Fleiri fréttir Óeining veikir stöðu Íslands í aðildarviðræðum við ESB Fulltrúi í samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu telur að óeining innan ríkisstjórnarinnar hafi veikt stöðu landsins í viðræðunum, en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 síðastliðinn sunnudag að hann vildi draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu tafarlaust til baka. 16.8.2011 19:30 Segir sveitarfélögin hvetja til verkfallsbrota "Það er eins og að skvetta olíu á eldinn að halda því fram að hægt sé að hafa leikskóladeildir opnar þótt deildarstjórinn sé í verkfalli" Þetta segir lögfræðingur kennarasambandsins sem telur sveitarfélögin hvetja til verkfallsbrota í kjaradeilu leikskólakennara. 16.8.2011 19:00 Umboðsmaður Alþingis kannar kvörtun Hagsmunasamtaka Heimilanna Umboðsmaður Alþingis hefur krafið Seðlabankastjóra skýringa á reglum sem heimila verðtryggingu á höfuðstól lána. Hagsmunasamtök heimilanna segja þetta veigamikið mál fyrir heimilin í landinu en þau sendu kvörtun til Umboðsmanns um þetta mál. 16.8.2011 18:30 „Það er að færast aukin harka í leikinn" „Í verkfallsréttinum felst heimild til að koma í veg fyrir að gengið sé í störf þeirra sem eru í verkfalli. Ef deildarstjóri er í verkfalli, og það er hans hlutverk að stýra deildinni, þá má enginn ganga í það starf," segir Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur Kennarasambands Íslands, sem Félag leikskólakennara heyrir undir. Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga meta það hins vegar sem svo að ekki þurfi að leggja niður starfsemi deildarinnar þó deildarstjórinn sé í verkfalli og ennfremur að heimilt sé til að færa á milli deilda það starfsfólk sem ekki er í verkfalli. „Við bara ítrekum okkar túlkun á því hvenær nauðsynlegt er að loka deild og hvenær ekki," segir Erna og vísar í verklagsreglur sem leikskólastjórnendur hafa fengið til að hafa til hliðsjónar ef til verkfalls kemur. Þar segir meðal annars að ef deildarstjórar leikskóla eru ekki í Félagi leikskólakennara má viðkomandi deild taka við börnum sem skráð eru þangað, en ekki af öðrum deildum. Algengast er að aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík starfi einnig sem deildarstjórar og munu þeir því halda áfram að taka á móti leyfilegum fjölda barna er miðast við útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann. Þá munu ófaglærðir starfsmenn leikskóla, sem ekki eru í Félagi leikskólakennara, einnig mæta áfram til vinnu ef til verkfalls kemur. „Erna vekur ennfremur athygli á því að þeim starfsmönnum leikskóla sem ekki fara í verkfall, ef til verkfalls kemur, er óheimilt að ganga í störf og sinna verkefnum þeirra sem eru í verkfalli. „Ef þetta væri hægt þá væri enginn tilgangur með verkfalli," segir hún. Spurð hvernig það megi vera að túlkun sveitarfélaganna sé svo frábrugðin túlkun leikskólakennara, segir hún: „Þegar viðsemjendur eru búnir að sitja lengið við fer að myndast meiri spenna. Það er að færast aukin harka í leikinn. Dagsetningin 22. ágúst nálgast." Verkfall blasir við ef ekki nást samningar fyrir mánudag. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 16.8.2011 16:47 SA mótmæla skattahækkunum bréflega Samtök atvinnulífsins mótmæla áformum um skattahækkanir á stóriðju, sjávarútveg og banka vegna fjárlagagerðar fyrir árið 2012. SA telja áformin afar misráðin og benda á að allt kapp verði að leggja á að auka fjárfestingar og hagvöxt eins og stefnt var að við gerð kjarasamninga og fram kemur í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí.. Þetta kemur fram í bréfi Samtaka atvinnulífsins til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Í bréfinu kemur fram það mat SA að skattheimta á Íslandi sé komin á ystu mörk og engin efni til að hækka skatta frekar en orðið er enda sé Ísland í 4.-5. sæti yfir mestu skattalönd heimsins þegar skoðað er hlutfall skatttekna af landsframleiðslu og tekið er tillit til mismunandi fyrirkomulags lífeyrismála. SA telja að þau áform sem kynnt hafa verið um skattahækkanir beri þess merki að ákveðin uppgjöf hafi orðið við að ná endum saman í ríkisbúskapnum. Ítarleg rök eru færð fyrir því í bréfi SA að hækkun skatta á stóriðju, sjávarútveg og fjármálafyrirtæki sé skaðleg fyrir íslenskt efnahagslíf og leggjast því Samtök atvinnulífsins eindregið gegn áformum ríkisstjórnarinnar. „Aukin skattheimta felur í sér uppgjöf gagnvart því verkefni að efla atvinnulífið, ná niður atvinnuleysinu og bæta lífskjör þjóðarinnar til frambúðar," segja Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í niðurlagi bréfsins. 16.8.2011 15:27 Þrjár kannabisræktanir í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjár kannabisræktanir í Hafnarfirði á föstudag og laugardag. Nokkrir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir í tengslum við aðgerðirnar en lagt var hald á bæði kannabisplöntur og græðlinga auk ýmiss búnaðar sem fylgir slíkri starfsemi. Á einum staðnum var einnig lagt hald á töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Á sunnudag var einnig framkvæmd húsleit í Hafnarfirði og þá fundust nokkrir tugir gramma af marijúana. Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. 16.8.2011 16:13 HR settur í dag - 1300 nýnemar Háskólinn í Reykjavík var settur í dag þegar tekið var á móti nýnemum skólans. Að þessu sinni hefja um 1300 nemendur nám við Háskólann í Reykjavík. Flestir hefja nám við tækni- og verkfræðideild eða um 400. Tæplega 300 nemendur hefja nám við tölvunarfræðideild og viðskiptadeild og rúmlega 150 nemendur hefja nám við lagadeild. Þá er að geta þess að tæplega 170 nemendur hefja frumgreinanám við skólann á þessu hausti, sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum 16.8.2011 15:31 Erfitt að tilkynna vini og nágranna fyrir illa meðferð á dýrum Algengast er að tilkynningar um slæma meðferð á dýrum varði fólk sem á við félagsleg vandamál að etja. Dæmi eru um að fólk berji og sparki í gæludýrin sín, jafnvel í þeirri trú að það sé að þjálfa þau. Margrét Björk Sigurðardóttir frá Dýraverndunarsambandinu var gestur þáttarins Í bítið í morgun þar sem hún ræddi um slæma meðferð á dýrum. „Þetta er náttúrulega falið vandamál, af því að, eins og hjá gæludýrunum, þá er þetta inni á heimilum fólks, þetta eru oft nágrannar og vinir, þetta eru viðkvæm mál og það er erfitt að taka á þessum málum og maðurl veit að fólk er feimið við að láta vita," segir hún. Ein birtingarmynd sslæmrar meðferðar er vanræksla en tilkynnt hefur verið um fólk sem skilur hundana sína eftir eina í lengri tíma, jafnvel heilu helgarnar á meðan eigendurnir fara í utanlandsferð. Alvarlegustu tilvikin þegar kemur að illri meðferð, vanrækslu dýra og ofbeldi, varða fólk sem vegna eigin vandamála er óhæft til að sjá um dýr. „Það sem er algengast, því miður, er þar sem við sjáum að það eru jafnvel önnur félagsleg vandamál, og þar er ástandið oft verst, og þar skiptir rosalega miklu máli að grípa inn í því það getur verið ljóst að fólkið hefur ekki burði til að gera það sjálft," segir Margrét Björk. Dýraverndunarsambandið fær minnst eina tilkynningu á viku um mjög slæma meðferð á dýrum. Úrræði yfirvalda til að grípa inn í eru af skornum skammti. „Þau hafa samt úrræði í lögum að þau geta farið inn og þau mega taka dýr, þau mega svipta fólk heimild til að halda dýr, en ég veit ekki til þess að þessu hafi nokkurn tíman verið beitt," segir hún. Margrét Björk segir allt of fá mál fara alla leið fyrir dómstólum. „Og dómar hafa yfirleitt verið vægir og dómarar hafa til dæmis aldrei svipt manneskju leyfi til að halda dýr, jafnvel þrátt fyrir ítrekuð brot," segir hún. 16.8.2011 14:30 Ósammála um hvort loka þarf leikskóladeildum Lögfræðingur Kennarasambands Íslands, sem Félag leikskólakennara heyrir undir, er ósammála þeirri túlkun forsvarsmanna Sambands íslenskra sveitarfélaga að leikskóladeildir geti starfað áfram ef deildarstjórinn er í verkfalli. "Lögfræðingur okkar túlkar þetta á annan hátt og það er sú túlkun sem við munum fara eftir," segir Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Í hádegisfréttum RÚV var greint frá því að Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins, segi það mat sambandsins að leikskólastjórum skuli sjá til þess að allar deildir séu starfandi á meðan verkfalli stendur, og nýta til þess það starfsfólk sem ekki er í verkfalli. Að mati sambandsins geta leikskólastjórnendur fært starfsfólk á milli deilda með það að markmiði að halda sem flestum deildum opnum. Þessu er lögfræðingur Kennarasambandsins ósammála. Haraldur segir í samtali við fréttastofu að hans fólk setjist á fund með lögfræðingnum nú klukkan tvö þar sem farið verði yfir stöðuna. Fyrir liggur að einhverjar leikskóladeildir halda áfram að starfa þrátt fyrir verkfall, sama hvaða túlkun er miðað við, þar sem ófaglærðir starfsmenn leikskóla sem ekki eru í Félagi leikskólakennara munu áfram mæta til vinnu. Þá heyra stjórnendur á leikskólum ekki undir félagið heldur eru þeir í Félagi stjórnenda í leikskólum. Upp úr samningaviðræðum slitnaði í gær og blasir við verkfall næstkomandi mánudag. Verkfallið mun hafa áhr8 16.8.2011 13:19 ÍLS ætlar að setja fleiri eignir í sölu Íbúðalánasjóður hyggst setja fleiri fasteignir á markað til sölu á næstu mánuðum. Velferðarráðherra segir þó að lánshlutfall sjóðsins verði lækkað og eiginfjárkrafan hærri. 16.8.2011 12:40 Barnaníð í Eyjum: Aðalmeðferð í dag Aðalmeðferð fer fram í dag við Héraðsdóm Suðurlands í máli manns á fimmtugsaldri sem sakaður er um að hafa misnotað stúlkubarn svo mánuðum skipti í Vestmannaeyjum. Athæfið átti sér stað síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010 og í fórum mannsins fannst fjöldi ljósmynda og hreyfimynda sem hann hafði meðal annars tekið af sér og barninu. 16.8.2011 11:39 Varað við gaskútaþjófum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við gaskútaþjófum sem hafa verið víða á ferð að undanförnu. Því ættu gaskútaeigendur að gera ráðstafanir ef þeir mögulega geta, ekki síst þeir sem eru með gaskúta á fellihýsum sínum. Fjórum gaskútum var stolið í Reykjavík og Kópavogi á föstudag og laugardag að því er fram kemur í tilkynningu. 16.8.2011 11:18 Heimili og skóli: Verkfall mun hafa lamandi áhrif Landssamtök foreldra, Heimili og skóli, segjast í yfirlýsingu hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli leiksskólakennara. „Slíkt verkfall mun hafa mjög slæmar afleiðingar fyrir leikskólabörn og foreldra í landinu og lamandi áhrif fyrir samfélagið í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hvetja samtökin samningsaðila til að komast að samkomulagi sem fyrst. „Mikilvægt er að í leikskólum landsins starfi metnaðarfullt fagfólk því þar fer fram mikilvægt starf þar sem grunnur er lagður að þroska og menntun barna.“ 16.8.2011 11:08 Stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur Lögreglan á Akranesi stöðvaði för ökumanns á Akrafjallsvegi í liðinni viku þegar grunur vaknaði um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð og bráðabirgðaprófanir gáfu til kynna að hann hafi neytt amfetamíns og kannabisefna. Þá var tekin blóðprufa og send í rannsókn, til að staðfesta fíkniefnaneyslu. Lögreglan í umdæminu stöðvaði sex ökumenn í vikunni eftir að þeir mældust á of miklum hraða. Sá sem hraðast ók keyrði eftir Vesturlandsveginum á 136 kílómetra hraða. 16.8.2011 09:48 Stálu fartölvum, leikjatölvu og hálsmeni Brotist var inn í íbúðarhúsnæði á Akranesi í liðinni viku á meðan heimilisfólkið var á ferðalagi. Þjófarnir spenntu upp glugga og fóru þar inn. Tveimur fartölvum var stolið, leikjatölvu og hálsmeni, auk þess sem rótað var í flestum hirslum. Málið er í rannsókn. 16.8.2011 09:43 Óttast brottfall úr stéttinni náist ekki samningar Haraldur F. Gíslason formaður félags leiksskólakennara segist óttast mikið brottfall úr stéttinni, verði kröfum þeirra ekki mætt, en þeir krefjast þess að fá sambærileg laun og aðrar stéttir með sömu menntun. Þetta kom fram í viðtali við Harald í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 16.8.2011 09:03 Skilja hundinn eftir einan heila helgi Dýraverndunarsamband Íslands fær að lágmarki eina tilkynningu á viku um slæma meðferð á dýrum. Margrét Björk Sigurðardóttir frá Dýraverndunarsambandinu segir algengast að þeir sem fari illa með dýr eigi við önnur félagsleg vandamál að etja. „Þá erum við jafnvel að sjá mjög slæma vanhirðu á dýrunum, mjög slæma líkamlega meðferð," sagði Margrét Björk í þættinum Í bítið í morgun. Dæmi eru um að fólk berji dýrin sín og sparki í þau. Þá sagði Margrét Björk að dæmi væru um að fólk skildi gæludýr eftir ein lengi og að þetta væri sérstakt vandamál þegar kæmi að hundahaldi. „Fólk jafnvel telur í lagi að skilja þá eftir heilu helgarnar, skreppa jafnvel erlendis og skilja hundinn eftir," segir hún. Hægt er að hlusta á viðtal við Margréti Björk um dýravernd með því að smella á tengilinn hér að ofan. Hægt er að tilkynna illa meðferð á dýrum með því að hafa samband við Dýraverndunarsambandið, við Umhverfisstofnun ef um er að ræða gæludýr, við Matvælastofnun ef um er að ræða búfé, eða hreinlega við lögregluna 16.8.2011 09:03 Þurfa á milli 30 og 50 sjálfboðaliða Stígamót eru nú að setja á laggirnar nýtt námskeið fyrir sjálfboðaliða sem munu starfa í nýju athvarfi fyrir þolendur vændis og mansals. Athvarfið verður opnað í byrjun september. Sjálfboðaliðar munu starfa við viðveru og þátttöku í daglegu lífi athvarfsins og telur Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, að samtökin þurfi á milli 30 og 50 konur til starfa. 16.8.2011 09:00 Segja sleggjudóma ríkja um innflutning Neytendasamtökin hafa krafist þess að tollar á innfluttar kjötvörur verði afnumdir eða í það minnsta lækkaðir. Bregðast verði við fregnum af kjötskorti í landinu. 16.8.2011 08:30 Milljóna bótakrafa á fangelsisstjórann Mál Geirmundar Vilhjálmssonar, fyrrverandi forstöðumanns fangelsisins á Kvíabryggju, var sent til ríkissaksóknara fyrir helgi. Ríkislögmaður hefur lagt fram bótakröfu í málinu á hendur honum. Hún nemur um það bil tveimur milljónum króna, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Krafan er tilkomin vegna tjóns sem talið er ljóst að ríkissjóður hafi orðið fyrir. 16.8.2011 08:00 Tína 800 epli af einu eplatré á Akranesi Fulltrúar frá Hvatafélaginu Á-vexti eru um þessar mundir að reyna að sannfæra landann um að hægt sé að rækta ávexti eins og epli með góðu móti hér á landi. Þá kemur sér vel að geta bent á Ingibjörgu Eygló Jónsdóttur frá Akranesi en hún er með 35 ára gamalt eplatré í garðinum hjá sér og uppskar 800 epli í fyrra af þessu eina tré. 16.8.2011 07:30 Leikskólar í Reykjavík munu skerða þjónustu Leikskólum Reykjavíkurborgar verður ekki lokað þó að leikskólakennarar sem eru í Félagi leikskólakennara (FL) fari í verkfall næsta mánudag, segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar. Öllum leikskólum á vegum Akureyrarbæjar mun hins vegar verða lokað. 16.8.2011 07:00 Sýndu snarræði og slökktu eld Starfsmenn Vélsmiðjunnar Héðins í Hafnarfirði sýndu snarræði í gær þegar kviknaði í magnesíumkari í smiðjunni. Magnesíumsag logaði skært, en hvorki vatn né froða dugar til að slökkva eld í efninu. 16.8.2011 06:30 Í anda stefnu flokksins að klára viðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á sunnudag að draga beri aðildarumsókn Íslands að ESB tafarlaust til baka. Þótt Bjarni hafi áður lýst þessari skoðun hafa orð Bjarna verið talin afdráttarlausari en fyrri yfirlýsingar hans um málið. Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segir það óráð að draga umsóknina til baka. 16.8.2011 06:00 Stígandi í sölu nýrra bíla Fyrstu sjö mánuði þessa árs voru skráðir 3.500 nýir fólksbílar á Íslandi. Þar af voru 2.145 bílaleigubílar, samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Einstaklingar hafa þess vegna keypt 1.355 nýja fólksbíla á tímabilinu. 16.8.2011 05:00 Smár skjálfti fannst greinilega í Hveragerði Skjálfti sem mældist 1,8 á richterskalanum varð 1,5 km austur af Hrómundartindi rétt fyrir klukkan hálf tíu í kvöld, og fannst hann greinilega í Hveragerði að sögn heimamanna. 15.8.2011 22:30 Íslenskt kennslumyndband í anda The Office vekur athygli Nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í tölvuöryggismálum hefur vakið athygli hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Leyndarmálið er að ná athygli starfsmanna með húmor. 15.8.2011 21:30 Íslensk börn hreyfa sig of lítið Níu ára íslensk börn hreyfa sig of lítið og þrek þeirra fer versnandi ef marka má niðurstöður nýrrar doktorsritgerðar í íþrótta- og lýðheilsufræði. 15.8.2011 20:30 Fjöldi fólks minntist Eyþórs Darra Pilturinn sem lést eftir bílslys á Geirsgötu á föstudagskvöld hét Eyþór Darri Róbertsson. Fjöldi fólks minntist hans á slysstaðnum í gærkvöld. 15.8.2011 20:00 Segir umræðu um kjötskort ýkjukennda Forstjóri Slátursfélags Suðurlands, sem er einn stærsti sláturleyfishafinn á kjötkmarkaði, telur að um 300 tonn af lambakjöti séu til í landinu. Hann segir umræðu um kjötskort ýkjukennda. 15.8.2011 19:30 Setja um 130 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á leigumarkað Íbúðalánasjóður ætlar að setja um eitt hundrað og þrjátíu íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á leigumarkað á næstu tólf mánuðum til að mæta mikilli eftirspurn. Velferðarráðherra telur að þetta skref geti haft góð áhrif á leigumarkaðinn. 15.8.2011 19:00 Leikskólakennarar fara fram á 30 þúsund krónur Launaleiðréttingin sem leikskólakennarar krefjast í yfirstandandi kjaraviðræðum er um þrjátíu þúsund krónur. Stéttin er klár í verkfall ef samningar nást ekki fyrir næsta mánudag. 15.8.2011 18:20 Úrskurðaður í þriggja vikna síbrotagæslu eftir ránstilraun Maður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna síbrotagæslu að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var handekinn fyrir tilraun til vopnaðs ráns, en samkvæmt fréttatilkynningu hefur hann oft komið við sögu hjá lögreglu. 15.8.2011 17:36 Grjóti kastað í Benz - vitni óskast Grjóti var kastað í Mercedes Benz bifreið þar sem hún stóð við Fljótsmörk 6 í Hveragerði aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst. Þá voru spjöll unnin á bifreið, gröfu og fleiru á athafnasvæði gróðrastöðvar við Reykjamörk en þar hefur grafa verið gangsett og notuð til að velta um gömlum bíl sem þar var geymdur. Lögreglan óskar eftir því að þeir sem búa yfir vitneskju um hver hafi valdið þessu tjóni geri lögreglu viðvart. 15.8.2011 15:45 Hollráð fyrir foreldra í skólabyrjun Lögreglan beinir því til foreldra að leiðbeina börnum sínum um hentugar leiðir til og frá skóka, og fylgja þeim yngstu á meðan þau læra á leiðina og þær hættur sem þar kunna að leynast. 15.8.2011 16:32 Brotist inn í skrifstofugám Brotist var inn í skrifstofugám frá Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem hann var staðsettur við gámasvæði við Seyðishóla um liðna helgi. Litlu mun hafa verið stolið en tjón er á munum og óskar lögreglan eftir upplýsingum um mannaferðir við gámasvæðið hafi einhver tekið eftir einhverju óvenjulegu þar. 15.8.2011 16:27 Átta stútar - fjórir þeirra án ökuréttinda Átta ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina. Fjórir þeirra voru stöðvaðir á laugardag, þrír á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 16-49 ára og þrjár konur, 20-40 ára. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hefur aldrei öðlast ökuréttindi. 15.8.2011 16:08 Tólf dópaðir undir stýri Um helgina voru tólf ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Níu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og þrír í Hafnarfirði. Tveir voru teknir á föstudagskvöld, sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þetta voru níu karlar á aldrinum 20-42 ára og þrjár konur á þrítugsaldri. Sjö þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. 15.8.2011 15:51 Erill á Selfossi Í liðinni viku voru 7 ökumenn eða farþegar kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti bifreiðar sinnar í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. 26 voru kærðir fyrir að aka of hratt og voru flestir þeirra á ferð á Suðurlandsvegi og á Biskupstungnabraut, meðal annars innan þeirra marka við þéttbýlið á Borg þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst Mælingar á Þingvallavegi, á Mosfellsheiði og á nýjum vegi yfir Lyngdalsheiði hafa ekki gefið til kynna að þar sé mikið um hraðakstur en lögð hefur verið áhersla á hraðamælingar á þessum vegum liðnar vikur og verður svo áfram. Árekstur varð á gatnamótum Engjavegar og Tryggvagötu þann 10. ágúst. Þar rákust saman tveir fólksbílar og slasaðist ökumaður annars þeirra lítillega. Þá varð árekstur tveggja bifreiða við gatnamót Eyrabakkavegar og Valsheiðar þann 11. ágúst. Þar rákust saman tveir bílar, báðir með kerru og varð af tölvert eignatjón auk þess sem farþegi í öðrum bílnum kenndi eymsla í brjósti. Þriðji áreksturinn varð á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Skeiða - og Hrunamannavegar skammt ofan við Geysi þegar ökumaður sem ók suður Biskupstungnabraut beygði til vinstri inn á Skeiða- og Hrunamannaveg í veg fyrir bifreið sem ekið var norður Biskupstungnabraut. Tveir voru í hvorum bíl og þurftu allir á læknisaðstoð að halda eftir óhappið en áreksturinn var harður. Þá varð óhapp á Austurvegi á Selfossi þegar bifreið var snúið við á akbrautinni (tók U beygju) í veg fyrir ökumann á vespu sem ekið var austur Austurveginn. Ökumaður vespunnar hlaut brunasár af útblástursröri hjólsins en slapp ómeiddur að öðru leiti. 15.8.2011 15:18 Telur heimildir ráðherra kunna að brjóta í bága við stjórnarskrána Umboðsmaður Alþingis tekur ekki afstöðu til kvörtunar Samtaka verslunar og þjónustu vegna meðferðar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á úthlutunum tollkvóta til innflutnings á landbúnaðarvörum. Ástæða þessa er að hann telur að þær heimildir sem ráðherra eru veittar af Alþingi kunni að brjóta í bága við stjórnarskrána. Umboðsmaður Alþingis beinir því til ráðuneytisins, og eftir atvikum fjármálaráðherra, að bregðast við þeirri niðurstöðu að viðkomandi ákvæði tollalaga um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvara séu ekki í samræmi við stjórnarskrána. Þá hefur umboðsmaður ákveðið að tilkynna Alþingi um málið. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið birti hins vegar tilkynningu á vef sínum í morgun um þetta álit umboðsmanns Alþingis. Þar segir orðrétt: "Í áliti sínu staðfestir umboðsmaður að framkvæmd ráðherra er í samræmi við sett lög en tilefni álitsgerðarinnar er einmitt kæra Samtaka verslunar og þjónustu þar sem því er haldið fram að ráðuneytið hefði í reglugerðum farið út fyrir valdheimildir tollalaga nr. 88/2005.“ 15.8.2011 14:37 Vagnstjórar Strætó sigruðu í ökuleikni Strætisvagnabílstjórar Strætó bs. sigruðu á Norðurlandamóti í ökuleikni vagnstjóra, sem haldið var í Stokkhólmi í Svíþjóð nýlega. Í tilkynningu frá Strætó segir að Svíar hafi verið í öðru sæti og Finnar í því þriðja, en þeir sigruðu á þessu móti í fyrra. 15.8.2011 14:07 Magnesíum brann í Vélsmiðjunni Héðni Eldur kom upp í vélsmiðjunni Héðni við Gjáhellu í Hafnarfirði í dag. Gríðarlegur reykur steig upp af húsinu enda hafði kviknað í kari fullu af magnesíum, sem er gríðarlega eldfimt efni. 15.8.2011 14:00 Leiguhúsnæði verði fjórðungur íbúða í nýjum hverfum Í nýjum hverfum miðsvæðis í Reykjavík verður gert ráð fyrir að leiguhúsnæði verði minnst fjórðungur íbúðarhúsnæðis, nái tillögur vinnuhóps um mótun húsnæðisstefnu borgarinnar til ársins 2020 fram að ganga. Umrædd hverfi eru til að mynda í Vatnsmýri, við Mýrargötu og við Hlemm. Vinnuhópurinn skilaði af sér tillögum til borgarráðs í byrjun júlí og eru þær í umsagnarferli til vikuloka. Helsta markmiðið með tillögunum er að tryggja öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir alla borgarbúa. Þá er þar sérstaklega fjallað um hlutfall leiguhúsnæðis í hverfum borgarinnar. Sem stendur er hlutfall leiguíbúða talið vera vel undir 20% af öllu íbúðarhúsnæði í borginni, en stefna á að því að það verði fjórðungur. Þá er í tillögunum kveðið á um að við skipulag íbúðahverfa skuli tryggt að fimmtungur íbúða, hið minnsta,. miðist við þarfir tekjuminni hópa. 15.8.2011 13:00 Neytendasamtökin vilja innflutning á kjöti Neytendasamtökin krefjast þess að innflutningur á kjöti verði heimilaður þegar í stað og tollar afnumdir eða í það minnsta lækkaðir til muna. Fram hefur komið að skortur er á kjöti í landinu. Jafnframt hefur komið fram í áliti Umboðsmanns Alþingis við erindi Samtaka verslunar og þjónustu að þau lög sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra byggir ákvarðanir sínar á við ákvörðun á háum tollum gangi gegn stjórnarskránni. Þessum lögum verður tafarlaust að breyta. 15.8.2011 12:25 Byggja upp ódýrt húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulága Sérstök áhersla er lögð á að byggja upp ódýrt húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulága hópa, samkvæmt stefnumótun vinnuhóps um húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. Markmiðið er að efla leigumarkaðinn í borginni þannig að allir borgarbúar eigi kost á öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Vinnuhópur um húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020 skilaði af sér tillögum til borgarráðs í byrjun júlí. Tillögurnar eru nú í umsagnarferli en frestur til að skila inn umsögnum rennur út í vikulok. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er formaður starfshópsins. Hún segir brýna þörf á að efla leigumarkaðinn í borginni. Í skýrslu hópsins er lagt til að félagasamtök og húsnæðissamvinnufélög sem bjóða ungu fólki og tekjulágum upp á leiguíbúðir og búseturéttaríbúðir á viðráðanlegum kjörum, fái forgang á úthlutun lóða, að uppfylltum skilyrðum Reykjavíkurborgar. Mat starfshópsins er að mest þörf sé á ódýrara húsnæði fyrir þessa hópa og því lagt til að úthlutanir á lóðum í nánustu framtíð taki mið af því. Þá er hvatt til þess að Reykjavíkurborg hafi forystu í að endurskoða og samræma reglur um sérstakar húsaleigubætur, í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, í því skyni að létta greiðslubyrði til tekjulágs fólks sem jafnframt á í félagslegum vanda. Samkvæmt nýjum reglum verði stuðningur óháður því hver á eða rekur húsnæði, heldur fari hann eftir aðstæðum og greiðslubyrði hvers leigjanda. Vinnuhópurinn mælist ennfremur til þess að Félagsbústaðir reki áfram húsæði fyrir þá sem ekki geta leit á almennum markaði, þrátt fyrir sérstsakan stuðning. Þá verði kannaður sá möguleiki að Félagsbústaðir sinni félagslegu húsnæði á öllu höfuðborgarsvæðinu Meðal þeirra sem skila umsögn um tillögurnar eru Neytendasamtökin, Félagsstofnun stúdenta og Öryrkjabandalagið. Almenningi er einnig frjálst að senda inn umsagnir. Skýrsluna má nálgast á vef Reykjavíkurborgar 15.8.2011 12:05 Sjá næstu 50 fréttir
Óeining veikir stöðu Íslands í aðildarviðræðum við ESB Fulltrúi í samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu telur að óeining innan ríkisstjórnarinnar hafi veikt stöðu landsins í viðræðunum, en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 síðastliðinn sunnudag að hann vildi draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu tafarlaust til baka. 16.8.2011 19:30
Segir sveitarfélögin hvetja til verkfallsbrota "Það er eins og að skvetta olíu á eldinn að halda því fram að hægt sé að hafa leikskóladeildir opnar þótt deildarstjórinn sé í verkfalli" Þetta segir lögfræðingur kennarasambandsins sem telur sveitarfélögin hvetja til verkfallsbrota í kjaradeilu leikskólakennara. 16.8.2011 19:00
Umboðsmaður Alþingis kannar kvörtun Hagsmunasamtaka Heimilanna Umboðsmaður Alþingis hefur krafið Seðlabankastjóra skýringa á reglum sem heimila verðtryggingu á höfuðstól lána. Hagsmunasamtök heimilanna segja þetta veigamikið mál fyrir heimilin í landinu en þau sendu kvörtun til Umboðsmanns um þetta mál. 16.8.2011 18:30
„Það er að færast aukin harka í leikinn" „Í verkfallsréttinum felst heimild til að koma í veg fyrir að gengið sé í störf þeirra sem eru í verkfalli. Ef deildarstjóri er í verkfalli, og það er hans hlutverk að stýra deildinni, þá má enginn ganga í það starf," segir Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur Kennarasambands Íslands, sem Félag leikskólakennara heyrir undir. Forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga meta það hins vegar sem svo að ekki þurfi að leggja niður starfsemi deildarinnar þó deildarstjórinn sé í verkfalli og ennfremur að heimilt sé til að færa á milli deilda það starfsfólk sem ekki er í verkfalli. „Við bara ítrekum okkar túlkun á því hvenær nauðsynlegt er að loka deild og hvenær ekki," segir Erna og vísar í verklagsreglur sem leikskólastjórnendur hafa fengið til að hafa til hliðsjónar ef til verkfalls kemur. Þar segir meðal annars að ef deildarstjórar leikskóla eru ekki í Félagi leikskólakennara má viðkomandi deild taka við börnum sem skráð eru þangað, en ekki af öðrum deildum. Algengast er að aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík starfi einnig sem deildarstjórar og munu þeir því halda áfram að taka á móti leyfilegum fjölda barna er miðast við útreikninga á fjölda barna á hvern starfsmann. Þá munu ófaglærðir starfsmenn leikskóla, sem ekki eru í Félagi leikskólakennara, einnig mæta áfram til vinnu ef til verkfalls kemur. „Erna vekur ennfremur athygli á því að þeim starfsmönnum leikskóla sem ekki fara í verkfall, ef til verkfalls kemur, er óheimilt að ganga í störf og sinna verkefnum þeirra sem eru í verkfalli. „Ef þetta væri hægt þá væri enginn tilgangur með verkfalli," segir hún. Spurð hvernig það megi vera að túlkun sveitarfélaganna sé svo frábrugðin túlkun leikskólakennara, segir hún: „Þegar viðsemjendur eru búnir að sitja lengið við fer að myndast meiri spenna. Það er að færast aukin harka í leikinn. Dagsetningin 22. ágúst nálgast." Verkfall blasir við ef ekki nást samningar fyrir mánudag. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar. 16.8.2011 16:47
SA mótmæla skattahækkunum bréflega Samtök atvinnulífsins mótmæla áformum um skattahækkanir á stóriðju, sjávarútveg og banka vegna fjárlagagerðar fyrir árið 2012. SA telja áformin afar misráðin og benda á að allt kapp verði að leggja á að auka fjárfestingar og hagvöxt eins og stefnt var að við gerð kjarasamninga og fram kemur í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí.. Þetta kemur fram í bréfi Samtaka atvinnulífsins til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Í bréfinu kemur fram það mat SA að skattheimta á Íslandi sé komin á ystu mörk og engin efni til að hækka skatta frekar en orðið er enda sé Ísland í 4.-5. sæti yfir mestu skattalönd heimsins þegar skoðað er hlutfall skatttekna af landsframleiðslu og tekið er tillit til mismunandi fyrirkomulags lífeyrismála. SA telja að þau áform sem kynnt hafa verið um skattahækkanir beri þess merki að ákveðin uppgjöf hafi orðið við að ná endum saman í ríkisbúskapnum. Ítarleg rök eru færð fyrir því í bréfi SA að hækkun skatta á stóriðju, sjávarútveg og fjármálafyrirtæki sé skaðleg fyrir íslenskt efnahagslíf og leggjast því Samtök atvinnulífsins eindregið gegn áformum ríkisstjórnarinnar. „Aukin skattheimta felur í sér uppgjöf gagnvart því verkefni að efla atvinnulífið, ná niður atvinnuleysinu og bæta lífskjör þjóðarinnar til frambúðar," segja Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í niðurlagi bréfsins. 16.8.2011 15:27
Þrjár kannabisræktanir í Hafnarfirði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjár kannabisræktanir í Hafnarfirði á föstudag og laugardag. Nokkrir karlmenn voru handteknir og yfirheyrðir í tengslum við aðgerðirnar en lagt var hald á bæði kannabisplöntur og græðlinga auk ýmiss búnaðar sem fylgir slíkri starfsemi. Á einum staðnum var einnig lagt hald á töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Á sunnudag var einnig framkvæmd húsleit í Hafnarfirði og þá fundust nokkrir tugir gramma af marijúana. Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. 16.8.2011 16:13
HR settur í dag - 1300 nýnemar Háskólinn í Reykjavík var settur í dag þegar tekið var á móti nýnemum skólans. Að þessu sinni hefja um 1300 nemendur nám við Háskólann í Reykjavík. Flestir hefja nám við tækni- og verkfræðideild eða um 400. Tæplega 300 nemendur hefja nám við tölvunarfræðideild og viðskiptadeild og rúmlega 150 nemendur hefja nám við lagadeild. Þá er að geta þess að tæplega 170 nemendur hefja frumgreinanám við skólann á þessu hausti, sem er gríðarleg aukning frá fyrri árum 16.8.2011 15:31
Erfitt að tilkynna vini og nágranna fyrir illa meðferð á dýrum Algengast er að tilkynningar um slæma meðferð á dýrum varði fólk sem á við félagsleg vandamál að etja. Dæmi eru um að fólk berji og sparki í gæludýrin sín, jafnvel í þeirri trú að það sé að þjálfa þau. Margrét Björk Sigurðardóttir frá Dýraverndunarsambandinu var gestur þáttarins Í bítið í morgun þar sem hún ræddi um slæma meðferð á dýrum. „Þetta er náttúrulega falið vandamál, af því að, eins og hjá gæludýrunum, þá er þetta inni á heimilum fólks, þetta eru oft nágrannar og vinir, þetta eru viðkvæm mál og það er erfitt að taka á þessum málum og maðurl veit að fólk er feimið við að láta vita," segir hún. Ein birtingarmynd sslæmrar meðferðar er vanræksla en tilkynnt hefur verið um fólk sem skilur hundana sína eftir eina í lengri tíma, jafnvel heilu helgarnar á meðan eigendurnir fara í utanlandsferð. Alvarlegustu tilvikin þegar kemur að illri meðferð, vanrækslu dýra og ofbeldi, varða fólk sem vegna eigin vandamála er óhæft til að sjá um dýr. „Það sem er algengast, því miður, er þar sem við sjáum að það eru jafnvel önnur félagsleg vandamál, og þar er ástandið oft verst, og þar skiptir rosalega miklu máli að grípa inn í því það getur verið ljóst að fólkið hefur ekki burði til að gera það sjálft," segir Margrét Björk. Dýraverndunarsambandið fær minnst eina tilkynningu á viku um mjög slæma meðferð á dýrum. Úrræði yfirvalda til að grípa inn í eru af skornum skammti. „Þau hafa samt úrræði í lögum að þau geta farið inn og þau mega taka dýr, þau mega svipta fólk heimild til að halda dýr, en ég veit ekki til þess að þessu hafi nokkurn tíman verið beitt," segir hún. Margrét Björk segir allt of fá mál fara alla leið fyrir dómstólum. „Og dómar hafa yfirleitt verið vægir og dómarar hafa til dæmis aldrei svipt manneskju leyfi til að halda dýr, jafnvel þrátt fyrir ítrekuð brot," segir hún. 16.8.2011 14:30
Ósammála um hvort loka þarf leikskóladeildum Lögfræðingur Kennarasambands Íslands, sem Félag leikskólakennara heyrir undir, er ósammála þeirri túlkun forsvarsmanna Sambands íslenskra sveitarfélaga að leikskóladeildir geti starfað áfram ef deildarstjórinn er í verkfalli. "Lögfræðingur okkar túlkar þetta á annan hátt og það er sú túlkun sem við munum fara eftir," segir Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Í hádegisfréttum RÚV var greint frá því að Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins, segi það mat sambandsins að leikskólastjórum skuli sjá til þess að allar deildir séu starfandi á meðan verkfalli stendur, og nýta til þess það starfsfólk sem ekki er í verkfalli. Að mati sambandsins geta leikskólastjórnendur fært starfsfólk á milli deilda með það að markmiði að halda sem flestum deildum opnum. Þessu er lögfræðingur Kennarasambandsins ósammála. Haraldur segir í samtali við fréttastofu að hans fólk setjist á fund með lögfræðingnum nú klukkan tvö þar sem farið verði yfir stöðuna. Fyrir liggur að einhverjar leikskóladeildir halda áfram að starfa þrátt fyrir verkfall, sama hvaða túlkun er miðað við, þar sem ófaglærðir starfsmenn leikskóla sem ekki eru í Félagi leikskólakennara munu áfram mæta til vinnu. Þá heyra stjórnendur á leikskólum ekki undir félagið heldur eru þeir í Félagi stjórnenda í leikskólum. Upp úr samningaviðræðum slitnaði í gær og blasir við verkfall næstkomandi mánudag. Verkfallið mun hafa áhr8 16.8.2011 13:19
ÍLS ætlar að setja fleiri eignir í sölu Íbúðalánasjóður hyggst setja fleiri fasteignir á markað til sölu á næstu mánuðum. Velferðarráðherra segir þó að lánshlutfall sjóðsins verði lækkað og eiginfjárkrafan hærri. 16.8.2011 12:40
Barnaníð í Eyjum: Aðalmeðferð í dag Aðalmeðferð fer fram í dag við Héraðsdóm Suðurlands í máli manns á fimmtugsaldri sem sakaður er um að hafa misnotað stúlkubarn svo mánuðum skipti í Vestmannaeyjum. Athæfið átti sér stað síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010 og í fórum mannsins fannst fjöldi ljósmynda og hreyfimynda sem hann hafði meðal annars tekið af sér og barninu. 16.8.2011 11:39
Varað við gaskútaþjófum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við gaskútaþjófum sem hafa verið víða á ferð að undanförnu. Því ættu gaskútaeigendur að gera ráðstafanir ef þeir mögulega geta, ekki síst þeir sem eru með gaskúta á fellihýsum sínum. Fjórum gaskútum var stolið í Reykjavík og Kópavogi á föstudag og laugardag að því er fram kemur í tilkynningu. 16.8.2011 11:18
Heimili og skóli: Verkfall mun hafa lamandi áhrif Landssamtök foreldra, Heimili og skóli, segjast í yfirlýsingu hafa miklar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli leiksskólakennara. „Slíkt verkfall mun hafa mjög slæmar afleiðingar fyrir leikskólabörn og foreldra í landinu og lamandi áhrif fyrir samfélagið í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hvetja samtökin samningsaðila til að komast að samkomulagi sem fyrst. „Mikilvægt er að í leikskólum landsins starfi metnaðarfullt fagfólk því þar fer fram mikilvægt starf þar sem grunnur er lagður að þroska og menntun barna.“ 16.8.2011 11:08
Stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur Lögreglan á Akranesi stöðvaði för ökumanns á Akrafjallsvegi í liðinni viku þegar grunur vaknaði um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð og bráðabirgðaprófanir gáfu til kynna að hann hafi neytt amfetamíns og kannabisefna. Þá var tekin blóðprufa og send í rannsókn, til að staðfesta fíkniefnaneyslu. Lögreglan í umdæminu stöðvaði sex ökumenn í vikunni eftir að þeir mældust á of miklum hraða. Sá sem hraðast ók keyrði eftir Vesturlandsveginum á 136 kílómetra hraða. 16.8.2011 09:48
Stálu fartölvum, leikjatölvu og hálsmeni Brotist var inn í íbúðarhúsnæði á Akranesi í liðinni viku á meðan heimilisfólkið var á ferðalagi. Þjófarnir spenntu upp glugga og fóru þar inn. Tveimur fartölvum var stolið, leikjatölvu og hálsmeni, auk þess sem rótað var í flestum hirslum. Málið er í rannsókn. 16.8.2011 09:43
Óttast brottfall úr stéttinni náist ekki samningar Haraldur F. Gíslason formaður félags leiksskólakennara segist óttast mikið brottfall úr stéttinni, verði kröfum þeirra ekki mætt, en þeir krefjast þess að fá sambærileg laun og aðrar stéttir með sömu menntun. Þetta kom fram í viðtali við Harald í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 16.8.2011 09:03
Skilja hundinn eftir einan heila helgi Dýraverndunarsamband Íslands fær að lágmarki eina tilkynningu á viku um slæma meðferð á dýrum. Margrét Björk Sigurðardóttir frá Dýraverndunarsambandinu segir algengast að þeir sem fari illa með dýr eigi við önnur félagsleg vandamál að etja. „Þá erum við jafnvel að sjá mjög slæma vanhirðu á dýrunum, mjög slæma líkamlega meðferð," sagði Margrét Björk í þættinum Í bítið í morgun. Dæmi eru um að fólk berji dýrin sín og sparki í þau. Þá sagði Margrét Björk að dæmi væru um að fólk skildi gæludýr eftir ein lengi og að þetta væri sérstakt vandamál þegar kæmi að hundahaldi. „Fólk jafnvel telur í lagi að skilja þá eftir heilu helgarnar, skreppa jafnvel erlendis og skilja hundinn eftir," segir hún. Hægt er að hlusta á viðtal við Margréti Björk um dýravernd með því að smella á tengilinn hér að ofan. Hægt er að tilkynna illa meðferð á dýrum með því að hafa samband við Dýraverndunarsambandið, við Umhverfisstofnun ef um er að ræða gæludýr, við Matvælastofnun ef um er að ræða búfé, eða hreinlega við lögregluna 16.8.2011 09:03
Þurfa á milli 30 og 50 sjálfboðaliða Stígamót eru nú að setja á laggirnar nýtt námskeið fyrir sjálfboðaliða sem munu starfa í nýju athvarfi fyrir þolendur vændis og mansals. Athvarfið verður opnað í byrjun september. Sjálfboðaliðar munu starfa við viðveru og þátttöku í daglegu lífi athvarfsins og telur Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, að samtökin þurfi á milli 30 og 50 konur til starfa. 16.8.2011 09:00
Segja sleggjudóma ríkja um innflutning Neytendasamtökin hafa krafist þess að tollar á innfluttar kjötvörur verði afnumdir eða í það minnsta lækkaðir. Bregðast verði við fregnum af kjötskorti í landinu. 16.8.2011 08:30
Milljóna bótakrafa á fangelsisstjórann Mál Geirmundar Vilhjálmssonar, fyrrverandi forstöðumanns fangelsisins á Kvíabryggju, var sent til ríkissaksóknara fyrir helgi. Ríkislögmaður hefur lagt fram bótakröfu í málinu á hendur honum. Hún nemur um það bil tveimur milljónum króna, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Krafan er tilkomin vegna tjóns sem talið er ljóst að ríkissjóður hafi orðið fyrir. 16.8.2011 08:00
Tína 800 epli af einu eplatré á Akranesi Fulltrúar frá Hvatafélaginu Á-vexti eru um þessar mundir að reyna að sannfæra landann um að hægt sé að rækta ávexti eins og epli með góðu móti hér á landi. Þá kemur sér vel að geta bent á Ingibjörgu Eygló Jónsdóttur frá Akranesi en hún er með 35 ára gamalt eplatré í garðinum hjá sér og uppskar 800 epli í fyrra af þessu eina tré. 16.8.2011 07:30
Leikskólar í Reykjavík munu skerða þjónustu Leikskólum Reykjavíkurborgar verður ekki lokað þó að leikskólakennarar sem eru í Félagi leikskólakennara (FL) fari í verkfall næsta mánudag, segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar. Öllum leikskólum á vegum Akureyrarbæjar mun hins vegar verða lokað. 16.8.2011 07:00
Sýndu snarræði og slökktu eld Starfsmenn Vélsmiðjunnar Héðins í Hafnarfirði sýndu snarræði í gær þegar kviknaði í magnesíumkari í smiðjunni. Magnesíumsag logaði skært, en hvorki vatn né froða dugar til að slökkva eld í efninu. 16.8.2011 06:30
Í anda stefnu flokksins að klára viðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á sunnudag að draga beri aðildarumsókn Íslands að ESB tafarlaust til baka. Þótt Bjarni hafi áður lýst þessari skoðun hafa orð Bjarna verið talin afdráttarlausari en fyrri yfirlýsingar hans um málið. Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, segir það óráð að draga umsóknina til baka. 16.8.2011 06:00
Stígandi í sölu nýrra bíla Fyrstu sjö mánuði þessa árs voru skráðir 3.500 nýir fólksbílar á Íslandi. Þar af voru 2.145 bílaleigubílar, samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Einstaklingar hafa þess vegna keypt 1.355 nýja fólksbíla á tímabilinu. 16.8.2011 05:00
Smár skjálfti fannst greinilega í Hveragerði Skjálfti sem mældist 1,8 á richterskalanum varð 1,5 km austur af Hrómundartindi rétt fyrir klukkan hálf tíu í kvöld, og fannst hann greinilega í Hveragerði að sögn heimamanna. 15.8.2011 22:30
Íslenskt kennslumyndband í anda The Office vekur athygli Nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í tölvuöryggismálum hefur vakið athygli hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Leyndarmálið er að ná athygli starfsmanna með húmor. 15.8.2011 21:30
Íslensk börn hreyfa sig of lítið Níu ára íslensk börn hreyfa sig of lítið og þrek þeirra fer versnandi ef marka má niðurstöður nýrrar doktorsritgerðar í íþrótta- og lýðheilsufræði. 15.8.2011 20:30
Fjöldi fólks minntist Eyþórs Darra Pilturinn sem lést eftir bílslys á Geirsgötu á föstudagskvöld hét Eyþór Darri Róbertsson. Fjöldi fólks minntist hans á slysstaðnum í gærkvöld. 15.8.2011 20:00
Segir umræðu um kjötskort ýkjukennda Forstjóri Slátursfélags Suðurlands, sem er einn stærsti sláturleyfishafinn á kjötkmarkaði, telur að um 300 tonn af lambakjöti séu til í landinu. Hann segir umræðu um kjötskort ýkjukennda. 15.8.2011 19:30
Setja um 130 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á leigumarkað Íbúðalánasjóður ætlar að setja um eitt hundrað og þrjátíu íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á leigumarkað á næstu tólf mánuðum til að mæta mikilli eftirspurn. Velferðarráðherra telur að þetta skref geti haft góð áhrif á leigumarkaðinn. 15.8.2011 19:00
Leikskólakennarar fara fram á 30 þúsund krónur Launaleiðréttingin sem leikskólakennarar krefjast í yfirstandandi kjaraviðræðum er um þrjátíu þúsund krónur. Stéttin er klár í verkfall ef samningar nást ekki fyrir næsta mánudag. 15.8.2011 18:20
Úrskurðaður í þriggja vikna síbrotagæslu eftir ránstilraun Maður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna síbrotagæslu að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var handekinn fyrir tilraun til vopnaðs ráns, en samkvæmt fréttatilkynningu hefur hann oft komið við sögu hjá lögreglu. 15.8.2011 17:36
Grjóti kastað í Benz - vitni óskast Grjóti var kastað í Mercedes Benz bifreið þar sem hún stóð við Fljótsmörk 6 í Hveragerði aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst. Þá voru spjöll unnin á bifreið, gröfu og fleiru á athafnasvæði gróðrastöðvar við Reykjamörk en þar hefur grafa verið gangsett og notuð til að velta um gömlum bíl sem þar var geymdur. Lögreglan óskar eftir því að þeir sem búa yfir vitneskju um hver hafi valdið þessu tjóni geri lögreglu viðvart. 15.8.2011 15:45
Hollráð fyrir foreldra í skólabyrjun Lögreglan beinir því til foreldra að leiðbeina börnum sínum um hentugar leiðir til og frá skóka, og fylgja þeim yngstu á meðan þau læra á leiðina og þær hættur sem þar kunna að leynast. 15.8.2011 16:32
Brotist inn í skrifstofugám Brotist var inn í skrifstofugám frá Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem hann var staðsettur við gámasvæði við Seyðishóla um liðna helgi. Litlu mun hafa verið stolið en tjón er á munum og óskar lögreglan eftir upplýsingum um mannaferðir við gámasvæðið hafi einhver tekið eftir einhverju óvenjulegu þar. 15.8.2011 16:27
Átta stútar - fjórir þeirra án ökuréttinda Átta ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í Reykjavík um helgina. Fjórir þeirra voru stöðvaðir á laugardag, þrír á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 16-49 ára og þrjár konur, 20-40 ára. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og einn hefur aldrei öðlast ökuréttindi. 15.8.2011 16:08
Tólf dópaðir undir stýri Um helgina voru tólf ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Níu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og þrír í Hafnarfirði. Tveir voru teknir á föstudagskvöld, sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þetta voru níu karlar á aldrinum 20-42 ára og þrjár konur á þrítugsaldri. Sjö þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. 15.8.2011 15:51
Erill á Selfossi Í liðinni viku voru 7 ökumenn eða farþegar kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti bifreiðar sinnar í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. 26 voru kærðir fyrir að aka of hratt og voru flestir þeirra á ferð á Suðurlandsvegi og á Biskupstungnabraut, meðal annars innan þeirra marka við þéttbýlið á Borg þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst Mælingar á Þingvallavegi, á Mosfellsheiði og á nýjum vegi yfir Lyngdalsheiði hafa ekki gefið til kynna að þar sé mikið um hraðakstur en lögð hefur verið áhersla á hraðamælingar á þessum vegum liðnar vikur og verður svo áfram. Árekstur varð á gatnamótum Engjavegar og Tryggvagötu þann 10. ágúst. Þar rákust saman tveir fólksbílar og slasaðist ökumaður annars þeirra lítillega. Þá varð árekstur tveggja bifreiða við gatnamót Eyrabakkavegar og Valsheiðar þann 11. ágúst. Þar rákust saman tveir bílar, báðir með kerru og varð af tölvert eignatjón auk þess sem farþegi í öðrum bílnum kenndi eymsla í brjósti. Þriðji áreksturinn varð á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Skeiða - og Hrunamannavegar skammt ofan við Geysi þegar ökumaður sem ók suður Biskupstungnabraut beygði til vinstri inn á Skeiða- og Hrunamannaveg í veg fyrir bifreið sem ekið var norður Biskupstungnabraut. Tveir voru í hvorum bíl og þurftu allir á læknisaðstoð að halda eftir óhappið en áreksturinn var harður. Þá varð óhapp á Austurvegi á Selfossi þegar bifreið var snúið við á akbrautinni (tók U beygju) í veg fyrir ökumann á vespu sem ekið var austur Austurveginn. Ökumaður vespunnar hlaut brunasár af útblástursröri hjólsins en slapp ómeiddur að öðru leiti. 15.8.2011 15:18
Telur heimildir ráðherra kunna að brjóta í bága við stjórnarskrána Umboðsmaður Alþingis tekur ekki afstöðu til kvörtunar Samtaka verslunar og þjónustu vegna meðferðar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á úthlutunum tollkvóta til innflutnings á landbúnaðarvörum. Ástæða þessa er að hann telur að þær heimildir sem ráðherra eru veittar af Alþingi kunni að brjóta í bága við stjórnarskrána. Umboðsmaður Alþingis beinir því til ráðuneytisins, og eftir atvikum fjármálaráðherra, að bregðast við þeirri niðurstöðu að viðkomandi ákvæði tollalaga um framleiðslu, verðlagningu og sölu búvara séu ekki í samræmi við stjórnarskrána. Þá hefur umboðsmaður ákveðið að tilkynna Alþingi um málið. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið birti hins vegar tilkynningu á vef sínum í morgun um þetta álit umboðsmanns Alþingis. Þar segir orðrétt: "Í áliti sínu staðfestir umboðsmaður að framkvæmd ráðherra er í samræmi við sett lög en tilefni álitsgerðarinnar er einmitt kæra Samtaka verslunar og þjónustu þar sem því er haldið fram að ráðuneytið hefði í reglugerðum farið út fyrir valdheimildir tollalaga nr. 88/2005.“ 15.8.2011 14:37
Vagnstjórar Strætó sigruðu í ökuleikni Strætisvagnabílstjórar Strætó bs. sigruðu á Norðurlandamóti í ökuleikni vagnstjóra, sem haldið var í Stokkhólmi í Svíþjóð nýlega. Í tilkynningu frá Strætó segir að Svíar hafi verið í öðru sæti og Finnar í því þriðja, en þeir sigruðu á þessu móti í fyrra. 15.8.2011 14:07
Magnesíum brann í Vélsmiðjunni Héðni Eldur kom upp í vélsmiðjunni Héðni við Gjáhellu í Hafnarfirði í dag. Gríðarlegur reykur steig upp af húsinu enda hafði kviknað í kari fullu af magnesíum, sem er gríðarlega eldfimt efni. 15.8.2011 14:00
Leiguhúsnæði verði fjórðungur íbúða í nýjum hverfum Í nýjum hverfum miðsvæðis í Reykjavík verður gert ráð fyrir að leiguhúsnæði verði minnst fjórðungur íbúðarhúsnæðis, nái tillögur vinnuhóps um mótun húsnæðisstefnu borgarinnar til ársins 2020 fram að ganga. Umrædd hverfi eru til að mynda í Vatnsmýri, við Mýrargötu og við Hlemm. Vinnuhópurinn skilaði af sér tillögum til borgarráðs í byrjun júlí og eru þær í umsagnarferli til vikuloka. Helsta markmiðið með tillögunum er að tryggja öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir alla borgarbúa. Þá er þar sérstaklega fjallað um hlutfall leiguhúsnæðis í hverfum borgarinnar. Sem stendur er hlutfall leiguíbúða talið vera vel undir 20% af öllu íbúðarhúsnæði í borginni, en stefna á að því að það verði fjórðungur. Þá er í tillögunum kveðið á um að við skipulag íbúðahverfa skuli tryggt að fimmtungur íbúða, hið minnsta,. miðist við þarfir tekjuminni hópa. 15.8.2011 13:00
Neytendasamtökin vilja innflutning á kjöti Neytendasamtökin krefjast þess að innflutningur á kjöti verði heimilaður þegar í stað og tollar afnumdir eða í það minnsta lækkaðir til muna. Fram hefur komið að skortur er á kjöti í landinu. Jafnframt hefur komið fram í áliti Umboðsmanns Alþingis við erindi Samtaka verslunar og þjónustu að þau lög sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra byggir ákvarðanir sínar á við ákvörðun á háum tollum gangi gegn stjórnarskránni. Þessum lögum verður tafarlaust að breyta. 15.8.2011 12:25
Byggja upp ódýrt húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulága Sérstök áhersla er lögð á að byggja upp ódýrt húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulága hópa, samkvæmt stefnumótun vinnuhóps um húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar. Markmiðið er að efla leigumarkaðinn í borginni þannig að allir borgarbúar eigi kost á öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Vinnuhópur um húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2020 skilaði af sér tillögum til borgarráðs í byrjun júlí. Tillögurnar eru nú í umsagnarferli en frestur til að skila inn umsögnum rennur út í vikulok. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er formaður starfshópsins. Hún segir brýna þörf á að efla leigumarkaðinn í borginni. Í skýrslu hópsins er lagt til að félagasamtök og húsnæðissamvinnufélög sem bjóða ungu fólki og tekjulágum upp á leiguíbúðir og búseturéttaríbúðir á viðráðanlegum kjörum, fái forgang á úthlutun lóða, að uppfylltum skilyrðum Reykjavíkurborgar. Mat starfshópsins er að mest þörf sé á ódýrara húsnæði fyrir þessa hópa og því lagt til að úthlutanir á lóðum í nánustu framtíð taki mið af því. Þá er hvatt til þess að Reykjavíkurborg hafi forystu í að endurskoða og samræma reglur um sérstakar húsaleigubætur, í samvinnu við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, í því skyni að létta greiðslubyrði til tekjulágs fólks sem jafnframt á í félagslegum vanda. Samkvæmt nýjum reglum verði stuðningur óháður því hver á eða rekur húsnæði, heldur fari hann eftir aðstæðum og greiðslubyrði hvers leigjanda. Vinnuhópurinn mælist ennfremur til þess að Félagsbústaðir reki áfram húsæði fyrir þá sem ekki geta leit á almennum markaði, þrátt fyrir sérstsakan stuðning. Þá verði kannaður sá möguleiki að Félagsbústaðir sinni félagslegu húsnæði á öllu höfuðborgarsvæðinu Meðal þeirra sem skila umsögn um tillögurnar eru Neytendasamtökin, Félagsstofnun stúdenta og Öryrkjabandalagið. Almenningi er einnig frjálst að senda inn umsagnir. Skýrsluna má nálgast á vef Reykjavíkurborgar 15.8.2011 12:05