Fleiri fréttir

Hraðbraut leggst af árið 2012 - skólastjórinn brúar bilið þangað til

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Menntaskólinn Hraðbraut hafa framlengt þjónustusamning skólans við ríkið fram til útskriftar núverandi nemenda á fyrra ári. Þetta var tilkynnt á sameiginlegum fundi nemenda og starfsfólks nú síðdegis en tilkynning þess eðlis var birt á heimasíðu skólans í dag.

Dæmdur fyrir að taka í lurginn á unglingi

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur fyrir að sparka í unglingspilt og hóta honum með hafnaboltakylfu á Egilsstöðum í maí á síðasta ári. Drengurinn, sem er fjórtán ára gamall, var ásamt vini sínum á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum þegar atvikið átti sér stað.

Pantið áhrifin frá Móður jörð veitt nýsköpunarverðlaun

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2011 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 23. febrúar. Verkefnið sem hlaut verðlaunin að þessu sinni heitir Pantið áhrifin frá Móður jörð og var það unnið af Auði Ösp Guðmundsdóttur, Emblu Vigfúsdóttur og Katharinu Lötzsch frá Listaháskóla Íslands og Robert Peterssen frá Háskólanum í Gautaborg. Leiðbeinandi þeirra í verkefninu var Brynhildur Pálsdóttir.

Ríkisendurskoðun: Vel staðið að sameiningu ráðuneyta

Ríkisendurskoðun telur að sameining heilbrigðisráðuneytis og félags- og tryggingamálaráðuneytis hafi um flest verið vel af hendi leyst. Í nýrri skýrslu kemur fram að ákvörðun um að sameina ráðuneytin undir hatti velferðarráðuneytis hafi verið tekin að vel athuguðu máli, markmið hennar hafi verið skýr sem og verkstjórn og verkaskipting í sameiningarferlinu.

Hagræðing í skólum kynnt 3. mars - hugmyndirnar í heild

Starfshópur sem vinnur að hugmyndum um hagræðingu í starfi grunnskóla, leikskóla og á frístundaheimilum mun skila af sér tillögunum á borgarráðsfundi þann 3. mars næstkomandi. Tillögurnar eru enn í mótun eftir því sem Vísir kemst næst og því er ekki komin endanleg tala á það hversu miklu hagræðingin mun skila.

Leita vitna að skemmdarverkum í Vesturbænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna eða annarra sem kunna að búa yfir upplýsingum um skemmdarverk sem voru unnin á tæplega fjörutíu ökutækjum í vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags.

Sjálfstæðismenn gagnrýna breytingar á samkeppnislögum

Breytingar á samkeppnislögum voru samþykktar á Alþingi í dag en breytingarnar gera Samkeppniseftirlitinu meðal annars kleift að brjóta upp fyrirtæki án þess að þau hafi gerst sek um brot á samkeppnislögum eða öðrum landslögum í starfsemi sinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu.

Menn ættu að hugsa um hvað þeir segja í stjórnarandstöðu

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í dag að mikill hávaði hafi myndast á Alþingi og í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum þegar fjallað var um að íslenskt flugfélag væri að fljúga með hergögn milli landa. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að íslenska flugfélagið Atlanta væri að fljúga með hergögn til Afganistan.

Jóhanna sendir Nýsjálendingum samúðarkveðjur

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur einng sent samúðarkveðjur fyrir hönd ríkisstjórnar og íslensku þjóðarinnar til John Key, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Hugur Íslendinga sé með Nýsjálendingum vegna manntjóns og annarra hörmulegra afleiðinga sem jarðskjálftinn í gær hefur haft í för með sér.

Tileinkaði Sjonna Brink Edduverðlaunin - myndband

Árni Filippus, bróðir Nínu Daggar, tók við Edduverðlaununum fyrir hönd systur sinnar á laugardaginn en hún vann verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki. Hann sagði í þakkarræðu sinni að Nína Dögg hafi viljað tileinka bróður þeirra, Sigurjóni Brink, verðlaunin en hann lést í síðasta mánuði úr heilablóðfalli aðeins 36 ára að aldri.

Snöggreiddist og kastaði glasi framan í konu

Tuttugu og þriggja ára gömul kona var dæmd í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að kasta glerglasi framan í aðra konu á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í febrúar í fyrra.

Rán á skyndibitastöðum upplýst - fimm handteknir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst tvö rán sem voru framin í Reykjavík, annað í vesturbænum um síðustu helgi en hitt í Grafarvogi um þar síðustu helgi. Að sögn lögreglu voru fimm menn handteknir og hafa þeir allir játað aðild sína.

Játuðu fyrir dómi að hafa hreinsað út úr íbúð

Tvær konur játuðu í gær fyrir Héraðsdómi Reykjaness að hafa hreinsað allt innbú út úr íbúð áður hún var sett á uppboð. Íbúðin var veðsett fyrir 30 milljónir. Tvö mál voru þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær þar sem ákært er fyrir sömu sakir.

Ísland í ESB: 28% segja aðild af hinu góða - 34% á móti

28% Íslendinga eru á því að innganga í Evrópusambandið yrði til góðs. 30% segja að innganga yrði hvorki góð né slæm og 34% segja að aðild yrði slæm fyrir landið. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var fyrir sendinefnd ESB hér á landi í nóvember síðastliðinn.

175 banaslys undanfarin 10 ár

175 banaslys og 1372 slys þar sem alvarleg meiðsl urðu á fólki hafa orðið á vegum landsins undanfarin tíu ár. Þar af komu vörubílar við sögu í 16% banaslysa og 6,6% slysa þar sem alvarleg meiðsl urðu á fólki. Hins vegar má rekja helming þess kostnaður sem ríkið veitir til viðhalds vega til aksturs vörubíla, en fjárveiting til viðhalds fyrir árið 2011 er tæplega 4,7 milljarðar. Þetta kom fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, um umferðarslys og vöruflutninga á þjóðvegum.

Forsetinn sendir samúðarkveðjur til Nýja Sjálands

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, senti í dag Sir Anand Satyanand, landstjóra Nýja Sjálands, samúðarkveðjur vegna jarðskjálftanna í Christchurch sem kostað hafa tugi mannslífa og valdi gríðarlegu eignatjóni.

Íslenskar útgerðir á umdeildu hafsvæði

Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evrópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra landsmanna og ýmissa ríkja og alþjóðastofnana.

Brotist inn í pizzustað í nótt

Brotist var inn í pizzustað í Breiðholti um klukkan þrjú í nótt, en þjófurinn var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang.

Fundu roskinn alzheimersjúkling

Ábending frá borgara leiddi til þess að björgunarsveitamenn og lögregla fundu roskinn alzheimersjúkling heilann á húfi á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Icesave snýr stjórnlagaþingi

Flest bendir til að nefnd um framhald stjórnarskrárbreytinga leggi til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing verði skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp áformum nefndarinnar.

Goðafoss kominn á flot

Tveir öflugir dráttarbátar drógu flutningaskipið Goðafoss af strandstað við Noregsstrendur nú fyrir nokkrum mínútum.

Aldrei verið sóst eftir mælingum á mengun

Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, leynist í húsum vegna niðurrifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvarlega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita.

Fá ekki bækur af ótta við sýkla

Sjúklingar Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa ekki lengur aðgang að bókasafni Rauða krossins sem starfað hefur í fjörutíu ár.

Ný kjörstjórn á næstu dögum

Kjördagur fyrir Icesave-samkomulagið verður kynntur á föstudag, sem og hvort og hvenær kosið verði til stjórnlagaþings. Ný landskjörstjórn verður kosin á Alþingi á næstu dögum.

Brotamenn í meðferð og eftirlit sem dugir

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum.

Ætluðu til Túnis en enduðu á Íslandi

„Í stað þess að keyra um í sól og 30 stiga hita í Túnis eru ferðamennirnir hér í snjó og þriggja stiga hita,“ sagði Jón Baldur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins ISAK, staddur á Kaldadal í gær. Hann var þar fararstjóri í ellefu bíla flota og bílstjórarnir voru allir þýskir ferðamenn. Jón Baldur leigir út sérútbúna Land-Rover Defender og aðrir ellefu bílar frá honum fóru um Kjöl í gær og að Langjökli, með hluta af sama hópi.

1.800 gistirými eru ekki á skrá

1.800 gistirými á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru án starfsleyfa. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök ferðaþjónustunnar gerðu nýlega, en þetta jafngildir því að um 15 prósent gistirýma á höfuðborgarsvæðinu séu rekin án leyfa og um 30 prósent á Akureyri.

Nýtt mat er 50% lægra

Land sem Hafnarfjarðarbær tók eignarnámi í Kapelluhrauni í apríl 2008 var 400 milljóna króna virði á þeim tíma segja tveir fasteignasalar sem voru dómkvaddir sem matsmenn af Héraðsdómi Reykjaness.

Forsetahjónin heimsóttu Lækjarskóla

„Börnin voru himinlifandi því forsetahjónin tóku sér tíma til að vera með þeim. Þau voru ekkert að flýta sér,“ segir Arna B. Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði.

Aflaverðmæti jókst milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 15,3 prósent milli áranna 2009 og 2010, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.

Stálu gámi fullum af dósum

Lögreglan á Vestfjörðum leitar nú eins eða fleiri sem stálu gámi í eigu björgunarsveitarinnar á Drangsnesi.

Ný neytenda-samtök stofnuð

Ný neytendasamtök, Samtök lífrænna neytenda, hafa nú litið dagsins ljós. Tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu lífrænna vara á Íslandi með hagsmuni neytenda, búfénaðar, bænda og umhverfisins að leiðarljósi.

Strípuðu íbúðir fyrir uppboð

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvær konur í Garði fyrir að hreinsa allt innan úr íbúð, sem var veðsett Landsbankanum fyrir ríflega 30 milljónir króna, áður en þær misstu hana. Þá var par í Sandgerði ákært fyrir sömu sakir. Hús þess var veðsett Glitni fyrir 22 milljónir.

Réðust á mann og stórslösuðu

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir mörg brot, þar á meðal líkamsárás, sem hann er talinn hafa staðið að ásamt öðrum manni.

Avant heldur samningum

Avant er fyrsta fjármögnunarfyrirtækið sem hefur samþykkt kröfur Samtaka lánþega (SL) og riftir ekki lánasamningum til bílakaupa við fólk í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara.

Reisa fyrsta ökugerðið

Fyrsta ökugerði landsins verður að öllum líkindum vígt við Reykjanesbrautina í lok sumars. Um er að ræða aðstöðu þar sem æfa má akstur við mismunandi aðstæður og nýtist bæði ökunemum og öðrum.

Vilja rannsókn á ódæðunum

Amnesty International kallaði í gær eftir tafarlausri rannsókn öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna dráps á hundruðum mótmælenda í Líbíu.

Margfalt meira af marijúana

Lögregluembættin á Norðurlandi lögðu hald á rúmlega eitt kíló af marijúana á síðasta ári sem er mun meira en árin þar á undan.

Sjá næstu 50 fréttir