Fleiri fréttir Samkynhneigðir ósáttir við forsætisráðherrann „Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78. 20.8.2011 09:00 Heimspressan fylgist með opnun Hörpu Blaðamenn frá helstu fjölmiðlum heims eru staddir í Reykjavík til að fylgjast með því þegar glerhjúpur Hörpunnar verður lýstur upp. 20.8.2011 08:30 Piparúða sprautað inni á Kaffibarnum Piparúða var sprautað inni á skemmtistaðnum Kaffibarnum nú á fimmtudagskvöld með þeim afleiðingum að nokkrir gestir fengu ertingu í háls og augu. Samkvæmt starfsmanni Kaffibarsins var atvikið þó ekki alvarlegt og engan sakaði. 20.8.2011 08:00 Kveikt á friðarsúlunni fyrir fórnarlömbin Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey á morgun og fórnarlamba hryðjuverkanna í Noregi minnst. 21. ágúst er í Noregi tileinkaður fórnarlömbunum. Reykjavíkurborg vill með þessu senda innilegar samúðarkveðjur til Norðmanna og minnast þeirra sem létust. Kveikt er á súlunni í samráði við Yoko Ono, en venjulega er ekki kveikt á henni fyrr en 9. október. 20.8.2011 07:30 Fleiri ferðir á Menningarnótt samgöngurFrítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt í Reykjavík, sem er í dag og kvöld. Síðustu ferðir verða frá Hlemmi og Vonarstræti um klukkan eitt eftir miðnætti. 20.8.2011 07:00 Ábyrgðin er okkar Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. 20.8.2011 06:00 Varnargarðurinn ver 60 íbúðir Kynntar hafa verið tillögur vegna mats á umhverfisáhrifum vegna ofanflóðagarða undir Gleiðarhjalla í Skutulsfirði. Markmiðið er að verja um sextíu íbúðir í Ísafjarðarbæ við Hjallaveg og Hlíðarveg. Garðarnir breyta kennileitum á Ísafirði mikið enda vel sýnilegir en til að bæta fyrir þau útivistarsvæði sem tapast á framkvæmdasvæðinu er gert ráð fyrir gönguleiðum á og við varnargarðana, sem og ofan byggðarinnar. 20.8.2011 06:00 Tímarammi þyrlukaupa skýrist brátt Tímasetning á kaupum nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna gæti skýrst á fundi ríkisstjórnar í næstu viku. 20.8.2011 05:00 Allt að 71 prósents verðmunur Penninn Eymundsson í Kringlunni er með hæsta verð á nýjum skólabókum í flestum tilfellum, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Griffill er oftast með lægsta verðið. 20.8.2011 05:00 Gagnrýnir verðtryggingarútreikninga Útreikningar Hagsmunasamtaka heimilanna vegna kvörtunar samtakanna til Umboðsmanns Alþingis eru villandi þar sem gleymst hefur að núvirða greiðslurnar, segir Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. 20.8.2011 04:00 Kvikmyndaskólinn nýtur ekki sannmælis Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröfur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sambærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar. 20.8.2011 03:15 Efla samstarf og viðskipti Luis Sergio Oliveira, sjávarútvegs- og fiskeldisráðherra Brasilíu, er í heimsókn á Íslandi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók á móti honum í gær. 20.8.2011 03:00 Nota bókmenntir í Alzheimers-meðferð „Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. 20.8.2011 02:30 Össur vill Assad frá völdum Össur Skarphéðinsson tekur undir kröfur margra þjóðarleiðtoga um að Bashar al Assad, forseti Sýrlands, víki úr embætti. 20.8.2011 01:00 Skotglaðir flugeldamenn lofa góðri skemmtun á Menningarnótt Flugeldamennirnir Eiríkur Lárusson, skotstjóri, og Svavar Jónsson, skotmaður, lofa sjö mínútna flugeldasýningu annað kvöld með öllu tilheyrandi. 19.8.2011 20:46 Ruslahaugur við Hringbraut Síðan snemma í morgun hefur haugur af heimilissorpi legið úti við Hringbraut í Reykjavík. Ekki er vitað hvaðan sorpið kemur. 19.8.2011 20:30 TF-LÍF komin í gagnið TF-LÍF er orðin flughæf að nýju samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Fram kom í fréttum í vikunni að báðar þyrlur gæslunnar væru bilaðar þegar sækja þurfti slasaðann ferðamann í Kverkafjöllum eftir að ís féll á hann. 19.8.2011 20:17 Handtekinn fyrir að ráðast á mann fyrir framan MR Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn í kvöld eftir að hann sló annan mann niður fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra lögreglunnar er ekki vitað hver tildrög árásarinnar var. 19.8.2011 19:52 Mikið um umferðaróhöpp í dag Á annan tug árekstra varð á höfuðborgarsvæðinu í dag samkvæmt upplýsingum frá Árekstrar.is. Það er talsvert yfir meðallagi. 19.8.2011 17:34 Iceland Express: Tóku vél á leigu til þess að flytja strandaglópa Iceland Express hefur tekið farþegaflugvél á leigu í Madrid á Spáni sem fer til Alicante til að fljúga til Íslands með farþega sem ekki komust þaðan í gærkvöldi. 19.8.2011 17:04 Íslandsdagurinn í Tallin á sunnudag Íslandsdagurinn verður haldinn í Tallinn, höfuðborg Eistlands, á sunnudag, í tilefni þess að Íslendingar urðu fyrstir allra þjóða til að viðurkenna fullt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna fyrir tuttugu árum síðan. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun setja hátíðina með ávarpi á miðnætti þegar Íslandsdagurinn gengur í garð. Forseti Íslands mun síðdegis á morgun, laugardaginn 20. ágúst, eiga fund með forseta Eistlands, Toomas Hendrik Ilves, sem setur sönghátíðina síðar um kvöldið. Forseti Íslands mun einnig sitja kvöldverðarboð Eistlandsforseta. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn og kórar taka þátt í Íslandsdeginum, opnaðar verða sýningar á íslenskri hönnun og ljósmyndum frá Íslandi. Einnig verður kynning á íslenskum mat. Viðburðirnir eru skipulagðir víða um Tallinn, höfuðborg Eistlands. 19.8.2011 15:11 Aðgát við Hörpu - enn vinnusvæði Unnið er við breytingar á Kalkofnsvegi við Hörpu og er það hægaksturssvæði. Vegfarendur eru eindregið hvattir til að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir á leið í gegnum vinnusvæðið, sérstaklega nú þegar hindranir hafa verið fjarlægðar. Umferðarhraði takmarkast við 30 kílómetra á klukkustund. Verkið er óðum á taka á sig mynd og nú í vikunni voru þrengingar fjarlægðar. Vinna við endanlegan frágang er eftir og eru verklok þess hluta 15. september. Nú fyrir Menningarnótt lauk fyrri hluta verksins og var þá tekið til á svæðinu svo gangandi vegfarendur fái betur notið sín. Árétta verður að enn er þarna vinnusvæði og verður framkvæmdum haldið áfram eftir helgi. 19.8.2011 14:56 Náttúruverndarsamtökin hefðu viljað víðtækari vernd Náttúruverndarsamtök Íslands segja drög að þingsályktunartillögu um vernd og nýtingu landsvæða vera mikilvægan sigur Samtökin gagnrýna þó að virkjanir í Skjálfandafljóti skulu ekki hafa verið slegnar af og settar í verndarflokk. Einnig ítreka þau andstöðu sína við virkjanir í neðri Þjórsá. Við stofnun Náttúruverndarsamtakanna árið 1997 var stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands meginmarkmið. Að mati samtakanna er þingsályktunartillagan stórt skref í þá átt og við blasi að stofnaður verði Hofsjökulsþjóðgarður með Þjórsárver í suðri, Kerlingafjöll í vestri og Guðlaugstungur norðan Hofsjökuls en samkvæmt tillögunni verða öll þessi svæði sett í verndarflokk. "Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera hefur staðið í rúma fjóra áratugi með sigri náttúruverndarsinna," segir í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökin. Samtökin sjá fyrir sér að næsta skref yrði að við Jökulsám Skagafjarðar og Hveravallasvæði, sem settar voru í biðflokk. 19.8.2011 13:36 Norðlingaalda út af borðinu - grænt ljós gefið á virkjanir í Þjórsá Ekkert verður af Norðlingaölduveitu en virkja má í neðri hluta Þjórsár, verði drög að þingsályktunartillögu rammaáætlunar samþykkt á Alþingi. Alls eru tuttugu svæði vernduð samkvæmt tillögunni en tuttugu og tvö má nýta til orkuöflunar. 19.8.2011 11:06 Leikskólakennarar halda tónleika til styrktar sveitarfélögunum Mikið þarf til að afstýra verkfalli leikskólakennara næstkomandi mánudag segir formaður þeirra. Félagið stendur fyrir söfnunartónleikum til styrktar sveitarfélögunum í kvöld. Reynt verður til þrautar að finna lausn á deilunni á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun. 19.8.2011 19:00 Fjörutíu ára baráttu Náttúruverndarsamtakanna að ljúka Virkja má í neðri Þjórsá en Þjórsárver verða vernduð. Fjörutíu ára baráttu er loks að ljúka segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Árni Finnsson. 19.8.2011 18:33 Rúta ók aftan á dráttarvagn - tveir á sjúkrahús Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að rúta ók aftan á dráttarvél við bæinn Háls í Fnjóskadal um klukkan fjögur í dag. 19.8.2011 18:20 Leiðrétting vegna stuðningsyfirlýsingar Steinsmiðjan S. Helgason vill árétta að stuðningsyfirlýsingu hennar við leikskólakennara var ekki beint að ríkisstjórn Íslands. Tilgangurinn með stuðningsyfirlýsingunni var einvörðungu að sýna samstöðu með þessari mikilvægu starfsstétt sem ítrekað hefur setið eftir hvað launahækkanir snertir. 19.8.2011 17:40 Lyfjafræðingar Lyf og heilsu áminntir Siðanefnd Lyfjafræðingafélags Íslands hefur úrskurðað að þrír félagsmenn sem tengdust broti Lyf og heilsu gagnvart Apóteki Vesturlands, hafi í því máli brotið með háttsemi sinni fjórar greinar siðareglna félagsins. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. 19.8.2011 17:15 Mun ekki ráðast í frekari athugun á fjárhagsstöðunni Ríkisendurskoðun vill koma því á framfæri að stofnunin mun ekki að eigin frumkvæði ráðast í frekari athugun á fjárhagsstöðu Kvikmyndaskóla Íslands eða fjárhagslegum samskiptum hans við ríkisvaldið. 19.8.2011 16:50 Gæsir á hraðbrautinni Þegar hausta tekur er ekki óalgengt að borgarbúar keyri fram á dauðar gæsir sem lent hafa undir bíl. Gæsum hefur fjölgað töluvert á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og ungar gæsir, lítt skólaðar í umferðareglum landsins, eiga það til að villast fram á götu á haustin. 