Vilja þingvíti á Steingrím fyrir mútubrigsl 14. febrúar 2011 19:03 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hafnaði kröfu á Alþingi í dag um að Svandís Svavarsdóttir segði af sér en kvaðst þvert á móti fagna því að loksins væri kominn umhverfisráðherra sem stæði vörð um náttúruna. Forystumenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að Steingrímur yrði víttur fyrir að ýja að því að Landsvirkjun hefði mútað Flóahreppi.Dómur Hæstaréttar í máli umhverfisráðherra og Flóahrepps var það fyrsta sem þingmenn hófu að ræða í dag að loknu tíu daga fundahléi. Framsóknarmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði að þegar stjórnlagaþingið hafi verið til umræðu hefðu ráðherrar forsætis og innanríkis sagt að þeir þyrftu ekki að segja af sér, enda hefðu þeir engin lög brotið."Hér hefur verið lögbrot. Og kemur ekki einu sinni afsökunarbeiðni. Hvað þá, - sem eðlilegast væri, - að umhverfisráðherra segði af sér," sagði Sigurður Ingi."Umhverfisráðherra nýtur fyllsta stuðnings og trausts míns," sagði Steingrímur og kvaðst fagna því að loksins væri kominn umhverfisráðherra sem gerði það sem góðir umhverfisráðherrar ættu að gera; að standa vörð um náttúruna.En það voru þó ekki þessi ummæli Steingríms sem kölluðu á hörðustu viðbrögðin, heldu þessi:"Áfram stendur það álitamál hvort menn vilji hafa fyrirkomulagið þannig að utanaðkomandi aðilar geti keypt sér niðurstöður í skipulagsmálum, sem ég held að þingmenn ættu að taka alvarlegar en hitt."Bæði formaður og þingflokksformaður Framsóknarflokksins sögðu að með þessum orðum hefði fjármálaráðherra vænt Landsvirkjun um að greiða mútur og Flóahrepp að þiggja mútur og kröfðu þingforseta um að ávíta fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Elín Árnadóttir, krafðist þess að Steingrímur bæðist afsökunar á orðum sínum."Þetta eru ein þau ósmekklegustu orð sem hér hafa fallið, - og er þó af nógu af taka," sagði Ragnheiður Elín.Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokks, spurði um nýja Ísland:"Hvað hefur breyst á Íslandi? Hvar er nýja Ísland sem hæstvirtur fjármálaráðherra, eins og margir aðrir, tala um, þegar kemur að því að axla ábyrgð. Hér er ráðherra dæmdur af Hæstarétti fyrir að brjóta lög. Og það er bara pólitík, segir hún!" Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hafnaði kröfu á Alþingi í dag um að Svandís Svavarsdóttir segði af sér en kvaðst þvert á móti fagna því að loksins væri kominn umhverfisráðherra sem stæði vörð um náttúruna. Forystumenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að Steingrímur yrði víttur fyrir að ýja að því að Landsvirkjun hefði mútað Flóahreppi.Dómur Hæstaréttar í máli umhverfisráðherra og Flóahrepps var það fyrsta sem þingmenn hófu að ræða í dag að loknu tíu daga fundahléi. Framsóknarmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði að þegar stjórnlagaþingið hafi verið til umræðu hefðu ráðherrar forsætis og innanríkis sagt að þeir þyrftu ekki að segja af sér, enda hefðu þeir engin lög brotið."Hér hefur verið lögbrot. Og kemur ekki einu sinni afsökunarbeiðni. Hvað þá, - sem eðlilegast væri, - að umhverfisráðherra segði af sér," sagði Sigurður Ingi."Umhverfisráðherra nýtur fyllsta stuðnings og trausts míns," sagði Steingrímur og kvaðst fagna því að loksins væri kominn umhverfisráðherra sem gerði það sem góðir umhverfisráðherrar ættu að gera; að standa vörð um náttúruna.En það voru þó ekki þessi ummæli Steingríms sem kölluðu á hörðustu viðbrögðin, heldu þessi:"Áfram stendur það álitamál hvort menn vilji hafa fyrirkomulagið þannig að utanaðkomandi aðilar geti keypt sér niðurstöður í skipulagsmálum, sem ég held að þingmenn ættu að taka alvarlegar en hitt."Bæði formaður og þingflokksformaður Framsóknarflokksins sögðu að með þessum orðum hefði fjármálaráðherra vænt Landsvirkjun um að greiða mútur og Flóahrepp að þiggja mútur og kröfðu þingforseta um að ávíta fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Elín Árnadóttir, krafðist þess að Steingrímur bæðist afsökunar á orðum sínum."Þetta eru ein þau ósmekklegustu orð sem hér hafa fallið, - og er þó af nógu af taka," sagði Ragnheiður Elín.Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokks, spurði um nýja Ísland:"Hvað hefur breyst á Íslandi? Hvar er nýja Ísland sem hæstvirtur fjármálaráðherra, eins og margir aðrir, tala um, þegar kemur að því að axla ábyrgð. Hér er ráðherra dæmdur af Hæstarétti fyrir að brjóta lög. Og það er bara pólitík, segir hún!"
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira