Fleiri fréttir Karpað um hornklofa og sérfræðiþekkingu Kafli um mannréttindi verður fremstur í stjórnarskránni og í honum verður tekið fyrir möguleikann á herskyldu hér á landi, verði tillögur stjórnlagaráðs að veruleika. Fyrstu tillögurnar frá nefndum Stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni voru teknar til umræðu og afgreiðslu á 7. ráðsfundi í gær. 6.5.2011 05:00 Hafa ekkert greitt í 22 ár Eigendur flugskýla við Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri hafa ekki þurft að greiða gatnagerðargjöld síðan árið 1989. Samkvæmt samþykkt frá Borgarráði Reykjavíkur frá 1. ágúst það ár skulu eigendur hins vegar þess í stað greiða kostnað við lagfæringar eldri lagna og eftir atvikum lagningu nýrra holræsa og brunna. 6.5.2011 05:00 Vefur Alþingis er ekki bloggsíða Beiðni Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns um að fá að birta athugasemdir við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á vefsvæði þingsins hefur verið hafnað. „Heimasíða Alþingis er ekki bloggsíða heldur upplýsingasíða fyrir þjóðþingið," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. 6.5.2011 04:30 Gæti svipað til Central Park „Okkur finnst náttúruperlan Öskjuhlíð lítið kynnt þótt hún sé nálægt Nauthólsvík, frábærum gönguleiðum og stríðsminjum,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. 6.5.2011 04:00 Samningar til þriggja ára háðir ýmsum fyrirvörum Aðilar vinnumarkaðarins undirrituðu í gær kjarasamning til þriggja ára sem munu tryggja félagsmönnum Alþýðusambands Íslands (ASÍ) almennar launahækkanir upp á 4,25 prósent um næstu mánaðamót og 3,5 og 3,25 prósenta hækkanir á næstu tveimur árum. Samningarnir eru þó háðir ýmsum fyrirvörum um þróun mála. 6.5.2011 03:45 Katrín ávarpaði orkumálaráðherra Um 40% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi kemur frá bílum og fiskiskipaflotanum en raforkuframleiðsla og húshitun er nánast án losunar. Þetta kom fram í máli Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra þegar hún flutti ræðu á fundi orkumálaráðherra Evrópusambands- og EES-ríkjanna. Fundurinn var haldinn dagana Búdapest 2. og 3. maí síðastliðna. 5.5.2011 22:13 Jói Fel stöðvar sölu á kryddköku Jói Fel hefur ákveðið að stöðva sölu á og innkalla kryddkökur frá Jóa Fel þar sem heslihneta er ekki getið í innihaldslýsingu og líklegt er að varan innihaldi snefil af jarðhnetum. Ákvörðunin er tekin í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir heslihnetum, jarðhnetum og afurðum úr þeim. 5.5.2011 21:41 Lögreglumenn fengu fjölda furðulegra útkalla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk fjölda furðulegra útkalla í gær. Þetta byrjaði með því að á tíunda tímanum var tvisvar óskað eftir aðstoð með skömmu millibilli og málin virtust alvarleg. 5.5.2011 21:28 Bætur hækka í samræmi við kjarasamningana Stjórnvöld munu endurskoða bætur almannatrygginga með hliðsjón af niðurstöðum kjarasamninganna, þannig að lífeyrisþegar og atvinnulausir njóti hliðstæðra kjarabóta og um verður samið í kjarasamningunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna sem skrifað var undir í dag. 5.5.2011 21:03 Fréttaskýring: Sagan geymir 600 hvítabirni Eru tíðar komur hvítabjarna til landsins undanfarin þrjú ár að einhverju leyti sérstakar í sögulegu tilliti? 5.5.2011 21:00 Bíóferð fjölskyldunnar kostar um 7.000 krónur Bíóferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu, tvo fullorðna og tvö börn á aldrinum 9-12 ára, getur auðveldlega kostað nálægt sjö þúsund krónum. Þessa upphæð þarf fjölskyldan að greiða ef keypt er lítil kók og lítill poki af poppkorni handa hverjum og einum ásamt bíómiðum þegar engin tilboð eru. 5.5.2011 20:00 Áttatíu milljarða framkvæmdir fyrir norðan Fjárfestingar hins opinbera í orkuverkefnum á Norðurlandi gætu numið 70-80 milljörðum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands vegna kjarasamninga sem skrifað var undir í dag. 5.5.2011 19:41 Íslandsheimsóknir hvítabjarna hluti af eðlilegu lífsmunstri Ævar Petersen dýrafræðingur segir Ísland hluta af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem hingað koma. 5.5.2011 18:45 Launþegar fá 50 þúsund krónur um mánaðamótin Skrifað var undir kjarasamninga í húsnæði ríkissáttasemjara um sexleytið í kvöld. Samkvæmt kjarasamningunum munu starfsmenn sem voru í fullu starfi í mánuðunum mars-maí fá 50 þúsund eingreiðslu í júní næstkomandi. 