19.8.2011 15:50 Aldrei fleiri erlendir hlauparar Um 1.300 erlendir hlauparar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár og hafa aldrei verið fleiri. Hlaupararnir eru víðsvegar að úr heiminum, m.a. frá Austur Tímor, Argentínu, Taiwan, Filippseyjum, Venesúela, Haíti, Jamaica og Laos. Flestir erlendir hlauparar koma frá Bandaríkjunum eða 373, 233 koma frá Kanada, 149 frá Þýskalandi og 119 frá Bretlandi Met slegið í forskráningu Tæplega 10.000 hlauparar voru skráðir þegar forskráningu lauk á miðvikudag. Þetta er um 30% aukning milli ára. Búast má við að skráningartölur hækki töluvert eftir daginn í dag. Tæplega fimmtíu prósent aukning er í skráningum í hálfmaraþon þar sem tæplega 2.000 hlauparar hafa skráð sig. Þá eru um 700 hlauparar skráðir í heilt maraþon. Þá hefur áheitasöfnun gengið vonum framar og hafa nú safnast tæpar 29 milljónir króna til góðra málefna. Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer nú fram í Laugardalshöllinni. Þeir sem ekki skráðu sig á netinu geta gert það í höllinni í dag til klukkan 19:00 í kvöld. Allir skráðir hlauparar verða að sækja skráningargögn sín á hátíðina og eru þeir beðnir um að framvísa kvittun eða hlaupanúmerinu sínu. Fólk er þegar farið að streyma í Laugardalshöllina þar sem er mikil dagskrá í dag. Öllum hlaupurum er boðið í pastaveislu auk þess sem ýmsir fyrirlestrar eru í boði og kynningar á heilsutengdum vörum og starfsemi. 19.8.2011 14:21 Framsýn styður leikskólakennara Framsýn, stéttarfélag hvetur samninganefnd sveitarfélaga til að ganga nú þegar frá kjarasamningi við leikskólakennara og afstýra þannig yfirvofandi verkfalli. Stétt leikskólakennara, sem og aðrar umönnunarstéttir, eru almennt illa launaðar þrátt fyrir að vera treyst fyrir öryggi og velsæld okkar mikilvægustu einstaklinga. Framsýn vill sjá að launkjör umönnunarstétta séu bætt og leiðrétt, hver sem þar á í hlut, ekki síst þar sem um er að ræða stéttir sem eru að stórum hluta skipaðar konum. 19.8.2011 14:09 Griffill með ódýrustu bækurnar Verðlagseftirlit ASÍ gerði könnun á verði skólabóka síðastliðinn miðvikudag. Griffill var með lægsta verðið á 20 titlum af þeim 30 sem skoðaðir voru. Penninn Eymundson var dýrastur í 27 tilfellum. 19.8.2011 13:23 Mikið þarf til að afstýra verkfalli Fundi sem fullrúar leikskólakennara áttu með samninganefnd sveitarfélaganna í Karphúsinu í dag er lokið, án niðurstöðu. Boðað hefur verið til annars samningafundar á morgun klukkan ellefu. Haraldur F. Gíslason, formaður Félag leikskólakennara, segir ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum og að engin sátt sé í sjónmáli. „Þetta er ekki skemmtileg staða en sólin kemur upp á morgun," segir hann. Að sögn Haraldar verður reynt til þrautar að ná samningum um helgina en segir að mikið þurfi til að afstýra verkfalli, en eins og kunnugt er ber samningsaðilum mikið á milli. 19.8.2011 13:17 Barnaverndaryfirvöld aðhafast ekki frekar Barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi ætla ekki að aðhafast frekar í máli foreldra sem gleymdu barninu sínu úti í tæplega klukkustund við Austurströnd klukkan hálfsjö í gærmorgun. Leigubílsstjóri fann barnið og kom því í hendur lögreglu. Sigrún Hvanndal Magnúsdóttir yfirfélagsráðgjafi hjá barnaverndaryfirvöldum bæjarins segir að foreldrarnir hafi verið í miklu áfalli þegar þau hafi áttað sig á því að barnið var ekki í bílnum. Þau hafi verið að hlaða bílinn af blöðum snemma morguns í mikilli tímaþröng. Móðirinn hélt að faðirinn hefði komið barninu fyrir í bílnum og faðirinn stóð í sömu trú. Sigrún segir barnið vera vel haldið líkamlega og umönnun á því sé til fyrirmyndar. Röð atvika og eðlilegar skýringar hafi verið á þessu máli. Því sé ekki ástæða til að aðhafast frekar. 19.8.2011 12:09 Chomsky talar í HÍ Dr. Noam Chomsky heldur fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands (HÍ) 9. september. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „The two 9/11s: Their historical significance" en Chomsky hyggst fjalla um stöðu heimsmálanna, lýðræði, vald og ofbeldi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku, verður haldinn í stóra salnum í Háskólabíó og er öllum opin meðan húsrúm leyfir. 19.8.2011 12:05 Bara glampi í fjallinu Björgunarsveitir voru kallaðar út á Selfossi eftir að lögreglu höfðu borist tvær tilkynningar um að maður væri tallinn í sjálfheldu í Ingólfsfjalli. Fólk hafði séð glampa í fjallinu og taldi að maðurinn væri með þessum hætti að reyna að gera vart við sig. Þegar betur var að gáð kom í ljós að enginn maður var þarna á ferð. Ekki er vitað á hvað glampaði. Samkvæmt lögreglunni hefur björgunarsveitin áður fengið tilkynningar vegna glampa sem talinn er hafa komið frá fólki en enginn hafi verið á ferð. 19.8.2011 11:59 Allir komnir með gistingu á Alicante Búið er að tryggja 125 farþegum af þeim 211 sem ekki komust með flugvél Iceland Express frá Alicante í gærkvöldi gistingu á tveimur hótelum í borginni. Aðrir farþegar gátu horfið til íbúða á þeirra eigin vegum. Verið er að vinna í að leigja flugvél til að koma hópnum heim til Íslands. Iceland Express sér farþegum fyrir gistingu og fæði á meðan beðið er heimferðarinnar. Þetta kemur fram í tilkyningu frá Iceland Express. 19.8.2011 11:44 Engir hundar í miðbænum á Menningarnótt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill, í tilefni af Menningarnótt 20. ágúst, minna hundaeigendur á að óheimilt er að vera með hunda á hátíðarsamkomum skipulögðum fyrir almenning, m.a. vegna tillitssemi við aðra gesti. Þá er einnig óheimilt að vera með hunda í nokkrum götum í miðborginni: Ingólfstorgi, Aðalstræti, Austurstræti, Lækjartorgi, Bankastræti og Laugavegi að Rauðarárstíg. Hundaeftirlit Reykjavíkur minnir einnig á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á borgarlandinu svo sem á stígum og í görðum Reykjavíkurborgar. Heimilt er aftur á móti að sleppa hundum lausum á Geirsnefni, Geldingarnesi og auðum svæðum fjarri íbúðabyggð og innan hundaheldra girðinga. 19.8.2011 11:25 KÍ krefst samninga Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að gengið verði til samninga við Félag leikskólakennara og verkfalli afstýrt. Leikskólakennarar fara fram á sanngjarna leiðréttingu launa. Þetta kemur fram í ályktun sem Kennarasambandið sendi frá sér í morgun. 19.8.2011 10:45 Kvikmyndaskólinn skuldar 38 milljónir í laun Kvikmyndaskóli Íslanda skuldar 38 milljónir króna í laun til starfsmanna sinna og segir stjórn skólans að þær skuldir verði hvorki umflúnar né afskrifaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í tilefni af því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að semja ekki við skólann fyrr en Ríkisendurskoðun hefur lokið heildarútttekt á stöðu hans. Samkvæmt ráðuneytinu hefur skólinn ekki getað sýnt fram á að "að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi" Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt til við stjórn Kvikmyndaskólans þrjár leiðir sem Ríkisendurskoðun bendir á til að leysa vanda skólans. Ein þeirra er að afskrifa skuldir. Í yfirlýsingu frá stjórn skólans segir þetta vera " leið sem stjórnendur skólans geta ekki hugsað sér að fara þar sem þeir sem helst eiga inni hjá skólnum eru starfsmenn hans og velunnarar." Í því sambandi er bent á þá upphæð sem skólinn skuldar í ógreidd laun. Þá beinir ráðherra því til eigenda skólans að þeir komi með nýtt fé inn í reksturinn. Stjórnarmenn segja þessa leið verða reynda ef einhver lausn fæst hjá ráðuneytinu fyrst. " Við núverandi aðstæður liggur í hlutarins eðli að hvorki bankastofnanir né hugsanlegir fjárfestar gætu hugsað sér að leggja skólanum lið þegar alls óvíst er hvort hann fái starfsleyfi í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni. Þriðja tillagan til að leysa vanda skólans era ð ríkiið leggi til aukið fé í reksturinn. " Þessa leið hefur skólinn óskað eftir að farin yrði og stóð í þeirri trú að komið væri að afgreiðslu hennar nú nokkrum dögum fyrir skólasetningu. Þess í stað er stjórnendum skólans sagt að málefni hans hafi í raun verið lögð í hendur Ríkisendurskoðunar sem muni nú taka sér sinn tíma til að skoða betur málefni skólans. Á meðan eiga 160 nemendur, rúmlega 100 kennarar og allir aðrir starfsmenn skólans að bíða og vona að Ríkisendurskoðun veiti sína syndaaflausn," segir í yfirlýsingu stjórnarmanna. 19.8.2011 10:39 93% þjóðarinnar styðja leikskólakennara Leikskólakennarar njóta mikils stuðnings meðal almennings í kjarabaráttu sinni en 93% landsmanna vilja að laun leikskólakennara verði hækkuð til að komast megi hjá verkfalli. Þetta er niðurstaða nýrrar viðhorfskönnunar MMR. Stuðningur við hækkun launa leikskólakennara er afgerandi hjá kjósendum allra flokka. Aðeins fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust frekar andvíg því að laun leikskólakennara verði hækkuð og 2,9 prósent svarenda eru því mjög andvígir. Þá eru 67,4 prósent mjög fylgjandi launahækkun og styðja boðað verkfall, en 25,7 prósent sögðust því frekar fylgjandi. Stuðningur er afgerandi við launahækkunina hjá fólki í öllum stjórnmálaflokkun, hann er þó mestur hjá kjósendum Vinstri grænna en minnstur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokknum. 19.8.2011 10:19 Minning hinna látnu heiðruð Borgarráð hefur samþykkt þá tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að ljós verði tendrað á Friðarsúlunni í Viðey næstkomandi sunnudagskvöld. Tilefnið er að stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að sunnudagurinn 21. ágúst skuli tileinkaður minningu þeirra er létust í hryðjuverkaárásunum í Ósló og á Útey 22. júlí síðastliðinn. 19.8.2011 10:00 Seinasta síldarbræðslan rifin Nú er verið að rífa síðustu loðnu- og síldarbræðslu Siglufjarðar. Niðurrif þessarar stærstu fiskimjölsverksmiðju Íslands ber upp á hundrað ára afmæli fiskimjölsiðnaðar landsins. Síldarvinnslan á Neskaupsstað, núverandi eigandi verksmiðjunnar, hefur selt allan tækjabúnað til Spánar. 19.8.2011 09:53 Sjá næstu 50 fréttir
Samkynhneigðir ósáttir við forsætisráðherrann „Það eru margir innan okkar hóps, og þetta hefur verið rætt, sem eru óánægðir með forsætisráðherra og hvernig hún hefur tekið á þessum málum, við hefðum viljað hafa hana virkari í okkar réttindabaráttu og það er ekkert leyndarmál,“ segir Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78. 20.8.2011 09:00
Heimspressan fylgist með opnun Hörpu Blaðamenn frá helstu fjölmiðlum heims eru staddir í Reykjavík til að fylgjast með því þegar glerhjúpur Hörpunnar verður lýstur upp. 20.8.2011 08:30
Piparúða sprautað inni á Kaffibarnum Piparúða var sprautað inni á skemmtistaðnum Kaffibarnum nú á fimmtudagskvöld með þeim afleiðingum að nokkrir gestir fengu ertingu í háls og augu. Samkvæmt starfsmanni Kaffibarsins var atvikið þó ekki alvarlegt og engan sakaði. 20.8.2011 08:00
Kveikt á friðarsúlunni fyrir fórnarlömbin Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey á morgun og fórnarlamba hryðjuverkanna í Noregi minnst. 21. ágúst er í Noregi tileinkaður fórnarlömbunum. Reykjavíkurborg vill með þessu senda innilegar samúðarkveðjur til Norðmanna og minnast þeirra sem létust. Kveikt er á súlunni í samráði við Yoko Ono, en venjulega er ekki kveikt á henni fyrr en 9. október. 20.8.2011 07:30
Fleiri ferðir á Menningarnótt samgöngurFrítt verður í alla strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt í Reykjavík, sem er í dag og kvöld. Síðustu ferðir verða frá Hlemmi og Vonarstræti um klukkan eitt eftir miðnætti. 20.8.2011 07:00
Ábyrgðin er okkar Fulltrúar sveitarstjórna í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri telja ábyrgð sveitarfélaganna á stöðu leikskólakennara töluverða. Árangurslausum kjaraviðræðum Félags leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna lauk á ný rétt eftir hádegi í gær. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan ellefu í dag. Ef ekki næst að semja fara leikskólakennarar í verkfall á mánudag. 20.8.2011 06:00
Varnargarðurinn ver 60 íbúðir Kynntar hafa verið tillögur vegna mats á umhverfisáhrifum vegna ofanflóðagarða undir Gleiðarhjalla í Skutulsfirði. Markmiðið er að verja um sextíu íbúðir í Ísafjarðarbæ við Hjallaveg og Hlíðarveg. Garðarnir breyta kennileitum á Ísafirði mikið enda vel sýnilegir en til að bæta fyrir þau útivistarsvæði sem tapast á framkvæmdasvæðinu er gert ráð fyrir gönguleiðum á og við varnargarðana, sem og ofan byggðarinnar. 20.8.2011 06:00
Tímarammi þyrlukaupa skýrist brátt Tímasetning á kaupum nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna gæti skýrst á fundi ríkisstjórnar í næstu viku. 20.8.2011 05:00
Allt að 71 prósents verðmunur Penninn Eymundsson í Kringlunni er með hæsta verð á nýjum skólabókum í flestum tilfellum, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Griffill er oftast með lægsta verðið. 20.8.2011 05:00
Gagnrýnir verðtryggingarútreikninga Útreikningar Hagsmunasamtaka heimilanna vegna kvörtunar samtakanna til Umboðsmanns Alþingis eru villandi þar sem gleymst hefur að núvirða greiðslurnar, segir Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. 20.8.2011 04:00
Kvikmyndaskólinn nýtur ekki sannmælis Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröfur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sambærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar. 20.8.2011 03:15
Efla samstarf og viðskipti Luis Sergio Oliveira, sjávarútvegs- og fiskeldisráðherra Brasilíu, er í heimsókn á Íslandi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók á móti honum í gær. 20.8.2011 03:00
Nota bókmenntir í Alzheimers-meðferð „Þetta virkar mjög vel. Það er mikil gleði í kringum þetta og fjölskyldur sjúklinganna finna fyrir mun á sínum kærkomnu,“ segir Halldóra Arnardóttir listfræðingur. Halldóra er skipuleggjandi nýrrar bókmenntasmiðju sem er hluti af meðferð við Alzheimers-sjúkdómnum. Bókmenntasmiðjan hófst í gær með upplestri „Hvaðefsögu“ Þórarins Eldjárns rithöfundar úr bók sinni Alltaf sama sagan. 20.8.2011 02:30
Össur vill Assad frá völdum Össur Skarphéðinsson tekur undir kröfur margra þjóðarleiðtoga um að Bashar al Assad, forseti Sýrlands, víki úr embætti. 20.8.2011 01:00
Skotglaðir flugeldamenn lofa góðri skemmtun á Menningarnótt Flugeldamennirnir Eiríkur Lárusson, skotstjóri, og Svavar Jónsson, skotmaður, lofa sjö mínútna flugeldasýningu annað kvöld með öllu tilheyrandi. 19.8.2011 20:46
Ruslahaugur við Hringbraut Síðan snemma í morgun hefur haugur af heimilissorpi legið úti við Hringbraut í Reykjavík. Ekki er vitað hvaðan sorpið kemur. 19.8.2011 20:30
TF-LÍF komin í gagnið TF-LÍF er orðin flughæf að nýju samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Fram kom í fréttum í vikunni að báðar þyrlur gæslunnar væru bilaðar þegar sækja þurfti slasaðann ferðamann í Kverkafjöllum eftir að ís féll á hann. 19.8.2011 20:17
Handtekinn fyrir að ráðast á mann fyrir framan MR Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn í kvöld eftir að hann sló annan mann niður fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra lögreglunnar er ekki vitað hver tildrög árásarinnar var. 19.8.2011 19:52
Mikið um umferðaróhöpp í dag Á annan tug árekstra varð á höfuðborgarsvæðinu í dag samkvæmt upplýsingum frá Árekstrar.is. Það er talsvert yfir meðallagi. 19.8.2011 17:34
Iceland Express: Tóku vél á leigu til þess að flytja strandaglópa Iceland Express hefur tekið farþegaflugvél á leigu í Madrid á Spáni sem fer til Alicante til að fljúga til Íslands með farþega sem ekki komust þaðan í gærkvöldi. 19.8.2011 17:04
