Fleiri fréttir Brot úr kjúklingabeini fannst í steiktum lauk Aðskotahlutur sem fannst í steiktum lauk frá Cronions er talinn hafa verið brot úr kjúklingabeini. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaeftirliti Reykjavíkurborgar er þetta mat Náttúrufræðistofnunar Íslands sem fékk hlutinn til rannsóknar. Beinbrotið var um 18 millimetrar á lengd og fannst hjá neytanda sem hafði keypt sér hundrað gramma pakkningu af steiktum lauk frá Cronions. 3.12.2010 15:13 María Sigrún: Skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið Göngugarpurinn Reynir Pétur Ingvarsson, María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Guðmundur Berkvist kvikmyndatökumaður forsýndu nýja mynd sína í Bíó Paradís í gær. Myndin er frásögn af Reyni Pétri á Sólheimum í Grímsnesi og frægri gönguferð hans hringinn í kringum landið fyrir 25 árum síðan. Ekki stendur til að sýna myndina aftur í kvikmyndahúsi en hún verður sýnd í Sjónvarpinu á sunnudaginn. 3.12.2010 14:31 Heimsmetstilraun í Silfru Hópur Íslendinga tók þátt í heimsmetstilraun í gærkvöldi þegar kafað var í upplýstri Silfru á Þingvöllum. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins var á staðnum og náði flottum myndum eins og sjá má. 3.12.2010 14:02 Óttast að ákveðnir hópar séu skildir eftir í skuldavanda Marínó G. Njálsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, fagnar útspili stjórnvalda. Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna voru kynntar á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í morgun. Þar kemur fram að skuldir vegna yfirveðsettra eigna verða afskrifaðar og breytingar gerðar á vaxtabótakerfinu til hagsbóta fyrir skuldara. 3.12.2010 13:23 Bónus með lægsta verðið á vörum til baksturs Bónus var oftast með lægsta verðið og Samkaup Úrval oftast með hæsta verðið í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum víða um land, miðvikudaginn 1. desember. Kannað var verð á 56 algengum vörum til baksturs. 3.12.2010 13:06 Tekjuháir fá ekki skuldir afskrifaðar Einstaklingar sem eru með greiðslubyrði sem er innan við 20% af ráðstöfunartekjum heimilanna munu ekki fá afskrifaðar skuldir, þrátt fyrir að þeir séu með yfirveðsettar eignir. 3.12.2010 12:36 Jörð skelfur á ný í Krýsuvík Þónokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Krísuvíkursvæðinu síðustu klukkustundirnar , en allir hafa mælst innan við þrjá á Richter og flestir innan við tvo. Töluverður órói hefur verið á svæðinu alla vikuna og virðist þetta vera ein hrinan enn á skömmum tíma. 3.12.2010 12:30 Lífeyrisréttindi skerðast ekki Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka Lífeyrissjóða, ítrekar að lífeyrisréttindi sjóðfélaga eiga ekki að skerðast með þeim aðgerðum sem kynntar voru í dag. „Við teljum að þessi aðgerði ein og sér muni ekki færa niður þessi réttindi," sagði Arnar á blaðamannafundinum sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 3.12.2010 12:14 Ríkið og lífeyrissjóðir hársbreidd frá samkomulagi um stórframkvæmdir Ríkisstjórnin og Lífeyrissjóðirnir eru „hársbreidd“ frá því að ná samkomulagi um að lífeyrissjóðirnir fjármagni stórframkvæmdir á næstunni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag þegar aðgerðapakkinn var kynntur. Ráðherrann sagðist vonast til að hægt verði að ganga frá samningum þessa efnis eftir helgi, og sagði að þegar það yrði komið komið á hreint væri hægt að tala um „dágóðan jólapakka.“ 3.12.2010 11:56 Kostnaður bankastofnana tæpir 70 milljarðar Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, segir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna vera jákvætt skref. „Þetta er mikilvægt skref sem ætti að hjálpa flestum," sagði Guðjón á blaðamannafundinum sem lauk fyrir stundu í Þjóðmenningarhúsinu. 3.12.2010 11:56 Aðskotahlutur í steiktum lauk Fundist hefur aðskotahlutur í einu 100 gramma boxi af steiktum lauk undir vörumerkinu Cronions. Vegna þessa hefur varan verið innkölluð af markaði. Vara þessi er í takmarkaðri dreifingu og í mjög litlu magni í matvöruverslunum. Neytendur eru beðnir um að skila inn viðkomandi vöru ef varan reynist vera með lotunúmerið LO:160 22:36 og best fyrir dagsetningu 09-02-11 til Nathan & Olsen hf. sem er innflytjandi vörunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nathan & Olsen hf. 3.12.2010 10:11 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin í Smáralind Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin verður með kynningu í Smáralindinni í dag á nýrri bók um ferð sína til Haítí eftir skjálftann þar í byrjun árs. 3.12.2010 09:55 Fréttamannafundur ríkisstjórnarinnar í beinni Fréttamannafundur ríkisstjórnarinnar, þar sem kynnt verða úrræði vegna skuldavanda heimilanna, verður haldinn klukkan ellefu í dag. Þess hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, eftir því að úrræðin yrðu kynnt. 3.12.2010 09:29 Þessi eru tilnefnd til Hvatningarverðlauna ÖBÍ Alþjóðlegur dagur fatlaðra er í dag. Hann hefur verið haldinn 3. desember ár hvert frá því að Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir alþjóðlegu ári fatlaðs fólks árið 1981. Markmið alþjóðlegs dags fatlaðra er að auka skilning á aðstæðum fólks með fötlun, baráttunni fyrir réttindum þess og fullri þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra. 3.12.2010 09:21 Metfjöldi af hassplöntum hirtur á síðasta ári Hegningarlagabrotum fjölgaði um tíu prósent á síðasta ári en auðgunarbrot, innbrot og þjófnaðir, höfðu þar mestu áhrifin en þeim fjölgaði um 19% milli ára. Sérrefsilagabrot voru 19% færri og fjöldi umferðarlagabrota hélst svipaður. Þetta kemur fram í tölfræðiskýrslu ríkislögreglustjóra sem birtir staðfestar tölur um afbrot fyrir árið 2009. 3.12.2010 08:56 Loðnuskipin lögð af stað Þrjú fiskiskip , Ingunn, Faxi og Börkur, hófu loðnuleit norður af Kolbeinsey í gærkvöldi, en ekkert skip leitaði loðnu á þessum tíma í fyrra, enda var kvóti ekki gefinn út fyrr en eftir áramót. 3.12.2010 07:32 Da Vinci fléttan: Vickram og Helga vilja semja Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi, sem sökuð eru um að hafa haft allt að 20 milljónir dollara af moldríkum sérvitringi í New York fylki í Bandaríkjunum, hafa fallist á að mál þeirra verði fært á annað dómstig í ríkinu, með það fyrir augum að semja um lyktir þess. 3.12.2010 07:29 Búist við undirskrift í dag Stjórnvöld vonast til að geta kynnt viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu skuldugra heimila eftir ríkisstjórnarfund fyrir hádegi. Málið fór í hnút í gærmorgun þar sem Líferyissjóðirnir gátu ekki fallist á viss atriði, en eftir ýmsar tilfærslur náðist samkomulag við þá undir kvöldið og voru þær kynntar fulltrúum bankanna í gærkvöldi. 3.12.2010 07:28 Greiða 80 milljónir í bónusa Útgerðarfélagið Samherji hefur ákveðið að greiða starfsfólki sínu í landi 260 þúsund króna launauppbót í desember til viðbótar við umsamda 46 þúsund króna desemberuppbót. Uppbótin nemur í heildina 320 þúsund krónum á mann og kostar Samherja í kringum 80 milljónir króna að frátöldum tengdum gjöldum. 3.12.2010 06:00 Bjarni vill að Ísland grípi tækifæri á heilbrigðissviði Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. 3.12.2010 06:00 Vill að sérsveitin fái að beita rafbyssum Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum. 3.12.2010 05:45 Skoða lækkun tolla á innfluttum kjúklingi „Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. 3.12.2010 05:30 Formaður bænda segir ábyrgð „klínt“ á þá Orð formanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefáns Hauks Jóhannessonar, í Fréttablaðinu á laugardag sýna að „fjarvera [Bændasamtakanna] frá fundum í Brussel var nauðsynleg“ segir Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, í leiðara Bændablaðsins í gær. 3.12.2010 05:00 Þúsund hafa látið vita um grunsamlegar mannaferðir „Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. 3.12.2010 04:30 Sjónvarpssöfnun fyrir Barnahjálpina Með Fréttablaðinu í dag fylgir sérstakt blað tileinkað Barnahjálpinni og sölu Rauða nefsins. Í kvöld verður skemmtiþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2 þar sem efnt verður til landssöfnunar til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. 3.12.2010 04:00 Tómas tyllir sér við Tjörnina Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpaði styttu af Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guðmundssyni við Reykjavíkurtjörn í gær. 3.12.2010 03:30 Útsvar óbreytt í Garðabæ Álögur á íbúa í Garðabæ verða áfram lágar á árinu 2011, skv. frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarins sem lagt var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag samkvæmt tilkynningu frá bænum. 2.12.2010 20:45 Samkomulag í höfn og undirritað á morgun Samkomulag náðist nú síðdegis milli ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna um aðkomu þeirra að aðgerðum til aðstoðar skuldugum heimilum og fyrirtækjum. Forsætisráðherra segir að einungis eigi eftir að ganga frá nokkrum þáttum við bankana og reiknar með að skrifað verði undir aðgerðaáætlun á morgun. 2.12.2010 19:38 Stjórnlagaþingmenn fengu kjörbréf afhent í dag Allir kjörnir stjórnlagaþingmenn, nema fjórir, mættu niður í Þjóðmenningarhús í dag þar sem þeim var afhent kjörbréf. 2.12.2010 17:47 Jarðskjálftar við Herðubreið Jarðskjálfti upp á 3,1 á richter varð í morgun nærri Herðubreið. Samkvæmt heimasíðu Veðurstofu Íslands þá voru upptök skjálftans um 2,6 kílómetra VNV af Herðubreiðartöglum. 2.12.2010 17:44 Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2.12.2010 16:52 Erfiðlega gengur að flytja Vonarstræti 12 á Kirkjustræti Hafist var handa við að flytja húsið sem staðið hefur við Vonarstræti 12 yfir á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Verkið gengur þó brösuglega því húsið reyndist heilum 25 tonnum þyngra en talið var. Húsið hefur síðustu árin verið skrifstofa þingflokks Vinstri grænna og þar áður ýmissa flokka. Við verkið eru notaðir tveir stórir kranar enda mikið verk að lyfta heilu húsi, sem í fyrstu var talið 81 tonn að þyngd en í ljós kom að það var 25 tonnum þyngra en áður var talið. 2.12.2010 16:34 Byrjað að marka víglínuna - fréttaskýring Í aðildarviðræðum Íslands við ESB stendur nú yfir rýniferli þar sem farið er yfir löggjöf ESB og Íslands til að skapa grundvöll fyrir eiginlegar viðræður. Klemens Ólafur Þrastarson yfirheyrði í vikunni Stefán Hauk Jóhannesson, sendiherra og formann samninganefndar Íslands, um rýnivinnu, aðlögun og IPA-styrki. Stefán viðurkennir að afstaða bænda geti skaðað samningsstöðuna. 2.12.2010 21:10 Forsætisráðherra: Samkomulag í höfn Samkomulag hefur náðst milli ríkisstjórnar og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skulda heimila og fyrirtækja. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir langa fundarsetu í dag að aðeins ætti eftir að fínstilla nokkur atriði við bankana áður en málið verður lagt fyrir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Hún reiknar með að skrifað verði undir samkomulag stjórnvalda, fjármálastofnana og fleiri, að loknum ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 2.12.2010 17:34 „Lét“ 13 ára stúlku hafa við sig samræði 23 ára karlmaður var í gær dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. Maðurinn játaði brotið sem átti sér stað í mars á þessu ári. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Brotið sem maðurinn játaði, samkvæmt ákæru er að hafa „látið A, þá 13 ára, hafa við sig samræði " 2.12.2010 15:42 Ófyrirleitnar og harkalegar árásir á fyrrverandi unnustu Tuttugu og sjö ára gamall karlmaður hefur verði dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni tæpar 500 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. 2.12.2010 15:29 Bankastjórar vongóðir um að samkomulag sé að nást Bankastjórar Landsbankans og Íslandsbanka eru vongóðir um að samkomulag sé að nást á milli ríkisstjórnar og fjármálastofnana um aðgerðir fyrir skuldug heimili og fyrirtæki. 2.12.2010 15:26 Borgarstjóri afhjúpaði styttu af Tómasi Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, afhjúpaði styttu af Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guðmundssyni eftir Höllu Gunnarsdóttur við Reykjavíkurtjörn í dag. 2.12.2010 15:09 Reykjavíkurborg skapar á sjötta hundrað ársverk Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar næsta árs gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið til fjárfestinga. Það er umtalsverð aukning frá því sem gert var ráð fyrir í gildandi þriggja ára áætlun, en svipuð fjárhæð og á þessu ári. Með þessum áherslubreytingum er stuðlað að framkvæmdum og auknu atvinnuframboði. Framkvæmda- og eignasvið áætlar að á bilinu 530 til 580 bein ársverk geti verið að ræða, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá er ótalin afleidd störf. 2.12.2010 15:08 Sauðféð rúið inn að skinni Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýragarðsins fær jólaklippinguna á sunnudag. Þá mætir Guðmundur Hallgrímsson til rúningsverka en þær eru orðnar æði margar ærnar og hrútarnir sem hann hefur rúið. Hann kann því vel til verka og ætla má að hann spari ekki lýsingarnar í kringum rúninginn. Guðmundur mun hefjast handa klukkan eitt en með honum í för verður föruneyti kvenna sem munu spinna band úr ullinni. 2.12.2010 14:47 150 þúsund manns vildu eyða jólunum í Reykjavík Undanfarinn mánuð hefur Höfuðborgarstofa í samstarfi við Icelandair boðið erlendum Reykjavíkurvinum að taka þátt í leiknum Win a trip to Reykjavík in December á ferðavefsvæði Reykjavíkurborgar www.visitreykjavik.is með það að markmiði að kynna Reykjavík sem spennandi áfangastað á aðventunni. 2.12.2010 14:42 Ráðuneytið tekur stöðuna á kjúklingnum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur kallað eftir upplýsingum til að geta lagt mat á hvort innlendir kjúklingaframleiðendur ná að sinna eftirspurn neytenda. Búist er við að staðan skýrist betur á allra næstu dögum. 2.12.2010 14:26 Krefja ráðherra um aukinn innflutning á kjúklingi Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimili aukinn innflutning á kjúklingi. Forsvarsmenn samtakanna hafa sent Jóni formlegt bréf þess efnis. 2.12.2010 13:40 Fjórir sóttu um starf tæknistjóra stjórnlagaþings Finnur Pálmi Magnússon tölvunarfræðingur hefur verið ráðinn sem tæknistjóri stjórnlagaþings. Hann starfaði sem verktaki fyrir Þjóðfundinn og sinnti tæknimálum fundarins og vefmálum. Á Þjóðfundinum var lagður grunnur að starfi stjórnlagaþings. 2.12.2010 13:22 Tveir lögreglumenn hafa hætt vegna slysa í starfi Á undanförnum árum hafa tveir lögreglumenn þurft að láta af störfum þar sem örorka þeirra háði þeim það mikið við störf. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. 2.12.2010 12:49 Sjá næstu 50 fréttir
Brot úr kjúklingabeini fannst í steiktum lauk Aðskotahlutur sem fannst í steiktum lauk frá Cronions er talinn hafa verið brot úr kjúklingabeini. Samkvæmt upplýsingum frá matvælaeftirliti Reykjavíkurborgar er þetta mat Náttúrufræðistofnunar Íslands sem fékk hlutinn til rannsóknar. Beinbrotið var um 18 millimetrar á lengd og fannst hjá neytanda sem hafði keypt sér hundrað gramma pakkningu af steiktum lauk frá Cronions. 3.12.2010 15:13
María Sigrún: Skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið Göngugarpurinn Reynir Pétur Ingvarsson, María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Guðmundur Berkvist kvikmyndatökumaður forsýndu nýja mynd sína í Bíó Paradís í gær. Myndin er frásögn af Reyni Pétri á Sólheimum í Grímsnesi og frægri gönguferð hans hringinn í kringum landið fyrir 25 árum síðan. Ekki stendur til að sýna myndina aftur í kvikmyndahúsi en hún verður sýnd í Sjónvarpinu á sunnudaginn. 3.12.2010 14:31
Heimsmetstilraun í Silfru Hópur Íslendinga tók þátt í heimsmetstilraun í gærkvöldi þegar kafað var í upplýstri Silfru á Þingvöllum. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Fréttablaðsins var á staðnum og náði flottum myndum eins og sjá má. 3.12.2010 14:02
Óttast að ákveðnir hópar séu skildir eftir í skuldavanda Marínó G. Njálsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, fagnar útspili stjórnvalda. Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna voru kynntar á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í morgun. Þar kemur fram að skuldir vegna yfirveðsettra eigna verða afskrifaðar og breytingar gerðar á vaxtabótakerfinu til hagsbóta fyrir skuldara. 3.12.2010 13:23
Bónus með lægsta verðið á vörum til baksturs Bónus var oftast með lægsta verðið og Samkaup Úrval oftast með hæsta verðið í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum víða um land, miðvikudaginn 1. desember. Kannað var verð á 56 algengum vörum til baksturs. 3.12.2010 13:06
Tekjuháir fá ekki skuldir afskrifaðar Einstaklingar sem eru með greiðslubyrði sem er innan við 20% af ráðstöfunartekjum heimilanna munu ekki fá afskrifaðar skuldir, þrátt fyrir að þeir séu með yfirveðsettar eignir. 3.12.2010 12:36
Jörð skelfur á ný í Krýsuvík Þónokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Krísuvíkursvæðinu síðustu klukkustundirnar , en allir hafa mælst innan við þrjá á Richter og flestir innan við tvo. Töluverður órói hefur verið á svæðinu alla vikuna og virðist þetta vera ein hrinan enn á skömmum tíma. 3.12.2010 12:30
Lífeyrisréttindi skerðast ekki Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka Lífeyrissjóða, ítrekar að lífeyrisréttindi sjóðfélaga eiga ekki að skerðast með þeim aðgerðum sem kynntar voru í dag. „Við teljum að þessi aðgerði ein og sér muni ekki færa niður þessi réttindi," sagði Arnar á blaðamannafundinum sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu í dag. 3.12.2010 12:14
Ríkið og lífeyrissjóðir hársbreidd frá samkomulagi um stórframkvæmdir Ríkisstjórnin og Lífeyrissjóðirnir eru „hársbreidd“ frá því að ná samkomulagi um að lífeyrissjóðirnir fjármagni stórframkvæmdir á næstunni. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag þegar aðgerðapakkinn var kynntur. Ráðherrann sagðist vonast til að hægt verði að ganga frá samningum þessa efnis eftir helgi, og sagði að þegar það yrði komið komið á hreint væri hægt að tala um „dágóðan jólapakka.“ 3.12.2010 11:56
Kostnaður bankastofnana tæpir 70 milljarðar Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, segir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna vera jákvætt skref. „Þetta er mikilvægt skref sem ætti að hjálpa flestum," sagði Guðjón á blaðamannafundinum sem lauk fyrir stundu í Þjóðmenningarhúsinu. 3.12.2010 11:56
Aðskotahlutur í steiktum lauk Fundist hefur aðskotahlutur í einu 100 gramma boxi af steiktum lauk undir vörumerkinu Cronions. Vegna þessa hefur varan verið innkölluð af markaði. Vara þessi er í takmarkaðri dreifingu og í mjög litlu magni í matvöruverslunum. Neytendur eru beðnir um að skila inn viðkomandi vöru ef varan reynist vera með lotunúmerið LO:160 22:36 og best fyrir dagsetningu 09-02-11 til Nathan & Olsen hf. sem er innflytjandi vörunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nathan & Olsen hf. 3.12.2010 10:11
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin í Smáralind Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin verður með kynningu í Smáralindinni í dag á nýrri bók um ferð sína til Haítí eftir skjálftann þar í byrjun árs. 3.12.2010 09:55
Fréttamannafundur ríkisstjórnarinnar í beinni Fréttamannafundur ríkisstjórnarinnar, þar sem kynnt verða úrræði vegna skuldavanda heimilanna, verður haldinn klukkan ellefu í dag. Þess hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, eftir því að úrræðin yrðu kynnt. 3.12.2010 09:29
Þessi eru tilnefnd til Hvatningarverðlauna ÖBÍ Alþjóðlegur dagur fatlaðra er í dag. Hann hefur verið haldinn 3. desember ár hvert frá því að Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir alþjóðlegu ári fatlaðs fólks árið 1981. Markmið alþjóðlegs dags fatlaðra er að auka skilning á aðstæðum fólks með fötlun, baráttunni fyrir réttindum þess og fullri þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra. 3.12.2010 09:21
Metfjöldi af hassplöntum hirtur á síðasta ári Hegningarlagabrotum fjölgaði um tíu prósent á síðasta ári en auðgunarbrot, innbrot og þjófnaðir, höfðu þar mestu áhrifin en þeim fjölgaði um 19% milli ára. Sérrefsilagabrot voru 19% færri og fjöldi umferðarlagabrota hélst svipaður. Þetta kemur fram í tölfræðiskýrslu ríkislögreglustjóra sem birtir staðfestar tölur um afbrot fyrir árið 2009. 3.12.2010 08:56
Loðnuskipin lögð af stað Þrjú fiskiskip , Ingunn, Faxi og Börkur, hófu loðnuleit norður af Kolbeinsey í gærkvöldi, en ekkert skip leitaði loðnu á þessum tíma í fyrra, enda var kvóti ekki gefinn út fyrr en eftir áramót. 3.12.2010 07:32
Da Vinci fléttan: Vickram og Helga vilja semja Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi, sem sökuð eru um að hafa haft allt að 20 milljónir dollara af moldríkum sérvitringi í New York fylki í Bandaríkjunum, hafa fallist á að mál þeirra verði fært á annað dómstig í ríkinu, með það fyrir augum að semja um lyktir þess. 3.12.2010 07:29
Búist við undirskrift í dag Stjórnvöld vonast til að geta kynnt viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu skuldugra heimila eftir ríkisstjórnarfund fyrir hádegi. Málið fór í hnút í gærmorgun þar sem Líferyissjóðirnir gátu ekki fallist á viss atriði, en eftir ýmsar tilfærslur náðist samkomulag við þá undir kvöldið og voru þær kynntar fulltrúum bankanna í gærkvöldi. 3.12.2010 07:28
Greiða 80 milljónir í bónusa Útgerðarfélagið Samherji hefur ákveðið að greiða starfsfólki sínu í landi 260 þúsund króna launauppbót í desember til viðbótar við umsamda 46 þúsund króna desemberuppbót. Uppbótin nemur í heildina 320 þúsund krónum á mann og kostar Samherja í kringum 80 milljónir króna að frátöldum tengdum gjöldum. 3.12.2010 06:00
Bjarni vill að Ísland grípi tækifæri á heilbrigðissviði Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. 3.12.2010 06:00
Vill að sérsveitin fái að beita rafbyssum Engin ástæða er til þess að lögreglumenn hér á landi verði vopnaðir rafbyssum, að mati ríkislögreglustjóra. Hann vill þó heimila sérsveitarmönnum að beita slíkum vopnum í tilraunaskyni, að því er fram kemur í skýrslu embættisins um ofbeldi gegn lögreglumönnum. 3.12.2010 05:45
Skoða lækkun tolla á innfluttum kjúklingi „Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. 3.12.2010 05:30
Formaður bænda segir ábyrgð „klínt“ á þá Orð formanns samninganefndar Íslands gagnvart ESB, Stefáns Hauks Jóhannessonar, í Fréttablaðinu á laugardag sýna að „fjarvera [Bændasamtakanna] frá fundum í Brussel var nauðsynleg“ segir Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, í leiðara Bændablaðsins í gær. 3.12.2010 05:00
Þúsund hafa látið vita um grunsamlegar mannaferðir „Nágrannavarslan hefur komið sér afar vel og það er mikill áhugi hjá fólki,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um árangur nágrannavörslu, sem lögregla hefur lagt áherslu á í baráttunni gegn innbrotum. 3.12.2010 04:30
Sjónvarpssöfnun fyrir Barnahjálpina Með Fréttablaðinu í dag fylgir sérstakt blað tileinkað Barnahjálpinni og sölu Rauða nefsins. Í kvöld verður skemmtiþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2 þar sem efnt verður til landssöfnunar til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. 3.12.2010 04:00
Tómas tyllir sér við Tjörnina Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpaði styttu af Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guðmundssyni við Reykjavíkurtjörn í gær. 3.12.2010 03:30
Útsvar óbreytt í Garðabæ Álögur á íbúa í Garðabæ verða áfram lágar á árinu 2011, skv. frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarins sem lagt var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag samkvæmt tilkynningu frá bænum. 2.12.2010 20:45
Samkomulag í höfn og undirritað á morgun Samkomulag náðist nú síðdegis milli ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna um aðkomu þeirra að aðgerðum til aðstoðar skuldugum heimilum og fyrirtækjum. Forsætisráðherra segir að einungis eigi eftir að ganga frá nokkrum þáttum við bankana og reiknar með að skrifað verði undir aðgerðaáætlun á morgun. 2.12.2010 19:38
Stjórnlagaþingmenn fengu kjörbréf afhent í dag Allir kjörnir stjórnlagaþingmenn, nema fjórir, mættu niður í Þjóðmenningarhús í dag þar sem þeim var afhent kjörbréf. 2.12.2010 17:47
Jarðskjálftar við Herðubreið Jarðskjálfti upp á 3,1 á richter varð í morgun nærri Herðubreið. Samkvæmt heimasíðu Veðurstofu Íslands þá voru upptök skjálftans um 2,6 kílómetra VNV af Herðubreiðartöglum. 2.12.2010 17:44
Höfuðpaur í fíkniefnamáli sýknaður en annar dæmdur Guðlaugur Agnar Guðmundsson, sem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í sumar, fyrir aðild að stórkostlegu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands og peningaþvætti tengdum innflutningnum, var sýknaður af ákæru um fíkniefnasmyglið í Hæstarétti í dag. Hann var hins vegar dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir peningaþvættið. Héraðsdómur hafði fundi þá Davíð Garðarsson og Guðlaug Agnar um að bera höfuðábyrgð á smyglinu. Þeir fengu báðir fjögurra og hálfs árs dóma. 2.12.2010 16:52
Erfiðlega gengur að flytja Vonarstræti 12 á Kirkjustræti Hafist var handa við að flytja húsið sem staðið hefur við Vonarstræti 12 yfir á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Verkið gengur þó brösuglega því húsið reyndist heilum 25 tonnum þyngra en talið var. Húsið hefur síðustu árin verið skrifstofa þingflokks Vinstri grænna og þar áður ýmissa flokka. Við verkið eru notaðir tveir stórir kranar enda mikið verk að lyfta heilu húsi, sem í fyrstu var talið 81 tonn að þyngd en í ljós kom að það var 25 tonnum þyngra en áður var talið. 2.12.2010 16:34
Byrjað að marka víglínuna - fréttaskýring Í aðildarviðræðum Íslands við ESB stendur nú yfir rýniferli þar sem farið er yfir löggjöf ESB og Íslands til að skapa grundvöll fyrir eiginlegar viðræður. Klemens Ólafur Þrastarson yfirheyrði í vikunni Stefán Hauk Jóhannesson, sendiherra og formann samninganefndar Íslands, um rýnivinnu, aðlögun og IPA-styrki. Stefán viðurkennir að afstaða bænda geti skaðað samningsstöðuna. 2.12.2010 21:10
Forsætisráðherra: Samkomulag í höfn Samkomulag hefur náðst milli ríkisstjórnar og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skulda heimila og fyrirtækja. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir langa fundarsetu í dag að aðeins ætti eftir að fínstilla nokkur atriði við bankana áður en málið verður lagt fyrir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Hún reiknar með að skrifað verði undir samkomulag stjórnvalda, fjármálastofnana og fleiri, að loknum ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 2.12.2010 17:34
„Lét“ 13 ára stúlku hafa við sig samræði 23 ára karlmaður var í gær dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. Maðurinn játaði brotið sem átti sér stað í mars á þessu ári. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var maðurinn dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi. Brotið sem maðurinn játaði, samkvæmt ákæru er að hafa „látið A, þá 13 ára, hafa við sig samræði " 2.12.2010 15:42
Ófyrirleitnar og harkalegar árásir á fyrrverandi unnustu Tuttugu og sjö ára gamall karlmaður hefur verði dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða konunni tæpar 500 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta. 2.12.2010 15:29
Bankastjórar vongóðir um að samkomulag sé að nást Bankastjórar Landsbankans og Íslandsbanka eru vongóðir um að samkomulag sé að nást á milli ríkisstjórnar og fjármálastofnana um aðgerðir fyrir skuldug heimili og fyrirtæki. 2.12.2010 15:26
Borgarstjóri afhjúpaði styttu af Tómasi Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, afhjúpaði styttu af Reykjavíkurskáldinu Tómasi Guðmundssyni eftir Höllu Gunnarsdóttur við Reykjavíkurtjörn í dag. 2.12.2010 15:09
Reykjavíkurborg skapar á sjötta hundrað ársverk Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun Reykjavíkurborgar næsta árs gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið til fjárfestinga. Það er umtalsverð aukning frá því sem gert var ráð fyrir í gildandi þriggja ára áætlun, en svipuð fjárhæð og á þessu ári. Með þessum áherslubreytingum er stuðlað að framkvæmdum og auknu atvinnuframboði. Framkvæmda- og eignasvið áætlar að á bilinu 530 til 580 bein ársverk geti verið að ræða, að því er kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá er ótalin afleidd störf. 2.12.2010 15:08
Sauðféð rúið inn að skinni Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýragarðsins fær jólaklippinguna á sunnudag. Þá mætir Guðmundur Hallgrímsson til rúningsverka en þær eru orðnar æði margar ærnar og hrútarnir sem hann hefur rúið. Hann kann því vel til verka og ætla má að hann spari ekki lýsingarnar í kringum rúninginn. Guðmundur mun hefjast handa klukkan eitt en með honum í för verður föruneyti kvenna sem munu spinna band úr ullinni. 2.12.2010 14:47
150 þúsund manns vildu eyða jólunum í Reykjavík Undanfarinn mánuð hefur Höfuðborgarstofa í samstarfi við Icelandair boðið erlendum Reykjavíkurvinum að taka þátt í leiknum Win a trip to Reykjavík in December á ferðavefsvæði Reykjavíkurborgar www.visitreykjavik.is með það að markmiði að kynna Reykjavík sem spennandi áfangastað á aðventunni. 2.12.2010 14:42
Ráðuneytið tekur stöðuna á kjúklingnum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur kallað eftir upplýsingum til að geta lagt mat á hvort innlendir kjúklingaframleiðendur ná að sinna eftirspurn neytenda. Búist er við að staðan skýrist betur á allra næstu dögum. 2.12.2010 14:26
Krefja ráðherra um aukinn innflutning á kjúklingi Samtök verslunar og þjónustu krefjast þess að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimili aukinn innflutning á kjúklingi. Forsvarsmenn samtakanna hafa sent Jóni formlegt bréf þess efnis. 2.12.2010 13:40
Fjórir sóttu um starf tæknistjóra stjórnlagaþings Finnur Pálmi Magnússon tölvunarfræðingur hefur verið ráðinn sem tæknistjóri stjórnlagaþings. Hann starfaði sem verktaki fyrir Þjóðfundinn og sinnti tæknimálum fundarins og vefmálum. Á Þjóðfundinum var lagður grunnur að starfi stjórnlagaþings. 2.12.2010 13:22
Tveir lögreglumenn hafa hætt vegna slysa í starfi Á undanförnum árum hafa tveir lögreglumenn þurft að láta af störfum þar sem örorka þeirra háði þeim það mikið við störf. Þetta kemur fram í skýrslu lögreglunnar um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. 2.12.2010 12:49