Innlent

Stjórnlagaþingmenn fengu kjörbréf afhent í dag

Þjóðmenningarhúsið.
Þjóðmenningarhúsið.

Allir kjörnir stjórnlagaþingmenn, nema fjórir, mættu niður í Þjóðmenningarhús í dag þar sem þeim var afhent kjörbréf.

Það var landskjörstjórn sem afhenti bréfið. Um er að ræða formlega aðgerð hjá landskjörstjórn.

Á þinginu var spurt hvort einhver gerði athugasemdir við kjör fulltrúanna sem enginn gerði.

Þeir fjórir sem sáu sér ekki unnt að mæta á fundinn í dag fá sín bréf afhent á laugardaginn.

Alls voru 25 einstaklingar kjörnir á stjórnlagaþingið um helgina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.