Sparneytnir bílar í sókn 10. febrúar 2011 21:00 Bílasala í landinu virðist vera að komast aftur á skrið eftir að hafa náð sögulegri lægð á síðasta ári. Þannig hafa rösklega helmingi fleiri nýjar fólksbifreiðar selst í janúar miðað við sama tíma í fyrra. „Þetta er mjög jákvætt allt saman og hugsanlega merki um að við séum að komast upp úr öldudal," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, um rösklega helmings söluaukningu á nýjum fólksbifreiðum í janúarmánuði miðað við janúar í fyrra. Þannig voru 197 nýjar fólksbifreiðar nýskráðar hérlendis í janúar á þessu ári, en aðeins 88 fólksbifreiðar á sama tíma á því síðasta, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Özur segir söluaukninguna endurspegla vel þá gríðarlegu þörf sem orðin var á endurnýjun á bílaflotanum á Íslandi. „Þetta er búið að vera algjör dauði og djöfull. Það hefur ekkert selst síðan haustið 2008 og við erum að verða kominn með einn elsta bílaflota í allri Evrópu, meðalaldur bifreiða hér er ellefu ár. Undanfarið hef ég hins vegar heyrt að fólk sé aftur farið að heimsækja bílaumboðin og þessar tölur renna stoðum undir það." Athygli vekur að sparneytnar fólksbifreiðar sækja í sig veðrið, samkvæmt fyrrnefndum upplýsingum frá Umferðarstofu, þannig nær Chevrolet efst á lista yfir nýskráðar fólksbifreiðar með sparneytna bíla eins og Spark og Lacetti, Toyota öðru sæti með Auris og Yaris, Kia því þriðja með Ceed og fleiri, Volkswagen í fjórða með Skoda Octavia og Volkswagen Polo svo dæmi séu tekin. Stefán Ásgrímsson, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda, segir hækkun á eldsneyti líkast til eina helstu ástæðu þess. "Það er eðlilegt að eyðslugrannir bílar komi sterkar inn en áður þar sem bensín er orðið ferlega dýrt, nánast helmingur af hverjum lítra fer í skatta. Vonandi bara að fólk velji sér líka örugga bíla, sem hafa staðist árekstrarpróf og eru með öryggisbúnaði." Þeir Özur og Stefán eru sammála því að ný gjaldskrá yfir innflutnings- og bifreiðagjöld, sem tók gildi um áramótin og miðast við útblástur koltvísýrings, hafi sitt að segja. „Lækkað verð á sparneytnum bílum hefur klárlega orðið til þess að bensínhákar seljast ekki eins vel og áður, meðan þeir sparneytnari, Skoda Octavia, Honda CRV og Chevrolet Lacetti eru á uppleið," segir Stefán. Özur telur hins vegar að einn mánuður gefi ekki nógu glögga mynd af breytingu á tölum á seldum fólksbifreiðum, betra sé að skoða tölurnar þegar fyrsti ársfjórðungur liggi fyrir. „Svo verður að taka inn í myndina að sum bílaumboð hafa selt heilan flota til einhverra bílaleiga og það getur auðvitað haft tímabundin áhrif á hæstu tölur," útskýrir hann en segir það þó ekki breyta því að langþráð hreyfing sé komin á bílamarkaðinn. "Og það eru mikil gleðitíðindi." roald@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Bílasala í landinu virðist vera að komast aftur á skrið eftir að hafa náð sögulegri lægð á síðasta ári. Þannig hafa rösklega helmingi fleiri nýjar fólksbifreiðar selst í janúar miðað við sama tíma í fyrra. „Þetta er mjög jákvætt allt saman og hugsanlega merki um að við séum að komast upp úr öldudal," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, um rösklega helmings söluaukningu á nýjum fólksbifreiðum í janúarmánuði miðað við janúar í fyrra. Þannig voru 197 nýjar fólksbifreiðar nýskráðar hérlendis í janúar á þessu ári, en aðeins 88 fólksbifreiðar á sama tíma á því síðasta, samkvæmt tölum frá Umferðarstofu. Özur segir söluaukninguna endurspegla vel þá gríðarlegu þörf sem orðin var á endurnýjun á bílaflotanum á Íslandi. „Þetta er búið að vera algjör dauði og djöfull. Það hefur ekkert selst síðan haustið 2008 og við erum að verða kominn með einn elsta bílaflota í allri Evrópu, meðalaldur bifreiða hér er ellefu ár. Undanfarið hef ég hins vegar heyrt að fólk sé aftur farið að heimsækja bílaumboðin og þessar tölur renna stoðum undir það." Athygli vekur að sparneytnar fólksbifreiðar sækja í sig veðrið, samkvæmt fyrrnefndum upplýsingum frá Umferðarstofu, þannig nær Chevrolet efst á lista yfir nýskráðar fólksbifreiðar með sparneytna bíla eins og Spark og Lacetti, Toyota öðru sæti með Auris og Yaris, Kia því þriðja með Ceed og fleiri, Volkswagen í fjórða með Skoda Octavia og Volkswagen Polo svo dæmi séu tekin. Stefán Ásgrímsson, hjá Félagi íslenskra bifreiðaeiganda, segir hækkun á eldsneyti líkast til eina helstu ástæðu þess. "Það er eðlilegt að eyðslugrannir bílar komi sterkar inn en áður þar sem bensín er orðið ferlega dýrt, nánast helmingur af hverjum lítra fer í skatta. Vonandi bara að fólk velji sér líka örugga bíla, sem hafa staðist árekstrarpróf og eru með öryggisbúnaði." Þeir Özur og Stefán eru sammála því að ný gjaldskrá yfir innflutnings- og bifreiðagjöld, sem tók gildi um áramótin og miðast við útblástur koltvísýrings, hafi sitt að segja. „Lækkað verð á sparneytnum bílum hefur klárlega orðið til þess að bensínhákar seljast ekki eins vel og áður, meðan þeir sparneytnari, Skoda Octavia, Honda CRV og Chevrolet Lacetti eru á uppleið," segir Stefán. Özur telur hins vegar að einn mánuður gefi ekki nógu glögga mynd af breytingu á tölum á seldum fólksbifreiðum, betra sé að skoða tölurnar þegar fyrsti ársfjórðungur liggi fyrir. „Svo verður að taka inn í myndina að sum bílaumboð hafa selt heilan flota til einhverra bílaleiga og það getur auðvitað haft tímabundin áhrif á hæstu tölur," útskýrir hann en segir það þó ekki breyta því að langþráð hreyfing sé komin á bílamarkaðinn. "Og það eru mikil gleðitíðindi." roald@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira