Fleiri fréttir Síðustu styrkjunum úr Þjóðhátíðarsjóði úthlutað Seðlabanki Íslands úthlutaði styrkjum úr Þjóðhátíðarsjóði við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þetta var síðasta almenna úthlutun sjóðsins. 2.12.2010 10:50 Stjórnlagaþing kostar allt að 700 milljónum Kostnaður við stjórnlagaþingið, sem til stendur að hefjist í febrúar, gæti orðið á bilinu 564 til 704 milljónir miðað við núverandi áætlanir. Í þessari tölu er meðtalinn kostnaður vegna kosninganna sem fram fóru á laugardaginn, stjórnlaganefnd, þjóðfund og stjórnlagaþingið sjálft. 2.12.2010 10:28 Beitti sambýliskonu sína ítrekað ofbeldi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrradag ungan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa fjórum sinnum á tímabilinu desember 2007 - maí 2008 ráðist á konuna á heimili þeirra í Breiðholti. Í eitt skipti beit hann konuna í kinnina, en í hin skiptin beitti hann hana margvíslegu öðru líkamlegu ofbeldi. 2.12.2010 09:34 Gekk yfir á rauðu ljósi og varð fyrir bíl Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar undir kvöld í gær en samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist sem viðkomandi hafi gengið á rauðu ljósi í veg fyrir bifreið sem ekið var á grænu ljósi á beygju akrein af Miklubraut inn á Kringlumýrarbraut. Að sögn sjónarvotta dróst vegfarandinn nokkra leið með bílnum. 2.12.2010 09:04 Gatwick lokaður, Iceland Express flýgur til Stansted Vél Iceland Express, sem fara átti til London Gatwick í morgun, mun fljúga til London Stansted í staðinn vegna veðurs. 2.12.2010 08:59 Stjórnlagaþing: Upplýsingafulltrúinn ráðinn áfram Berghildur Erla Bernharðsdóttir, starfandi upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings, hefur verið ráðin áfram sem upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings. Alls sóttu tuttugu og tveir um stöðuna og var öðrum umsækjendum tilkynnt um ráðninguna síðdegis í gær með bréfi þar sem segir: 2.12.2010 08:26 Alvarlegt umferðarslys Gangandi vegfarandi slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á áttunda tímanum í gærkvöldi. 2.12.2010 07:38 Einn slasaðist í bílveltu Einn maður slasaðist þegar bíll með fjórum um borð valt út af Grindavíkurveginum í gærkvöldi, vegna mikillar hálku. 2.12.2010 07:25 Tveir dópaðir ökumenn teknir Tveir ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og reyndi annar þeirra að stinga lögregluna af. 2.12.2010 07:24 Innbrot í tvo sumarbústaði við Flúðir Brotist var inn í tvo sumarbústaði við Flúðir í gærkvöldi og flatskjá meðal annars stolið úr öðrum þeirra. Þjófarnir unnu líka nokkrar skemmdir við að komast inn í bústaðina. 2.12.2010 07:22 Réðst á konu með hnúajárni Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítugan karlmann fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að ráðast á konu, misþyrma henni og hrinda í baðkar. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot og fleira. 2.12.2010 06:00 Gnýr og slysahætta af hraðakstri í þjóðgarði „Eftir að nýi Lyngdalsheiðarvegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns var opnaður hefur hraði og hávaði frá umferð aukist mikið í þjóðgarðinum og um leið slysahætta,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 2.12.2010 06:00 Fylgi stjórnarinnar 36 prósent Könnun Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36 prósenta þjóðarinnar samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Það er 6 prósentustigum meiri stuðningur við ríkisstjórnina en mældist í sambærilegri mælingu í október. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. 2.12.2010 06:00 Segir rangt að ráðuneyti neiti vinnu Upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins segir alrangt að ráðuneytið hafi neitað að vinna að aðildarviðræðum stjórnvalda við ESB. Það er í mótsögn við ummæli formanns Bændasamtakanna. 2.12.2010 05:15 Ráðuneytið vissi af skorti á markaðnum Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara ehf., hafði samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í sumar sökum fyrirsjáanlegs skorts á kjúklingi á markaðnum vegna salmonellusýkingar hjá framleiðendum. 2.12.2010 04:45 Leikskólagjöld hækka mest Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. 2.12.2010 04:00 Öll framleiðslan á að vera vistvæn Prentsmiðjan Svansprent í Kópavogi má nota norræna umhverfismerkið Svaninn, þekktustu umhverfisviðurkenningu Norðurlanda. 2.12.2010 03:30 Makrílviðræður skiluðu engu Lokatilraun strandríkja sem aðild eiga að makrílveiðum í NA-Atlantshafi til að komast að samkomulagi um hlutdeild Íslands í makrílveiðum næsta árs skilaði engum árangri. Fundað var í Ósló dagana 25.-26. nóvember með þátttöku ESB, Noregs, Færeyja og Íslands en Rússland átti þar áheyrnarfulltrúa. 2.12.2010 03:00 Níu húsleitir vegna gruns um stórfellt ólöglegt niðurhal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag framkvæmt níu húsleitir, sjö á Akureyri og í nágrenni og tvær á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar á stórfelldu, ólöglegu niðurhali. 1.12.2010 23:21 Lífverðir fylgdu hljómsveit Jónsa eftir í Suður-Kóreu „Það var engin lögreglufylgd en það voru öryggisverðir sem pössuðu upp á okkur,“ segir Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommari í hljómsveit Jónsa úr Sigur Rós. 1.12.2010 21:00 Ekið á ungan pilt - Miklabraut opnuð á ný Búið er að opna Miklubrautina á ný eftir að ekið var á gangandi vegfaranda. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ekið á ungan mann á tvítugsaldrinum. Sjúkrabíll og slökkviliðsbíll komu á vettvang. 1.12.2010 20:29 Jón Gnarr: Sker niður í sátt við sína samvisku „Þessi fjárhagsáætlun er í sátt við mína samvisku,“ sagði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, í Kastljósinu í kvöld þar sem hann mætti oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. 1.12.2010 20:17 Hvítárbrú fagnað með gulrótum og tómötum Árnesingar fögnuðu opnun nýju brúarinnar yfir Hvítá við Flúðir í dag. Garðyrkjubændur gáfu skólabörnum beggja megin ár grænmeti fram að jólum í tilefni dagsins. 1.12.2010 18:51 Hlúð að vegfaranda sem ekið var á Lögreglan er enn að störfum á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar en þar var ekið á gangandi vegfaranda um klukkan hálf átta í kvöld. 1.12.2010 20:03 Ekið á gangandi vegfaranda Umferðarslys varð fyrir stundu á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar. Ekið var á gangandi vegafaranda. 1.12.2010 19:31 Fiskvinnsla ekki með í greiningu á verðmæti skapandi greina Fullyrt er að svokallaðar skapandi greinar velti meiru en landbúnaður og fiskveiðar samanlagt í niðurstöðum rannsóknar sem fimm ráðuneyti kynntu í dag. 1.12.2010 18:31 Fyrir þá sem ætla að skemmta sér um jólin Nú þegar jólin eru að ganga í garð minnir lögreglan á reglur um skemmtanahald. Sömuleiðis er rétt að undirstrika að áfengisveitingar eru háðar tímamörkum í leyfum borgarstjórnar eða bæjarstjórna eftir því sem við á. Lesa má nánar um opnunartíma og áfengisveitingar hér að neðan. 1.12.2010 17:46 Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna kynntar Þessa stundina er verið að tilkynna um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands. Tilnefnd verða fimm verk í tveimur flokkum frumsaminna skáldverka annars vegar og fræðirita og rita almenns efnis hins vegar. 1.12.2010 17:30 Þorvarður sá svart - ætlaði ekki að bana föður sínum Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir Þorvarði Davíð Ólafssyni, sem réðist á föður sinn, Ólaf Þórðarson tónlistarmann. 1.12.2010 17:15 Leiðin milli Flúða og Reykholts styttist um 26 kílómetra Í dag var ný brú yfir Hvítá við Bræðratungu opnuð fyrir almennri umferð. Brúin styttir vegkaflann á milli Flúða og Reykholts um 26 kílómetra og verður hann nú rétt rúmir 20 kílómetrar. Stytting vegkaflans skiptir miklu máli fyrir íbúa svæðisins og alla sem eiga þar leið um. Grænmetisbændur sitt hvorum megin við ána ákváðu að gefa grunnskólum hvors annars ferskt grænmeti í desembermánuði til að halda upp á samgöngubótina. 1.12.2010 16:11 Lottókona í Hörpuna Elva Dögg Melsteð hefur verið ráðin til starfa sem skipulagsritari í Hörpu. Elva Dögg er tónlistarmenntuð, með BA í íslensku og er við meistaranám í verkefnastjórnun í HÍ. Elva Dögg hefur unnið við fjölmiðlun meðal annars á RÚV, verið formaður Mótettukórs Hallgrímskirkju og var framkvæmdarstjóri Magg ehf, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Elva Dögg er Íslendingum að góðu kunn sem kynnir úr Lottó. 1.12.2010 15:55 Atli Gíslason sest á þing að nýju Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, tekur sæti á Alþingi í dag. Hann hefur veirð í leyfi frá þingstörfum í bráðum átta vikur. Eins og fréttastofa greindi frá á dögunum hefur enginn núverandi þingmanna tekið sér eins oft og lengi frí frá þingstörfum og Atli. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum hinn 1. október, í þriðja sinn frá kosningum. Atli þáði ekki laun frá Alþingi í fjarveru sinni. 1.12.2010 14:42 Mikilvægt að koma fram við sprautufíkla eins og sjúklinga Alþjóða Rauði krossinn telur að hægt sé að draga verulega úr útbreiðslu alnæmis ef sprautufíklar væru meðhöndlaðir sem sjúklingar frekar en afbrotamenn. Í skýrslu sem gefin er út af tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins, sem er í dag, kemur fram að meðan dregið hefur úr nýmsitun alnæmis í Afríku hefur hún aukist mikið meðal sprautufíkla um allan heim. 1.12.2010 14:08 Sigurjón verst líka riftun og segist gjaldþrota gangi hún eftir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir að gangi 300 milljóna króna riftunarmál sem slitastjórn Landsbankans hefur höfðað á hendur honum vegna launauppgjörs verði hann gjaldþrota. Lögmaður hans segist ekki skilja hvers vegna slitastjórn sé að krefja hann um 37 milljarða þar sem hann hafi að mestu verið atvinnulaus frá 8. október 2008. 1.12.2010 14:00 Afbrotum í Vesturbæ fækkar Afbrotum í Vesturbæ hefur fækkað á milli ára. Þetta kom fram á fundi lögreglunnar með lykilfólki í hverfinu sem haldinn var á mánudag. 1.12.2010 13:24 Ítarlegt viðtal við Þorvald Gylfason Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði sem náði afgerandi besta kjöri á stjórnlagaþing, segir að mikilvægt að stjórnlagaþing gangi þannig frá tillögum sínum að Alþingi finni sig knúið til að senda þær óbreyttar í dóm þjóðarinnar til afgreiðslu. Þorvaldur segir að ný stjórnarskrá og uppgjör hrunsins séu náskyld mál. 1.12.2010 13:21 Gyrðir og Ísak tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Gyrðir Elíasson og Ísak Harðarsson eru tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2011. Gyrður er tilefndur fyrir smásagnasafnið Milli trjánna en Ísak fyrir ljóðabokina Rennur upp nótt. Uppheimar gáfu báðar bækurnar út á síðasta ári. 1.12.2010 12:11 Efnahagsaðgerðir: Reynt til þrautar að ná samkomulagi Ríkisstjórnin reynir nú til þrautar að ná samkomulagi um efnahagsaðgerðir sem hægt verði að kynna í dag. Mikil fundahöld hafa verið í stjórnarráðinu í morgun. Nú fyrir hádegi komu fulltrúar opinberra starfsmanna, Alþýðusambandsins og Hagsmunasamtaka heimilanna til fundar við Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisrðaherra, Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Guðbjart Hannesson, félags- og heilbrigðisráðherra og Árna Pál Árnason, viðskiptaráðherra. Steingrímur sagði í viðtali við fréttastofu seinni partinn í gær að niðurstaða yrði að nást á næstu klukkustundum, helst í dag eða á morgun. 1.12.2010 12:00 Makríll: Kvótinn gæti orðið 147 þúsund tonn Makrílkvóti íslenskra skipa gæti orðið 147 þúsund tonn á næsta ári, eða 17 þúsund tonnum meiri en á þessu ári, og þar með meiri en nokkru sinni fyrr. Það helgast af því að Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að auka heildarkvótann úr stofninum á næsta ári og Jón Bjarnason Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær að hlutdeild Íslands í heildarkvótanum yrði sú sama á næsta ári og hún var í ár, eða um 16 prósent. 1.12.2010 11:52 Sögufrægt skrifpúlt afhent á Bessastöðum Afkomendur og ættingjar Ragnars Ásgeirssonar afhentu skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar á Bessastöðum. Sveinbjörn var kennari í Bessastaðaskóla fyrir um 200 árum, á fyrstu áratugum 19. aldar og einn helsti áhrifamaður um endurreisn íslenskrar tungu. Skrifpúltið eignuðust síðar Benedikt Gröndal sonur Sveinbjarnar og svo Einar Benediktsson skáld. 1.12.2010 11:19 Fréttablaðið fjallar oftast um Jón Ásgeir Fréttablaðið hefur birt mun fleiri fréttir um Jón Ásgeir Jóhannesson en fjóra aðra viðskiptamenn sem voru í forystu fjármálafyrirtækja í aðdraganda bankahrunsins á sex mánaða tímabili. Þetta kemur fram í samantekt sem Creditinfo vann fyrir Björgólf Thor Björgólfsson. 1.12.2010 11:00 1250 lítrar af landa í bílskúr í Kópavogi Rannsóknarlögreglumenn fóru í húsleit í gærkvöldi í vesturbæ Kópavogs og uppgötvuðu þar umfangsmikla landabruggverksmiðju í bílskúr. Í skúrnum reyndust vera 400 lítrar af áfengi auk 850 lítra af gambra. 1.12.2010 10:58 Brotist inn í bílasölu Brotist var inn í bílasölu við Breiðhöfða í nótt. Grunur leikur á að bíllyklar hafi verið teknir þaðan en engum bíl hefur verið stolið enn sem komið er. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrotið um klukkan tvö í nótt. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki en lögreglan rannsakar málið. 1.12.2010 10:45 Metfjöldi barnabóka gefinn út Öll met hafa nú verið slegin hvað varðar útgáfu íslenskra barnabóka á árinu, samkvæmt upplýsingum frá bókaverslun Eymundssonar. Verslunin hefur tekið á móti 317 nýjum titlum í flokki barnabóka það sem af er árinu. Það er rétt tæplega 60% aukning frá því í fyrra og 16,5% fleiri titlar en árið 2007. Í sumum tilfellum er um að ræða endurútgáfur á eldri bókum. 1.12.2010 10:22 Þingmaður misskildi úrslit kosninganna „Frambjóðendurnir raðast nánast eftir stafrófsröð sem segir það kannski að þeir sem eru aftarlega í stafrófinu hafa lítinn sjens í persónukjöri," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skömmu eftir að frumúrslit kosninga til stjórnlagaþings voru kynnt í gær. Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason ræddu við Vigdísi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir leituðu viðbragða ýmissa aðila við úrslitum kosninganna. 1.12.2010 10:01 Sjá næstu 50 fréttir
Síðustu styrkjunum úr Þjóðhátíðarsjóði úthlutað Seðlabanki Íslands úthlutaði styrkjum úr Þjóðhátíðarsjóði við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þetta var síðasta almenna úthlutun sjóðsins. 2.12.2010 10:50
Stjórnlagaþing kostar allt að 700 milljónum Kostnaður við stjórnlagaþingið, sem til stendur að hefjist í febrúar, gæti orðið á bilinu 564 til 704 milljónir miðað við núverandi áætlanir. Í þessari tölu er meðtalinn kostnaður vegna kosninganna sem fram fóru á laugardaginn, stjórnlaganefnd, þjóðfund og stjórnlagaþingið sjálft. 2.12.2010 10:28
Beitti sambýliskonu sína ítrekað ofbeldi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrradag ungan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa fjórum sinnum á tímabilinu desember 2007 - maí 2008 ráðist á konuna á heimili þeirra í Breiðholti. Í eitt skipti beit hann konuna í kinnina, en í hin skiptin beitti hann hana margvíslegu öðru líkamlegu ofbeldi. 2.12.2010 09:34
Gekk yfir á rauðu ljósi og varð fyrir bíl Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar undir kvöld í gær en samkvæmt upplýsingum lögreglu virðist sem viðkomandi hafi gengið á rauðu ljósi í veg fyrir bifreið sem ekið var á grænu ljósi á beygju akrein af Miklubraut inn á Kringlumýrarbraut. Að sögn sjónarvotta dróst vegfarandinn nokkra leið með bílnum. 2.12.2010 09:04
Gatwick lokaður, Iceland Express flýgur til Stansted Vél Iceland Express, sem fara átti til London Gatwick í morgun, mun fljúga til London Stansted í staðinn vegna veðurs. 2.12.2010 08:59
Stjórnlagaþing: Upplýsingafulltrúinn ráðinn áfram Berghildur Erla Bernharðsdóttir, starfandi upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings, hefur verið ráðin áfram sem upplýsingafulltrúi stjórnlagaþings. Alls sóttu tuttugu og tveir um stöðuna og var öðrum umsækjendum tilkynnt um ráðninguna síðdegis í gær með bréfi þar sem segir: 2.12.2010 08:26
Alvarlegt umferðarslys Gangandi vegfarandi slasaðist alvarlega þegar hann varð fyrir bíl á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á áttunda tímanum í gærkvöldi. 2.12.2010 07:38
Einn slasaðist í bílveltu Einn maður slasaðist þegar bíll með fjórum um borð valt út af Grindavíkurveginum í gærkvöldi, vegna mikillar hálku. 2.12.2010 07:25
Tveir dópaðir ökumenn teknir Tveir ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og reyndi annar þeirra að stinga lögregluna af. 2.12.2010 07:24
Innbrot í tvo sumarbústaði við Flúðir Brotist var inn í tvo sumarbústaði við Flúðir í gærkvöldi og flatskjá meðal annars stolið úr öðrum þeirra. Þjófarnir unnu líka nokkrar skemmdir við að komast inn í bústaðina. 2.12.2010 07:22
Réðst á konu með hnúajárni Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítugan karlmann fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að ráðast á konu, misþyrma henni og hrinda í baðkar. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot og fleira. 2.12.2010 06:00
Gnýr og slysahætta af hraðakstri í þjóðgarði „Eftir að nýi Lyngdalsheiðarvegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns var opnaður hefur hraði og hávaði frá umferð aukist mikið í þjóðgarðinum og um leið slysahætta,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 2.12.2010 06:00
Fylgi stjórnarinnar 36 prósent Könnun Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36 prósenta þjóðarinnar samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Það er 6 prósentustigum meiri stuðningur við ríkisstjórnina en mældist í sambærilegri mælingu í október. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. 2.12.2010 06:00
Segir rangt að ráðuneyti neiti vinnu Upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins segir alrangt að ráðuneytið hafi neitað að vinna að aðildarviðræðum stjórnvalda við ESB. Það er í mótsögn við ummæli formanns Bændasamtakanna. 2.12.2010 05:15
Ráðuneytið vissi af skorti á markaðnum Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara ehf., hafði samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í sumar sökum fyrirsjáanlegs skorts á kjúklingi á markaðnum vegna salmonellusýkingar hjá framleiðendum. 2.12.2010 04:45
Leikskólagjöld hækka mest Kostnaður vegna leikskóla og grunnskóla hjá reykvískri fjölskyldu með þrjú börn, gæti hækkað um nær 100 þúsund krónur á ári samkvæmt útreikningum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. 2.12.2010 04:00
Öll framleiðslan á að vera vistvæn Prentsmiðjan Svansprent í Kópavogi má nota norræna umhverfismerkið Svaninn, þekktustu umhverfisviðurkenningu Norðurlanda. 2.12.2010 03:30
Makrílviðræður skiluðu engu Lokatilraun strandríkja sem aðild eiga að makrílveiðum í NA-Atlantshafi til að komast að samkomulagi um hlutdeild Íslands í makrílveiðum næsta árs skilaði engum árangri. Fundað var í Ósló dagana 25.-26. nóvember með þátttöku ESB, Noregs, Færeyja og Íslands en Rússland átti þar áheyrnarfulltrúa. 2.12.2010 03:00
Níu húsleitir vegna gruns um stórfellt ólöglegt niðurhal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag framkvæmt níu húsleitir, sjö á Akureyri og í nágrenni og tvær á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar á stórfelldu, ólöglegu niðurhali. 1.12.2010 23:21
Lífverðir fylgdu hljómsveit Jónsa eftir í Suður-Kóreu „Það var engin lögreglufylgd en það voru öryggisverðir sem pössuðu upp á okkur,“ segir Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommari í hljómsveit Jónsa úr Sigur Rós. 1.12.2010 21:00
Ekið á ungan pilt - Miklabraut opnuð á ný Búið er að opna Miklubrautina á ný eftir að ekið var á gangandi vegfaranda. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ekið á ungan mann á tvítugsaldrinum. Sjúkrabíll og slökkviliðsbíll komu á vettvang. 1.12.2010 20:29
Jón Gnarr: Sker niður í sátt við sína samvisku „Þessi fjárhagsáætlun er í sátt við mína samvisku,“ sagði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, í Kastljósinu í kvöld þar sem hann mætti oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. 1.12.2010 20:17
Hvítárbrú fagnað með gulrótum og tómötum Árnesingar fögnuðu opnun nýju brúarinnar yfir Hvítá við Flúðir í dag. Garðyrkjubændur gáfu skólabörnum beggja megin ár grænmeti fram að jólum í tilefni dagsins. 1.12.2010 18:51
Hlúð að vegfaranda sem ekið var á Lögreglan er enn að störfum á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar en þar var ekið á gangandi vegfaranda um klukkan hálf átta í kvöld. 1.12.2010 20:03
Ekið á gangandi vegfaranda Umferðarslys varð fyrir stundu á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar. Ekið var á gangandi vegafaranda. 1.12.2010 19:31
Fiskvinnsla ekki með í greiningu á verðmæti skapandi greina Fullyrt er að svokallaðar skapandi greinar velti meiru en landbúnaður og fiskveiðar samanlagt í niðurstöðum rannsóknar sem fimm ráðuneyti kynntu í dag. 1.12.2010 18:31
Fyrir þá sem ætla að skemmta sér um jólin Nú þegar jólin eru að ganga í garð minnir lögreglan á reglur um skemmtanahald. Sömuleiðis er rétt að undirstrika að áfengisveitingar eru háðar tímamörkum í leyfum borgarstjórnar eða bæjarstjórna eftir því sem við á. Lesa má nánar um opnunartíma og áfengisveitingar hér að neðan. 1.12.2010 17:46
Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna kynntar Þessa stundina er verið að tilkynna um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands. Tilnefnd verða fimm verk í tveimur flokkum frumsaminna skáldverka annars vegar og fræðirita og rita almenns efnis hins vegar. 1.12.2010 17:30
Þorvarður sá svart - ætlaði ekki að bana föður sínum Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir Þorvarði Davíð Ólafssyni, sem réðist á föður sinn, Ólaf Þórðarson tónlistarmann. 1.12.2010 17:15
Leiðin milli Flúða og Reykholts styttist um 26 kílómetra Í dag var ný brú yfir Hvítá við Bræðratungu opnuð fyrir almennri umferð. Brúin styttir vegkaflann á milli Flúða og Reykholts um 26 kílómetra og verður hann nú rétt rúmir 20 kílómetrar. Stytting vegkaflans skiptir miklu máli fyrir íbúa svæðisins og alla sem eiga þar leið um. Grænmetisbændur sitt hvorum megin við ána ákváðu að gefa grunnskólum hvors annars ferskt grænmeti í desembermánuði til að halda upp á samgöngubótina. 1.12.2010 16:11
Lottókona í Hörpuna Elva Dögg Melsteð hefur verið ráðin til starfa sem skipulagsritari í Hörpu. Elva Dögg er tónlistarmenntuð, með BA í íslensku og er við meistaranám í verkefnastjórnun í HÍ. Elva Dögg hefur unnið við fjölmiðlun meðal annars á RÚV, verið formaður Mótettukórs Hallgrímskirkju og var framkvæmdarstjóri Magg ehf, að því er kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Elva Dögg er Íslendingum að góðu kunn sem kynnir úr Lottó. 1.12.2010 15:55
Atli Gíslason sest á þing að nýju Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, tekur sæti á Alþingi í dag. Hann hefur veirð í leyfi frá þingstörfum í bráðum átta vikur. Eins og fréttastofa greindi frá á dögunum hefur enginn núverandi þingmanna tekið sér eins oft og lengi frí frá þingstörfum og Atli. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum hinn 1. október, í þriðja sinn frá kosningum. Atli þáði ekki laun frá Alþingi í fjarveru sinni. 1.12.2010 14:42
Mikilvægt að koma fram við sprautufíkla eins og sjúklinga Alþjóða Rauði krossinn telur að hægt sé að draga verulega úr útbreiðslu alnæmis ef sprautufíklar væru meðhöndlaðir sem sjúklingar frekar en afbrotamenn. Í skýrslu sem gefin er út af tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins, sem er í dag, kemur fram að meðan dregið hefur úr nýmsitun alnæmis í Afríku hefur hún aukist mikið meðal sprautufíkla um allan heim. 1.12.2010 14:08
Sigurjón verst líka riftun og segist gjaldþrota gangi hún eftir Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir að gangi 300 milljóna króna riftunarmál sem slitastjórn Landsbankans hefur höfðað á hendur honum vegna launauppgjörs verði hann gjaldþrota. Lögmaður hans segist ekki skilja hvers vegna slitastjórn sé að krefja hann um 37 milljarða þar sem hann hafi að mestu verið atvinnulaus frá 8. október 2008. 1.12.2010 14:00
Afbrotum í Vesturbæ fækkar Afbrotum í Vesturbæ hefur fækkað á milli ára. Þetta kom fram á fundi lögreglunnar með lykilfólki í hverfinu sem haldinn var á mánudag. 1.12.2010 13:24
Ítarlegt viðtal við Þorvald Gylfason Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði sem náði afgerandi besta kjöri á stjórnlagaþing, segir að mikilvægt að stjórnlagaþing gangi þannig frá tillögum sínum að Alþingi finni sig knúið til að senda þær óbreyttar í dóm þjóðarinnar til afgreiðslu. Þorvaldur segir að ný stjórnarskrá og uppgjör hrunsins séu náskyld mál. 1.12.2010 13:21
Gyrðir og Ísak tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Gyrðir Elíasson og Ísak Harðarsson eru tilnefndir til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2011. Gyrður er tilefndur fyrir smásagnasafnið Milli trjánna en Ísak fyrir ljóðabokina Rennur upp nótt. Uppheimar gáfu báðar bækurnar út á síðasta ári. 1.12.2010 12:11
Efnahagsaðgerðir: Reynt til þrautar að ná samkomulagi Ríkisstjórnin reynir nú til þrautar að ná samkomulagi um efnahagsaðgerðir sem hægt verði að kynna í dag. Mikil fundahöld hafa verið í stjórnarráðinu í morgun. Nú fyrir hádegi komu fulltrúar opinberra starfsmanna, Alþýðusambandsins og Hagsmunasamtaka heimilanna til fundar við Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisrðaherra, Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Guðbjart Hannesson, félags- og heilbrigðisráðherra og Árna Pál Árnason, viðskiptaráðherra. Steingrímur sagði í viðtali við fréttastofu seinni partinn í gær að niðurstaða yrði að nást á næstu klukkustundum, helst í dag eða á morgun. 1.12.2010 12:00
Makríll: Kvótinn gæti orðið 147 þúsund tonn Makrílkvóti íslenskra skipa gæti orðið 147 þúsund tonn á næsta ári, eða 17 þúsund tonnum meiri en á þessu ári, og þar með meiri en nokkru sinni fyrr. Það helgast af því að Alþjóðahafrannsóknaráðið telur óhætt að auka heildarkvótann úr stofninum á næsta ári og Jón Bjarnason Sjávarútvegsráðherra ákvað í gær að hlutdeild Íslands í heildarkvótanum yrði sú sama á næsta ári og hún var í ár, eða um 16 prósent. 1.12.2010 11:52
Sögufrægt skrifpúlt afhent á Bessastöðum Afkomendur og ættingjar Ragnars Ásgeirssonar afhentu skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar á Bessastöðum. Sveinbjörn var kennari í Bessastaðaskóla fyrir um 200 árum, á fyrstu áratugum 19. aldar og einn helsti áhrifamaður um endurreisn íslenskrar tungu. Skrifpúltið eignuðust síðar Benedikt Gröndal sonur Sveinbjarnar og svo Einar Benediktsson skáld. 1.12.2010 11:19
Fréttablaðið fjallar oftast um Jón Ásgeir Fréttablaðið hefur birt mun fleiri fréttir um Jón Ásgeir Jóhannesson en fjóra aðra viðskiptamenn sem voru í forystu fjármálafyrirtækja í aðdraganda bankahrunsins á sex mánaða tímabili. Þetta kemur fram í samantekt sem Creditinfo vann fyrir Björgólf Thor Björgólfsson. 1.12.2010 11:00
1250 lítrar af landa í bílskúr í Kópavogi Rannsóknarlögreglumenn fóru í húsleit í gærkvöldi í vesturbæ Kópavogs og uppgötvuðu þar umfangsmikla landabruggverksmiðju í bílskúr. Í skúrnum reyndust vera 400 lítrar af áfengi auk 850 lítra af gambra. 1.12.2010 10:58
Brotist inn í bílasölu Brotist var inn í bílasölu við Breiðhöfða í nótt. Grunur leikur á að bíllyklar hafi verið teknir þaðan en engum bíl hefur verið stolið enn sem komið er. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrotið um klukkan tvö í nótt. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki en lögreglan rannsakar málið. 1.12.2010 10:45
Metfjöldi barnabóka gefinn út Öll met hafa nú verið slegin hvað varðar útgáfu íslenskra barnabóka á árinu, samkvæmt upplýsingum frá bókaverslun Eymundssonar. Verslunin hefur tekið á móti 317 nýjum titlum í flokki barnabóka það sem af er árinu. Það er rétt tæplega 60% aukning frá því í fyrra og 16,5% fleiri titlar en árið 2007. Í sumum tilfellum er um að ræða endurútgáfur á eldri bókum. 1.12.2010 10:22
Þingmaður misskildi úrslit kosninganna „Frambjóðendurnir raðast nánast eftir stafrófsröð sem segir það kannski að þeir sem eru aftarlega í stafrófinu hafa lítinn sjens í persónukjöri," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skömmu eftir að frumúrslit kosninga til stjórnlagaþings voru kynnt í gær. Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason ræddu við Vigdísi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir leituðu viðbragða ýmissa aðila við úrslitum kosninganna. 1.12.2010 10:01