5.5.2011 18:31 Kjarasamningar undirritaðir klukkan sex Stefnt er að undirritun nýs kjarasamnings hjá ríkissáttasemjara klukkan sex, samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands. Samningamenn hafa setið við fundarhöld í allan dag. 5.5.2011 17:23 Vöffludeigið komið í poka Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara er búin að setja vöffludeigið inn í poka til þess að halda því fersku á meðan kjarasamningar eru lesnir yfir. Vonast er til að þeir verði undirritaðir í dag en ekki er búist við því að það gerist fyrir klukkan fimm. 5.5.2011 16:00 Vöffludeigið er klárt Nú styttist í undirskrift kjarasamninga þrátt fyrir að aðilar vinnumarkaðarins sitji enn á fundum og enn sé óljóst hvenær nákvæmlega menn setji penna á blað. Þetta má ráða af því að búið er að hræra vöffludeigið hjá ríkissáttasemjara en það er órjúfanlegur hluti af ferlinu að deiluaðilar gæði sér á vöfflum að undirskrift lokinni. 5.5.2011 15:02 Eigandi leyfði húsleit - Við stálum ekki tíkinni! "Við erum ekki með tíkina. Við stálum ekki tíkinni!" segir eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel. Eigandinn fór í skýrslutöku í morgun hjá lögreglunni á Akureyri og sagði þar að tíkin væri ekki á heimilinu. Lögreglan hafði hann grunaðan um að hafa stolið tíkinni af hundahóteli rétt utan við Selfoss, en þar var tíkin vistuð eftir að lögreglan í umdæminu tók hana í vörslu sína þar sem hún hafði bitið konu. 5.5.2011 14:40 Segir Ísland gjaldþrota vegna umburðalyndis gagnvart samkynhneigðum Ísland er gjaldþrota vegna umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum að mati Margie Phelps, sem tilheyrir fjölskyldu sem bandarískir fjölmiðlar hafa oft nefnt hataðasta fjölskylda Bandaríkjanna. 5.5.2011 14:31 Hætt kominn vegna eldsvoða í báti Sjómaður á strandveiðibát var hætt kominn þegar það kviknaði í bátnum um hádegisbilið. Hann var þá staddur um tíu sjómílur norðvestur af Gróttu. 5.5.2011 13:59 Samkomulag um fimmtu endurskoðun Samkomulag hefur náðst um fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sendinefnd sjóðsins hefur verið hér á landi síðustu daga og í dag tilkynnti Julie Kozack, sem er í forsvari fyrir sendinefndina, að samkomulag sé í höfn. Það er þó háð samþykki framkvæmdastjórnar AGS en búist er við því að stjórnin taki málið fyrir í byrjun næsta mánaðar. 5.5.2011 13:53 Brjóstabollur með kaffinu - brjóstanna vegna Sala á svokölluðum brjóstabollum hófst í bakaríum Landssambands bakarameistara í dag. Brjóstabollurnar eru seldar til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þær verða seldar til og með komandi sunnudegi, sem er mæðradagurinn. Styrktarfélagið Göngum saman stendur að sölunni í samstarfið við bakarana. „Landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna," segir í tilkynningu frá félaginu. Þá efnis styrktarfélagið til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna í Laugardalnum í Reykjavík á mæðradaginn, sunnudaginn 8. maí. Lagt verður af stað frá Skautahöllinni klukkan ellefu og gengið um dalinn í um það bil klukkustund. Mæðradagsganga verður einnig frá Jónshúsi í Kaupmannahöfn klukkan eitt. Göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini, annaðhvort með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman. Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Félagið leggur áherslu á miklvægi hreyfingar til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins. 5.5.2011 13:19 Laun ríkisstarfsmanna stefna fimm milljarða fram úr áætlun Launagreiðslur til ríkisstarfsmanna fóru 1.240 milljónir króna fram úr áætlun á fyrstu þremur mánuðum ársins og með sama áframhaldi fara þær fimm milljarða umfram fjárlög á árinu. Ráðamenn ríkisstjórnarinnar segjast fylgja stefnu um ítrasta aðhald og sparnað. 5.5.2011 12:15 Verktakar frá sex löndum vilja Vaðlaheiðargöng Íslenskir, norskir, danskir, svissneskir, færeyskir og tékkneskir verktakar hafa lýst yfir áhuga á að fá að gera tilboð í byggingu Vaðlaheiðarganga. Sex hópar taka þátt í forvalinu. 5.5.2011 12:11 Vonast til að skrifa undir samninga í dag Vonir standa til að hægt verði að skrifað verði undir nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í dag. Búið er að semja um öll veigamestu atriðin en verið er að ganga frá smærri málum. 5.5.2011 12:07 Fimmtán hundruð hafa sótt um níu hundruð sumarstörf Fimmtán hundruð námsmenn og atvinnuleitendur hafa sótt um þau níu hundruð sumarstörf sem auglýst voru af Velferðarráðuneytinu og Vinnumálastofnun um miðjan síðasta mánuð. Hart er slegist um þau störf sem eru í boði segir formaður stúdentaráðs. 5.5.2011 12:03 RÚV óheimilt að sýna beint frá tónleikunum RÚV var ekki heimilt að vera með sjónvarpsútsendingu frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í Hörpu, en þeir fóru fram í gær þegar Sinfóníuhljómsveitin steig á svið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV en mikil umræða hefur skapast um að RÚV sýndi beint frá íþróttaleik í gærkvöldi á sama tíma og þessir fyrstu tónleikar fóru fram í Hörpu. Hins vegar var útvarpað beint á Rás 1 frá tónleikunum. Sinfóníuhljómsveitin lék undir stjórn Vladimírs Ashkenazí og flutti verkið Velkomin Harpa eftir Þorkel Sigurbjörnsson, píanókonsert eftir Edvard Grieg og Níunda sinfónía Beethovens. "Hins vegar verða sömu tónleikar teknir upp í kvöld og verða á dagskrá sjónvarps með viðtölum sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir tók við Vladimír Ashkenazí og Víking Heiðar Ólafsson á Hvítasunnudag, 12. júní nk. kl. 14.00. Þess má auk þess geta að formleg opnunarhátíð Hörpu fer fram kl. 18.00 föstudaginn 13. maí og verður útvarpað og sjónvarpað beint frá hátíðinni,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvaða ástæður eru fyrir því að RÚV var sjónvarpsútsending óheimil. 5.5.2011 12:02 Lögregluembætti ekki sameinuðu á Vestfjörðum og Vesturlandi Vikið hefur verið frá hugmyndum um sameiningu lögregluembætta á Vesturlandi og Vestfjörðum, en þess í stað verða embættin á Vesturlandi eingöngu sameinuð. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorn.is. 5.5.2011 11:49 Steingrímur í viðtali við Dow Jones: Krónan hefur þjónað okkur vel Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í viðtali við Dow Jones fréttaveituna, að Íslendingar séu betur settir utan Evrópusambandsins en innan þess vegna þess að aðild gæti meðal skaðað sjávarútveginn hér á landi. 5.5.2011 11:33 Eygló hleypur gegn legslímuflakki Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu til stuðnings Samtökum kvenna með endómetríósu, eða legslímuflakk. Eygló var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þar sem lagt er til heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir fræðsluátaki um legslímuflakk og að skoðaður verði möguleikinn á stofnun göngudeildar með legslímuflakk. Eygló var gestur Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Erlu Kristinsdóttur, formanns Samtaka kvenna með endómetríósu. Erla greindist með legslímuflakk fyrir um fimm árum síðan. Hún hafði alla tíð verið með afar slæma túrverki og tók greiningin á sjúkdómnum um áratug. Hún þurfti loks að fara í stóra aðgerð þar sem skafið var úr báðum eggjastokkum, brennt úr kviðarholinu auk þess sem fleygur var tekinn úr þvagblöðrunni. "Það er ekki hægt að lækna þennan sjúkdóm,“ segir Erla. Hún segir að sér hafi alltaf verið talin trú um að hún væri einfaldlega bara óheppin að vera með svona slæma túrverki. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu og valda þar bólgum og blöðrumyndun. Undir venjulegum kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Samtaka kvenna með endómetríósu þjást um 2–5% stúlkna og kvenna hér á landi af sjúkdómnum einhvern tímann á frjósemisskeiði og er því ljóst að um töluverðan fjölda er að ræða. Á 20 ára tímabili greindust um 1.400 konur með sjúkdóminn á Íslandi. Helstu einkenni legslímuflakks eru mikill sársauki við og fyrir blæðingar, miklar og/eða óreglulegar blæðingar, verkir í kviðarholi milli blæðinga, sársauki við egglos, samfarir og þvaglát. Legslímuflakk getur valdið ófrjósemi. Hlusta má viðtalið við Erlu og Eygló Í bítinu með því að smella á tengilinn hér að ofan. 5.5.2011 11:27 Hálft tonn af ullarfötum til Japans Rúmt hálft tonn af ullarfatnaði verður sent til Japans frá Íslandi á næstunni en það voru þrjár japanskar konur sem búsettar eru hér á landi sem hófu söfnun fyrir fórnarlömb hamfaranna í Japan. Þær Miyako Þórðarson, Yoko Arai og Yayoi Shimomura vildu gera eitthvað til að hjálpa löndum sínum í Japan og höfðu því samband við Póstinn um að aðstoða þær við að senda hlífðarfatnaðinn úr íslensku ulllinni til Japans. 5.5.2011 11:01 E-töflumaður áfram í haldi Héraðsdómur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem var handtekinn í Leifsstöð í mars með 36 þúsund e-töflur og 4.400 skammta af LSD í fórum sínm. 5.5.2011 11:00 80 prósent vilja festa táknmál í lög Í könnun sem fyrirtækið Miðlun ehf. gerði 17-28 mars síðastliðin fyrir Félag heyrnarlausra á viðhorfi almennings til táknmáls sem fyrsta máls, kemur í ljós að 80,8% aðspurðra eru frekar eða mjög sammála því að táknmál verði bundið í lögum sem fyrsta mál þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. 5.5.2011 10:03 Uppbygging í Garði: Nýtt íslenskt barnamauk Þrjú ný störf hafa orðið til í Garði á Suðurnesjum vegna tilkomu fyrirtækisins Barnavagninn, sem framleiðir grænmetis- og ávaxtamauk fyrir ungbörn. Barnavagninn er rekið af sömu aðilum og eiga Ávaxtabílinn. Auk þess er Eignarhaldsfélag Suðurnesja hluthafi í fyrirtækinu og lagði því til stofnfé. Öll framleiðsla fer fram í Garði á Suðurnesjum. 5.5.2011 09:31 Kjaraviðræður halda áfram í dag Samningamenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífisins náðu ekki að ganga endanlega frá nýjum kjarasamningi í gærkvöldi og gerðu hlé á fundi sínum laust fyrir miðnætti. Ráðgert er að hefja viðræður aftur með morgninum. 5.5.2011 07:37 Bilun í þremur strandveiðibátum Bilun varð í þremur strandveiðibátum úti á miðunum í gærkvöldi, en nálægir bátar komu þeim til aðstoðar og drógu þá í land. Veður var gott í öllum tilvikunum. 5.5.2011 07:20 Sex ökumenn teknir úr umferð í nótt Sex ökumenn voru stöðvaðir og teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt og þar af tveir réttindalausir fyrir samskonar brot áður.Hinir fjórir voru sviftir ökuréttindum til bráðabirgða. 5.5.2011 07:19 Föðuramma Obama að koma til Íslands Sara Obama, stjúpamma Baracks Obama Bandaríkjaforseta í föðurætt, er á leið hingað til lands síðar í mánuðinum. Hún kemur á vegum Pauls Ramses Oduor og Rosemary Atieno og hjálparsamtaka þeirra. 5.5.2011 06:45 Nýir eldsneytisgjafar nema hálfu prósenti Af þeim 195.715 bifreiðum sem í umferð eru í dag gengur bara rétt rúmlega hálft prósent fyrir öðru eldsneyti en bensíni eða dísilolíu. Það eru 1.006 bílar. 73,4 prósent bílaflota landsins ganga fyrir bensíni og 26,1 prósent fyrir dísilolíu. 5.5.2011 06:00 Ætla múslimum lóð í Sogamýri Samkvæmt tillögu embættis skipulagsstjóra Reykjavíkur gæti Félag múslima fengið byggingarlóð austast í Sogamýri. Skipulagsráð hefur sent tillögu um tilbeiðsluhús á lóðinni til umsagnar hjá hverfisráðinu, umhverfisráði og Skipulagsstofnun. 5.5.2011 05:00 Fullveldið er undirstaðan Hugmyndir um þjóðina og fullveldi hafa einkennt íslenska stjórnmálaumræðu um áratugaskeið og eru í raun gegnumgangandi í flestöllum deilumálum um utanríkismál, allt frá inngöngunni í NATO árið 1949. 5.5.2011 04:00 Yfirvöld fréttu fyrst af skólpinu árið 2006 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ítrekað farið fram á lagfæringu lagna á Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlitsins til Jóns Baldvins Pálssonar flugvallarstjóra, sem dagsett er 2. maí síðastliðinn. 5.5.2011 04:00 Lægstu laun hækka strax um 20 þúsund Lægstu laun á almennun vinnumarkaði hækka strax í rúmar hundrað og áttatíu þúsund krónur ef nýjir kjarasamningar verða að veruleika. Vonast er til að hægt verði að ganga frá þeim á næsta sólarhringnum. 4.5.2011 18:50 Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. 4.5.2011 18:41 Tapar á hækkun tekjutengingar vaxtabóta Reykvísk kona sem skuldar húsnæðislán segist hafa tapað á þeirri ákvörðun stjórnvalda að hækka tekjutengingu vaxtabóta - en bæta tímabundið við vaxtaniðurgreiðslu. Munurinn slagar upp í sólarlandaferð fyrir einn. Hún telur aðgerðina brjóta gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og hefur kvartað til Umboðsmanns Alþingis. 4.5.2011 18:37 Sjá næstu 50 fréttir
Karpað um hornklofa og sérfræðiþekkingu Kafli um mannréttindi verður fremstur í stjórnarskránni og í honum verður tekið fyrir möguleikann á herskyldu hér á landi, verði tillögur stjórnlagaráðs að veruleika. Fyrstu tillögurnar frá nefndum Stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni voru teknar til umræðu og afgreiðslu á 7. ráðsfundi í gær. 6.5.2011 05:00
Hafa ekkert greitt í 22 ár Eigendur flugskýla við Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri hafa ekki þurft að greiða gatnagerðargjöld síðan árið 1989. Samkvæmt samþykkt frá Borgarráði Reykjavíkur frá 1. ágúst það ár skulu eigendur hins vegar þess í stað greiða kostnað við lagfæringar eldri lagna og eftir atvikum lagningu nýrra holræsa og brunna. 6.5.2011 05:00
Vefur Alþingis er ekki bloggsíða Beiðni Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns um að fá að birta athugasemdir við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á vefsvæði þingsins hefur verið hafnað. „Heimasíða Alþingis er ekki bloggsíða heldur upplýsingasíða fyrir þjóðþingið," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. 6.5.2011 04:30
Gæti svipað til Central Park „Okkur finnst náttúruperlan Öskjuhlíð lítið kynnt þótt hún sé nálægt Nauthólsvík, frábærum gönguleiðum og stríðsminjum,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. 6.5.2011 04:00
Samningar til þriggja ára háðir ýmsum fyrirvörum Aðilar vinnumarkaðarins undirrituðu í gær kjarasamning til þriggja ára sem munu tryggja félagsmönnum Alþýðusambands Íslands (ASÍ) almennar launahækkanir upp á 4,25 prósent um næstu mánaðamót og 3,5 og 3,25 prósenta hækkanir á næstu tveimur árum. Samningarnir eru þó háðir ýmsum fyrirvörum um þróun mála. 6.5.2011 03:45
Katrín ávarpaði orkumálaráðherra Um 40% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi kemur frá bílum og fiskiskipaflotanum en raforkuframleiðsla og húshitun er nánast án losunar. Þetta kom fram í máli Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra þegar hún flutti ræðu á fundi orkumálaráðherra Evrópusambands- og EES-ríkjanna. Fundurinn var haldinn dagana Búdapest 2. og 3. maí síðastliðna. 5.5.2011 22:13
Jói Fel stöðvar sölu á kryddköku Jói Fel hefur ákveðið að stöðva sölu á og innkalla kryddkökur frá Jóa Fel þar sem heslihneta er ekki getið í innihaldslýsingu og líklegt er að varan innihaldi snefil af jarðhnetum. Ákvörðunin er tekin í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir heslihnetum, jarðhnetum og afurðum úr þeim. 5.5.2011 21:41
Lögreglumenn fengu fjölda furðulegra útkalla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk fjölda furðulegra útkalla í gær. Þetta byrjaði með því að á tíunda tímanum var tvisvar óskað eftir aðstoð með skömmu millibilli og málin virtust alvarleg. 5.5.2011 21:28
Bætur hækka í samræmi við kjarasamningana Stjórnvöld munu endurskoða bætur almannatrygginga með hliðsjón af niðurstöðum kjarasamninganna, þannig að lífeyrisþegar og atvinnulausir njóti hliðstæðra kjarabóta og um verður samið í kjarasamningunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninganna sem skrifað var undir í dag. 5.5.2011 21:03
Fréttaskýring: Sagan geymir 600 hvítabirni Eru tíðar komur hvítabjarna til landsins undanfarin þrjú ár að einhverju leyti sérstakar í sögulegu tilliti? 5.5.2011 21:00
Bíóferð fjölskyldunnar kostar um 7.000 krónur Bíóferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu, tvo fullorðna og tvö börn á aldrinum 9-12 ára, getur auðveldlega kostað nálægt sjö þúsund krónum. Þessa upphæð þarf fjölskyldan að greiða ef keypt er lítil kók og lítill poki af poppkorni handa hverjum og einum ásamt bíómiðum þegar engin tilboð eru. 5.5.2011 20:00
Áttatíu milljarða framkvæmdir fyrir norðan Fjárfestingar hins opinbera í orkuverkefnum á Norðurlandi gætu numið 70-80 milljörðum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands vegna kjarasamninga sem skrifað var undir í dag. 5.5.2011 19:41
Íslandsheimsóknir hvítabjarna hluti af eðlilegu lífsmunstri Ævar Petersen dýrafræðingur segir Ísland hluta af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem hingað koma. 5.5.2011 18:45
Launþegar fá 50 þúsund krónur um mánaðamótin Skrifað var undir kjarasamninga í húsnæði ríkissáttasemjara um sexleytið í kvöld. Samkvæmt kjarasamningunum munu starfsmenn sem voru í fullu starfi í mánuðunum mars-maí fá 50 þúsund eingreiðslu í júní næstkomandi. 5.5.2011 18:31
Kjarasamningar undirritaðir klukkan sex Stefnt er að undirritun nýs kjarasamnings hjá ríkissáttasemjara klukkan sex, samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands. Samningamenn hafa setið við fundarhöld í allan dag. 5.5.2011 17:23
Vöffludeigið komið í poka Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara er búin að setja vöffludeigið inn í poka til þess að halda því fersku á meðan kjarasamningar eru lesnir yfir. Vonast er til að þeir verði undirritaðir í dag en ekki er búist við því að það gerist fyrir klukkan fimm. 5.5.2011 16:00
Vöffludeigið er klárt Nú styttist í undirskrift kjarasamninga þrátt fyrir að aðilar vinnumarkaðarins sitji enn á fundum og enn sé óljóst hvenær nákvæmlega menn setji penna á blað. Þetta má ráða af því að búið er að hræra vöffludeigið hjá ríkissáttasemjara en það er órjúfanlegur hluti af ferlinu að deiluaðilar gæði sér á vöfflum að undirskrift lokinni. 5.5.2011 15:02
Eigandi leyfði húsleit - Við stálum ekki tíkinni! "Við erum ekki með tíkina. Við stálum ekki tíkinni!" segir eigandi Rottweilertíkarinnar Chrystel. Eigandinn fór í skýrslutöku í morgun hjá lögreglunni á Akureyri og sagði þar að tíkin væri ekki á heimilinu. Lögreglan hafði hann grunaðan um að hafa stolið tíkinni af hundahóteli rétt utan við Selfoss, en þar var tíkin vistuð eftir að lögreglan í umdæminu tók hana í vörslu sína þar sem hún hafði bitið konu. 5.5.2011 14:40
Segir Ísland gjaldþrota vegna umburðalyndis gagnvart samkynhneigðum Ísland er gjaldþrota vegna umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum að mati Margie Phelps, sem tilheyrir fjölskyldu sem bandarískir fjölmiðlar hafa oft nefnt hataðasta fjölskylda Bandaríkjanna. 5.5.2011 14:31
Hætt kominn vegna eldsvoða í báti Sjómaður á strandveiðibát var hætt kominn þegar það kviknaði í bátnum um hádegisbilið. Hann var þá staddur um tíu sjómílur norðvestur af Gróttu. 5.5.2011 13:59
Samkomulag um fimmtu endurskoðun Samkomulag hefur náðst um fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sendinefnd sjóðsins hefur verið hér á landi síðustu daga og í dag tilkynnti Julie Kozack, sem er í forsvari fyrir sendinefndina, að samkomulag sé í höfn. Það er þó háð samþykki framkvæmdastjórnar AGS en búist er við því að stjórnin taki málið fyrir í byrjun næsta mánaðar. 5.5.2011 13:53
Brjóstabollur með kaffinu - brjóstanna vegna Sala á svokölluðum brjóstabollum hófst í bakaríum Landssambands bakarameistara í dag. Brjóstabollurnar eru seldar til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þær verða seldar til og með komandi sunnudegi, sem er mæðradagurinn. Styrktarfélagið Göngum saman stendur að sölunni í samstarfið við bakarana. „Landsmenn eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna," segir í tilkynningu frá félaginu. Þá efnis styrktarfélagið til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna í Laugardalnum í Reykjavík á mæðradaginn, sunnudaginn 8. maí. Lagt verður af stað frá Skautahöllinni klukkan ellefu og gengið um dalinn í um það bil klukkustund. Mæðradagsganga verður einnig frá Jónshúsi í Kaupmannahöfn klukkan eitt. Göngufólki gefst kostur á að styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini, annaðhvort með frjálsum framlögum eða með því að festa kaup á varningi Göngum saman. Styrktarfélagið Göngum saman styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert. Félagið leggur áherslu á miklvægi hreyfingar til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins. 5.5.2011 13:19
Laun ríkisstarfsmanna stefna fimm milljarða fram úr áætlun Launagreiðslur til ríkisstarfsmanna fóru 1.240 milljónir króna fram úr áætlun á fyrstu þremur mánuðum ársins og með sama áframhaldi fara þær fimm milljarða umfram fjárlög á árinu. Ráðamenn ríkisstjórnarinnar segjast fylgja stefnu um ítrasta aðhald og sparnað. 5.5.2011 12:15
Verktakar frá sex löndum vilja Vaðlaheiðargöng Íslenskir, norskir, danskir, svissneskir, færeyskir og tékkneskir verktakar hafa lýst yfir áhuga á að fá að gera tilboð í byggingu Vaðlaheiðarganga. Sex hópar taka þátt í forvalinu. 5.5.2011 12:11
Vonast til að skrifa undir samninga í dag Vonir standa til að hægt verði að skrifað verði undir nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í dag. Búið er að semja um öll veigamestu atriðin en verið er að ganga frá smærri málum. 5.5.2011 12:07
Fimmtán hundruð hafa sótt um níu hundruð sumarstörf Fimmtán hundruð námsmenn og atvinnuleitendur hafa sótt um þau níu hundruð sumarstörf sem auglýst voru af Velferðarráðuneytinu og Vinnumálastofnun um miðjan síðasta mánuð. Hart er slegist um þau störf sem eru í boði segir formaður stúdentaráðs. 5.5.2011 12:03
RÚV óheimilt að sýna beint frá tónleikunum RÚV var ekki heimilt að vera með sjónvarpsútsendingu frá fyrstu tónleikunum sem haldnir voru í Hörpu, en þeir fóru fram í gær þegar Sinfóníuhljómsveitin steig á svið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV en mikil umræða hefur skapast um að RÚV sýndi beint frá íþróttaleik í gærkvöldi á sama tíma og þessir fyrstu tónleikar fóru fram í Hörpu. Hins vegar var útvarpað beint á Rás 1 frá tónleikunum. Sinfóníuhljómsveitin lék undir stjórn Vladimírs Ashkenazí og flutti verkið Velkomin Harpa eftir Þorkel Sigurbjörnsson, píanókonsert eftir Edvard Grieg og Níunda sinfónía Beethovens. "Hins vegar verða sömu tónleikar teknir upp í kvöld og verða á dagskrá sjónvarps með viðtölum sem Arndís Björk Ásgeirsdóttir tók við Vladimír Ashkenazí og Víking Heiðar Ólafsson á Hvítasunnudag, 12. júní nk. kl. 14.00. Þess má auk þess geta að formleg opnunarhátíð Hörpu fer fram kl. 18.00 föstudaginn 13. maí og verður útvarpað og sjónvarpað beint frá hátíðinni,“ segir í tilkynningu frá RÚV. Ekki er tekið fram í tilkynningunni hvaða ástæður eru fyrir því að RÚV var sjónvarpsútsending óheimil. 5.5.2011 12:02
Lögregluembætti ekki sameinuðu á Vestfjörðum og Vesturlandi Vikið hefur verið frá hugmyndum um sameiningu lögregluembætta á Vesturlandi og Vestfjörðum, en þess í stað verða embættin á Vesturlandi eingöngu sameinuð. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorn.is. 5.5.2011 11:49
Steingrímur í viðtali við Dow Jones: Krónan hefur þjónað okkur vel Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í viðtali við Dow Jones fréttaveituna, að Íslendingar séu betur settir utan Evrópusambandsins en innan þess vegna þess að aðild gæti meðal skaðað sjávarútveginn hér á landi. 5.5.2011 11:33
Eygló hleypur gegn legslímuflakki Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu til stuðnings Samtökum kvenna með endómetríósu, eða legslímuflakk. Eygló var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þar sem lagt er til heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir fræðsluátaki um legslímuflakk og að skoðaður verði möguleikinn á stofnun göngudeildar með legslímuflakk. Eygló var gestur Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Erlu Kristinsdóttur, formanns Samtaka kvenna með endómetríósu. Erla greindist með legslímuflakk fyrir um fimm árum síðan. Hún hafði alla tíð verið með afar slæma túrverki og tók greiningin á sjúkdómnum um áratug. Hún þurfti loks að fara í stóra aðgerð þar sem skafið var úr báðum eggjastokkum, brennt úr kviðarholinu auk þess sem fleygur var tekinn úr þvagblöðrunni. "Það er ekki hægt að lækna þennan sjúkdóm,“ segir Erla. Hún segir að sér hafi alltaf verið talin trú um að hún væri einfaldlega bara óheppin að vera með svona slæma túrverki. Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu og valda þar bólgum og blöðrumyndun. Undir venjulegum kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Samtaka kvenna með endómetríósu þjást um 2–5% stúlkna og kvenna hér á landi af sjúkdómnum einhvern tímann á frjósemisskeiði og er því ljóst að um töluverðan fjölda er að ræða. Á 20 ára tímabili greindust um 1.400 konur með sjúkdóminn á Íslandi. Helstu einkenni legslímuflakks eru mikill sársauki við og fyrir blæðingar, miklar og/eða óreglulegar blæðingar, verkir í kviðarholi milli blæðinga, sársauki við egglos, samfarir og þvaglát. Legslímuflakk getur valdið ófrjósemi. Hlusta má viðtalið við Erlu og Eygló Í bítinu með því að smella á tengilinn hér að ofan. 5.5.2011 11:27
