Innlent

Neytendasamtökin vilja innflutning á kjöti

Mynd úr safni
Neytendasamtökin krefjast þess að innflutningur á kjöti verði heimilaður þegar í stað og tollar afnumdir eða í það minnsta lækkaðir til muna. Fram hefur komið að skortur er á kjöti í landinu. Jafnframt hefur komið fram í áliti Umboðsmanns Alþingis við erindi Samtaka verslunar og þjónustu að þau lög sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra byggir ákvarðanir sínar á við ákvörðun á háum tollum gangi gegn stjórnarskránni. Að mati neytendasamtakanna verður þessum lögum tafarlaust að breyta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×