Fleiri fréttir Sprækir kópar í selalauginni Þrír sprækir kópar fylgja nú mæðrum sínum í selalauginni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Allar þrjár landselsurtur garðsins hafa nú kæpt. "Móðurástin er mjög áberandi hjá urtum sem láta vel að kópum sínum og gefa þeim orkuríka mjólk fyrstu fjórar til sex vikurnar," segir í tilkynningu. 8.6.2011 14:12 Ræddu um fundarstjórn í rúmar 40 mínútur Þingmenn ræddu um fundarstjórn forseta Alþingis í meira en 40 mínútur á þingfundi í hádeginu. Margir þeirra töluðu um svokallað minna kvótafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og málsferðina í kringum málið. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagðist telja að þingmenn þyrftu að reyna að jafna ágreining á fundum en ekki í þingsal því slíkt væri Alþingi ekki til framdráttar. 8.6.2011 13:57 Nú þarf að leggja pinnið á minnið Á næstu mánuðum verður æ meira áríðandi að fólk muni pin-númer debet- og kreditkorta sinna. Verslanir og fyrirtæki eru byrjuð að setja upp posa þar sem viðskiptavinir staðfesta greiðslu með því að slá inn pin-númer í stað undirskriftar. 8.6.2011 13:00 Unglingur hætti að taka lyf við ADHD og byrjaði að neyta kannabis Faðir ungs manns sem hætti að taka lyf við ADHD og fór í dagneyslu á kannabisefnum, segir erfitt að hafa horft upp á son sinn dofinn af fíkniefnum. Í dag hefur sonurinn farið í meðferð og er aftur byrjaður að taka lyfin sín, með jákvæðum árangri. 8.6.2011 13:00 Össur afléttir trúnaði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, mun aflétta trúnaði af gögnum utanríkisráðuneytisins til utanríkismálanefndar varðandi stuðning Íslands við aðgerðir Nató í Líbíu. Þetta gerði hann í kjölfar áskorunar Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í dag sem Bjarni var málshefjandi að. 8.6.2011 12:58 Fallið frá því að láta hlutfall af veiðigjaldi renna til sveitarfélaga Verulegar breytingar voru gerðar á minna kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar málið var afgreitt með ágreiningi úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í morgun. Fallið hefur verið frá áformum um að láta fimmtán prósent af veiðigjaldi renna til sveitarfélaga. Minna kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar nær til breytinga sem eiga taka gildi á næsta fiskveiðiári. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu þegar málið var afgreitt úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis í morgun en ríkisstjórnin leggur áherslu að klára málið á yfirstandandi þingi. Fallið hefur verið frá áformum um að búa til nýjan flokk smábáta í strandveiðikerfinu og var þá tekin út grein er varðar viðbótarkvóta í keilu og löngu. Stærsta breytingin snýr að ráðstöfun veiðigjalds en upphaflega var gert ráð fyrir því að fimmtán prósent af veiðigjaldi rynni til sveitarfélaga. Þessi grein var felld út og bíður nánari útfærslu í haust. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa gagnrýnt frumvarpið harkalega og enginn sátt náðist um afgreiðslu málsins á fundi nefndarinnar í morgun. Sjálfstæðismenn ætla að skila sérálti sem og framsóknarmenn. 8.6.2011 12:17 ASÍ á móti "litla" kvótafrumarpinu ASÍ getur ekki mælt með samþykkt "litla" kvótafrumvarpsins en leggur þess í stað til að sumarið verði nýtt til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu í víðtæku samráði. Í umsögn ASÍ segir að í núverandi mynd veiki frumvarpið rekstrargrundvöll sjávarútvegsins, það veiki stöðu þeirra sem hafa aðalstarf sitt af fiskveiðum og fiskvinnslu auk þess að ýta undir leigubrask og mismunun. 8.6.2011 12:10 Lionsklúbburinn Ásbjörn færir lögreglunni hjartastuðtæki Lionsklúbburinn Ásbjörn færði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær hjartastuðtæki sem verður til taks í útkallsbíl lögreglunnar í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar en það var Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sem veitti gjöfinni viðtöku. 8.6.2011 11:57 Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. 8.6.2011 11:54 Pétur Blöndal sprakk úr hlátri í ræðustól Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti erfitt með að haldi andliti í umræðum um fundarstjórn forseta á þingfundi rétt fyrir miðnætti í gærkvöld þegar fram fór umræða um gjaldeyrismál og tollalög. 8.6.2011 11:42 Ekki sér fyrir endann á rannsókninni Ekki sér fyrir endann á rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintu samráði Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á byggingarmarkaði. „Það er ennþá verið að vinna úr gögnum og upplýsingum og það er í sjálfu sér ekki hægt að tímasetja það ennþá hvenær henni lýkur. Þetta er viðamikil rannsókn og það sér ekki fyrir endann á henni,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. 8.6.2011 11:26 Bók Björns uppseld hjá útgefanda - 1500 eintök í fyrstu prentun Fyrsta prentun af bók Björns Bjarnasonar, Rosabaugur yfir Íslandi, er uppseld hjá útgefanda. Jakob F. Ásgeirsson, útgefandi bókafélagsins Uglu, segir að við fyrstu atrennu hafi verið prentuð 1500 eintök af bókinni. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að prenta fleiri eintök og býst hann við að álíka fjöldi verði í annarri prentun. „Salan hefur gengið alveg skínandi vel. Mér finnst það sérstaklega gleðilegt og vona að salan sé til marks um að fólk sé að ná áttum í þessu máli," segir Jakob og á þar við Baugsmálið svonefnda. Hann segist ekki hafa vitað við hverju hann ætti að búast þegar hann ákvað að gefa út bókina, enda erfitt að segja til fyrirfram hversu vel bækur seljast. Hann er því ánægður með viðtökurnar. Sem kunnugt er tókust Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, og eigendur Baugs, feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, harkalega á vegna Baugsmálsins í ræðu og riti. Jakob hefur þó ekki áhyggjur af því að í bókinni sé aðeins birt ein hlið málsins. „Þeir sem skoða bókina sjá að þetta er byggt á opinberum heimildum. Auðvitað leggur hann út af sumu með sínum hætti. Fyrst og fremst er hann samt að draga saman efnisatriði í þessu stóra máli," segir Jakob. Spurður hvort Rosabaugur yfir Íslandi sé mest selda bók Uglu á árinu segir Jakob að hún slagi nú þegar hátt upp í þá vinsælustu, Engan þarf að öfunda eftir Barböru Demick þar sem flóttamenn frá Norður-Kóreu lýsa reynslu sinni. Bók Björns er enn til í bókabúðum en Jakob vonast til að fá aðra prentun í hendur um miðjan mánuðinn. 8.6.2011 11:23 Bandaríkjamenn líklegri til að lenda í tölvuvandræðum Bandaríkjamenn eru mun líklegri en Íslendingar til að lenda í vandamálum tengdum IP-tölu breytingunni sem mörg stór fyrirtæki á borð við Google, Facebook og Yahoo eru að prufukeyra í dag að sögn Hjálmtýrs Hafsteinssonar, dósents í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Íslendingana sem enn tengist við internetið í gegnum módem megi nánast telja á annari hendi, ef þeir eru yfirleitt einhverjir. 8.6.2011 11:07 Notkun sýklalyfja veldur áhyggjum Velferðarráðherra segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af notkun sýklalyfja hér á landi. Fyrir tveimur árum var sala á sýklalyfjum á Íslandi 50% meiri en í Svíþjóð, 20% meiri en í Danmörku og 12% meiri en í Noregi. Salan var áþekk hér á landi og í Finnlandi. 8.6.2011 10:29 Eyjamenn áhyggjufullir Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar lýsir yfir þungum áhyggjum af frumvörpum ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. 8.6.2011 10:00 Þrettán verktakar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu Alls voru 13 starfandi á verktakasamningum í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í síðasta mánuði. Flestir þeirra eða sex vegna svars stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna tilskipunar um innstæðutryggingar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um verktakasamninga. Vigdís beindi sömu fyrirspurn til annarra ráðherra en svör þeirra hafa ekki borist. 8.6.2011 09:50 Enginn hefur lokið greiðsluaðlögun Embætti umboðsmanns skuldara hafa borist 2813 umsóknir um greiðsluaðlögun og eru þar meðtaldar 278 umsóknir sem bárust Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna fyrir 1. ágúst 2010. Embættið hefur afgreitt samtals 896 umsóknir en þar af eru 719 mál til vinnslu hjá umsjónarmönnum. 8.6.2011 09:37 Stórmynd Scotts tekin á Íslandi Stórmyndin Prometheus eftir Ridley Scott verður að hluta til tekin upp hér á landi í næsta mánuði. Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron og er væntanleg til landsins til að leika í myndinni en tökurnar standa yfir í um viku. Umfangið verður svipað og þegar tökur á kvikmyndinni Lara Croft fóru fram við Jökulsárlón fyrir rúmum áratug en alls munu 350 starfsmenn koma að þessu verkefni. 8.6.2011 09:15 Stefnir Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Tilefnið er bloggfærsla sem Teitur skrifaði 16. febrúar síðastliðinn um viðskipti Gunnlaugs á tíunda áratuginum. 8.6.2011 08:00 Ekkert samkomulag og óvissa um þinglok á Alþingi Ekki náðist samkomulag um afgreiðslu svonefnds minna kvótafrumvarps, í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis í gærkvöldi og verður umræðunni um það fram haldið í dag. 8.6.2011 07:45 Hótaði dóttur lögreglumanns ofbeldi Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega tvítugan mann fyrir ofbeldi og grófar hótanir gegn lögreglu og starfsmanni á meðferðarheimili. 8.6.2011 07:45 Sóttu ferðamann sem sat fastur á Kjalvegi Björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu sóttu í gærkvöldi erlendan ferðamann sem fest hafði jeppa sinn í snjó á Kjalvegi, skammt frá Hveravöllum. 8.6.2011 07:37 Smádýr gætu liðið fyrir ösku Ætla má að gróður á láglendi muni víðast hvar standa af sér öskufallið frá Grímsvatnagosinu. Fer það þó mjög eftir tíðarfari á komandi vikum. Neikvæð áhrif á smádýr geta orðið veruleg, einkum á jarðvegsdýr af ýmsu tagi og smádýr. 8.6.2011 07:30 Atvinnuleysisbætur hækka Atvinnuleysistryggingar hækka frá og með 1. júní 2011. Grunnatvinnuleysisbætur hækka um tólf þúsund krónur sem svarar til krónutöluhækkunar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þær verða því 161.523 kr. á mánuði í stað 149.523 kr. áður. 8.6.2011 07:30 Vélhjólamaður slasaðist alvarlega Vélhjólamaður slasaðist alvarlega og missti meðvitund þegar hann féll á hjóli sínu á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi. 8.6.2011 07:21 Ríkisstjórnin sögð beita Alþingi ofbeldi Hörð gagnrýni kom fram á starfshætti Alþingis við umræður í gær. Gagnrýnin var nokkuð kunnugleg; allt of mörg mikilvæg mál kæmu of seint fram og ætlast væri til þess að þingmenn afgreiddu þau í flýti. Athygli vakti að stjórnarþingmaður tók undir gagnrýnina. 8.6.2011 07:00 Icelandair frestar brottför allra véla til klukkan rúmlega tíu Icelandair hefur frestað brottför allra véla sinna frá landinu þar til klukkan rúmlega tíu, vegna verkfallsaðgerða flugvirkja, sem hófust klukkan sex í morgun og lýkur klukkan tíu. 8.6.2011 06:54 Ólýðræðislegasti samningurinn „EES-samningurinn er einn sá ólýðræðislegasti alþjóðasamningur sem nokkurn tíma hefur verið gerður af sjálfstæðri þjóð,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor og varaþingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. 8.6.2011 06:45 Börn vilja ekki taka rítalín og fólk þorir ekki út í apótek Stjórn ADHD samtakanna á Íslandi harmar þá umræðu sem hefur skapast í fjölmiðlum að undanförnu um misnotkun rítalíns og annarra metýlfenídat lyfja og telja hana einhliða. 8.6.2011 06:30 Engin heilsufarsógn staðfest í mælingum Fyrstu niðurstöður heilsufarsrannsóknar vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum sýna að starfsmenn Funa og íbúar á Ísafirði þurfa ekki að óttast heilsufarsleg áhrif vegna mengunarinnar. Þetta er mat sóttvarnalæknis. 8.6.2011 06:00 Varar við neikvæðum áhrifum Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka telur að flestar þær breytingar sem boðaðar eru í tveimur frumvörpum um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða hafi í för með sér neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 8.6.2011 05:00 Geir fer með málið til Mannréttindadómstólsins tapi hann Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að ef hann tapi landsdómsmálinu, á einhverjum þeim forsendum sem hann væri ekki sáttur við, myndi hann fara með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann útilokaði ekki að hann myndi kalla til erlendra aðila fyrir landsdóm til viðbótar við þá sextíu sem saksóknari hefur kallað til vitnis. 7.6.2011 20:22 Börn að léttast og offita stendur í stað Vísbendingar eru um að yngstu skólabörnin á Reykjavíkursvæðinu séu að léttast. Þetta sýnir nýútkomin skýrsla og jafnframt að ofþyngd og offita barna stendur í stað. 7.6.2011 19:14 Skordýrafræðingur auglýsir eftir geitungum Sjaldan hefur verið eins lítið um geitunga í byrjun sumars líkt og nú. Skordýrafræðingur man ekki eftir öðru eins ástandi og segir geitungastofninn hérlendis eiga bágt. 7.6.2011 18:55 Rúmlega fjögur hundruð mættu í Hörpuna Rúmlega fjögurhundruð manns mættu á stuðningssamkomu Geirs H. Haarde í Hörpu í dag. Þar voru samankomnir samherjar jafnt sem pólitískir andstæðingar. 7.6.2011 18:43 Frumvarpið ein stærstu mistök í íslenskri hagsögu Gjaldeyrishaftafrumvarp viðskiptaráðherra fær slæma í útreið í umsögnum sem Alþingi hafa borist. Ráðgjafarfyrirtæki kallar frumvarpið ein stærstu mistök í íslenskri hagsögu. 7.6.2011 18:28 Gert er ráð fyrir röskun á flugi Icelandair Slitnað hefur upp úr viðræðum Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair um nýjan kjarasamning, en samninganefndirnar sátu á fundi þar til um fjögurleytið í dag, án árangurs. 7.6.2011 18:20 Móðir Brynjars: Ekki dæma hann fyrr en hann verður dæmdur "Brynjar hefur búið hjá mér alveg þangað til hann fór til Taílands og ég þekki hann eins og hendina á mér, ég veit alveg hvernig hann hugsar,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjar Mettinissonar sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok grunaður um fíkniefnamisferli. Hún trúir á sakleysi sonar síns og segir að hann myndi aldrei taka þátt í einhverju ólöglegu athæfi. 7.6.2011 17:47 Ný vefsíða veitir upplýsingar um aðgengi fatlaðra Nýtt kerfi að danskri fyrirmynd gerir fötluðum kleift að nálgast upplýsingar um aðgengi að útisvæðum og byggingum, allt á einu vefsvæði. 7.6.2011 16:40 Annir á lokadögum þingsins Störfum Alþingis fyrir sumarfrí lýkur á næstu dögum en ekki hefur enn tekist samkomulag milli þingflokksformanna um þinglok. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis hefur lagt áherslu á að starfsáætlun þingsins haldi. Samkvæmt áætluninni eiga eldhúsdagsumræður að fara fram annað kvöld. 7.6.2011 16:18 Ráðnir til upplýsingagjafar vegna eldgossins í Grímsvötnum Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita fjármagni til þess að ráða níu sumarstarfsmenn til þess að sinna upplýsingamiðlun til innlendra og erlendra ferðamanna í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum. 7.6.2011 16:05 Fiskvinnslufólk í Eyjafirði sendir þingmönnum bréf „Við undirrituð, starfsmenn í fiskvinnslu í Eyjafirði, mótmælum þeim ásetningi stjórnvalda að flytja störfin okkar til einhverra annarra með tilflutningi aflaheimilda frá einum stað til annars. Þannig er vegið að fjárhagslegri afkomu hundruða fjölskyldna á Eyjafjarðarsvæðinu," segir í bréfi sem sent hefur verið öllum þingmönnum norðaustur-kjördæmis. Meðfylgjandi eru undirskriftir 241 starfsmanna í fiskvinnslu í Eyjafirði og Fjallabyggð. „Í þeim lagafrumvörpum um stjórn fiskveiða sem nú eru til umfjöllunar er fjallað ítarlega um fiskveiðar og hvernig þeim skuli háttað. Í engu er tekið tillit til þeirra sem starfa við fiskvinnslu í landi, enda kemur orðið fiskvinnsla aldrei fyrir í þessum lagatextum. Með því er áratuga reynslu okkar og þekkingu í fiskvinnslu enginn sómi sýndur. Fiskvinnslan verður færð aftur um áratugi með tilheyrandi verðmætatapi fyrir þjóðarbúið allt," segir í bréfinu. 7.6.2011 15:34 Nóg af bílastæðum í nágrenni Hörpu Formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur segir fjöldan allan af bílastæðum í nágrenni Hörpu. Mörg þeirra eru ekki í nema 200-300 metra fjarlægð. "Það er ekki langur labbitúr,“ segir formaðurinn. 7.6.2011 15:26 Leigjendur íbúðarhúsnæðis njóta liðsinnis Neytendasamtakanna Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirritaði í dag þjónustusamning við Neytendasamtökin um leiðbeiningarþjónustu við leigjendur. Frá því að Leigjendasamtökin hættu starfsemi sinni hafa Neytendasamtökin í vaxandi mæli sinnt aðstoð við leigjendur og svarað fyrirspurnum um leigumál eftir bestu getu. Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendasamtakanna. Samkvæmt samningnum mun þjónustan felast í því að Neytendasamtökin veiti leigjendum íbúðarhúsnæðis upplýsingar um rétt sinn og skyldur samkvæmt húsaleigulögum. Gert er ráð fyrir að samtökin byggi upp upplýsingavef fyrir leigjendur á heimasíðu sinni auk þess sem þau muni veita leigjendum viðtal í gegnum síma eða á skrifstofu sinni. Jafnframt muni leigjendur eiga kost á lögfræðilegri ráðgjöf að því er varðar rétt leigjenda og skyldur. Þá er í samningnum mælt fyrir um að Neytendasamtökin taki að sér milligöngu við úrlausn ágreinings milli leigjenda og leigusala ásamt því að aðstoða leigjendur við að leggja ágreining fyrir kærunefnd húsamála ef þörf krefur. Með samkomulagi velferðarráðuneytisins og Neytendasamtakanna mun þjónusta við leigjendur eflast til muna. Þjónustusamningurinn sem er liður í stefnumótun ráðuneytisins um að efla leigumarkað verður til mikilla hagsbóta fyrir leigjendur auk þess sem samstarf við Neytendasamtökin mun auðvelda ráðuneytinu að liðsinna leigjendum og styrkja stöðu þeirra. Á vegum velferðarráðuneytisins er nú unnið að endurskoðun húsaleigulaga. Leigjendur geta hringt í síma 5451200 og fengið leiðbeiningar og aðstoð á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 - 14:00. Einnig geta þeir sent fyrirspurn í tölvupósti á netfangið ns@ns.is. Þá er skrifstofa samtakanna opin kl. 9:00-15:00 alla virka daga að Hverfisgötu 105, Reykjavík. 7.6.2011 15:13 Geir segir málsmeðferðina vera hneisu "Ég er auðvitað afskaplega ánægður með það að málið skuli vera komið af stað. Ég er búinn að bíða eftir því síðan í október,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, við blaðamenn eftir að þingfestingu í máli Alþingis gegn honum lauk í dag. 7.6.2011 15:04 Sjá næstu 50 fréttir
Sprækir kópar í selalauginni Þrír sprækir kópar fylgja nú mæðrum sínum í selalauginni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Allar þrjár landselsurtur garðsins hafa nú kæpt. "Móðurástin er mjög áberandi hjá urtum sem láta vel að kópum sínum og gefa þeim orkuríka mjólk fyrstu fjórar til sex vikurnar," segir í tilkynningu. 8.6.2011 14:12
Ræddu um fundarstjórn í rúmar 40 mínútur Þingmenn ræddu um fundarstjórn forseta Alþingis í meira en 40 mínútur á þingfundi í hádeginu. Margir þeirra töluðu um svokallað minna kvótafrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og málsferðina í kringum málið. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagðist telja að þingmenn þyrftu að reyna að jafna ágreining á fundum en ekki í þingsal því slíkt væri Alþingi ekki til framdráttar. 8.6.2011 13:57
Nú þarf að leggja pinnið á minnið Á næstu mánuðum verður æ meira áríðandi að fólk muni pin-númer debet- og kreditkorta sinna. Verslanir og fyrirtæki eru byrjuð að setja upp posa þar sem viðskiptavinir staðfesta greiðslu með því að slá inn pin-númer í stað undirskriftar. 8.6.2011 13:00
Unglingur hætti að taka lyf við ADHD og byrjaði að neyta kannabis Faðir ungs manns sem hætti að taka lyf við ADHD og fór í dagneyslu á kannabisefnum, segir erfitt að hafa horft upp á son sinn dofinn af fíkniefnum. Í dag hefur sonurinn farið í meðferð og er aftur byrjaður að taka lyfin sín, með jákvæðum árangri. 8.6.2011 13:00
Össur afléttir trúnaði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, mun aflétta trúnaði af gögnum utanríkisráðuneytisins til utanríkismálanefndar varðandi stuðning Íslands við aðgerðir Nató í Líbíu. Þetta gerði hann í kjölfar áskorunar Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í dag sem Bjarni var málshefjandi að. 8.6.2011 12:58
Fallið frá því að láta hlutfall af veiðigjaldi renna til sveitarfélaga Verulegar breytingar voru gerðar á minna kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar málið var afgreitt með ágreiningi úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í morgun. Fallið hefur verið frá áformum um að láta fimmtán prósent af veiðigjaldi renna til sveitarfélaga. Minna kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar nær til breytinga sem eiga taka gildi á næsta fiskveiðiári. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu þegar málið var afgreitt úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis í morgun en ríkisstjórnin leggur áherslu að klára málið á yfirstandandi þingi. Fallið hefur verið frá áformum um að búa til nýjan flokk smábáta í strandveiðikerfinu og var þá tekin út grein er varðar viðbótarkvóta í keilu og löngu. Stærsta breytingin snýr að ráðstöfun veiðigjalds en upphaflega var gert ráð fyrir því að fimmtán prósent af veiðigjaldi rynni til sveitarfélaga. Þessi grein var felld út og bíður nánari útfærslu í haust. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa gagnrýnt frumvarpið harkalega og enginn sátt náðist um afgreiðslu málsins á fundi nefndarinnar í morgun. Sjálfstæðismenn ætla að skila sérálti sem og framsóknarmenn. 8.6.2011 12:17
ASÍ á móti "litla" kvótafrumarpinu ASÍ getur ekki mælt með samþykkt "litla" kvótafrumvarpsins en leggur þess í stað til að sumarið verði nýtt til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu í víðtæku samráði. Í umsögn ASÍ segir að í núverandi mynd veiki frumvarpið rekstrargrundvöll sjávarútvegsins, það veiki stöðu þeirra sem hafa aðalstarf sitt af fiskveiðum og fiskvinnslu auk þess að ýta undir leigubrask og mismunun. 8.6.2011 12:10
Lionsklúbburinn Ásbjörn færir lögreglunni hjartastuðtæki Lionsklúbburinn Ásbjörn færði Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær hjartastuðtæki sem verður til taks í útkallsbíl lögreglunnar í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar en það var Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sem veitti gjöfinni viðtöku. 8.6.2011 11:57
Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. 8.6.2011 11:54
Pétur Blöndal sprakk úr hlátri í ræðustól Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti erfitt með að haldi andliti í umræðum um fundarstjórn forseta á þingfundi rétt fyrir miðnætti í gærkvöld þegar fram fór umræða um gjaldeyrismál og tollalög. 8.6.2011 11:42
Ekki sér fyrir endann á rannsókninni Ekki sér fyrir endann á rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintu samráði Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á byggingarmarkaði. „Það er ennþá verið að vinna úr gögnum og upplýsingum og það er í sjálfu sér ekki hægt að tímasetja það ennþá hvenær henni lýkur. Þetta er viðamikil rannsókn og það sér ekki fyrir endann á henni,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. 8.6.2011 11:26
Bók Björns uppseld hjá útgefanda - 1500 eintök í fyrstu prentun Fyrsta prentun af bók Björns Bjarnasonar, Rosabaugur yfir Íslandi, er uppseld hjá útgefanda. Jakob F. Ásgeirsson, útgefandi bókafélagsins Uglu, segir að við fyrstu atrennu hafi verið prentuð 1500 eintök af bókinni. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að prenta fleiri eintök og býst hann við að álíka fjöldi verði í annarri prentun. „Salan hefur gengið alveg skínandi vel. Mér finnst það sérstaklega gleðilegt og vona að salan sé til marks um að fólk sé að ná áttum í þessu máli," segir Jakob og á þar við Baugsmálið svonefnda. Hann segist ekki hafa vitað við hverju hann ætti að búast þegar hann ákvað að gefa út bókina, enda erfitt að segja til fyrirfram hversu vel bækur seljast. Hann er því ánægður með viðtökurnar. Sem kunnugt er tókust Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, og eigendur Baugs, feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, harkalega á vegna Baugsmálsins í ræðu og riti. Jakob hefur þó ekki áhyggjur af því að í bókinni sé aðeins birt ein hlið málsins. „Þeir sem skoða bókina sjá að þetta er byggt á opinberum heimildum. Auðvitað leggur hann út af sumu með sínum hætti. Fyrst og fremst er hann samt að draga saman efnisatriði í þessu stóra máli," segir Jakob. Spurður hvort Rosabaugur yfir Íslandi sé mest selda bók Uglu á árinu segir Jakob að hún slagi nú þegar hátt upp í þá vinsælustu, Engan þarf að öfunda eftir Barböru Demick þar sem flóttamenn frá Norður-Kóreu lýsa reynslu sinni. Bók Björns er enn til í bókabúðum en Jakob vonast til að fá aðra prentun í hendur um miðjan mánuðinn. 8.6.2011 11:23
Bandaríkjamenn líklegri til að lenda í tölvuvandræðum Bandaríkjamenn eru mun líklegri en Íslendingar til að lenda í vandamálum tengdum IP-tölu breytingunni sem mörg stór fyrirtæki á borð við Google, Facebook og Yahoo eru að prufukeyra í dag að sögn Hjálmtýrs Hafsteinssonar, dósents í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Íslendingana sem enn tengist við internetið í gegnum módem megi nánast telja á annari hendi, ef þeir eru yfirleitt einhverjir. 8.6.2011 11:07
Notkun sýklalyfja veldur áhyggjum Velferðarráðherra segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af notkun sýklalyfja hér á landi. Fyrir tveimur árum var sala á sýklalyfjum á Íslandi 50% meiri en í Svíþjóð, 20% meiri en í Danmörku og 12% meiri en í Noregi. Salan var áþekk hér á landi og í Finnlandi. 8.6.2011 10:29
Eyjamenn áhyggjufullir Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar lýsir yfir þungum áhyggjum af frumvörpum ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. 8.6.2011 10:00
Þrettán verktakar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu Alls voru 13 starfandi á verktakasamningum í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu í síðasta mánuði. Flestir þeirra eða sex vegna svars stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna tilskipunar um innstæðutryggingar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um verktakasamninga. Vigdís beindi sömu fyrirspurn til annarra ráðherra en svör þeirra hafa ekki borist. 8.6.2011 09:50
Enginn hefur lokið greiðsluaðlögun Embætti umboðsmanns skuldara hafa borist 2813 umsóknir um greiðsluaðlögun og eru þar meðtaldar 278 umsóknir sem bárust Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna fyrir 1. ágúst 2010. Embættið hefur afgreitt samtals 896 umsóknir en þar af eru 719 mál til vinnslu hjá umsjónarmönnum. 8.6.2011 09:37
Stórmynd Scotts tekin á Íslandi Stórmyndin Prometheus eftir Ridley Scott verður að hluta til tekin upp hér á landi í næsta mánuði. Óskarsverðlaunaleikkonan Charlize Theron og er væntanleg til landsins til að leika í myndinni en tökurnar standa yfir í um viku. Umfangið verður svipað og þegar tökur á kvikmyndinni Lara Croft fóru fram við Jökulsárlón fyrir rúmum áratug en alls munu 350 starfsmenn koma að þessu verkefni. 8.6.2011 09:15
Stefnir Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur stefnt bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir meiðyrði. Tilefnið er bloggfærsla sem Teitur skrifaði 16. febrúar síðastliðinn um viðskipti Gunnlaugs á tíunda áratuginum. 8.6.2011 08:00
Ekkert samkomulag og óvissa um þinglok á Alþingi Ekki náðist samkomulag um afgreiðslu svonefnds minna kvótafrumvarps, í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis í gærkvöldi og verður umræðunni um það fram haldið í dag. 8.6.2011 07:45
Hótaði dóttur lögreglumanns ofbeldi Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega tvítugan mann fyrir ofbeldi og grófar hótanir gegn lögreglu og starfsmanni á meðferðarheimili. 8.6.2011 07:45
Sóttu ferðamann sem sat fastur á Kjalvegi Björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu sóttu í gærkvöldi erlendan ferðamann sem fest hafði jeppa sinn í snjó á Kjalvegi, skammt frá Hveravöllum. 8.6.2011 07:37
Smádýr gætu liðið fyrir ösku Ætla má að gróður á láglendi muni víðast hvar standa af sér öskufallið frá Grímsvatnagosinu. Fer það þó mjög eftir tíðarfari á komandi vikum. Neikvæð áhrif á smádýr geta orðið veruleg, einkum á jarðvegsdýr af ýmsu tagi og smádýr. 8.6.2011 07:30
Atvinnuleysisbætur hækka Atvinnuleysistryggingar hækka frá og með 1. júní 2011. Grunnatvinnuleysisbætur hækka um tólf þúsund krónur sem svarar til krónutöluhækkunar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þær verða því 161.523 kr. á mánuði í stað 149.523 kr. áður. 8.6.2011 07:30
Vélhjólamaður slasaðist alvarlega Vélhjólamaður slasaðist alvarlega og missti meðvitund þegar hann féll á hjóli sínu á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi. 8.6.2011 07:21
Ríkisstjórnin sögð beita Alþingi ofbeldi Hörð gagnrýni kom fram á starfshætti Alþingis við umræður í gær. Gagnrýnin var nokkuð kunnugleg; allt of mörg mikilvæg mál kæmu of seint fram og ætlast væri til þess að þingmenn afgreiddu þau í flýti. Athygli vakti að stjórnarþingmaður tók undir gagnrýnina. 8.6.2011 07:00
Icelandair frestar brottför allra véla til klukkan rúmlega tíu Icelandair hefur frestað brottför allra véla sinna frá landinu þar til klukkan rúmlega tíu, vegna verkfallsaðgerða flugvirkja, sem hófust klukkan sex í morgun og lýkur klukkan tíu. 8.6.2011 06:54
Ólýðræðislegasti samningurinn „EES-samningurinn er einn sá ólýðræðislegasti alþjóðasamningur sem nokkurn tíma hefur verið gerður af sjálfstæðri þjóð,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor og varaþingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. 8.6.2011 06:45
Börn vilja ekki taka rítalín og fólk þorir ekki út í apótek Stjórn ADHD samtakanna á Íslandi harmar þá umræðu sem hefur skapast í fjölmiðlum að undanförnu um misnotkun rítalíns og annarra metýlfenídat lyfja og telja hana einhliða. 8.6.2011 06:30
Engin heilsufarsógn staðfest í mælingum Fyrstu niðurstöður heilsufarsrannsóknar vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum sýna að starfsmenn Funa og íbúar á Ísafirði þurfa ekki að óttast heilsufarsleg áhrif vegna mengunarinnar. Þetta er mat sóttvarnalæknis. 8.6.2011 06:00
Varar við neikvæðum áhrifum Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka telur að flestar þær breytingar sem boðaðar eru í tveimur frumvörpum um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða hafi í för með sér neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 8.6.2011 05:00
Geir fer með málið til Mannréttindadómstólsins tapi hann Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í Kastljósi í kvöld að ef hann tapi landsdómsmálinu, á einhverjum þeim forsendum sem hann væri ekki sáttur við, myndi hann fara með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hann útilokaði ekki að hann myndi kalla til erlendra aðila fyrir landsdóm til viðbótar við þá sextíu sem saksóknari hefur kallað til vitnis. 7.6.2011 20:22
Börn að léttast og offita stendur í stað Vísbendingar eru um að yngstu skólabörnin á Reykjavíkursvæðinu séu að léttast. Þetta sýnir nýútkomin skýrsla og jafnframt að ofþyngd og offita barna stendur í stað. 7.6.2011 19:14
Skordýrafræðingur auglýsir eftir geitungum Sjaldan hefur verið eins lítið um geitunga í byrjun sumars líkt og nú. Skordýrafræðingur man ekki eftir öðru eins ástandi og segir geitungastofninn hérlendis eiga bágt. 7.6.2011 18:55
Rúmlega fjögur hundruð mættu í Hörpuna Rúmlega fjögurhundruð manns mættu á stuðningssamkomu Geirs H. Haarde í Hörpu í dag. Þar voru samankomnir samherjar jafnt sem pólitískir andstæðingar. 7.6.2011 18:43
Frumvarpið ein stærstu mistök í íslenskri hagsögu Gjaldeyrishaftafrumvarp viðskiptaráðherra fær slæma í útreið í umsögnum sem Alþingi hafa borist. Ráðgjafarfyrirtæki kallar frumvarpið ein stærstu mistök í íslenskri hagsögu. 7.6.2011 18:28
Gert er ráð fyrir röskun á flugi Icelandair Slitnað hefur upp úr viðræðum Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair um nýjan kjarasamning, en samninganefndirnar sátu á fundi þar til um fjögurleytið í dag, án árangurs. 7.6.2011 18:20
Móðir Brynjars: Ekki dæma hann fyrr en hann verður dæmdur "Brynjar hefur búið hjá mér alveg þangað til hann fór til Taílands og ég þekki hann eins og hendina á mér, ég veit alveg hvernig hann hugsar,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjar Mettinissonar sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok grunaður um fíkniefnamisferli. Hún trúir á sakleysi sonar síns og segir að hann myndi aldrei taka þátt í einhverju ólöglegu athæfi. 7.6.2011 17:47
Ný vefsíða veitir upplýsingar um aðgengi fatlaðra Nýtt kerfi að danskri fyrirmynd gerir fötluðum kleift að nálgast upplýsingar um aðgengi að útisvæðum og byggingum, allt á einu vefsvæði. 7.6.2011 16:40
Annir á lokadögum þingsins Störfum Alþingis fyrir sumarfrí lýkur á næstu dögum en ekki hefur enn tekist samkomulag milli þingflokksformanna um þinglok. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis hefur lagt áherslu á að starfsáætlun þingsins haldi. Samkvæmt áætluninni eiga eldhúsdagsumræður að fara fram annað kvöld. 7.6.2011 16:18
Ráðnir til upplýsingagjafar vegna eldgossins í Grímsvötnum Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita fjármagni til þess að ráða níu sumarstarfsmenn til þess að sinna upplýsingamiðlun til innlendra og erlendra ferðamanna í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum. 7.6.2011 16:05
Fiskvinnslufólk í Eyjafirði sendir þingmönnum bréf „Við undirrituð, starfsmenn í fiskvinnslu í Eyjafirði, mótmælum þeim ásetningi stjórnvalda að flytja störfin okkar til einhverra annarra með tilflutningi aflaheimilda frá einum stað til annars. Þannig er vegið að fjárhagslegri afkomu hundruða fjölskyldna á Eyjafjarðarsvæðinu," segir í bréfi sem sent hefur verið öllum þingmönnum norðaustur-kjördæmis. Meðfylgjandi eru undirskriftir 241 starfsmanna í fiskvinnslu í Eyjafirði og Fjallabyggð. „Í þeim lagafrumvörpum um stjórn fiskveiða sem nú eru til umfjöllunar er fjallað ítarlega um fiskveiðar og hvernig þeim skuli háttað. Í engu er tekið tillit til þeirra sem starfa við fiskvinnslu í landi, enda kemur orðið fiskvinnsla aldrei fyrir í þessum lagatextum. Með því er áratuga reynslu okkar og þekkingu í fiskvinnslu enginn sómi sýndur. Fiskvinnslan verður færð aftur um áratugi með tilheyrandi verðmætatapi fyrir þjóðarbúið allt," segir í bréfinu. 7.6.2011 15:34
Nóg af bílastæðum í nágrenni Hörpu Formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur segir fjöldan allan af bílastæðum í nágrenni Hörpu. Mörg þeirra eru ekki í nema 200-300 metra fjarlægð. "Það er ekki langur labbitúr,“ segir formaðurinn. 7.6.2011 15:26
Leigjendur íbúðarhúsnæðis njóta liðsinnis Neytendasamtakanna Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra undirritaði í dag þjónustusamning við Neytendasamtökin um leiðbeiningarþjónustu við leigjendur. Frá því að Leigjendasamtökin hættu starfsemi sinni hafa Neytendasamtökin í vaxandi mæli sinnt aðstoð við leigjendur og svarað fyrirspurnum um leigumál eftir bestu getu. Þetta kemur fram í frétt á vef Neytendasamtakanna. Samkvæmt samningnum mun þjónustan felast í því að Neytendasamtökin veiti leigjendum íbúðarhúsnæðis upplýsingar um rétt sinn og skyldur samkvæmt húsaleigulögum. Gert er ráð fyrir að samtökin byggi upp upplýsingavef fyrir leigjendur á heimasíðu sinni auk þess sem þau muni veita leigjendum viðtal í gegnum síma eða á skrifstofu sinni. Jafnframt muni leigjendur eiga kost á lögfræðilegri ráðgjöf að því er varðar rétt leigjenda og skyldur. Þá er í samningnum mælt fyrir um að Neytendasamtökin taki að sér milligöngu við úrlausn ágreinings milli leigjenda og leigusala ásamt því að aðstoða leigjendur við að leggja ágreining fyrir kærunefnd húsamála ef þörf krefur. Með samkomulagi velferðarráðuneytisins og Neytendasamtakanna mun þjónusta við leigjendur eflast til muna. Þjónustusamningurinn sem er liður í stefnumótun ráðuneytisins um að efla leigumarkað verður til mikilla hagsbóta fyrir leigjendur auk þess sem samstarf við Neytendasamtökin mun auðvelda ráðuneytinu að liðsinna leigjendum og styrkja stöðu þeirra. Á vegum velferðarráðuneytisins er nú unnið að endurskoðun húsaleigulaga. Leigjendur geta hringt í síma 5451200 og fengið leiðbeiningar og aðstoð á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12:30 - 14:00. Einnig geta þeir sent fyrirspurn í tölvupósti á netfangið ns@ns.is. Þá er skrifstofa samtakanna opin kl. 9:00-15:00 alla virka daga að Hverfisgötu 105, Reykjavík. 7.6.2011 15:13
Geir segir málsmeðferðina vera hneisu "Ég er auðvitað afskaplega ánægður með það að málið skuli vera komið af stað. Ég er búinn að bíða eftir því síðan í október,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, við blaðamenn eftir að þingfestingu í máli Alþingis gegn honum lauk í dag. 7.6.2011 15:04