Fleiri fréttir

Olíuleki: Hreinsun lauk á miðnætti

Slökkviliðsmenn og starfsmenn Olíudreifingar luku hreinsunarstarfi við Olíubryggjuna í Örfyrisey í Reykjavík um miðnætti, en talið er að umþaðbil tvö þúsund lítar af svartolíu hafi lekið þar í sjóinn þegar verið var að dæla olíu um borð í togarann Eldborgu.

Hálka og éljagangur - Færð á vegum

Á Suðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja nokkuð víða. Meðal annars er hálka og éljagangur á Hellisheiði og í Þrengslum. Flughált er austan við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og ofan við Flúðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni um færð og ástand vega.

Óvenjurólegt hjá löggunni

Óvenju rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt og úköll teljandi á fingrum annarar handar, sem er afar fátítt, að sögn lögreglunnar. Fangageymslurnar eru líka tómar. Eina undantekningin var að ökumaður var tekinn úr umferð eftir akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis.

Íslenskir togarar mokveiða við Noreg

Fjórir íslenskir frystitogarar eru nú að mokveiða þorsk við Norður Noreg, samkvæmt samningum um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir við Norðmenn.

Enn stefnir í verkfall

Allt virðist stefna í verkfall starfsmanna fiskimjölsverksmiðja eftir einn og hálfan sólarhring og komu síðustu skipin inn til löndunar í Eyjum í gærkvöldi.

Átta sluppu vel í bílveltum

Ökumaður og þrír farþegar sluppu nær ómeiddir þegar bíll valt í mikilli hálku út af Vesturlandsvegi norðan við Akrafjall í gærkvöldi og valt þrjár veltur.

Skjálftahrina í Langjökli

Enn er skjálftavirkni suðaustur af Húsafelli, eða suðvestur undir Langjökli. þar mældist skjálfti á bilinu 2 til 3 á Richter í nótt, en fjórir skjálftar á því styrkleikabili hafa mælst síðastliðnar 48 klukkustundir. Auk þess hafa mælst þar vægari skjálftar. Engar augljósrar skýringar eru á þessari hrynu, sem hófst fyrir helgi.

Ráðuneyti skortir yfirsýn

Tíð ráðherraskipti og stefnubreytingar valda því að innsæi og yfirsýn skortir varðandi þjónustu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.

Stal öllu sem hönd á festi

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölmarga þjófnaði, gripdeildir og fjársvik.

Nemar spái í stjörnur

Allir grunn- og framhaldsskólar á Austurlandi fengu nýverið afhenta stjörnusjónauka að gjöf. Að verkefninu komu Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og landsnefnd um ár stjörnufræðinnar 2009.

Hafa slegið verulega af kröfum sínum

„Við höfum reiknað með því að mennirnir muni ana út í þetta verkfall og valda starfsfélögum sínum, fyrirtækjum og sam­félaginu stórkostlegu tjóni. Við höfum ekki fundið fyrir neinni ábyrgðar­tilfinningu hjá þeim,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um fyrir­hugað verkfall um áttatíu bræðslumanna sem hefst á morgun.

Var með fíkniefni innvortis

Kona á þrítugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir smygl á rúmlega 145 grömmum af amfetamíni.

Fá brot gegn börnum fara til lögreglu

Árið 2006 bárust barnaverndaryfirvöldum 417 tilkynningar vegna gruns um ofbeldi gegn börnum. Af þeim voru 189 tilvik þar sem grunur lék á að ofbeldið væri af hendi foreldris eða annars umönnunaraðila. Um 156 börn er þar að ræða. Mál fimm þessara barna rötuðu inn á borð lögreglu. Kemur þetta fram í nýrri rannsókn Barnaverndarstofu (BVS).

Alþingi með umboð þjóðarinnar

Samþykki rúmur meirihluti Alþingis Icesave-samninginn eru skilaboðin skýr og hann síður lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftir því sem dregur úr stuðningi á Alþingi aukast líkur á þjóðar­atkvæðagreiðslu. Þetta er mat Sigurðar Líndal lagaprófessors.

Stjórn Frjálshyggjufélagsins kosin - formaður endurkjörinn

Ný stjórn var kjörin á fjölsóttum aðalfundi Frjálshyggjufélagsins laugardaginn 12. febrúar 2011. Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og laganemi, var endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru Haraldur Pálsson hagfræðinemi, Vignir Már Lýðsson hagfræðinemi, Stefán Gunnar Sveinsson, doktorsnemi við LSE, Ásgeir Jóhannesson, heimspekingur og lögfræðingur, Valþór Druzin Halldórsson forritari og Björg Brynjarsdóttir viðskiptafræðinemi.

Fjölmiðlum meinað að fylgjast með hreinsunaraðgerðum

Einn slökkviliðsbíll og allnokkrir starfsmenn slökkviliðsins vinna að því að koma upp flotgirðingum í sjónum við Örfirisey, en á bilinu fimmhundruð til þrjúþúsund lítrar af svartolíu láku ofan í sjóinn úr skipinu um klukkan þrjú í dag. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð.

Mengunarslys við Örfirisey

Svartolía lak ofan í Reykjavíkurhöfn við Örfirisey fyrir um klukkustund síðan. Varðstjóri slökkviliðsins segir allt að þrjú þúsund lítra af olíu geta hafa lekið ofan í sjóinn, en ekki er vitað um nákvæmt magn.

Ólafur Ragnar: Þurfum að treysta fólkinu í landinu

„Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvðagreiðslu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði.

Tveir keppa á hundasleða-HM

Tveir Íslendingar eru meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í hundasleðaakstri sem fer fram um þessar mundir í Noregi.

Svifrykið geislavirkt þrjá daga í röð

Geislavirk efni mældust í svifryki á Höfuðborgarsvæðinu nýlega. Það voru mælitæki í loftsíum við eftirlitsstöðina við Veðurstofu Íslands sem mældu geislvirknina, þrjá daga í röð.

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæði víða um land eru opin í dag eftir ofankomu undanfarinna daga. Í Hlíðarfjalli á Norðurlandi er opið frá klukkan tíu til fjögur síðdegis, en þar er tveggja gráðu hiti og logn.

Á sjötta þúsund gegn Icesave- Einn kærður fyrir kennitölufals

Hátt í sex þúsund manns hafa skráð sig á vefinn kjósum.is þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er hvattur til þess að synja Icesavefrumvarpinu staðfestingar, verði það samþykkt á Alþingi, og vísa því þannig til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lagið hans Sjonna sigraði í undankeppni Eurovision

Lagið Aftur heim verður framlag Íslands í Eurovision keppninni sem fram fer í Dusseldorf í Þýskalandi í vor. Lagið er eftir Sigurjón Brink og textinn eftir Þórunni Clausen eiginkonu hans. Sjö lög tóku þátt í úrslitakeppninni sem fram fór í kvöld og varð lagið Ég trúi á betra líf í flutningi Magna Ásgeirssonar í öðru sæti.

Kom illa út úr kvótaskerðingu

Skipstjóra og tveimur stýrimönnum á ístogaranum Smáey VE 144, sem útgerðafélagið Bergur/Huginn í Vestmannaeyjum gerir út, hefur verið sagt upp störfum. Þeir eru allir með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Tólf til sextán eru í áhöfn Smáeyjar og hefur þeim sem eftir eru verið tilkynnt að frekari uppsagnir séu fyrirhugaðar.

Grundvöllur útgáfu hruninn

Grundvöllur útgáfu námsbóka fyrir framhaldsskóla er hruninn að sögn helstu útgefenda hér á landi. Þeir telja að jafnvel verði ekki þróað eða gefið út námsefni á næstunni. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir í samtali við Fréttablaðið að vendipunktur hafi verið í ár.

SA segja synjun Svandísar hafa verið ómálefnalega

Samtök Atvinnulífsins telja synjun umhverfisráðherra á staðfestingu skipulags hreppana við Þjórsá vera bæði ómálefnalega, andstæða lögum og einungis til þess fallna að tefja fyrir mikilvægri uppbyggingu og fjárfestingum hér á landi.

Verulegar áhyggjur af ímynd lambakjötsins

Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir félagsmenn hafa verulegar áhyggjur af ímynd lambakjöts í útlöndum eftir að fjöldi erlendra fjölmiðla greindi frá díoxínmengun í íslensku kjöti.

Steingrímur komst ekki til eyja vegna veðurs

Steingrímur J. Sigfússon þurfti frá að hverfa þegar flugvél sem hann var farþegi í gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum í morgun vegna veðurs. Þetta kemur fram á vefsíðu Eyjafrétta.

145 jarðskjálftar og fimm sprengingar í vikunni

145 skjálftar voru staðsettir í vikunni og fimm sprengingar. Stærsti skjálfti vikunnar, 3,4 að stærð, varð rétt suðvestan Kistufells 3. febrúar. Fjöldi frostbresta mældust norðan Vatnajökuls og allt norður að Grímsstöðum á Fjöllum.

Pústrar í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um pústra á skemmtistað í nótt en þá fylgdi með að einn gesturinn hefði verið sleginn kaldur í gólfið og rotast við höggið.

Handtökuskipun gefin út á hendur Musharraf

Gefin hefur verið út handtökuskipun á hendud fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Pervez Musharraf, vegna andláts Benazir Bhutto árið 2007. Hún var myrt á fjöldafundi í Rawalpindi en talið er að Talibanar hafi skipulagt morðið.

Stjórnarskrá Íslands leikin í Hafnarborg

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands verður flutt sem tónlistar- og myndlistargjörningur í Hafnarborg í dag. Höfundar verksins eru Libia Castro og Ólafur Ólafsson. Árið 2007 fengu þau til liðs við sig Karólínu Eiríksdóttur tónskáld, sem samdi tónverk við 81. grein stjórnarskrár Íslands.

Fær enn aðdáendabréf

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tekur þátt í forkeppni Eurovision hérlendis í annað sinn á laugardagskvöld. Jóhanna segist aldrei hafa búist við því að taka aftur þátt og ákvörðunin hafi því verið stór.

Líklegt að reyni á ábyrgð allra - fréttaskýring

Dósent í lögfræði við HÍ telur líklegt að þeir sem hafi orðið fyrir tjóni vegna mengunar frá sorpbrennslum muni reyna að sækja bætur til eigenda, rekstrar- og eftirlitsaðila. Tjón einstaklinga er orðið gríðarlegt.

Mótmæli skipulögð í Alsír - búist við átökum

Yfirvöld í Alsír búa sig undir víðtæk mótmæli víða um landið í dag, en þau eru skipulögð af stjórnarandstöðuhreyfingum í landinu sem krejast umbóta. Skipulögð mótmæli eru ekki leyfð í Alsír og því óttast margir að til átaka gæti komið á milli mótmælenda og lögreglu.

Skíðasvæði opin á Norðurlandinu

Skíðasvæði á Norðurlandi eru opin í dag. Opið er í Hlíðarfjalli við Akureyri, í Böggvistaðafjalli við Dalvík, Tindastóli í Skagafirði og á skíðavæðinu á Siglufirði.

Vill bætur eins og Eiður Smári

Marinó G. Njálsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, hefur farið fram á að fá greiddar 400 þúsund krónur í bætur frá DV vegna umfjöllunar um fjármál hans.

Sjá næstu 50 fréttir