Hálft tonn af ullarfötum til Japans Rúmt hálft tonn af ullarfatnaði verður sent til Japans frá Íslandi á næstunni en það voru þrjár japanskar konur sem búsettar eru hér á landi sem hófu söfnun fyrir fórnarlömb hamfaranna í Japan. Þær Miyako Þórðarson, Yoko Arai og Yayoi Shimomura vildu gera eitthvað til að hjálpa löndum sínum í Japan og höfðu því samband við Póstinn um að aðstoða þær við að senda hlífðarfatnaðinn úr íslensku ulllinni til Japans. 5.5.2011 11:01
E-töflumaður áfram í haldi Héraðsdómur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem var handtekinn í Leifsstöð í mars með 36 þúsund e-töflur og 4.400 skammta af LSD í fórum sínm. 5.5.2011 11:00
80 prósent vilja festa táknmál í lög Í könnun sem fyrirtækið Miðlun ehf. gerði 17-28 mars síðastliðin fyrir Félag heyrnarlausra á viðhorfi almennings til táknmáls sem fyrsta máls, kemur í ljós að 80,8% aðspurðra eru frekar eða mjög sammála því að táknmál verði bundið í lögum sem fyrsta mál þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. 5.5.2011 10:03
Uppbygging í Garði: Nýtt íslenskt barnamauk Þrjú ný störf hafa orðið til í Garði á Suðurnesjum vegna tilkomu fyrirtækisins Barnavagninn, sem framleiðir grænmetis- og ávaxtamauk fyrir ungbörn. Barnavagninn er rekið af sömu aðilum og eiga Ávaxtabílinn. Auk þess er Eignarhaldsfélag Suðurnesja hluthafi í fyrirtækinu og lagði því til stofnfé. Öll framleiðsla fer fram í Garði á Suðurnesjum. 5.5.2011 09:31
Kjaraviðræður halda áfram í dag Samningamenn Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífisins náðu ekki að ganga endanlega frá nýjum kjarasamningi í gærkvöldi og gerðu hlé á fundi sínum laust fyrir miðnætti. Ráðgert er að hefja viðræður aftur með morgninum. 5.5.2011 07:37
Bilun í þremur strandveiðibátum Bilun varð í þremur strandveiðibátum úti á miðunum í gærkvöldi, en nálægir bátar komu þeim til aðstoðar og drógu þá í land. Veður var gott í öllum tilvikunum. 5.5.2011 07:20
Sex ökumenn teknir úr umferð í nótt Sex ökumenn voru stöðvaðir og teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt og þar af tveir réttindalausir fyrir samskonar brot áður.Hinir fjórir voru sviftir ökuréttindum til bráðabirgða. 5.5.2011 07:19
Föðuramma Obama að koma til Íslands Sara Obama, stjúpamma Baracks Obama Bandaríkjaforseta í föðurætt, er á leið hingað til lands síðar í mánuðinum. Hún kemur á vegum Pauls Ramses Oduor og Rosemary Atieno og hjálparsamtaka þeirra. 5.5.2011 06:45
Nýir eldsneytisgjafar nema hálfu prósenti Af þeim 195.715 bifreiðum sem í umferð eru í dag gengur bara rétt rúmlega hálft prósent fyrir öðru eldsneyti en bensíni eða dísilolíu. Það eru 1.006 bílar. 73,4 prósent bílaflota landsins ganga fyrir bensíni og 26,1 prósent fyrir dísilolíu. 5.5.2011 06:00
Ætla múslimum lóð í Sogamýri Samkvæmt tillögu embættis skipulagsstjóra Reykjavíkur gæti Félag múslima fengið byggingarlóð austast í Sogamýri. Skipulagsráð hefur sent tillögu um tilbeiðsluhús á lóðinni til umsagnar hjá hverfisráðinu, umhverfisráði og Skipulagsstofnun. 5.5.2011 05:00
Fullveldið er undirstaðan Hugmyndir um þjóðina og fullveldi hafa einkennt íslenska stjórnmálaumræðu um áratugaskeið og eru í raun gegnumgangandi í flestöllum deilumálum um utanríkismál, allt frá inngöngunni í NATO árið 1949. 5.5.2011 04:00
Yfirvöld fréttu fyrst af skólpinu árið 2006 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ítrekað farið fram á lagfæringu lagna á Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í bréfi Heilbrigðiseftirlitsins til Jóns Baldvins Pálssonar flugvallarstjóra, sem dagsett er 2. maí síðastliðinn. 5.5.2011 04:00
Lægstu laun hækka strax um 20 þúsund Lægstu laun á almennun vinnumarkaði hækka strax í rúmar hundrað og áttatíu þúsund krónur ef nýjir kjarasamningar verða að veruleika. Vonast er til að hægt verði að ganga frá þeim á næsta sólarhringnum. 4.5.2011 18:50
Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. 4.5.2011 18:41
Tapar á hækkun tekjutengingar vaxtabóta Reykvísk kona sem skuldar húsnæðislán segist hafa tapað á þeirri ákvörðun stjórnvalda að hækka tekjutengingu vaxtabóta - en bæta tímabundið við vaxtaniðurgreiðslu. Munurinn slagar upp í sólarlandaferð fyrir einn. Hún telur aðgerðina brjóta gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og hefur kvartað til Umboðsmanns Alþingis. 4.5.2011 18:37