Innlent

Nýsköpunarsjóður fær 10 milljón króna aukafjárveitingu

Menntamálaráðherra tilkynnti í gær um 10 milljón króna aukafjárveitingu til Nýsköpunarsjóðs Námsmanna. Fjárveitingunni er ætlað að gera ríkisstofnunum kleift að greiða mótframlag ríkisins til þeirra verkefna, sem sjóðurinn styður.

Markmið Nýsköpunarsjóðs Námsmanna er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur stuðningur sjóðsins orðið til þess að unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins.

Fjölmörg verkefni sem unnin hafa verið með styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna hafa verið fyrstu skrefin í stórum nýsköpunarverkefnum og hafa því á endanum gefið meira af sér til samfélagsins en lagt var í þau, eins og segir á vef Menntamálaráðuneytisins. Meðal þeirra sem hlutu styrkt á síðasta ári er Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn MindGames sem hefur hannað fyrsta tölvuleik fyrir iPhone, sem hægt er að spila með hugarorkunni einni saman.

Sérstök dómnefnd velur á hverju ári verkefni, sem hljóta tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Forsetinn veitir verðlaunin í febrúar ár hvert. Næsti umsóknarfrestur er 7. mars og má fá allar nánari upplýsingar á vef rannís






Fleiri fréttir

Sjá meira


×