Fleiri fréttir

Ásta Katrín sjálfboðaliði ársins hjá Fjölskylduhjálpinni

Matthías Imsland, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, afhenti Ástu Katrínu Vilhjálmsdóttur í dag verðlaun fyrir að vera sjálfboðaliði ársins hjá samtökunum. Um er að ræða viðurkenningu sem afhend er á hverju ári. Verðlaunin voru veitt í húsnæði Fjölskylduhjálparinnar í Eskihlíð á fjórða tímanum í dag.

Hagfræðingarnir funda með þingnefnd eftir helgi

„Það er verið að kanna hvenær þeir aðilar sem þarna eiga í hlut komast,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Hún á von á því að nefndin komi saman á þriðjudaginn til að ræða um skýrslu hagfræðinga um frumvörp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á stjórn fiskveiða. Verið er að athuga hvort og þá hvenær hagfræðingarnar komast og af þeim sökum hefur ekki verið boðað formlega til fundarins, að sögn Lilju.

Ögmundur boðar til fundar vegna kjarasamninga

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur boðað forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins til fundar seinnipartinn í dag til að ræða um samgöngu- og kjaramál. Fundurinn fer fram í innanríkisráðuneytinu.

Heiðruðu minningu baráttukonunnar Bríetar

Elsa Hrafnhildur Yeoman, borgarfulltrúi Besta flokksins og forseti borgarstjórnar, lagði blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, kvenréttindakonu og bæjarfulltrúa, í Hólavallakirkjugarði á þriðja tímanum í dag til að heiðra minningu baráttukvenna fyrir kvenfrelsi, en Kvenréttindadagurinn er í dag, 19. júní.

Vinnukona maddömunnar í Suðurgötu

Í tilefni dagsins er skyggnst inn í heim genginna reykvískra kvenna á 19. öld af öllum stigum þjóðfélagins á Árbæjarsafninu. Í dag eru 96 ár liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu langþráðan kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis. Af þeim sökum er frítt fyrir konur inn á Árbæjarsafnið í dag þar sem skipulögð er mikil dagskrá.

Vilja fund um skýrslu sérfræðinganna

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks í sjávarútvegs- og landbúnarðarnefnd Alþingis hafa óskað eftir því að boðað verði til fundar í nefndinni vegna skýrslu hagfræðinga um frumvörp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða. Þeir vilja að höfundar skýrslu sem kynnt var í síðustu viku verði boðaðir á fundinn.

Reykvíkingur ársins kynntur til leiks við opnun Elliðaánna

Jón Gnarr, borgarstjóri, verður viðstaddur opnun Elliðaánna í fyrramálið klukkan 7 í boði Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur umsjón með ánum. Í ár verður hins vegar bryddað upp á þeirri nýbreytni að borgarstjóri mun ekki veiða lax í ánum. Þess í stað mun fulltrúi almennings í Reykjavík renna fyrir lax í stað borgarstjóra.

Einar vill að Jón rífi kvótafrumvörpin

Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að núverandi ráðherra ætti að fara niður í ráðuneyti sitt og rífa frumvörpin um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, nú þegar sérfræðingar á hans vegum hafa gagnrýnt frumvörpin harðlega.

Haldið upp á Kvenréttindadaginn með margvíslegum hætti

Kvenréttindadagurinn er í dag, 19. júní, og eru margir viðburðir skipulagðir víðsvegar um Reykjavík til að fagna honum. Í dag eru 96 ár liðin frá því að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu langþráðan kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis.

Breytingar á kvótakerfinu má ekki bara skoða út frá hagfræði

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að breytingar á kvótakerfinu eigi ekki einungis að skoða út frá hagfræði. Einnig verði að huga að samfélagslegum breytingum. Hún hefur fulla trú á að umtalsverðar breytingar verði gerðar á kvótakerfinu.

Konur fá frítt inn á Árbæjarsafnið

Skyggnst verður inn í heim genginna reykvískra kvenna á 19. öld af öllum stigum þjóðfélagins á Árbæjarsafni í dag, Kvennréttindadaginn. Á þessum degi árið 1915 fengu íslenskar konur kosningarétt og af því tilefni er frítt inn fyrir konur á Árbæjarsafnið í dag.

Hafnaði á skeri og lenti í sjónum

Karlmaður missti stjórn á sæþotu fyrir utan Arnarnes í Garðabæ í gærkvöldi með þeim afleiðingum að hann hafnaði á skeri og lenti í sjónum. Maðurinn kom sér af sjálfsdáðum upp á skerið og sat þar fastur í rúman hálftíma. Slökkvilið og björgunarsveitir voru kallaðar út og komu manninum til bjargar. Hann reyndist ómeiddur þrátt fyrir allt.

Átta í fangageymslum á Akureyri

Nóttin var mjög erilsöm hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en þar standa Bíladagar yfir. Fjöldi fólks lagði leið sína í bæinn og sátu margir að sumbli fram undir morgun. Allir átta fangageymsluklefar voru nýttir og segir varðstjóri nokkra þeirra hafa hýst fleiri en einn yfir nóttina. Eitthvað var um slagsmál og voru tveir stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Tekinn á ofsahraða á Vesturlandsvegi

Ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi mældist bíll hans á 163 kílómetra hraða en þarna er 90 kílómetra hámarkshraði.

Karlmaður fannst látinn

Karlmaður um fimmtugt sem fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarmanna leitaði að í gær fannst látinn í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Hvolsvelli lítur út fyrir að maðurinn hafi orðið bráðkvaddur.

Styðja rétt samkynhneigðra

Sameinuðu þjóðirnar hafa nú, í fyrsta sinn í sögu sinni, lýst yfir stuðningi við réttindi samkynhneigðra. Bandaríkin, Evrópuríki og ríki Suður-Ameríku greiddu ályktun þess efnis atkvæði sitt og segja þetta mikilvæg tímamót en fulltrúar Afríkuríkja og íslamskra ríkja fordæma ályktunina.

Röð fyrir utan NASA - styttist í tónleika GusGus

Á áttunda tímanum í kvöld hafði myndast dágóð röð fyrir utan NASA við Austurvöll vegna útgáfutónleika nýjustu plötu GusGus, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en sjálfir tónleikarnir hefjast síðan klukkan rúmlega 21.

Viðbrögð Helga Björns: Ég held að þetta sé í alvöru

Allt eldvarnarkerfi Hörpu fór í gang á ellefta tímanum í gærkvöldi á miðjum tónleikum Helga Björnssonar og tvö þúsund manns þurftu að rýma tónleikasali og veitingahús. Enginn eldur hafði þó brotist út - heldur steig gufa upp úr uppþvottavél.

Vill að ríki taki upp frjálsan hugbúnað

Richard Stallman er umdeildur maður. Hann hefur allan sinn feril barist fyrir frjálsum hugbúnaði, lagði grunninn að GNU-Linux stýrikerfinu og boðar fagnaðarerindi tölvufrelsis víða um heim.

Vann 26 milljónir í lottóinu

Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og er hann rúmum 26 milljónum ríkari fyrir vikið. Vinningurinn kom á miða með tölunum 2, 21, 22, 37 og 38. Ekki kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá hvort vinningshafinn hafi verið með tölurnar í áskrift.

Afdrif ofbeldismannsins býsna endaslepp

Það skyti skökku við ef ofbeldismenn fengju hraðari afgreiðslu á húsnæðisvandræðum sínum en brotaþolar, segir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún telur að lög sem leyfi að ofbeldismenn séu fjarlægðir af heimilum sínum hefðu gagnast betur ef þeir fengju strax meðferð við sinni ofbeldishneigð.

Hundar sem réðust á konu aflífaðir

Hundarnir sem réðust á konu í Reykjanesbæ í lok síðasta mánaðar voru aflífaðir í gær ásamt fleiri hundum sem voru í umsjá eiganda þeirra.

Eldur í potti

Talsverður viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á sjötta tímanum í dag þegar tilkynning barst um eld í íbúðum aldraðra í Mörkinni við Suðurlandsbraut. Skömmu síðar kom í ljós kom að um var að ræða eld í potti á eldavél í einni íbúð. Í framhaldinu var flestum bílum snúið við. Einhver reykur var í umræddri íbúð en allt lítið út fyrir að ekki hafi orðið neitt tjón.

Vill sjá hausa fjúka

„Í ríkisstjórnum þar sem menn gerðu faglegar kröfur og kysu gagnsæ vinnubrögð væru hausar farnir að fjúka, eftir þá útreið sem sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar hefur fengið," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um skýrslu hagfræðinga um kvótfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Sérfræðinganefndin gagnrýnir frumvarp núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jóns Bjarnasonar, um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar, að mati sérfræðinganna.

Flugmenn valda vonbrigðum

Icelandair lýsir yfir vonbrigðum með að Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafi boðað til verkfallsaðgerða í formi yfirvinnubanns þrátt fyrir að flugfélagið hafi boðið flugmönnum sambærilegar launahækkanir og aðrir í samfélaginu hafa samið um að undanförnu, þar á meðal aðrir starfshópar Icelandair.

Stjórnvöld virði störf kennara

Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mikilvægt að stjórnvöld meti og virði störf kennara því rannsóknir sýni að öflugt skólastarf sé langbesta forvörnin gegn rótleysi og lífsfirringu. Hann fagnar að náðst hafi kjarasamningur milli ríkis og kennara. Þetta er meðal þess sem fram kom í ræðu Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, þegar Menntaskólanum á Akureyri var slitið 131. sinn í dag.

Lýst eftir pilti og stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Burkna Þór Berglindarsyni og Kolbrúnu Sigríði Kristjánsdóttur en ekki er vitað um ferðir þeirra frá því í hádeginu á fimmtudag þegar þau voru í Árbæjarhverfi.

Bera börur og safna áheitum

Hópur ungmenna frá björgunarsveit Suðurnesja gengur nú meðfram Reykjanesbraut með níðþungur börur en hópurinn lagði af stað í morgun frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík.

Blómsveigur lagður á leiði Bríetar

Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar, mun leggja blómsveig á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, kvenréttindakonu og bæjarfulltrúa, í Hólavallakirkjugarði til að heiðra minningu baráttukvenna fyrir kvenfrelsi á á morgun Kvenréttindadaginn. Athöfnin hefst klukkan 14:30.

Flugmenn samþykkja yfirvinnubann

Flugmenn Icelandair hafa samþykkt yfirvinnubann sem hefst næstkomandi föstudag verði ekki búið að semja við þá um kjarabætur. Boðað yfirvinnubann þýðir að forfallist flugmaður kemur enginn sjálfkrafa í staðinn. Bannið kemur því til með að hafa áhrif á flugferðir Icelandair.

Lýst eftir 15 ára stúlku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 15 ára stúlku, Kolbrúnu Sigríði Kristjánsdóttur. Kolbrún fór að heiman í Árbæjarhverfi síðastliðinn fimmtudag klukkan tólf á hádegi klædd í skærgræna íþróttapeysu, gráar íþróttabuxur og gráa íþróttaskó. Kolbrún er 168 cm að hæð, um 70 kg og með rautt sítt hár.

Snjóvarnargirðing ver kálgarð fyrir kanínum

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stendur í sumar fyrir könnun á kanínustofni borgarinnar. Er vonast til þess að í haust liggi fyrir nægar upplýsingar til að skipuleggja aðgerðir til að stemma stigu við fjölgun og útbreiðslu stofnsins. Villtum kanínum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og ekki eru allir sáttir við tilvist þeirra.

Sérfræðingahópur Jóns gagnrýnir kvótafrumvarpið

Fimm manna sérfræðinganefnd sjávarútvegsráðherra gagnrýnir frumvarp ráðherrans um breytingar á stjórn fiskveiða harðlega. Frumvarpið geri nýliðun í greininni erfiða og álögur á útgerðina verði of miklar.

Ekki vísbendingar um frekari óróa

Jarðskjálftahrina varð í Geitlandsjökli í sunnanverðum Langjökli um klukkan átta í morgun. Jarðskjálftahrinan stóð yfir í um 15 mínútur og mældust stærstu skjálftarnir rúmlega þrjú stig á richter. Sigþrúður Ármannsdóttir, landfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir skjálftana þó ekki hafa verið marga eða um tíu talsins.

Konan töluvert slösuð

Átta manns slösuðust í alvarlegu umferðarslysi á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Ökumaðurinn sem olli slysinu er grunaður um ölvunarakstur.

Kjarasamningar í uppnámi

Svo gæti farið að kjarasamningar, sem náðust eftir margra mánaða viðræður, verði hleypt í uppnám í næstu viku vegna aðgerða sem ríkisstjórnin lofaði en aðilar vinnumarkaðarins telja hana ekki hafa efnt.

Harpa rýmd í miðjum tónleikum Helga Björns

Hátt í 2000 manns þurftu að yfirgefa Hörpu í hasti í gærkvöldi, á meðan tónleikarnir Dægurperlur Helga Björns stóðu sem hæst í Eldborgarsalnum, þegar brunavarnarkerfi hússins fór í gang.

Jarðskjálftahrina í Geitlandsjökli

Jarðskjálftahrina varð í Geitlandsjökli í sunnanverðum Langjökli um klukkan átta í morgun og stóð hún yfir í um 15 mínútur. Stærstu skjálftarnir voru rúmlega þrjú stig og fundust meðal annars í Húsafelli.

Tveir gistu fangageymslur á Akureyri

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á Akureyri en fjöldi lagði leið sína í bæinn og sat að sumbli fram á morgun. Tveir gistu fangageymslur og var einn tekinn fyrir ölvunarakstur. Þá komu nokkur fíkniefnamál inn á borð lögreglu.

Á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys

Alvarlegt umferðarslys varð þegar kona keyrði aftan á bifreið á ferð á Reykjanesbrautinni í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bifreið hennar valt og hafnaði utan vegar. Konan var ein í bílnum þegar slysið átti sér stað og var hún flutt með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi, þar sem hún liggur þungt haldin á gjörgæsludeild samkvæmt vakthafandi lækni.

Forsendubrestur gæti stytt kjarasamninga

Aðilar vinnumarkaðarins telja skorta á efndir stjórnvalda í mörgum af þeim lykilatriðum sem þau tiltóku í aðgerðaáætlun sinni vegna nýrra kjarasamninga. Því gætu forsendur samninganna verið brostnar.

Formaður SÁÁ vill skattleggja knæpur og næturklúbba

Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir óbeinan kostnað af næturlífi Reykjavíkur gríðarlegan og furðulegt að barir og skemmtistaðir beri ekki samfélagslegan kostnað í samræmi við þann óbeina kostnað ríkisins sem hlýst af. Í grein á heimasíðu SÁÁ segir Gunnar að nær allt lið lögreglu höfuðborgarsvæðisins sé haft á vakt um helgar, hópar verkamanna mæti undir morgun til að hreinsa götur og torg, læknar og hjúkrunarlið þurfi að gera að sárum þeirra sem verða undir í gleðinni og þá sé ótalinn gríðarlegur óbeinn kostnaður af áfengis- og vímuefnanotkun einstaklinga.

Næturklúbbar ættu að greiða hærri skatt

"Kannski ættum við að rifja upp þetta hugtak; kostnaðarvitund. Og beita því á miðbæ Reykjavíkur. Þá myndum við skattleggja næturklúbbana svo þeir gætu staðið undir nauðsynlegri löggæslu, hreinsun gatna og aðhlynningu sjúkra. Stöðunum myndi þá hugsanlega fækka, opnunartíminn styttast og tekjur og gjöld úr sameiginlegum sjóðum vegna þessarar starfsemi leita jafnvægis." Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, í nýjum pistli á vef samtakanna. Þar segir hann að það sé víðar en í bankaheiminum sem menn einkavæða gróða en þjóðnýta tap. Gunnar Smári tekur dæmi af þrátt fyrir háa skatta á bíla og bensín sé ólíklegt að þeir standi undir því sem samfélagið þarf að greiða vegna umferðar slysa og mengunar, svo eitthvað sé nefnt. Þá bendir hann einnig á hversu lágt verð er á sætindum og gosi, og fer því kostnaður vegna heilsutjóns af ofneyslu þeirra ekki inni í vöruverð. Að mati Gunnars Smára ætti kostnaðarvitund þegar kemur að neyslu áfengis og vímuefna að leiða til hærri skattbyrði á næturklúbba. "Við gætum þá varið meira fé úr sameiginlegum sjóðum til velferðar og sinnt þeim sem eru veikir og hjálparþurfi. Þótt umfangsmiklar stuðningsaðgerðir hins opinbera til eflingar amfetamínsdrifins næturlífs fram á morgun í miðbæ Reykjavíkur séu ekki færðar undir sérstakan lið á fjárlögum eða fjárhagsáætlunum; þá eru þær staðreyndir engu að síður. Og það er síendurtekin ákvörðun ríkis- og borgarstjórnar að styðja myndarlega við bakið á þessari starfsemi og auka stuðninginn fremur en hitt. Á sama tíma og þessir aðilar taka ákvarðanir um að skerða framlög til þeirra sem glíma við neikvæðar afleiðingar þessarar starfsemi." Pistil Gunnars Smára má lesa í heild sinni á vef SÁÁ. http://www.saa.is/islenski-vefurinn/felagsstarf/pistlar/nr/117631/

Rólegheit í miðbænum - kalt og næðingur

Var á röltinu í miðborginni og getur sagt með mikilli ánægju að ástandið var mjög gott. Vart að sjá vín á fólki og drykkja ungmenna vart merkjanleg. Frekar fátt var í bænum enda kalt og næðingur Töluvert minna af hátíðargestum heldur en öllu jafna, svona fljótt á litið.

Sjá næstu 50 fréttir