Íslandsdagurinn í Tallin á sunnudag Íslandsdagurinn verður haldinn í Tallinn, höfuðborg Eistlands, á sunnudag, í tilefni þess að Íslendingar urðu fyrstir allra þjóða til að viðurkenna fullt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna fyrir tuttugu árum síðan. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun setja hátíðina með ávarpi á miðnætti þegar Íslandsdagurinn gengur í garð. Forseti Íslands mun síðdegis á morgun, laugardaginn 20. ágúst, eiga fund með forseta Eistlands, Toomas Hendrik Ilves, sem setur sönghátíðina síðar um kvöldið. Forseti Íslands mun einnig sitja kvöldverðarboð Eistlandsforseta. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn og kórar taka þátt í Íslandsdeginum, opnaðar verða sýningar á íslenskri hönnun og ljósmyndum frá Íslandi. Einnig verður kynning á íslenskum mat. Viðburðirnir eru skipulagðir víða um Tallinn, höfuðborg Eistlands. 19.8.2011 15:11
Aðgát við Hörpu - enn vinnusvæði Unnið er við breytingar á Kalkofnsvegi við Hörpu og er það hægaksturssvæði. Vegfarendur eru eindregið hvattir til að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir á leið í gegnum vinnusvæðið, sérstaklega nú þegar hindranir hafa verið fjarlægðar. Umferðarhraði takmarkast við 30 kílómetra á klukkustund. Verkið er óðum á taka á sig mynd og nú í vikunni voru þrengingar fjarlægðar. Vinna við endanlegan frágang er eftir og eru verklok þess hluta 15. september. Nú fyrir Menningarnótt lauk fyrri hluta verksins og var þá tekið til á svæðinu svo gangandi vegfarendur fái betur notið sín. Árétta verður að enn er þarna vinnusvæði og verður framkvæmdum haldið áfram eftir helgi. 19.8.2011 14:56
Náttúruverndarsamtökin hefðu viljað víðtækari vernd Náttúruverndarsamtök Íslands segja drög að þingsályktunartillögu um vernd og nýtingu landsvæða vera mikilvægan sigur Samtökin gagnrýna þó að virkjanir í Skjálfandafljóti skulu ekki hafa verið slegnar af og settar í verndarflokk. Einnig ítreka þau andstöðu sína við virkjanir í neðri Þjórsá. Við stofnun Náttúruverndarsamtakanna árið 1997 var stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands meginmarkmið. Að mati samtakanna er þingsályktunartillagan stórt skref í þá átt og við blasi að stofnaður verði Hofsjökulsþjóðgarður með Þjórsárver í suðri, Kerlingafjöll í vestri og Guðlaugstungur norðan Hofsjökuls en samkvæmt tillögunni verða öll þessi svæði sett í verndarflokk. "Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera hefur staðið í rúma fjóra áratugi með sigri náttúruverndarsinna," segir í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökin. Samtökin sjá fyrir sér að næsta skref yrði að við Jökulsám Skagafjarðar og Hveravallasvæði, sem settar voru í biðflokk. 19.8.2011 13:36
Norðlingaalda út af borðinu - grænt ljós gefið á virkjanir í Þjórsá Ekkert verður af Norðlingaölduveitu en virkja má í neðri hluta Þjórsár, verði drög að þingsályktunartillögu rammaáætlunar samþykkt á Alþingi. Alls eru tuttugu svæði vernduð samkvæmt tillögunni en tuttugu og tvö má nýta til orkuöflunar. 19.8.2011 11:06
Leikskólakennarar halda tónleika til styrktar sveitarfélögunum Mikið þarf til að afstýra verkfalli leikskólakennara næstkomandi mánudag segir formaður þeirra. Félagið stendur fyrir söfnunartónleikum til styrktar sveitarfélögunum í kvöld. Reynt verður til þrautar að finna lausn á deilunni á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun. 19.8.2011 19:00
Fjörutíu ára baráttu Náttúruverndarsamtakanna að ljúka Virkja má í neðri Þjórsá en Þjórsárver verða vernduð. Fjörutíu ára baráttu er loks að ljúka segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Árni Finnsson. 19.8.2011 18:33
Rúta ók aftan á dráttarvagn - tveir á sjúkrahús Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að rúta ók aftan á dráttarvél við bæinn Háls í Fnjóskadal um klukkan fjögur í dag. 19.8.2011 18:20
Leiðrétting vegna stuðningsyfirlýsingar Steinsmiðjan S. Helgason vill árétta að stuðningsyfirlýsingu hennar við leikskólakennara var ekki beint að ríkisstjórn Íslands. Tilgangurinn með stuðningsyfirlýsingunni var einvörðungu að sýna samstöðu með þessari mikilvægu starfsstétt sem ítrekað hefur setið eftir hvað launahækkanir snertir. 19.8.2011 17:40
Lyfjafræðingar Lyf og heilsu áminntir Siðanefnd Lyfjafræðingafélags Íslands hefur úrskurðað að þrír félagsmenn sem tengdust broti Lyf og heilsu gagnvart Apóteki Vesturlands, hafi í því máli brotið með háttsemi sinni fjórar greinar siðareglna félagsins. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. 19.8.2011 17:15
Mun ekki ráðast í frekari athugun á fjárhagsstöðunni Ríkisendurskoðun vill koma því á framfæri að stofnunin mun ekki að eigin frumkvæði ráðast í frekari athugun á fjárhagsstöðu Kvikmyndaskóla Íslands eða fjárhagslegum samskiptum hans við ríkisvaldið. 19.8.2011 16:50
Gæsir á hraðbrautinni Þegar hausta tekur er ekki óalgengt að borgarbúar keyri fram á dauðar gæsir sem lent hafa undir bíl. Gæsum hefur fjölgað töluvert á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og ungar gæsir, lítt skólaðar í umferðareglum landsins, eiga það til að villast fram á götu á haustin. 19.8.2011 15:50
Aldrei fleiri erlendir hlauparar Um 1.300 erlendir hlauparar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár og hafa aldrei verið fleiri. Hlaupararnir eru víðsvegar að úr heiminum, m.a. frá Austur Tímor, Argentínu, Taiwan, Filippseyjum, Venesúela, Haíti, Jamaica og Laos. Flestir erlendir hlauparar koma frá Bandaríkjunum eða 373, 233 koma frá Kanada, 149 frá Þýskalandi og 119 frá Bretlandi Met slegið í forskráningu Tæplega 10.000 hlauparar voru skráðir þegar forskráningu lauk á miðvikudag. Þetta er um 30% aukning milli ára. Búast má við að skráningartölur hækki töluvert eftir daginn í dag. Tæplega fimmtíu prósent aukning er í skráningum í hálfmaraþon þar sem tæplega 2.000 hlauparar hafa skráð sig. Þá eru um 700 hlauparar skráðir í heilt maraþon. Þá hefur áheitasöfnun gengið vonum framar og hafa nú safnast tæpar 29 milljónir króna til góðra málefna. Skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer nú fram í Laugardalshöllinni. Þeir sem ekki skráðu sig á netinu geta gert það í höllinni í dag til klukkan 19:00 í kvöld. Allir skráðir hlauparar verða að sækja skráningargögn sín á hátíðina og eru þeir beðnir um að framvísa kvittun eða hlaupanúmerinu sínu. Fólk er þegar farið að streyma í Laugardalshöllina þar sem er mikil dagskrá í dag. Öllum hlaupurum er boðið í pastaveislu auk þess sem ýmsir fyrirlestrar eru í boði og kynningar á heilsutengdum vörum og starfsemi. 19.8.2011 14:21
Framsýn styður leikskólakennara Framsýn, stéttarfélag hvetur samninganefnd sveitarfélaga til að ganga nú þegar frá kjarasamningi við leikskólakennara og afstýra þannig yfirvofandi verkfalli. Stétt leikskólakennara, sem og aðrar umönnunarstéttir, eru almennt illa launaðar þrátt fyrir að vera treyst fyrir öryggi og velsæld okkar mikilvægustu einstaklinga. Framsýn vill sjá að launkjör umönnunarstétta séu bætt og leiðrétt, hver sem þar á í hlut, ekki síst þar sem um er að ræða stéttir sem eru að stórum hluta skipaðar konum. 19.8.2011 14:09
Griffill með ódýrustu bækurnar Verðlagseftirlit ASÍ gerði könnun á verði skólabóka síðastliðinn miðvikudag. Griffill var með lægsta verðið á 20 titlum af þeim 30 sem skoðaðir voru. Penninn Eymundson var dýrastur í 27 tilfellum. 19.8.2011 13:23
Mikið þarf til að afstýra verkfalli Fundi sem fullrúar leikskólakennara áttu með samninganefnd sveitarfélaganna í Karphúsinu í dag er lokið, án niðurstöðu. Boðað hefur verið til annars samningafundar á morgun klukkan ellefu. Haraldur F. Gíslason, formaður Félag leikskólakennara, segir ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum og að engin sátt sé í sjónmáli. „Þetta er ekki skemmtileg staða en sólin kemur upp á morgun," segir hann. Að sögn Haraldar verður reynt til þrautar að ná samningum um helgina en segir að mikið þurfi til að afstýra verkfalli, en eins og kunnugt er ber samningsaðilum mikið á milli. 19.8.2011 13:17
Barnaverndaryfirvöld aðhafast ekki frekar Barnaverndaryfirvöld á Seltjarnarnesi ætla ekki að aðhafast frekar í máli foreldra sem gleymdu barninu sínu úti í tæplega klukkustund við Austurströnd klukkan hálfsjö í gærmorgun. Leigubílsstjóri fann barnið og kom því í hendur lögreglu. Sigrún Hvanndal Magnúsdóttir yfirfélagsráðgjafi hjá barnaverndaryfirvöldum bæjarins segir að foreldrarnir hafi verið í miklu áfalli þegar þau hafi áttað sig á því að barnið var ekki í bílnum. Þau hafi verið að hlaða bílinn af blöðum snemma morguns í mikilli tímaþröng. Móðirinn hélt að faðirinn hefði komið barninu fyrir í bílnum og faðirinn stóð í sömu trú. Sigrún segir barnið vera vel haldið líkamlega og umönnun á því sé til fyrirmyndar. Röð atvika og eðlilegar skýringar hafi verið á þessu máli. Því sé ekki ástæða til að aðhafast frekar. 19.8.2011 12:09
Chomsky talar í HÍ Dr. Noam Chomsky heldur fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands (HÍ) 9. september. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „The two 9/11s: Their historical significance" en Chomsky hyggst fjalla um stöðu heimsmálanna, lýðræði, vald og ofbeldi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku, verður haldinn í stóra salnum í Háskólabíó og er öllum opin meðan húsrúm leyfir. 19.8.2011 12:05
Bara glampi í fjallinu Björgunarsveitir voru kallaðar út á Selfossi eftir að lögreglu höfðu borist tvær tilkynningar um að maður væri tallinn í sjálfheldu í Ingólfsfjalli. Fólk hafði séð glampa í fjallinu og taldi að maðurinn væri með þessum hætti að reyna að gera vart við sig. Þegar betur var að gáð kom í ljós að enginn maður var þarna á ferð. Ekki er vitað á hvað glampaði. Samkvæmt lögreglunni hefur björgunarsveitin áður fengið tilkynningar vegna glampa sem talinn er hafa komið frá fólki en enginn hafi verið á ferð. 19.8.2011 11:59
Allir komnir með gistingu á Alicante Búið er að tryggja 125 farþegum af þeim 211 sem ekki komust með flugvél Iceland Express frá Alicante í gærkvöldi gistingu á tveimur hótelum í borginni. Aðrir farþegar gátu horfið til íbúða á þeirra eigin vegum. Verið er að vinna í að leigja flugvél til að koma hópnum heim til Íslands. Iceland Express sér farþegum fyrir gistingu og fæði á meðan beðið er heimferðarinnar. Þetta kemur fram í tilkyningu frá Iceland Express. 19.8.2011 11:44
Engir hundar í miðbænum á Menningarnótt Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill, í tilefni af Menningarnótt 20. ágúst, minna hundaeigendur á að óheimilt er að vera með hunda á hátíðarsamkomum skipulögðum fyrir almenning, m.a. vegna tillitssemi við aðra gesti. Þá er einnig óheimilt að vera með hunda í nokkrum götum í miðborginni: Ingólfstorgi, Aðalstræti, Austurstræti, Lækjartorgi, Bankastræti og Laugavegi að Rauðarárstíg. Hundaeftirlit Reykjavíkur minnir einnig á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á borgarlandinu svo sem á stígum og í görðum Reykjavíkurborgar. Heimilt er aftur á móti að sleppa hundum lausum á Geirsnefni, Geldingarnesi og auðum svæðum fjarri íbúðabyggð og innan hundaheldra girðinga. 19.8.2011 11:25
KÍ krefst samninga Kennarasamband Íslands (KÍ) krefst þess að gengið verði til samninga við Félag leikskólakennara og verkfalli afstýrt. Leikskólakennarar fara fram á sanngjarna leiðréttingu launa. Þetta kemur fram í ályktun sem Kennarasambandið sendi frá sér í morgun. 19.8.2011 10:45
Kvikmyndaskólinn skuldar 38 milljónir í laun Kvikmyndaskóli Íslanda skuldar 38 milljónir króna í laun til starfsmanna sinna og segir stjórn skólans að þær skuldir verði hvorki umflúnar né afskrifaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í tilefni af því að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að semja ekki við skólann fyrr en Ríkisendurskoðun hefur lokið heildarútttekt á stöðu hans. Samkvæmt ráðuneytinu hefur skólinn ekki getað sýnt fram á að "að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi" Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur lagt til við stjórn Kvikmyndaskólans þrjár leiðir sem Ríkisendurskoðun bendir á til að leysa vanda skólans. Ein þeirra er að afskrifa skuldir. Í yfirlýsingu frá stjórn skólans segir þetta vera " leið sem stjórnendur skólans geta ekki hugsað sér að fara þar sem þeir sem helst eiga inni hjá skólnum eru starfsmenn hans og velunnarar." Í því sambandi er bent á þá upphæð sem skólinn skuldar í ógreidd laun. Þá beinir ráðherra því til eigenda skólans að þeir komi með nýtt fé inn í reksturinn. Stjórnarmenn segja þessa leið verða reynda ef einhver lausn fæst hjá ráðuneytinu fyrst. " Við núverandi aðstæður liggur í hlutarins eðli að hvorki bankastofnanir né hugsanlegir fjárfestar gætu hugsað sér að leggja skólanum lið þegar alls óvíst er hvort hann fái starfsleyfi í framtíðinni," segir í yfirlýsingunni. Þriðja tillagan til að leysa vanda skólans era ð ríkiið leggi til aukið fé í reksturinn. " Þessa leið hefur skólinn óskað eftir að farin yrði og stóð í þeirri trú að komið væri að afgreiðslu hennar nú nokkrum dögum fyrir skólasetningu. Þess í stað er stjórnendum skólans sagt að málefni hans hafi í raun verið lögð í hendur Ríkisendurskoðunar sem muni nú taka sér sinn tíma til að skoða betur málefni skólans. Á meðan eiga 160 nemendur, rúmlega 100 kennarar og allir aðrir starfsmenn skólans að bíða og vona að Ríkisendurskoðun veiti sína syndaaflausn," segir í yfirlýsingu stjórnarmanna. 19.8.2011 10:39
93% þjóðarinnar styðja leikskólakennara Leikskólakennarar njóta mikils stuðnings meðal almennings í kjarabaráttu sinni en 93% landsmanna vilja að laun leikskólakennara verði hækkuð til að komast megi hjá verkfalli. Þetta er niðurstaða nýrrar viðhorfskönnunar MMR. Stuðningur við hækkun launa leikskólakennara er afgerandi hjá kjósendum allra flokka. Aðeins fjögur prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust frekar andvíg því að laun leikskólakennara verði hækkuð og 2,9 prósent svarenda eru því mjög andvígir. Þá eru 67,4 prósent mjög fylgjandi launahækkun og styðja boðað verkfall, en 25,7 prósent sögðust því frekar fylgjandi. Stuðningur er afgerandi við launahækkunina hjá fólki í öllum stjórnmálaflokkun, hann er þó mestur hjá kjósendum Vinstri grænna en minnstur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokknum. 19.8.2011 10:19
Minning hinna látnu heiðruð Borgarráð hefur samþykkt þá tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að ljós verði tendrað á Friðarsúlunni í Viðey næstkomandi sunnudagskvöld. Tilefnið er að stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að sunnudagurinn 21. ágúst skuli tileinkaður minningu þeirra er létust í hryðjuverkaárásunum í Ósló og á Útey 22. júlí síðastliðinn. 19.8.2011 10:00
Seinasta síldarbræðslan rifin Nú er verið að rífa síðustu loðnu- og síldarbræðslu Siglufjarðar. Niðurrif þessarar stærstu fiskimjölsverksmiðju Íslands ber upp á hundrað ára afmæli fiskimjölsiðnaðar landsins. Síldarvinnslan á Neskaupsstað, núverandi eigandi verksmiðjunnar, hefur selt allan tækjabúnað til Spánar. 19.8.2011 09:53