Baðst afsökunar og tók bíl af dótturinni 11. febrúar 2011 05:00 Þessi Toyota Corolla bifreið sem er árgerð 2006 og ekinn um sjötíu þúsund kílómetra er ætluð til þarfa bæjarstjórans eins samkvæmt skilningi bæjarfulltrúa í Kópavogi. Bæjarstjórinn hyggst virða þeirra afstöðu.Fréttablaðið/Pjetur Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, baðst í gær afsökunar á að hafa túlkað ráðningarsamning sinn þannig að aðrir en hún gætu ekið um á bíl sem Kópavogsbær leggur henni til. Guðrún og Hafsteinn Karlsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um notkun á bílnum frá Kópavogsbæ sem Guðrún hefur til umráða samkvæmt ráðningarsamningi. Kom fram að dóttir Guðrúnar hefði ekið um á bílnum og bæjarstjórinn sjálfur þá í einhverjum tilvikum farið ferða sinna á öðrum bílum í eigu bæjarins. Í yfirlýsingu Guðrúnar og Hafsteins segir að bæjarstjóranum sé mikilvægt að störf hennar séu hafin yfir allan vafa og að sameiginlegur skilningur ríki milli hennar og bæjarstjórnar á túlkun ráðningarsamningsins. „Bæjarstjóri hefur því lýst því yfir við forseta bæjarstjórnar, Hafstein Karlsson, að framvegis muni hún ein hafa afnot af bifreiðinni,“ segir í yfirlýsingunni, þar sem þó er tekið fram að afnot af bíl séu hluti af starfskjörum Guðrúnar og að hún borgi skatt af þeim hlunnindum. „Í ljósi þess að skilningur minn og bæjarfulltrúa á því hvernig nota megi bifreiðina er ekki sá sami, hef ég tekið af öll tvímæli um það að í framtíðinni muni ég ein nota bílinn. Ég biðst afsökunar á því að hafa túlkað ráðningarsamninginn á þann veg sem ég gerði og hef jafnframt óskað eftir því að hnykkt verði á umræddu ákvæði samningsins,“ segir Guðrún í yfirlýsingunni. Þá er haft eftir Hafsteini að eðlilegt sé að Guðrún noti ein þann bíl sem hún hefur til umráða sem bæjarstjóri. „Ég fagna því þessari niðurstöðu og frumkvæði hennar til að ljúka málinu. Hún nýtur áfram trausts og stuðnings meirihlutans í bænum,“ segir forseti bæjarstjórnar. Fréttablaðið óskaði í gær eftir ýmsum upplýsingum um bílamál Kópavogsbæjar, meðal annars um rekstrarkostnað bæjarstjórabílsins og reglur um notkun annarra bíla í eigu bæjarins. Ekki reyndist unnt að taka saman umbeðnar upplýsingar á bæjarskrifstofnunum í gær. gar@frettabladid.is Guðrún Pálsdóttir Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, baðst í gær afsökunar á að hafa túlkað ráðningarsamning sinn þannig að aðrir en hún gætu ekið um á bíl sem Kópavogsbær leggur henni til. Guðrún og Hafsteinn Karlsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um notkun á bílnum frá Kópavogsbæ sem Guðrún hefur til umráða samkvæmt ráðningarsamningi. Kom fram að dóttir Guðrúnar hefði ekið um á bílnum og bæjarstjórinn sjálfur þá í einhverjum tilvikum farið ferða sinna á öðrum bílum í eigu bæjarins. Í yfirlýsingu Guðrúnar og Hafsteins segir að bæjarstjóranum sé mikilvægt að störf hennar séu hafin yfir allan vafa og að sameiginlegur skilningur ríki milli hennar og bæjarstjórnar á túlkun ráðningarsamningsins. „Bæjarstjóri hefur því lýst því yfir við forseta bæjarstjórnar, Hafstein Karlsson, að framvegis muni hún ein hafa afnot af bifreiðinni,“ segir í yfirlýsingunni, þar sem þó er tekið fram að afnot af bíl séu hluti af starfskjörum Guðrúnar og að hún borgi skatt af þeim hlunnindum. „Í ljósi þess að skilningur minn og bæjarfulltrúa á því hvernig nota megi bifreiðina er ekki sá sami, hef ég tekið af öll tvímæli um það að í framtíðinni muni ég ein nota bílinn. Ég biðst afsökunar á því að hafa túlkað ráðningarsamninginn á þann veg sem ég gerði og hef jafnframt óskað eftir því að hnykkt verði á umræddu ákvæði samningsins,“ segir Guðrún í yfirlýsingunni. Þá er haft eftir Hafsteini að eðlilegt sé að Guðrún noti ein þann bíl sem hún hefur til umráða sem bæjarstjóri. „Ég fagna því þessari niðurstöðu og frumkvæði hennar til að ljúka málinu. Hún nýtur áfram trausts og stuðnings meirihlutans í bænum,“ segir forseti bæjarstjórnar. Fréttablaðið óskaði í gær eftir ýmsum upplýsingum um bílamál Kópavogsbæjar, meðal annars um rekstrarkostnað bæjarstjórabílsins og reglur um notkun annarra bíla í eigu bæjarins. Ekki reyndist unnt að taka saman umbeðnar upplýsingar á bæjarskrifstofnunum í gær. gar@frettabladid.is Guðrún Pálsdóttir
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira