Fleiri fréttir

Biskupsritari Ólafs Skúlasonar segir sig frá kirkjuþingi

"Ég hef sagt mig frá Kirkjuþinginu á morgun, þriðjudag. Ég tel að viðbrögð þess verði trúverðugri því færri sem þar eru sem komu við sögu,“ segir Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi og fyrrum biskupsritari Ólafs Skúlasonar. Hann biður Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur, Dagbjörtu Guðmundsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur fyrirgefningar.

Stefnir á að leiða VG áfram

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, segir ekkert benda til annars en að hann muni halda áfram sem formaður VG. „Hitt er þó ljóst að ég hef engin áform um að verða eilífur augnakarl, hvorki á formannsstóli Vinstri grænna né í stjórnmálum. Ég get vel hugsað mér að afhenda öðrum keflið þegar ég met það að tíminn sé réttur,“ segir Steingrímur. Nokkuð hefur verið ritað um hvort hann ætli sér að halda áfram sem formaður. Rætt er við Steingrím í helgarblaði Fréttablaðsins sem hægt er að nálgast hér.

Ólafur Gaukur er látinn

Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari og tónlistarmaður er látinn, áttræður að aldri. Ólafur fæddist í Reykjavík 1930 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann hóf ungur að aldri að spila með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins, meðal annars KK sextett og stýrði svo sinni eigin hljómsveit um árabil. Hann rak sinn eiginn gítarskóla frá árinu 1975. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Svanhildur Jakobsdóttir söngkona og dagskrárgerðarmaður.

Eldur í blaðagámi

Kalla þurfti út dælubíl þegar tilkynnt var um eld í blaðagámi við Holtaveg í Reykjavík rétt um klukkan fjögur í nótt. Lítil hætta stafaði af eldinum þar sem gámurinn stóð talsvert frá nærlægum húsum. Það tók slökkviliðsmenn skamma stund að slökkva eldinn.

Stútur ók of hratt

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann fyrir of hraðann akstur rétt eftir klukkan átta í morgun á Suðurlandsvegi við Kögunarhól, en hann mældist á 118 km. hraða. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hann reyndist einnig ölvaður. Hann var sviptur ökuleyfi í framhaldinu. Um er að ræða karlmann á tvítugsaldri.

Handteknir á Reykjanesbraut eftir að hafa kveikt í bíl

Tveir karlmenn voru handteknir á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í morgun grunaðir um hafa skömmu áður kveikt í bifreið að gerðinni Honda Civic í iðnaðarhverfi í Reykjanesbæ. Engann sakaði í eldsvoðanum en bifreiðin er gjörónýt. Mennirnir gista nú fangageymslur en þeir voru handteknir eftir ábendingar vitna.

Fæðubótarefni eru illa merkt

Fæðubótarefni eru oft illa merk og innra eftirliti þeirra fyrirtækja sem þau selja er oft ábótavant. Þetta var niðurstaða könnunar sem Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna stóðu að síðastliðinn vetur.

Þingmaður Framsóknar vill endurskoðun á lögunum

Þingmenn fengu ekki réttar upplýsingar við samþykkt á lögum um útreikninga lána í desember síðastliðnum segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar. Hún telur réttast að lögin verði tekin aftur upp á Alþingi.

Prjónað á almannafæri

Prjónað verður á almannafæri á Austurvelli þann 16. júní næstkomandi, en viðburðurinn er hluti af "alþjóðlega almenningsprjónadeginum" eða "World Wide knit in public day". Verður þetta í fyrsta skiptið sem dagurinn er haldinn hátíðlegur á Íslandi.

Kjarasamningur Kjalar samþykktur

Atkvæðagreiðslu um kjarasamning Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er lokið. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta, eða áttatíu og níu prósentum.

Erilsöm nótt á Selfossi

Nóttin var erilsöm og erfið hjá lögreglunni á Selfossi, en þar fór fram dansleikur á vegum útihátíðarinnar Kótelettunnar og var verulega fjölmennt. Mikið var um ölvun og slagsmál en lögregla býst ekki við að fá margar kærur inn á borð til sín eftir nóttina þar sem enginn slasaðist. Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar þar í bæ fyrir ölvun og óspektir.

Sektuð fyrir veiðiþjófnað

Hjón úr Mosfellsbæ sem renndu fyrir lax fyrir eigin landi við Tungufljót í Árnessýslu hafa verið dæmd til að greiða tuttugu þúsund króna sekt hvort fyrir veiðiþjófnað. Hjónin voru við stangveiðarnar í júlí í fyrra þegar lögregla kom að eftir ítrekaðar ábendingar.

Ekki má leggja við inngang Hörpu

„Menn geta ekki lagt beint fyrir framan inngang bygginga. Það ættu þeir að vita sem hafa ekið bifreið,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu.

Mæðgin útskrifuðust saman

Sextíu og fimm ára kona, sem var kúabóndi í Dalasýslu, flutti til höfuðborgarinnar á gamals aldri og skellti sér í áttunda bekk Grunnskóla. Hún útskrifaðist með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í dag ásamt syni sínum sem einnig fékk sína meistaragráðu í hendur.

Upptaka skattsins ekki mistök

Tíu stórfyrirtæki hafa hætt starfsemi hér á landi vegna skattlagningar á vaxtagreiðslur, en þrátt fyrir það segir fjármálaráðherra að ekki hafi verið gerð mistök við upptöku skattsins. Nú stendur til að afleggja hann.

Fyrrverandi ritstjóri sagði nauðsynlegt að ákæra Geir

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sagði við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, að hann ætti engan annan kost en að taka þátt í að ákæra Geir H. Haarde, ella fyki traust á flokknum út í veður og vind um langa framtíð.

Minna kvótafrumvarp samþykkt

Minna kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra varð að lögum í kvöld en hart hefur verið tekist á um málið síðustu daga. Hafa þá alls 25 frumvörp orðið að lögum síðan á fimmtudag. 19 þingmenn greiddu atkvæði á móti frumvarpinu en 30 greiddu atkvæði með því.

Vanræktu að skrá bréf um kynferðisbrot

Bréf Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur um kynferðisbrot föður hennar var ekki skráð í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrir en einu og hálfu eftir að hún sendi bréfið. Karl Sigurbjörnsson biskup sagði við rannsóknarnefnd Kirkjuþings að í bréfinu væru alvarlegar ásakanir gagnvart látnum manni.

Eignirnar nema yfir einum milljarði króna

Eignir nokkurra Íslendinga og félaga í eigu þeirra, sem hafa verið frystar að beiðni sérstaks saksóknara í tengslum við rannsókn á Kaupþingi, nema yfir einum milljarði króna. Ekki hefur verið gefið upp hverjir eiga þar í hlut þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi.

Rannsókn á láti Sigrúnar Mjallar ábótavant

Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, telur rannsókn lögreglu á láti Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur ábótavant. Fullt tilefni hafi verið til að rannsaka hvaðan læknadópið kom sem dró hana til dauða. Þrjár manneskjur sitja nú á sakamannabekk í Noregi vegna meintrar aðildar að láti fimmtán ára stúlku sem lést af banvænum eiturlyfjaskammti í fyrra.

Þarf að hætta þessari lánsveða-vitleysu

Viðskiptaráðherra segir lífeyrissjóðina standa í vegi fyrir því að undið sé ofan af skuldavanda fólks með lánsveð, og hafi til þess stjórnarskrárvarinn rétt. Hann segir að í framtíðinni þurfi að hætta þessari lánsveða-vitleysu, eins og hann kallar það.

426 brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri

Brautskráning Háskólans á Akureyri fór fram við hátíðlega athöfn í dag þegar 426 kandídatar voru útskrifaðir með háskólapróf, en með því hefur háskólinn útskrifað nærri fjögur þúsund nemendur á sínum 24 starfsárum.

Uppvakningaganga í Reykjavík

Miðbær Reykjavíkur iðaði af lífi í dag þegar fjöldi manns streymdi út á göturnar í svokallaðri uppvakningagöngu, en slíkar göngur hafa áður vakið athygli víðsvegar um heiminn. Ekki er vissa um það hvort hér sé um að ræða fyrstu uppvakningagönguna sem gengin er á Íslandi, en víst þykir að hún sé sú fjölmennasta.

Löggan sektar háskólanema og fjölskyldur

Lögreglumenn eru í óðaönn við að sekta bíla fyrir utan Laugardalshöllina, en þar stendur nú yfir seinni hluti brautskráningar frá Háskóla Íslands.

Dyrhólaey opnuð í leyfisleysi

Hlið, lokanir og upplýsingaskilti voru tekin niður við inngang að friðlandinu á Dyrhólaey aðfararnótt föstudagsins 10. júní, en opnun svæðisins er háð leyfi frá Umhverfisstofnun. Þetta segir Þorsteinn Gunnarsson, ábúandi á Vatnsskarðshólum, en hann telur umhverfisstofnun hafa veitt skemmdarvörgum hjálparhönd með því að bregðast ekki við tilkynningu um málið fyrr en á föstudagskvöldið. Allan daginn hafi Dyrhólaey því verið opin og umferð streymt um svæðið, en þar sé æðarvarp nú á afar viðkvæmu stigi.

Ræddu misnotkun Rítalíns á Bessastöðum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, bauð íslenskum og erlendum fyrirlesurum ráðstefnu, sem haldin var á vegum SÁÁ, til Bessastaða í gær og ræddi þar meðal annars um vímuefnavarnir og -meðferð auk þeirra neikvæðu áhrifa sem hafa hlotist af af sívaxandi misnotkun Rítalíns hér á landi.

Gerir ráð fyrir mótframboði í formannskjöri

Bjarni Benediktsson segist gera ráð fyrir mótframboði í formannskjöri á Landsfundi Sjálfstæðisflokksin í haust í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segist jafnframt líta svo á að það hafi verið rétt að fylgja sannfæringu sinni í Icesavemálinu.

Kröfu Geirs hafnað

Landsdómur hafnaði í gær þeirri kröfu Geirs H. Haarde að dómendur og varamenn, sem Alþingi kaus til sex ára setu í landsdómi árið 2005, víki sæti í máli sínu.

Frekari niðurskurður upphafið að endalokunum

Framkvæmdarstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði segir að frekari niðurskurður hjá stofnuninni sé upphafið að endalokunum en niðurskurðurinn hefur verið 100 milljónir á síðustu þremur árum.

Sólbaðsstemning á höfuðborgarsvæðinu á morgun?

Margir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa eflaust verið vonsviknir þegar þeir litu út um gluggann í morgun, en spár um sumarkomu virðast ekki hafa gengið eftir eins og vonir margra stóðu til.

Einstaklingar geti boðið sig fram til þings

Hægt verður að bjóða sig fram til þings einsamall og mögulegt verður að kjósa frambjóðendur þvert á flokka og kjördæmi, verði tillögur C-nefndar stjórnlagaráðs samþykktar.

Lögreglan í Lúxemborg frystir eignir Íslendinga

Lögreglan í Lúxemborg hefur fyrst eignir nokkurra Íslendinga og félaga í þeirra eigu á bankareikningum þar í landi, en málið tengist rannsóknum á málefnum gamla Kaupþings. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og vitnar í Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, sem segir fjárhæðirnar umtalsverðar.

Boðar endurfundi lýðveldisbarnanna

Fjöldinn allur af börnum fylgdi foreldum sínum á Þingvöll við stofnun íslenska lýðveldisins 17. júní árið 1944. Nú hefur Þór Jakobsson veðurfræðingur boðað til endurfunda hinna svokölluðu lýðveldisbarna í tilefni tímamótanna á lýðveldisdaginn næstkomandi föstudag.

Harkalega tekist á í þingsal

Þingmenn tókust harkalega á um minna kvótafrumvarp landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra við aðra umræðu um málið í gærkvöld. Umræðurnar stóðu frá um hálf ellefu til tuttugu mínútur í eitt í nótt, en þegar leið á tóku að heyrast framíköll og jafnvel hlátrasköll á tíðum.

Metfjöldi brautskráður á aldarafmæli Háskóla Íslands

Metfjöldi nemenda verður brautskráður frá Háskóla Íslands í dag en þá verður þess jafnframt minnst að hundrað ár eru liðin frá stofnun skólans. Brautskráningin fer fram í Laugardalshöll en alls verða 1.816 prófskírteini afhent; 1.138 í grunnnámi og 678 í framhaldsnámi.

Maður féll af mótorhjóli

Slys varð í Gnúpverjahreppi um fjögurleytið í nótt þegar maður féll af mótorhjóli. Hann var fluttur til Reykjavíkur í skoðun en er ekki talinn alvarlega slasaður.

Fréttaskýring: Íslendingum ber að borga

Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið út rökstutt álit um að Íslendingum beri að borga lágmarkstryggingar til eigenda innstæðureikninga Icesave. Málið fer fyrir dómstóla verði ekki greitt innan þriggja mánaða.

Stjórnlagaráð leggur til að kosningakerfinu verði bylt

Kjósendur munu geta valið frambjóðendur þvert á flokka og kjördæmi í alþingiskosningum verði róttækar tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á kosningakerfinu að veruleika. Þar er lagt til að atkvæðavægi skuli vera jafnt alls staðar á landinu.

Ingvi Hrafn og frú eiga ekki fyrir áfrýjun málsins

„Við erum dæmd fyrir skattalagabrot sem aldrei voru framin af ásetningi heldur vegna vanrækslu og afglapa löggilts endurskoðanda sem við treystum,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN.

Forseti ESA: Nú verðið þið að borga

"Við höfum verið mjög þolinmóð og gefið lengri frest en aðrir fá. En nú verðið þið að borga,“ segir Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA. ESA sendi stjórnvöldum áminningarbréf í maí í fyrra þar sem lýst var þeirri skoðun að Íslendingar hefðu ekki farið eftir tilskipun samnings Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um innstæðutryggingar. Stjórnvöld svöruðu bréfinu í maí síðastliðnum og mótmæltu.

SGS hefur slitið kjaraviðræðum

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Flóafélögin hafa slitið samningaviðræðum við samninganefnd sveitarfélaga. Í tilkynningu frá SGS segir að deilt sé um kjör fjölmennasta hóps SGS-fólks hjá sveitarfélögunum, starfsfólks leik- og grunnskóla. Sá hópur muni aðeins fá rúmlega 20 þúsund króna hækkun fram til 31. janúar 2014 en launafólk á almennum markaði fái 34 þúsund á sama tíma.

Sjá næstu 50 fréttir