkvæmt mati björgunarsveitarmanna sem sinntu vakt á hálendinu. Aðstoðarbeiðnir voru litlu færri en í fyrra.

Mikið um smáskjálfta nærri Mýrdalsjökli

Talsvert hefur verið um smáskjálfta nærri Mýrdalsjökli en stærsti skjálftinn mældist 2,3 á richter en upptök hans voru um tveimur kílómetrum vest-suðvestur af Goðabungu.

Sér ekki ástæðu til þess að stofna rannsóknarnefnd

Varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis hefur ekki nokkra trú á að þingstyrkur sé fyrir skipun rannsóknarnefndar til að rannsaka stuðning Íslands við aðgerðirnar í Líbíu. Hún segist ekki geta séð annað en að meirihluti hafi verið fyrir þessum stuðning á Alþingi.

Snarpur skjálfti nærri Heklu í morgun

Jarðskjálfti upp á 2,4 á richter varð skammt frá Heklu á áttunda tímanum í morgun. Upptök skjálftans má rekja til þekkts sprungusvæðið og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu bendir ekkert til þess að það séu hræringa í eldfjallinu, sem er aðeins fimmtán kílómetrum vestan frá upptökum skjálftans.

Tveir gistu fangageymslur á Akureyri

Tveir fengu að gista fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt en þar fór fram Akureyrarvaka um helgina. Hátíðin tókst með eindæmum vel að sögn lögreglu og eru þeir sáttir við helgina.

Borgin leggur dagsektir á eigendur húsa

Dagsektir verða lagðar á eiganda hússins að Þingholtsstræti 29a í Reykjavík vegna seinagangs við framkvæmdir samkvæmt fréttastofu RÚV. Eigendur hússins er eignarhaldsfélag í eigu Ingunnar Wernersdóttur.

Milljarða hagsmunir í húfi

Milljarðar sparast í gjaldeyri náist það markmið að draga úr innflutningi jarðefnaeldsneyta um tíu prósent árið 2020. Þá mun innlend framleiðsla skila umtalsverðu í framlegð. Orkuskipti draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

20 ár frá staðfestingu á sjálfstæði

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, buðu Daliu Grybauskaitë, forseta Litháens, í heimsókn í Höfða í gærmorgun. Þá voru tuttugu ár liðin frá því að viðurkenning Íslands á sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna þriggja var staðfest með athöfn í Höfða.

Lenti í Keflavík vegna reyks í flugstjórnarklefa

Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í nótt eftir að tilkynnt hafði verið um reyk í flugstjórnarklefa farþegaþotu frá United Airlines sem var á leið frá Washington til London. Um borði voru 181 og var ákveðið að lenda í Keflavík. Samhæfingarmiðstöð Ríkislögreglustjóra var virkjuð og tiltækt slökkvi- og sjúkralið sett í viðbragðsstöðu. Vélin lenti síðan heilu og höldnu klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun og var hættustiginu þá aflétt.

Brotið gegn eignarrétti landeigenda

Brotið er gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti eigenda sjávarjarða verði kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra að lögum, að því er fram kemur í umsögn Samtaka eigenda sjávarjarða um frumvarpið.

Risahótel á Fjöllum á borð Kínastjórnar

Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt.

Bylgjan verið í loftinu í 25 ár

„Ég hlustaði alltaf á Bylgjuna þegar hún byrjaði. Þá var ég sölumaður hjá Myllunni árið 1986 og ók með kökur og brauð um Suðurnesin á daginn. Á kvöldin var ég plötusnúður og lét mig dreyma um að verða útvarpsmaður á Bylgjunni,“ segir Ívar Guðmundsson, dagskrárstjóri Bylgjunnar.

Samningi við miðstöð bjargað

Ríkisstjórnin ákvað einróma á fundi sínum í gær að veita aukaframlag til Útlendingastofnunar vegna reksturs miðstöðvar fyrir hælisleitendur í Reykjanesbæ. Að óbreyttu hefði stofnunin þurft að segja upp samningi við Reykjanesbæ þar sem miðstöðin er starfrækt. Var þetta gert að tillögu innanríkisráðherra.

Íslenska hagkerfið útskrifað af meðferðarheimilinu

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) samþykkti í gær sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Þar með er formlegu samstarfi við sjóðinn lokið. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Ísland sé þar með fyrsta ríkið til að útskrifast frá AGS í yfirstandandifjármálakreppu.

Leikfélag Akureyrar leitar á náðir bæjarins

Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað.

Jóhanna ræddi við forseta Litháen

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddi við forseta Litháen, Daliu Grybuskaité, um aðildarviðræður Íslands að ESB, efnahagsmál og samstarf ríkjanna tveggja yfir kvöldverðarborði á Þingvöllum í kvöld.

Þrisvar kveikt í sama húsi

Þrisvar sinnum hefur verið kveikt í sömu nýbyggingu í miðborg Reykjavíkur á síðustu tveimur vikum. Slökkviliðsstjóri segir ástandið á byggingarreitum í miðbænum slæmt, skemmdarverk séu unnin og eldhætta sé mikil.

Loftárásir í fæðingabæ Gaddafi

Breskar orrustuþotur gerðu í nótt loftárásir á bæinn Sirte í Líbíu, sem er eitt síðasta vígi stuðningsmanna Gaddafís, einræðisherra. Uppreisnarmenn undirbúa nú allsherjar árás á bæinn.

Staðan hjá Kvikmyndaskólanum

33 milljónir vantar upp á tilboð ríkisins til Kvikmyndaskólans svo að hann geti haldið starfsemi sinni áfram í óbreyttri mynd. Margir nemendur við skólann munu lenda í vandræðum næstu mánaðarmót þar sem þeir fá ekki greidd námslán.

Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana

Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar.

Fíkniefni í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók í dag fjóra aðila vegna fíkniefna. Rúm fimmtíu grömm af maríjúana fundust á herbergi þeirra á gistiheimili í Vestmannaeyjum. Fíkniefnahundurinn Luna fann einnig lítilræði til viðbótar í bifreið þeirra.

Velferðarráðuneytið veitir ekki undanþágur

Í tilkynningu Velferðaráðuneytisins frá því er dag kemur fram að ráðuneytið getur ekki veitt undanþágur frá ákvæðum lyfjalaga. Samkvæmt ákvæðum laganna þurfa minnst tveir lyfjafræðingar að vera við störf í apótekum á afgreiðslutímum.

Ísland útskrifað frá AGS

Ísland er fyrsta ríkið til að útskrifast úr efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í yfirstandandi alþjóðafjármálakreppu. Forsætisráðherra segir viðsnúning efnahagslífsins kraftaverki líkast.

Opið hús í Þjóðleikhúsinu

Boðið verður uppá skoðunarferðir baksviðs, hestakerruferðir, barnasýningar á Stóra sviðinu, grillaðar pylsur, búningamátun og andlitsmálningu í Þjóðleikhúsinu á morgun, laugardag. Húsið verður opið frá 14:00 til 17:00 og forsetinn og prinsessan úr Ballinu á Bessastöðum taka á móti gestum með söng og skemmtilegheitum.

Sjá næstu 50 fréttir