Fleiri fréttir

Vísa allri ábyrgð á SA

Trúnaðar- og samningamenn VM gagnrýna Samtök atvinnulífsins harðlega fyrir að halda samningum alls launafólks í landinu ólöglega í gíslingu vegna kröfu útgerðarmanna. Þetta kemur fram í ályktun sem þeir samþykktu í gær.

Rútuferðum frestað til kvölds

Rútuferðum hjá fyrirtækinu Bílar og fólk ehf, sem áttu að að fara frá Reykjavík til Akureyrar og frá Akureyri til Reykjavíkur í dag kl. 08:30 verið frestað til kvölds vegna óveður. Brottför verður frá Reykjavík og Akureyri kl. 17:00. Einnig hefur ferðunum sem áttu að fara frá Reykjavík kl. 08:30 í Borgarnes og til Stykkishólms, Grundarfjarðar og Ólafsvíkur verið frestað til kvölds og verður farið frá Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík kl. 16:00 og frá Reykjavík kl. 17:00. Áætlunarferðinni frá Reykjavík til Hólmavíkur sem átti að fara kl. 08:30 hefur einnig verið frestað til kl. 13:00. Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum hefur verið felld niður og verður því ekki farið í Þorlákshöfn kl. 09:30.

Fundu 60 lítra af gambra á Selfossi

Lögreglan á Selfossi lagði í gærkvöldi hald á 60 lítra af gambra og bruggtæki í heimahúsi í bænum. Húsráðandi var á vettvangi þegar lögreglu bar að og viðurkenndi hann að hafa verið að brugga, en engin fullbúinn landi var í húsinu.

Sjaldséð eðla í Landakotskirkju

Séra Patrick Breen, sóknarpresti í Landakotskirkju, brá nokkuð í brún í gær þegar hann frétti af því að á kirkjugólfinu stæði rúmlega meters löng græneðla (e. iguana). Séra Patrick segir að kirkjuræknar eðlur teljist undantekning í kirkjustarfinu og fól hann lögreglu lausn málsins.

Fá skip á sjó - fyrstu ferð Herjólfs frestað

Sárafá skip eru á sjó og eru sum þeira í vari, meðal annars við Vestmannaeyjar. Herjólfur fór ekki fyrri ferðina sem sigla átti klukkan 7:30 vegna veðurs og eru farþegar sem áttu bókað far beðnir um að hafa samband við afgreiðslu.

Millilandaflugi frestað og innanlandsflug liggur niðri

Öllu millilandaflugi frá Keflavík hefur verið frestað um eina til þrjár klukkustundir vegna veðursins sem nú gengur yfir og Ameríkuvélarnar koma seinna en áætlað var. Erfitt er að hemja vélarnar við landgangana við þessar aðstæður. Innanlandsflug liggur niðri.

Mikið rok á Suðvesturlandi - björgunarsveitir að störfum

Verulega fór að hvessa suðvestanlands upp úr klukkan fimm í morgun og voru björgunarsveitir kallaðar út í Reykjanesbæ til að hefta fok í bænum og í Vogunum. Sömuleiðis í Hafnarfirði, þar sem járnplata fauk meðal annars inn um glugga, en engan sakaði. Þar fuku líka tveir vinnuskúrar.

Fjöldi vísindamanna gagnrýnir þingmenn

Harðort bréf hefur borist Alþingi frá 37 vísindamönnum þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þingsályktunartillögu um bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera. Flutningsmenn frumvarpsins eru átta frá þrem stjórnmálaflokkum; Vinstri grænum, Hreyfingunni og Samfylkingunni.

Baðst afsökunar og tók bíl af dótturinni

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, baðst í gær afsökunar á að hafa túlkað ráðningar­samning sinn þannig að aðrir en hún gætu ekið um á bíl sem Kópavogsbær leggur henni til.

Agnes og Ingi semja um sátt

Ingi F. Viljálmsson, fréttastjóri DV, hefur fallið frá meiðyrðamáli á hendur Agnesi Bragadóttur, blaðamanni á Morgun­blaðinu, sem hann höfðaði vegna umfjöllunar um meintan þátt sinn í sakamálum sem til rannsóknar eru. Agnes og Morgunblaðið gerðu sátt við Inga sem meðal annars felur í sér að Morgunblaðið biðst afsökunar á fréttaflutningi sínum á afdráttarlausari hátt en fram til þessa.

Eiði Smára dæmdar bætur

Eiði Smári Guðjohnsen hafa verið dæmdar 400 þúsund krónur í miskabætur vegna umfjöllunar DV um fjármál hans í desember 2009. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Synjun umhverfisráðherra ógilt

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem synjun Svandísar Svavars­dóttur umhverfisráðherra á þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun er ógilt. Svandís áfrýjaði málinu í október síðastliðnum eftir að hún tapaði í héraði.

Viðræður í gang á ný

Viðræður ASÍ og SA um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hófust á ný í gærmorgun eftir um tveggja vikna hlé.

Stuttur fundur og árangurslaus

„Fundurinn stóð mjög stutt og var algjörlega árangurs­laus,“ sagði Sverrir Albertsson, formaður Afls – starfsgreina­félags Austurlands, eftir fund ríkissáttasemjara þar sem reynt var að ná sáttum í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum.

Verja 150 milljónum í átaksverkefni

Reykjavíkurborg mun verja 150 milljónum til ýmissa átaksverkefna verði tillaga sem Jón Gnarr, borgarstjóri, lagði fram á fundi borgarráðs í dag. Um er að ræða fjármuni sem koma til með að renna til verkefna í þágu ungs fólks, til virkniverkefna fyrir fólk á fjárhagsaðstoð, til fólks með takmarkaða starfsgetu, til nýsköpunarsjóðsverkefna og til að kosta laun sérstaks verkefnisstjóra árið 2011.

Iceland Express seinkar flugi vegna veðurs

Brottför véla Iceland Express til London og Kaupmannahafnar í fyrramálið hefur verið seinkað um klukkustund vegna spár um ofsaveður á Suðurnesjum. Vélarnar áttu báðar að fara klukkan 7, en fara þess í stað klukkan 8. Þessar seinkanir eru líklegar til þess að hafa áhrif á komutíma vélanna síðdegis, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Íslenskri hönnun stolið

Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu.

Icelandair seinkar öllu flugi

Icelandair hefur ákveðið að seinka öllu flugi í fyrramálið, föstudagsmorgun, til klukkan 9:00 vegna spár um ofsaveður á Suðurnesjum. Um er að ræða flug til borganna Osló, Stokkhólms, Kaupmannahafnar, London, Manchester/Glasgow, Amsterdam og Parísar. Þá má sömuleiðis gera ráð fyrir seinkun á fluginu frá New York, Seattle og Boston til landsins í fyrramálið af sömu ástæðu. Þessar seinkanir eru ennfremur líklegar til þess að hafa áhrif á bottfarar- og komutíma síðdegis.

Jójó-meistari æfir sig í fjóra tíma á dag

Hann býr í Hafnarfirði og fór að leika sér með JóJó fyrir sex árum. Nú er hann með samning við kanadískan JóJó-framleiðanda og sló í gegn á Evrópumeistaramótinu í Tékklandi fyrir skömmu.

Sparneytnir bílar í sókn

Bílasala í landinu virðist vera að komast aftur á skrið eftir að hafa náð sögulegri lægð á síðasta ári. Þannig hafa rösklega helmingi fleiri nýjar fólksbifreiðar selst í janúar miðað við sama tíma í fyrra.

Nýsköpunarsjóður fær 10 milljón króna aukafjárveitingu

Menntamálaráðherra tilkynnti í gær um 10 milljón króna aukafjárveitingu til Nýsköpunarsjóðs Námsmanna. Fjárveitingunni er ætlað að gera ríkisstofnunum kleift að greiða mótframlag ríkisins til þeirra verkefna, sem sjóðurinn styður.

Lýsi og oreganó gleðigjafar

Fiskneysla á meðgöngu getur gert börn greindari. Skort á omega-3 fitusýrum sem fást úr sjávarfangi má svo tengja þunglyndi hjá börnum og fullorðnum. Þetta segir Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir, sem hefur um árabil stundað rannsóknir á fæðuofnæmi og hefur mikinn áhuga á því hvernig fæða hefur áhrif á okkur. Hann segir að við getum beinlínis orðið glaðari við að borða sjávarfang og ef við kryddum matinn okkar með óreganó.

Þjónusta Stígamóta virkar fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Fólki sem hefur leitað aðstoðar Stígamóta eftir að hafa lent í áfalli vegna kynferðisofbeldis virðist líða mun betur andlega en því sem ekki hefur fengið ráðgjöf. Þetta sýnir rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands og kynnt var í dag.

Landsdómur á óformlegum fundi

Landsdómur kom saman til fundar í dag til þess að fjalla um atriði sem snýr að málshöfðun Alþingis gegn Geir H. Haarde. Um óformlegan fund var að ræða sem haldinn var í húsakynnum Hæstaréttar, en 15 dómendur eiga sæti í Landsdómi.

Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherra

Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu í dag að Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefði brotið lög þegar hún neitaði að staðfesta aðalskipulag vegna Urriðafossvirkjunar. Mikill áfellisdómur yfir stjórnsýslu ráðherrans, segir lögmaður Flóahrepps.

Sat saklaus í varðhaldi í fjórar vikur

Saklaus maður sat fjórar vikur í gæsluvarðhaldi fyrir meinta nauðgun. Honum var sleppt úr haldi á föstudaginn eftir að lífsýni sönnuðu sakleysi hans.

Óttast um fagleg sjónarmið í skólum

Fyrirhuguð hagræðing í skólastarfi Reykjavíkurborgar hefur valdið nokkrum úlfaþyt þar sem óljósar hugmyndir um sameiningu eða samrekstur stofnana hafa mætt töluverðri andstöðu meðal starfsfólks, stjórnenda og foreldra.

Handahófskennd nálgun meirihlutans

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, gagnrýndi vinnubrögð meirihluta Besta flokks og Samfylkingarinnar varðandi sameiningu grunnskóla, leikskóla og frístundaheimila á fundi borgarráðs í dag. Hún sagði vinnubrögðin handahófskennd og að meirihlutinn hefði sett næstum hvern einasta starfsstað borgarinnar í uppnám.

Sammála um að ná sem bestum samningi

Katrín Jakobs­dóttir menntamála­ráðherra hefur ekki áhyggjur af því að óeining við ríkisstjórnar­borðið geti tafið fyrir aðildar­viðræðum Íslands og Evrópusambandsins.

Ók fullur gegn einstefnu

Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Sá fyrri, karl um fimmtugt, var stöðvaður í Hafnarfirði síðdegis í gær en hinn, karl á fertugsaldri, var stöðvaður í miðborginni í nótt þar sem hann ók gegn einstefnu.

Ásdís Rán tapaði í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur sýknað tryggingafélagið Vörð af kröfum fyrirsætunnar Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Ásdís krafði Vörð um bætur úr slysatryggingu vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir í bílslysi.

Umfjöllun um skuldastöðu Eiðs ófréttnæm og ómálefnaleg

Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur kemst að þeirri niðurstöðu að ritstjórar DV og blaðamaður séu sekir um brot á friðhelgi einkalífs Eiðs Smára Guðjohnsens, meðal annars á þeim forsendum að fréttir af skuldastöðu hans hafi ekki haft fréttagildi auk þess sem hún sé ómálaefnaleg.

Bæjarstjóri biðst afsökunar vegna bílamálsins

Bæjarstjórinn í Kópavogi ætlar hér eftir að nota bílinn sem hún hefur til umráða í bænum ein, án þess að leyfa dóttur sinni eða öðrum aðgang að honum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem bæjarstjórinn, Guðrún Pálsdóttir, hefur sent frá sér vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um notkun á bílnum. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bíll sem Kópavogsbær leggur Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra til sé notaður af nítján ára dóttur hennar. Sjálf noti Guðrún stundum aðra bíla bæjarins.

Ofsaveður í vændum - foreldrar skólabarna fylgist vel með

Í ljósi þess að spáð er afar slæmu veðri í nótt og jafnvel frameftir morgni eru foreldrar skólabarna hvattir til að fylgjast vel með veðri og veðurspám. Dæmi eru um að skólastjórar hafi sent út bréf þess efnis. Þar segir að Slökkviliðið á höfðborgarsvæðinu fylgist með veðri og færð allan sólarhringinn og láti fræðslustjóra vita ef ástæða er til að fella niður skólahald í borginni allri eða einstökum hverfum. Því er beint til foreldra að vera sjálfir vakandi fyrir því að leggja mat á hvort óhætt er að börnin sæki skóla eða hvort þörf er á að þeim sé fylgt. Þá er ítrekað mikilvægi þess að foreldrarnir hafi samband við skólann ef þeir ákveða að halda barni heima ef skólahald er með óbreyttu sniði.

Ritstjóri DV: Eiðs-dómurinn slæmur fyrir þjóðina

„Mér finnst dómurinn slæmur og ekki góður fyrir okkur né þjóðina,“ segir Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóri DV en hann ásamt blaðamanni og Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, voru dæmir til að greiða Eiði 150 þúsund króna sekt hver vegna umfjöllunar blaðsins um fjárhagsmál Eiðs Smára. Þá þurfa þeir að greiða Eiði Smára samtals 400 þúsund í miskabætur.

Jón Steinar víkur sæti í stjórnlagaþingsmálinu

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari mun víkja sæti þegar Hæstiréttur tekur afstöðu til endurupptöku á stjórnlagaþingsmálinu svokallaða. Gísli Tryggvason, sem krefst endurupptöku á málinu, staðfestir þetta. Gísli Tryggvason fór fram á að Jón Steinar yrði úrskurðaður vanhæfur vegna málsins og eftir það sendi Jón Steinar fram beiðni um að hann yrði lýstur vanhæfur. Aðrir dómarar samþykktu svo beiðnina.

Vel heppnaðir Framadagar

Framadagar voru haldnir í Háskóla Íslands í 17. sinn í gær. Framadagar er árlegur viðburður í Háskólalífinu þar sem helstu fyrirtæki landsins kynna starfsemi sína.

„Kannski var þetta listvinur að safna minjagripum“

Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, segist ekki hafa minnstu hugmynd um hver er ábyrgur fyrir nýlegum skemmdarverkum á Natóeldinum svokallaða, listaverki eftir Huldu Hákon. „Kannski var þetta listvinur að safna minjagripum eða beinskeyttur listgagnrýnandi," segir Stefán sem er einlægur andstæðingur þess að Íslands sé aðili að Atlantshafsbandalaginu, eða Nató.

Sjá næstu 50 fréttir