Umfjöllun um skuldastöðu Eiðs ófréttnæm og ómálefnaleg 10. febrúar 2011 16:37 Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur kemst að þeirri niðurstöðu að ritstjórar DV og blaðamaður séu sekir um brot á friðhelgi einkalífs Eiðs Smára Guðjohnsens, meðal annars á þeim forsendum að fréttir af skuldastöðu hans hafi ekki haft fréttagildi auk þess sem hún sé ómálaefnaleg. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að Eiður hafi ekki tengst bankahruninu og að auki slær dómurinn það á fast að lántaka hans og skuldastaða hafi ekki tengst meintri spillingu í bankakerfinu. Meðal þess sem DV greindi frá var skuldastaða Eiðs, sem voru 1200 milljónir króna. Þá greindi blaðið sem og vefur DV frá því að stærsti lánveitandi Eiðs væri Banque Havilland í Lúxemborg, og Íslandsbanki. Einnig segir í niðurstöðu dómsins að blaðamennirnir hafi verið dæmdir í ljósi þess að Eiður hefði verið mótfallinn því að fjallað væri um fjármál hans, auk þess esm hann hefur aldrei sóst eftir umfjöllun af slíku tagi. Lögmaður Inga F. Vilhjálmssonar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði í samtali við Vísi að notkun dómarans á svokallaðri lögjöfnun, væri í raun lögræðilegt fíaskó. Þar kemst dómari að þeirri niðurstöðu að ritstjóra DV séu ábyrgir fyrir ómerktum fréttum á vefnum dv.is. Hann segir lögjöfnun ekki tæka til þess að dæma menn til refsinga líkt og í tilfelli ritstjóranna. Hann segir rökstuðning dómarans að auki ekki halda vatni hvað lögjöfnun varðar. Í rökstuðningnum segir að það sé staðreynd að dagblöð séu gefin út á vefmiðlum, því sé um sambærileg tilvik að ræða. Þessu er Vilhjálmur ósammála enda gjörólíkir miðlar sem bjóða upp á mismunandi tæknimöguleika. Tengdar fréttir Eiður Smári hafði betur gegn DV Eiður Smári Guðjohnsen vann dómsmál gegn blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni og ritstjórum DV, þeim Reyni Traustasyni og Jón Trausta Reynissyni 10. febrúar 2011 13:38 Ritstjóri DV: Eiðs-dómurinn slæmur fyrir þjóðina „Mér finnst dómurinn slæmur og ekki góður fyrir okkur né þjóðina,“ segir Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóri DV en hann ásamt blaðamanni og Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, voru dæmir til að greiða Eiði 150 þúsund króna sekt hver vegna umfjöllunar blaðsins um fjárhagsmál Eiðs Smára. Þá þurfa þeir að greiða Eiði Smára samtals 400 þúsund í miskabætur. 10. febrúar 2011 15:02 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur kemst að þeirri niðurstöðu að ritstjórar DV og blaðamaður séu sekir um brot á friðhelgi einkalífs Eiðs Smára Guðjohnsens, meðal annars á þeim forsendum að fréttir af skuldastöðu hans hafi ekki haft fréttagildi auk þess sem hún sé ómálaefnaleg. Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars að Eiður hafi ekki tengst bankahruninu og að auki slær dómurinn það á fast að lántaka hans og skuldastaða hafi ekki tengst meintri spillingu í bankakerfinu. Meðal þess sem DV greindi frá var skuldastaða Eiðs, sem voru 1200 milljónir króna. Þá greindi blaðið sem og vefur DV frá því að stærsti lánveitandi Eiðs væri Banque Havilland í Lúxemborg, og Íslandsbanki. Einnig segir í niðurstöðu dómsins að blaðamennirnir hafi verið dæmdir í ljósi þess að Eiður hefði verið mótfallinn því að fjallað væri um fjármál hans, auk þess esm hann hefur aldrei sóst eftir umfjöllun af slíku tagi. Lögmaður Inga F. Vilhjálmssonar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði í samtali við Vísi að notkun dómarans á svokallaðri lögjöfnun, væri í raun lögræðilegt fíaskó. Þar kemst dómari að þeirri niðurstöðu að ritstjóra DV séu ábyrgir fyrir ómerktum fréttum á vefnum dv.is. Hann segir lögjöfnun ekki tæka til þess að dæma menn til refsinga líkt og í tilfelli ritstjóranna. Hann segir rökstuðning dómarans að auki ekki halda vatni hvað lögjöfnun varðar. Í rökstuðningnum segir að það sé staðreynd að dagblöð séu gefin út á vefmiðlum, því sé um sambærileg tilvik að ræða. Þessu er Vilhjálmur ósammála enda gjörólíkir miðlar sem bjóða upp á mismunandi tæknimöguleika.
Tengdar fréttir Eiður Smári hafði betur gegn DV Eiður Smári Guðjohnsen vann dómsmál gegn blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni og ritstjórum DV, þeim Reyni Traustasyni og Jón Trausta Reynissyni 10. febrúar 2011 13:38 Ritstjóri DV: Eiðs-dómurinn slæmur fyrir þjóðina „Mér finnst dómurinn slæmur og ekki góður fyrir okkur né þjóðina,“ segir Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóri DV en hann ásamt blaðamanni og Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, voru dæmir til að greiða Eiði 150 þúsund króna sekt hver vegna umfjöllunar blaðsins um fjárhagsmál Eiðs Smára. Þá þurfa þeir að greiða Eiði Smára samtals 400 þúsund í miskabætur. 10. febrúar 2011 15:02 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Eiður Smári hafði betur gegn DV Eiður Smári Guðjohnsen vann dómsmál gegn blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni og ritstjórum DV, þeim Reyni Traustasyni og Jón Trausta Reynissyni 10. febrúar 2011 13:38
Ritstjóri DV: Eiðs-dómurinn slæmur fyrir þjóðina „Mér finnst dómurinn slæmur og ekki góður fyrir okkur né þjóðina,“ segir Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóri DV en hann ásamt blaðamanni og Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, voru dæmir til að greiða Eiði 150 þúsund króna sekt hver vegna umfjöllunar blaðsins um fjárhagsmál Eiðs Smára. Þá þurfa þeir að greiða Eiði Smára samtals 400 þúsund í miskabætur. 10. febrúar 2011 15:02