Fleiri fréttir

Dimmuborgir og Hverfjall friðuð

Dimmuborgir og Hverfjall í Skútustaðahreppi verða friðlýst á morgun við hátíðlega athöfn. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna og mun athöfnin fara fram við rætur Hverfjalls og inni í Dimmuborgum

Bubbi Morthens endurheimti þýfi fyrir Hugleik

"Bubbi skipaði glæpónunum að senda þetta upp í Efstaleiti,“ segir rithöfundurinn Hugleikur Dagsson, sem endurheimti efnið sem var á tölvunni hans sem var stolið fyrir skömmu.

Tveir sextán ára piltar lentu í vinnuslysi

Tveir sextán ára gamlir drengir slösuðust í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Annar drengjanna flækti hanska í færibandi með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði.

Björgunarvestaþjófa leitað

Brotist var inn í bílskúr við Kirkjubæjarbraut í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Þjófurinn stal fjórum björgunarvestum.

Dagur hjólabrettisins haldinn hátíðlegur

Dagurinn í dag er alþjóðlegur dagur hjólabrettisins og af því tilefni ætla áhugamenn um íþróttina, eða lífstílinn, að hittast við Hallgrímskirkju klukkan tólf í hádeginu og renna sér niður á Ingólfstorg. Brettafélag Reykjavíkur stendur fyrir viðburðinum hér á landi en um allan heim koma menn saman á þessum degi og renna sér.

Mál Müller til ákæruvaldsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er búin að rannsaka kynferðisbrot, sem beinist að Margréti Múller heitinni, þegar hún var kennari við Landakotsskóla. Málið hefur verið sent ákærusviði að sögn Björgvin Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.

Nýr sýningasalur opnar á Hornafirði

Nýr sýningasalur Listasafns Hornafjarðar verður opnaður við hátíðlega athöfn þann 24. júní næstkomandi. Salurinn er til húsa í Gömlu Slökkvistöðina og verður opnunarsýningin á verkum Svavars Guðnasonar.

Lögregla sökuð um að skilja mann tvívegis eftir í óbyggðum

Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ríkissaksóknara gegn lögregluvarðstjóra á Selfossi sem hefur verið ákærður fyrir að fara offari í framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða sem stjórnandi lögregluaðgerðar.

Áhöfn skorar á þingmenn

Áhöfnin á fjölveiðiskipinu Barða frá Neskaupstað segir í áskorun til þingmanna, að allt tal um eflingu sjávarbyggða, í nýsamþykktu frumvarpi um stjórn fiskveiða, sé blekking, því til að auka veiðiheimildir á einum stað þurfi að minnka þær á öðrum.

Ekið á kind og lamb við Patreksfjörð

Ekið var á kind og lamb á þjóðveginum skammt frá Patreksfirði í gærkvöldi og drápust þau bæði. Það sem af er mánuðinum hefur lögreglunni á Vestfjörðum borist ellefu tilkynningar um slíkt, héðan og þaðan af öllu svæðinu, enda eru óvíða fjárheldar girðingar við þjóðvegina á Vestfjörðum.

Borgarlistamaður útnefndur á morgun

Borgarlistamaður Reykjavíkur 2011 verður útnefndur af borgarstjóranum í Reykjavík síðdegis á morgun. Athöfnin fer fram í Höfða klukkan fjögur. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur, gerir grein fyrir vali ráðsins á listamanninum og tónlistaratriði flytja félagar úr Caput, Tónlistarhópi Reykjavíkurborgar 2011. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Þeir einir listamenn koma til greina við útnefningu borgarlistamanns, sem búsettir eru í Reykjavík. Viðurkenningin borgarlistamaður hefur tíðkast síðan árið 1995 og kom þá í stað eins árs starfslauna. Hana hafa hlotið: 1995 Guðmunda Andrésdóttir, 1996 Jón Ásgeirsson, 1997 Hörður Ágústsson, 1998 Thor Vilhjálmsson, 1999 Jórunn Viðar, 2000 Björk, 2001 Kristján Davíðsson, 2002 Hörður Áskelsson, 2003 Ingibjörg Haraldsdóttir, 2004 Hallgrímur Helgason, 2005 Rúrí og Páll Steingrímsson, 2006 Edda Heiðrún Backman, 2007 Ragnar Bjarnason, 2008 Þórarinn Eldjárn, 2009 Steinunn Sigurðardóttir 2010 Kristbjörg Kjeld.

Þriggja ára stúlka slapp ómeidd úr bílveltu

Þriggja ára stúlka slapp alveg ómeidd og afi hennar, á miðjum aldri, meiddist lítið þegar bíll þeirra fór út af Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi, valt og hafnaði ofan í skurði, langt frá veginum. Að söng lögreglunnar í Ólafsfirði er með ólíkindum hvað þau sluppu vel miðað við aðstæður og skemmdir á bílnum, en litla stúlkan var í góðum barnastól og afinn var með öryggisbelti. Ekki er ljóst hvað fór úrskeiðis við aksturinn.

Næturfrost á hálendinu

Næturfrost var víða á hálendinu í nótt og niður í byggðir á norðaustanverðu landinu. Kuldinn á hálendinu tefur fyrir að snjófannir bráðni þar af vegum, þannig að hálendisvegirnir eru lang flestir enn lokaðir.

Vopnað rán í Reykjavík - ræningjans leitað

Vopnað rán var framið í sólarhringsverslun í vesturhluta Reykjavíkur um klukkan hálf fjögur í nótt. Þjófurinn, sem var grímuklæddur, ógnaði starfsfólki með hnífi og hafði á brott með sér eitthvað af peningum úr peningakassanum.

Segir enga þöggun um landnámskenningar

Gunnar Karlsson sagnfræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu landnáms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim.

Vilja kjörna fulltrúa burt úr stjórn OR

Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmyndir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni.

Iceland Express seint í 64 prósentum tilvika

Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli.

Fyrirtækjarisi fjárfestir í íslensku vatni

"Nú er fyrirtækið að fullu fjármagnað, við getum gefið í og farið í markaðssetningu af krafti. Við höfum vaxið töluvert en nú getum við fylgt því eftir á myndarlegan hátt," segir Jón Ólafsson, stofnandi og stjórnarformaður Icelandic Water Holdings.

Í dag ræðst hvort kjarasamningar halda

Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun um það í dag hvort kjarasamningarnir sem skrifað var undir í maí verða látnir gilda til þriggja ára eða einungis fram yfir næstu áramót.

Ágreiningur um byggðaáherslurnar

Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin.

178 útskrifaðir frá Keili

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs sem hefur aðsetur á Keflavíkurflugvelli, útskrifaði samtals 178 nemendur í vor, en útskriftir fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keili.

FÍB ítrekar andstöðu við vegatolla

Félag íslenskra bifreiðaeigenda gaf í dag út fréttatilkynningu þar sem þeir ítreka andstöðu sína við þær hugmyndir um einkavæðingu vegakerfisins og vegatolla á vegfarendur sem Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins berjast nú fyrir.

Tekinn með fjögur kíló af amfetamíni

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmta júlí næstkomandi að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Opnað fyrir ótakmarkaða sköpun á lénum

Fyrirtækið ICANN (Internet Corporation for Assigned Names and Numbers), sem hefur um árabil séð um ýmis verkefni tengd internetinu, svo sem úthlutun IP-talna, hefur nú ákveðið að leyfa sköpun nýrra léna.

Vilja að embætti umboðsmanns Alþingis verði stjórnarskrárbundið

B-nefnd Stjórnlagaráðs kynnti nýjan kafla um sveitarfélög í stjórnarskrá á 13. ráðsfundi. Þar er lagt til að stjórnarskrárbinda svokallaða nálægðarreglu, en hún kveður á um að þeir þættir opinberrar þjónustu sem betur þykir fyrir komið í héraði skuli vera á hendi sveitarfélaga.

Stal hundruðum lítra af díselolíu

Aðfaranótt fimmtudagsins 16. júní síðastliðinn voru unnin skemmdarverk á stórri hjólaskóflu í sandnámu í landi Hrauns í Ölfusi. Allar rúður hjólaskóflunnar voru brotnar og reynt hafði verið að gangsetja hana. Jafnframt var útvarpstæki úr vinnuvélinni stolið. Ljóst er að tjónið er mikið í krónum talið.

Gengur varla að fara í þriggja ára samstarf með bundið fyrir augun

„Það gengur varla að fara í þetta þriggja ára samstarf með bundið fyrir augun," segir Gylfi Arnbjörnsson formaður ASÍ sem þarf að taka ákvörðun fyrir lok dags á morgun um hvort forsendur séu fyrir þriggja ára samningum eða aðfararsamningur til eins árs verði látinn gilda.

Yfirkjörstjórnin í Tælandi gagnrýnd fyrir Íslandsferð

Tælenskir þingmenn hafa gagnrýnt yfirkjörstjórn landsins harðlega fyrir að ferðast til Íslands og Danmerkur, þrátt fyrir að þingkosningar séu á næsta leiti í landinu. Kosið verður þann þriðja júlí næstkomandi og fjórir af fimm meðlimum yfirkjörstjórnar fóru í ferðina sem tekur fimm daga.

Veit ekki enn hver tilnefndi hann

Gunnlaugur Sigurðsson, sem var í morgun útnefndur Reykvíkingur ársins, segist hæstánægður með titilinn en hann hafi hinsvegar enn ekki hugmynd um það hver það var sem tilnefndi hann. Gunnlaugur var sóttur heim til sín eldsnemma í morgun og var þaðan haldið með reykvíkinginn í laxveiði í Elliðaánum þar sem hann veiddi fyrsta lax vorsins en þar með var sú hefð rofin að borgarstjóri renndi ávallt fyrstur fyrir lax við opnun ánna.

Georg Guðni látinn

Georg Guðni Hauksson, listmálari, er látinn. Hann var bráðkvaddur laugardaginn 18. júní síðastliðinn.

Beringssund verði næsti Panamaskurður

Ólafur Ragnar Grímsson er staddur í Alaska þar sem hann flytur ræðu á setningarathöfn fjölþjóðlegrar ráðstefnu. Viðfangsefni ráðstefnunnar er að ræða nauðsyn framkvæmda og sérstakra framtíðaráætlana með tilliti til nýrra siglingaleiða sem bráðnun íss á Norðurslóðum mun innan tíðar hafa í för með sér.

Eldur í mannlausum sendibíl

Eldur kviknaði í mannlausum sendibíl, sem stóð í grennd við Olísstöðina norðan við Gullinbrú í Reykjavík um klukkan fjögur í nótt. Vegfarandi tilkynnti um eldinn og var bíllinn alelda þegar slökkvilið kom á vettvang.

Dottið í dúnalogn á Akureyri

Allt er nú dottið í dúnalogn á Akureyri, eftir erilsama bíladaga um helgina, að sögn lögreglunnar þar. Alls þurfti að stinga hátt í tuttugu manns í steininn um helgina vegna óspekta, átaka og ölvunar.

Otaði hnífi og stal sálmabókum

Tveir karlmenn, sem handteknir voru í Reykjavík í gærdag eftir að hafa sýnt ofbeldistilburði, dvelja enn í fangageymslum lögreglunnar, þar sem þeir sofa úr sér fíkniefnavímu og verða yfirheyrðir í dag.

Gekk í flasið á innbrotsþjófum

Þegar íbúi einbýlishúss í austurborginni kom heim til sín í gærkvöldi voru þar tveir þjófar að tína þýfi í töskur, sem þeir höfðu meðferðis.

Tekinn á ofsahraða á Hellisheiði

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á Hellisheiði eftir að hafa mælt bílinn á 154 kílómetra hraða. Sekt fyrir tiltækið nemur 130 þúsund krónum auk þess sem ökumaðurinn missir ökuréttindi í einn mánuð.

Reykvíkingur ársins renndi fyrir laxi í Elliðaánum

Gunnlaugur Sigurðsson, 79 ára fyrrverandi lögreglumaður, sem útnefndur hefur verið Reykvíkingur ársins, rennir fyrstur fyrir lax í Elliðaánum en veiði hófst þar nú klukkan sjö. Þar með er rofin sú hefð að borgarstjóri renni fyrstur manna fyrir lax í Elliðaánum við opnun þeirra á vorin. Gunnlaugur var ekki lengi að ná í fyrsta laxinn eða um tíu mínútur. Gunnlaugur hefur búið í sama fjölbýlishúsinu í Fellsmúla í 40 ár og þykir dómnefnd hann hafa sýnt fagurt fordæmi fyrir fyrir góða hirðu á öllu utandyra, án þess að þiggja greiðslur fyrir, og hæfni í mannlegum samskiptum við nágranna sína.

Sprautufíklar þurfa að mæta skilningi

Formaður HIV-Íslands – Alnæmissamtakanna á Íslandi, Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, hefur sagt af sér formennsku í félaginu. „Mér hefur ekki tekist að blása meðstjórnendum mínum í brjóst þann ákafa sem ég hef til að berjast fyrir mannréttindum HIV-smitaðra fíkla sem nota sprautubúnað,“ segir Gunnlaugur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.

Sunnlendingar sitji við sama borð og aðrir

Sveitarstjórnarfólk á Suðurlandi segir andstöðu almennings við vegtolla ekki þurfa að standa nauðsynlegum vegaframkvæmdum fyrir þrifum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær að sökum andstöðu almennings og atvinnurekenda væru ekki forsendur til að ráðast í stórframkvæmdir á grundvelli vegtolla. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir ótrúlegt að ekki skuli enn vera hafnar framkvæmdir við Suðurlandsveg.

Vilja breytingar á vinnufyrirkomulagi

Samningafundur milli Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) í gær skilaði ekki árangri og stendur því enn boðað yfirvinnubann FÍA sem hefst næstkomandi föstudag. Næsti fundur verður sennilega á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir