Innlent

Rafmagnslaust í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar, myndin er úr safni.
Vestmannaeyjar, myndin er úr safni.
„Rétt í þessu fór rafmagn af öllum bænum,“ segir Gísli Óskarsson, fréttaritari Stöðvar 2 og Vísis í Vestmannaeyjum en þar er allt rafmagn farið af eyjunni.

Að sögn Gísla er smá ljóstýra frá skipum við höfnina. Þá er einnig rafmagn farið af fiskimjölsverksmiðjum í bænum.

Gísli segir engar upplýsingar hafa fengið um rafmagnsleysið en veltir því fyrir sér hvort salt hafi fallið á rafmagnslínurnar á landi. Rafmagnið fór af um klukkan sjö í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×