Fleiri fréttir

Lóa sást i Heimaey

Heiðlóa fannst á Heimaey í gær. Þetta er mögulega fyrsta heiðlóan sem kemur til landsins í ár, eftir því sem fram kemur á vefnum Fuglar.is. Þar segir að einungis hafi verið tilkynnt um eina heiðlóu á árinu en það var 4. febrúar og þykir nokkuð öruggt að það hafi verið fugl frá því í haust.

Stöðvuðu fimmtíu stefnuljósaskussa

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgist sérstaklega með stefnuljósanotkun ökumanna þessa dagana, líkt og áður hefur komið fram. "Enn eru margir sem nota ekki stefnuljós, eins og kveðið er á um í umferðarlögum, og því er greinilega full þörf á eftirliti af þessu tagi,“ segir í tilkynningu.

Mikið um hraðakstur í borginni

Að sögn lögreglu ber nokkuð á hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. „Tuttugu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í Garðabæ í gær og í fyrradag voru höfð afskipti af allnokkrum ökumönnum sem fóru heldur greitt um Ártúnsbrekku,“ segir í tilkynningu en á báðum stöðum er 80 km hámarkshraði. „Allir fyrrgreindir ökumenn óku á 100 km hraða eða meira,“ segir ennfremur.

Innbrot í bíla - stálu radarvara og skólatösku

Brotist var inn í þrjá bíla í Reykjavík í gærkvöld. Úr þeim var m.a. stolið radarvara, bakpoka og skólatösku. Sem fyrr ítrekar lögreglan að verðmæti séu ekki skilin eftir í bílum. Sé það óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn.

Samstaða um sameiningu embætta

Samstaða er hjá ríkislögreglustjóra, sérstökum saksóknara og ríkissaksóknara um að sameina efnahagsbrotadeild og embætti sérstaks saksóknara.

Ögmundur vill ekki stjórnlagaráð

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fellst ekki á hugmyndir þingmannanefndar um að þeir 25 sem kjörnir voru á stjórnlagaþing í lok nóvember verði skipaðir í svo kallað stjórnlagaráð eins og nefndin leggur til.

Kosið um Icesave 9. apríl

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave frumvarpið verður 9. apríl samkvæmt tillögu sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Eins og kunnugt er vísaði Ólafur Ragnar Grímsson Icesave í dóm þjóðarinnar á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar síðastliðinn sunnudag.

Hjólamenn hittast á Lækjartorgi

Áhugamenn um hjólreiðar og hjólamenningu ætla að hittast á Lækjartorgi klukkan hálf sex í dag undir merkjum Critical Mass. Þessi atburður mun vera iðkaður í fleiri en 300 borgum um allan heim en þá kemur fólk saman síðasta föstudag hvers mánaðar til að „endurheimta göturnar fyrir heilbrigðari ferðamáta.“

Háhyrningarnir enn í Breiðafirði

Háhyrningarnir sem eltu síldina næstum alveg upp í fjöru í Grundarfirði á sunnudaginn hafa fært sig um set. "Þeir eru aðeins hérna fyrir utan. Þeir eru að elta loðnu sem er hérna á Breiðafirði," segir Tómar Freyr Kristjánsson, skrifstofumaður og sjúkraflutningamaður, sem náði hreint stórkostlegum myndum af háhyrningunum við Grundarfjörð á sunnudaginn.

Lýst eftir fimmtán ára dreng

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir, Ingólfi Snæ Víðissyni, fimmtán ára. Ingólfur er 180 sm á hæð þrekinn stutthærður með ljósar strípur með blá augu.

Tími einkarekinna meðferðarheimila liðinn

Það er ekki tilefni til þess að vera bjartsýnn á framhald á rekstri einkarekinna meðferðarheimila, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu. Þetta fullyrðir hann eftir að hafa kynnt sér skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur meðferðarheimila á liðnum árum. Skýrslan var birt í gær

Fréttaskýring: Bótagreiðslur ráðherra til Árbótar byggðar á sandi

Skýrsla Ríkisendurskoðunar er áfellisdómur yfir vinnubrögðum við bótagreiðslur til meðferðarheimila, einkum Árbótar í Aðaldal. Þáverandi félagsmálaráðherra er gagnrýndur, sem og fjármálaráðherra fyrir afskipti af málinu. Ákvörðunin um að greiða Árbót 30 milljónir var byggð á sandi.

Vilja rækta ávaxtatré á Íslandi

Í dag verður undirritað samkomulag milli Garðyrkjufélags Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands um prófun á ræktun á norðlægum yrkjum af ávaxtatrjám við íslenskar aðstæður með það fyrir augum að í framtíðinni verði hægt að leiðbeina um val og ræktunaraðferðir.

Bjarni Benediktsson kom oftast fram í fréttum

Bjarni Benediktsson kom oftast fram af öllum þingmönnum í sjöfréttum Ríkissjónvarpsins í fyrra. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Undanskildir í svarinu eru þeir þingmenn sem einnig eru ráðherrar.

Háskólar dottnir úr kynningu ESB

Minnst þrír umsækjendur af þeim átta sem valdir voru til að taka þátt í útboði vegna kynningarmála Evrópusambandsins á Íslandi hafa helst úr lestinni.

Stöðvuðu skemmtanahald á Selfossi í nótt

Lögreglan á Selfossi stöðvaði veitingarekstur og vísaði gestum á dyr á skemmtistað í bænum, þar sem allt var í fullum gangi eftir lokunartíma, sem er klukkan eitt eftir miðnætti.

Rúm 60% segja já við Icesave

Ríflega sex af hverjum tíu segjast ætla að samþykkja samkomulagið sem náðst hefur við Hollendinga og Breta í Icesave-deilunni í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Hreinsaðir af grun eftir tveggja ára rannsókn

"Þetta mál hefði aldrei átt að koma til enda byggðist það á misskilningi,“ segir Haraldur I. Þórðarson sem íhugar nú að höfða skaðabótamál eða krefjast rannsóknar á vinnubrögðum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.

Efnislegar viðræður hefjast í sumar

Gert er ráð fyrir að fyrsta skrefinu í formlegum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins (ESB) sem hófust í nóvember ljúki í júní. Fram kom í máli Stefáns Hauks Jóhannessonar, aðalsamningamanns Íslands í viðræðunum við ESB, á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) um aðildarviðræðurnar og kosti í peningamálum í gær, að fyrsta skrefið væri mjög tæknilegt.

Segir Sigurði Kára að spyrja forsetann

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að hafa hótað forseta Íslands afsögn sinni eða ríkisstjórnarinnar ef Icesave-lögin yrðu ekki staðfest.

Rafmagnslaust í Vestmannaeyjum

„Rétt í þessu fór rafmagn af öllum bænum,“ segir Gísli Óskarsson, fréttaritari Stöðvar 2 og Vísis í Vestmannaeyjum en þar er allt rafmagn farið af eyjunni.

Stjórnlagaráð tilraun til þess að víkja sér undan dómi Hæstaréttar

"Skipun einhvers konar stjórnlagaráðs, með þeim einstaklingum sem fengu á sínum tíma útgefin kjörbréf í kjölfar hinna ógildu kosninga í nóvember, væri augljóslega tilraun til að víkja sér undan niðurstöðu Hæstaréttar og því ekki tæk leið í stöðunni,“ segir Birgir Ármansson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi flokksins í samráðsnefnd um viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings.

Verja 300 milljónum í viðhald og atvinnuátaksverkefni

Borgarráð samþykkti í morgun að verja 150 milljónum króna til atvinnuátaksverkefna í samvinnu við Vinnumálastofnun. Þá verður einnig varið 150 milljónum í sérstakt átaksverkefni í viðhaldi bygginga og endurgerð gamalla húsa.

Sýknudómur yfir Hauki Haraldssyni ógiltur

Hæstiréttur ógilti í dag sýknudóm yfir Hauki Haraldssyni, fyrrverandi starfsmanni Landsbankans, sem ákærður var fyrir að hafa dregið sér 118 milljónir í starfi sínu sem framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum.

Vilja ekki kjósa að nýju til stjórnlagaþings

Fólkið sem var kosið til þess að sitja á stjórnlagaþingi mun skipa sérstakt stjórnlagaráð sem verður ráðgefandi við Alþingi um breytingar á stjórnarskránni. Þetta var ákveðið í dag. Stjórnlagaráðið mun vinna eftir sömu lögum sem sett voru um stjórnlagaþing og munu skila niðurstöðum fyrir lok júní.

Leiksskólakennarar: Látum ekki börnin borga kreppuna

Stjórn Félags leikskólakennara hefur sent frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af þróun leiksskólastarfs í landinu vegna niðurskurðar. Stjórnin varar eindregið við því að haldið verði áfram á þeirri braut.

Forsetinn sýndi Guðríði og Snorra á Bessastöðum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opinberaði fyrr í dag styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni, sem hann hyggst gefa Benedikt páfa þegar þeir hittast í Páfagarði þann mars næstkomandi.

Jón Gnarr sendi borgarstjóra Christchurch samúðarkveðju

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sendi Bob Parker, borgarstjóra Christchurch, samúðarkveðju í dag vegna jarðskjálftanna á svæðinu á þriðjudaginn en þeir hafa kostað tugi mannslífa og valdið gríðarlegu eignartjóni.

Eagles á leið til landsins

Stórhljómsveitin Eagles, sem á fjölmarga slagara í pokahorninu á borð við Hotel California og Desperado, er á leið til landsins. Sena ehf. hefur náð samningum við umboðsskrifstofu hljómsveitarinnar og munu tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni fimmtudaginn 9. júní. Sveitin hyggur á tónleikaferð um heiminn og mun hún hefjast hér á landi. 65 manna fylgdarlið er með í för og í tilkynningu frá Senu segir að bandið ætli að æfa sig hér á landi í nokkra daga fyrir tónleikaferðina.

Birkir vill að Ríkisendurskoðun skoði stjórnvaldsathafnir

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur sent forsætisnefnd Alþingis bréf þar sem farið er fram á að nefndin krefji Ríkisendurskoðun um skýrslu um stjórnvaldsathafnir ráðherra, stofnana eða annarra stjórnvalda. Birkir vill að allar þær athafnir, sem hafa falið í sér „ veitingu fjár eða undirgöngu annarra fjárhagslegra skuldbindinga ríkissjóðs til handa fyrirtækjum í kjölfar bankahrunsins í október 2008," verði kannaðar.

Sviptur ökuleyfi á þrjátíu götu

Ökumaður var sviptur ökuleyfi eftir að hafa ekið á 64 kílómetra hraða við Engjaveg í dag en þar er hámarkshraði 30 kílómetra hraði.

Móta íslenska hönnunarstefnu

Iðnaðarráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið í félagi við Hönnunarmiðstöð Íslands eru að ýta úr vör vinnu við að móta hönnunarstefnu fyrir Ísland.

Naktir Norðlendingar vekja heimsathygli

Þess verður eflaust eitthvað beðið að nekt norðlenskra bænda verði ein af stoðum íslensks útflutnings. Engu að síður vöktu fréttir Vísis af því að bændur fyrir norðan hefðu ákveðið að setja upp leikritið Með fullri reisn og gefa út dagatal svo mikla athygli að fyrirspurnir um dagatalið eru farnar að berast víðsvegar að úr heiminum. Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri sýningarinnar, segir að bændurnir séu himinlifandi yfir móttökunum.

Stakk foreldra sína í augun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann til þess að sæta gæslu á öryggisstofnun fyrir árás á foreldra sína. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndrápa en var sýknaður af þeirri ákæru. Til vara var þess krafist að hann yrði dæmdur til að sæta öryggisgæslu.

Vonast til að skýrist með stjórnlagaþingið í dag

Vonast er til að þingmannanefnd um stjórnlagaþing skili niðurstöðu í dag. Ekki er komin sátt um málið í nefndinni en samkvæmt heimildum fréttastofu er þrýstingur frá ríkisstjórninni að niðurstaða fáist í dag. Nú í hádeginu munu þingflokkar allra flokka funda og í framhaldi af því mun þingmannanefndin um stjórnlagaþing setjast að fundi og vonast er til að niðurstaða fáist í það hver framtíð stjórnalagaþings mun vera fyrir lok dags í dag. Eftir um tveggja tíma fund nefndarinnar í gærkvöldi var engin niðurstaða komin í málið.

Gremja meðal fimmmenninga vegna seinagangs

Dómari í Glitnis-málinu í New York tók upp málið gegn sjömenningunum öllum vegna þess að tveir þeirra skiluðu ekki yfirlýsingum til dómstólsins á réttum tíma. Það voru Pálmi Haraldsson og Hannes Smárason. Hinir fimm eru gramir vegna þessarar þróunar.

Ók ölvuð með barn í bílnum

Kona um þrítugt var tekin fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun. Með í för var barn konunnar en það er á leikskólaaldri. Málið var tilkynnt til barnaverndaryfirvalda.

Ríkisendurskoðun snuprar ráðherra vegna Árbótarmálsins

Ríkið hefur greitt rekstraraðilum þriggja meðferðarheimila samtals 84 milljónir króna í bætur vegna samningsslita um rekstur heimilanna. Ríkisendurskoðun telur að greiðslurnar orki um margt tvímælis. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem birt var í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir