Fleiri fréttir

Fjórir dómarar við Hæstarétt vanhæfir

Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hefur lýst sig vanhæfan til setu í landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Viðar Már Matthíasson, dómarinn með stystan starfsaldur, tekur sæti hans.

Hundastríð á Selfossi: Svefnvana leigubílstjóri berst gegn hundahaldi

„Ég er búinn að kæra þetta tvisvar til lögreglunnar,“ segir rúmlega fimmtugur leigubílstjóri sem býr í fjölbýlishúsi á Selfossi, en hundahald nágranna hans veldur slíku ónæði að hann getur varla sofið eftir næturvaktirnar. Spurður hvort hann hafi rætt við formann húsfélagsins, svarar leigubílstjórinn því til að það sé hann sem eigi hundinn.

Dýralæknar selja lyf yfir leyfilegu verði

Lyfjaverð hjá dýralæknum er of hátt að mati Lyfjastofnunar. Samkvæmt nýrri könnun stofnunarinnar selur stór hluti dýralækna lyf yfir leyfilegu verði.

Fann 30 grömm af maríjúana í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum fann 30 grömm af maríjúana við húsleit á gistiheimili í bænum í morgun. Maður sem var þar með herbergi á leigu var handtekinn og færður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Einnig fundust um 70 þúsund krónur og tók lögreglan þær í vörslu sína. Maðurinn hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar í Vestmannaeyjum vegna slíkra mála.

Hópavinna: 54 hugmyndir á vinnslustigi

Stjórnendur leikskóla og grunnskóla og forstöðumenn frístundastarfs í borginni ræddu fyrstu hugmyndir um sameiningu stofnana í lærdómsumhverfi reykvískra barna á fundi með borgarfulltrúum og starfsmönnum Leikskólasviðs, Menntasviðs og ÍTR í morgun.

Segir ríkisstjórnina halda aftur af Landsvirkjun

Landsvirkjun dregur lappirnar við atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum þar sem ríkisstjórnin heldur aftur af henni, segir oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, Kristján Þór Júlíusson. Hann hvetur nafna sinn, Kristján Möller, formann iðnaðarnefndar Alþingis, að sýna vilja sinn í verki með því að hætta að tefja þingsályktunartillögu um framgang málsins.

Yfirvinnubann hjá flugumferðarstjórum

Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur samþykkt yfirvinnubann sem og þjálfunarbann. Yfirgnæfandi meirihluti var fylgjandi þessum aðgerðum eða um 90%. Yfirvinnubannið hefst 14. febrúar og stendur ótímabundið eða þar til nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður.

Skotárásarmenn í Ásgarði ákærðir

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur mönnum sem sakaðir eru um að hafa skotið á íbúðarhúsnæði að Ásgarði á aðfangadag. Eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá í lok desember mat lögregla það svo að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkissaksóknara liggur ekki fyrir hvenær ákæran í málinu verður þingfest. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásarinnar, en ekki fást gefnar upplýsingar að svo stöddu um það hversu margir eru ákærðir, né heldur á grundvelli hvaða lagagreinar.

Stöðvuðu kannabisræktun á Akranesi

Lögreglan á Akranesi fann 18 kannabisgræðlinga og 25 plöntur, alls 43 kannabisplöntur, í húsleit í heimahúsi á Akranesi í gærdag.

Lúbarði mann með pönnu

Ríkissaksóknari hefur ákært konu á sextugsaldri fyrir að berja mann með pönnu og stórslasa hann. Málið er þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Landsdómur kemur saman klukkan hálf fimm

Landsdómur kemur saman í húsnæði Hæstaréttar klukkan hálffimm í dag, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hæstaréttar. Málið verður ekki þingfest formlega, heldur verður tekin fyrir krafa Geirs Haarde um að ákæra Alþingis gegn sér verði felld niður.

Skip koma sérstaklega til Íslands til að sækja þýfi

Fréttir af afkastamiklum þjófagengjum hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Hver innbrotahrinan hefur rekið aðra og fólk hefur orðið vart við dularfulla menn, sem taka ljósmyndir af húsum þegar enginn er heima.

Fólk hvatt til þess að sniðganga Sambíóin

Búið er að stofna Facebook síðu þar sem neytendur eru hvattir til þess að sniðganga Sambíóin þar til hjónunum Kolbrúnu Ósk Albertsdóttur og eiginmanni hennar verður leyft að sjá Sanctum í þrívídd.

Bræðslumenn fái ekki sérhækkanir

Samtök atvinnulífsins (SA) neita að ganga að kröfum bræðslumanna sem hafa boðað til verkfalla á næstu vikum til að knýja fram kjarabætur.

Gjöf Ásgeirs forseta á uppboði á Ebay

Bréfapressa sem Ásgeir Ásgeirsson forseti gaf Zalman Sashar, forseta Ísraels, að gjöf í heimsókn sinni til Ísraels 28. mars 1966 er nú til sölu á uppboðsvefnum Ebay. Þetta var söguleg heimsókn því Ásgeir var fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn til að ávarpa ísraelska þingið, Knesset.

Natóeldurinn kulnar: Óvirðing við listakonuna

Logunum í Natóeldinum svokallaða við Hagatorg í Reykjavík fer fækkandi en þeir eru nú aðeins átján, þrátt fyrir að hafa upphaflega verið tuttugu. Listaverkið er eftir Huldu Hákon og heitir 20 logar en verkið var afhjúpað í maí 2002 í tilefni af fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins, Nató, sem haldinn var hér á landi.

Dóttir bæjarstjórans á bíl Kópavogsbæjar

Bíll sem Kópavogsbær leggur Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra til er notaður af nítján ára dóttur hennar. Sjálf notar Guðrún stundum aðra bíla sem bærinn á.

Bensínið hækkaði í gær

Olíufélagið Skeljungur hækkaði bensínverð síðdegis í gær um fimm krónur og kostar lítrinn nú tæpar 214 krónur.

Enn einn mannlausi bíllinn fer á flakk

Mannlaus bíll rann útaf veginum yfir Fjarðarheiði í gærkvöldi og hafnaði utan vegar. Þetta er fjórði mannlausi bíllinn sem lendir í havaríi í vikunni, því fyrst rann mannlaus jeppi á tvo bíla á Akureyri og hafnaði inni í trjálundi og tveir mannlausir bílar skullu saman á bílastæði í Vestmannaeyjum í ofsaveðri í fyrrakvöld.

Óttast um fagleg sjónarmið í skólum

Fyrirhuguð hagræðing í skólastarfi Reykjavíkurborgar hefur valdið nokkrum úlfaþyt þar sem óljósar hugmyndir um sameiningu eða samrekstur stofnana hafa mætt töluverðri andstöðu meðal starfsfólks, stjórnenda og foreldra.

Tæki mínútur að hakka vef Alþingis

Góður hakkari væri aðeins nokkrar mínútur að brjóta sér leið inn í tölvukerfi Alþingis og gæti sótt ýmiss konar upplýsingar og valdið óskunda, segir Wayne Burke, ráðgjafi og sérfræðingur í tölvu­öryggismálum.

Ráðherra vildi loka án tafar

Svandís Svavarsdóttir umhverfis­ráðherra beindi þeirri ósk til þriggja sveitar­stjórna í gær að hætta eða draga úr sorpbrennslu þar til niðurstöður frekari mengunar­mælinga liggja fyrir. Á Kirkjubæjarklaustri hefur verið hætt að brenna sorp á skólatíma, eins og krafa hefur verið um frá íbúum.

Lét ekki reyna á dómsmál

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lét ekki reyna á rétt sinn fyrir dómstólum þótt hún hafi talið að harka­lega hafi verið vegið að henni á netinu í aðdraganda sveitarstjórnar­kosninga síðasta vor.

Fjórir dómarar lýstu vanhæfi

Fjórir hæstaréttardómarar lýstu sig vanhæfa til að sitja í Landsdómi í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Landsdómur kemur í fyrsta skipti saman í dag.

Kanna skaðabótaskyldu bankaráðsins

Slitastjórn og skilanefnd Landsbankans hafa sent fyrr­verandi bankastjórum bankans og fjórum fulltrúum í bankaráðinu bréf þar sem óskað er skýringa á þætti þeirra í meintu misferli með fé bankans við hrun hans. Fólkinu er jafnframt greint frá því að hugsanlega sé talið tilefni til bótakrafna á hendur því.

Ákvörðun Sjúkratrygginga ógilt

Velferðarráðuneytið hefur ógilt þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands að stöðva þátttöku sína í sjúkrakostnaði sjúklinga tannlæknis á Suðurnesjum 15. október í haust. Úrskurður ráðuneytisins er að stöðvun SÍ hafi verið ólögleg og var ákvörðun SÍ því felld úr gildi.

Spá 2,7% samdrætti á árinu

Í spá Vegagerðar­innar um umferðarþunga á höfuð­borgarsvæðinu fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir 2,7 prósenta samdrætti í umferðarþunga. Samdrátturinn var 3,9 prósent í nýliðnum janúarmánuði.

Svandís vill ákvæði í stjórnarskrána

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra styður þá hugmynd að ákvæði um rétt almennings til heilnæms umhverfis verði bætt við stjórnarskrána við fyrirhugaða endurskoðun hennar.

Fundu 40 kannabisplöntur í einbýlishúsi

Lögreglan á Akranesi lagði hald á yfir 40 kannabisplöntur og tæki og tól til ræktunar í kjallara á einbýlishúsi í dag. Húsráðandi, karlmaður á fertugsaldri, var handtekinn vegna málsins og játaði við yfirheyrslur aðild sína að málinu.

Þór vill atkvæðagreiðslu um Icesave

Þór, félag ungra sjálfstæðismanna á Akranesi, vill að þingflokkur Sjálftæðisflokksins fari fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Borgarafundir haldnir vegna díoxínmengunar

Umhverfisstofnun hefur lagt fram áætlun um mælingar á díoxín í jarðvegi í nágrenni mögulegra uppsprettna hérlendis. Rætt hefur verið við fagaðila til að annast mælingarnar en lögð er áhersla á að þær verði gerðar sem fyrst.

Naktir bændur á Norðurlandi

Bændur í Hörgárdalnum hafa ákveðið að setja upp nýja staðfærða sýningu á verkinu Með fullri reisn, sem kallast Full Monty á frummálinu. Verkið verður frumsýnt í næsta mánuði.

Funduðu með foreldrum um niðurskurð

Formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, fundaði með fulltrúum svæðisráða foreldra á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn mánudag, 7. febrúar 2011 samkvæmt tilkynningu frá samtökunum.

Bílvelta á Bláfjallavegi

Árekstur varð á milli tveggja fólksbíla á Bláfjallavegi um þrjúleytið í dag. Fjórir voru í öðrum bílnum. Að sögn sjúkraflutningamanna gekk þeim erfiðlega að komast út úr bílnum vegna þess að dyr höfðu skemmst og erfitt var að opna.

Pallbíll hafnaði á tré við Útlagann

Karlmaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann missti stjórn á pallbíl sínum og hafnaði á tré. Slysið átti sér stað í nágrenni Útlagans á Flúðum um hádegisbilið í dag en bíllinn varð stjórnlaus í beygju þar vegna mikils kraps á veginum. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en kann kenndi sér eymsla fyrir brjósti og í baki. Bíllinn er mikið skemmdur og að öllum likindum ónýtur.

Gögnin komin frá Havilland banka

Sérstakur saksóknari hefur fengið afhent gögn sem voru tekin þegar gerð var húsleit í Banque Havilland í Lúxemborg. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við Vísi. Gögnin eru mjög umfangsmikil og vega um 150 kíló. Hvailland banki var áður Kaupþing í Lúxemborg. Húsleit var gerð þar í febrúar síðastliðnum í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á meintri markaðsmisnotkun og fleiri auðgunarbrotum í rekstri Kaupþings.

Ræddu öryggismál á Atlantshafi

Fundurinn, sem Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, átti í gær með Maarten de Sitter, pólitískum ráðgjafa yfirmanns herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, var vel heppnaður, samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins

Kærði til Persónuverndar þegar hann fékk ekki tímana greidda

Persónuvernd úrskurðaði í janúar að flutningafyrirtæki á Grundarfirði megi fylgjast með starfsmönnum sínum í gegnum ökurita. Það var starfsmaður fyrirtækisins sem kvartaði til Persónuverndar eftir að fyrirtækið neitaði að greiða alla tímana sem hann sagðist hafa unnið.

Forsetinn setti þing Jarðhitasamtakanna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í morgun setningaræðu á þingi Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna sem haldið er í New York. Fjöldi sérfræðinga og forystumanna í jarðhitamálum sækir þingið, bæði frá Bandaríkjunum og öðrum löndum.

Sjá næstu 50 fréttir