Innlent

Ferðamanni sem braust inn í sumarbústað komið undir læknishendur

Vík í Mýrdal
Vík í Mýrdal Mynd/Vilhelm
Erlendur ferðamaður, sem braust inn í sumarhús við Vík í Mýrdal, er nú kominn undir læknishendur í Reykjavík þar sem talið er að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða.



Tilkynnt var um innbrotið síðastliðinn laugardag en við rannsókn lögreglu fundust verksummerki sem eyddu öllum vafa um það hver þar hafði verið að verki. Málið telst því upplýst en maðurinn þótti sjáanlega veill á geði og var honum því komið til læknis.



Guðmundur Ingi Ingason, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, segir það ekki vitað hver ætlun mannsins var með innbrotinu en hann hafi átt örugga gistingu og ekkert tekið úr húsinu nema eitthvað smáræði. Guðmundur bætir því þó við að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem lögreglan hafi komið vanheilum ferðamönnum til hjálpar í sveitinni og komið þeim undir læknishendur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×