Segja virkjanir útrýma laxi 22. ágúst 2011 06:00 Urriðafoss í Þjórsá. Stofnar laxfiska í Þjórsá eru sagðir í útrýmingarhættu verði af virkjanaframkvæmdum. Rammaáætlun gefur grænt ljós á þrjár virkjanir. Landsvirkjun telur að mótvægisaðgerðir muni viðhalda stofnum. Fullyrt er að lax- og sjóbirtingsstofnar Þjórsár muni hrynja verði fyrirætlanir Landsvirkjunar um virkjanir í ánni að veruleika. Landsvirkjun hyggur á umfangsmiklar mótvægisaðgerðir til verndar stofnunum með fiskvegum og seiðaveitum. Gagnrýnendur segja ekkert benda til þess að slíkar aðgerðir muni bera tilætlaðan árangur. Þingsályktunartillaga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma var kynnt á föstudag og falla 22 kostir í orkunýtingarflokk. Þar ber hæst að fallist er á þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Virkjanirnar hafa lengi verið umdeildar vegna áhrifa á umhverfi og lífríki. Orri Vigfússon, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, segir mikið áhyggjuefni að grænt ljós hafi verið gefið á virkjanirnar þrjár. „Aldrei í Íslandssögunni hefur verið ráðist inn á viðkvæm göngusvæði villtra laxa með þessum hætti. Það má gera ráð fyrir að allar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir lax séu ofan Urriðafoss. Mitt mat er einfaldlega að verði þessi áform að veruleika séu laxa- og sjóbirtingsstofnarnir líklegir til að deyja út." Í skýrslu Veiðimálastofnunar frá 2002 um lífríki Þjórsár segir í stuttu máli að virkjanirnar muni hafa umtalsverð áhrif á lífríki. Mótvægisaðgerðir geti hins vegar breytt þeirri mynd. Hvort fiskvegir og seiðaveitur duga til er hins vegar óljóst og skýrist ekki fyrr en virkjanirnar hafa verið reistar. Laxastofninn í Þjórsá er líklega stærsti villti laxastofn á Íslandi og meðal þeirra stærstu í Atlantshafi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, vísar til mats á umhverfisáhrifum frá 2003 og þeirra mótvægisaðgerða sem fyrirhugaðar eru, spurður um þá skoðun að lax og sjóbirtingur muni ekki þola virkjun árinnar. „Það er búið að gera ráðstafanir við hönnun virkjananna til að tryggja uppgöngu fisks og að koma seiðunum til sjávar. Þetta byggir að hluta á reynslu annars staðar frá þó í eðli sínu sé erfitt að vita þetta fyrr en eftir á." Hann segir að hönnun virkjana í Þjórsá hafi breyst mikið á undanförnum árum og taki tillit til umhverfismatsins. Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur hjá Umhverfisrannsóknum ehf., segir í skýrslu um umhverfisáhrif Urriðafossvirkjunar frá 2007 að erlendar rannsóknir bendi ekki til að seiðaveita sé líkleg til að „bjarga laxastofninum frá hruni" í á sem beri fram um eina milljón tonn af framburði á ári og sé „vatnsmikil og stríð". Ragnhildur bendir líka á að fiskvegir fyrir niðurgöngufisk séu stutt á veg komnir. - shá Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Stofnar laxfiska í Þjórsá eru sagðir í útrýmingarhættu verði af virkjanaframkvæmdum. Rammaáætlun gefur grænt ljós á þrjár virkjanir. Landsvirkjun telur að mótvægisaðgerðir muni viðhalda stofnum. Fullyrt er að lax- og sjóbirtingsstofnar Þjórsár muni hrynja verði fyrirætlanir Landsvirkjunar um virkjanir í ánni að veruleika. Landsvirkjun hyggur á umfangsmiklar mótvægisaðgerðir til verndar stofnunum með fiskvegum og seiðaveitum. Gagnrýnendur segja ekkert benda til þess að slíkar aðgerðir muni bera tilætlaðan árangur. Þingsályktunartillaga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma var kynnt á föstudag og falla 22 kostir í orkunýtingarflokk. Þar ber hæst að fallist er á þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Virkjanirnar hafa lengi verið umdeildar vegna áhrifa á umhverfi og lífríki. Orri Vigfússon, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, segir mikið áhyggjuefni að grænt ljós hafi verið gefið á virkjanirnar þrjár. „Aldrei í Íslandssögunni hefur verið ráðist inn á viðkvæm göngusvæði villtra laxa með þessum hætti. Það má gera ráð fyrir að allar hrygningar- og uppeldisstöðvar fyrir lax séu ofan Urriðafoss. Mitt mat er einfaldlega að verði þessi áform að veruleika séu laxa- og sjóbirtingsstofnarnir líklegir til að deyja út." Í skýrslu Veiðimálastofnunar frá 2002 um lífríki Þjórsár segir í stuttu máli að virkjanirnar muni hafa umtalsverð áhrif á lífríki. Mótvægisaðgerðir geti hins vegar breytt þeirri mynd. Hvort fiskvegir og seiðaveitur duga til er hins vegar óljóst og skýrist ekki fyrr en virkjanirnar hafa verið reistar. Laxastofninn í Þjórsá er líklega stærsti villti laxastofn á Íslandi og meðal þeirra stærstu í Atlantshafi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, vísar til mats á umhverfisáhrifum frá 2003 og þeirra mótvægisaðgerða sem fyrirhugaðar eru, spurður um þá skoðun að lax og sjóbirtingur muni ekki þola virkjun árinnar. „Það er búið að gera ráðstafanir við hönnun virkjananna til að tryggja uppgöngu fisks og að koma seiðunum til sjávar. Þetta byggir að hluta á reynslu annars staðar frá þó í eðli sínu sé erfitt að vita þetta fyrr en eftir á." Hann segir að hönnun virkjana í Þjórsá hafi breyst mikið á undanförnum árum og taki tillit til umhverfismatsins. Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur hjá Umhverfisrannsóknum ehf., segir í skýrslu um umhverfisáhrif Urriðafossvirkjunar frá 2007 að erlendar rannsóknir bendi ekki til að seiðaveita sé líkleg til að „bjarga laxastofninum frá hruni" í á sem beri fram um eina milljón tonn af framburði á ári og sé „vatnsmikil og stríð". Ragnhildur bendir líka á að fiskvegir fyrir niðurgöngufisk séu stutt á veg komnir. - shá
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira