Allir kjörnir stjórnlagaþingmenn, nema fjórir, mættu niður í Þjóðmenningarhús í dag þar sem þeim var afhent kjörbréf.
Það var landskjörstjórn sem afhenti bréfið. Um er að ræða formlega aðgerð hjá landskjörstjórn.
Á þinginu var spurt hvort einhver gerði athugasemdir við kjör fulltrúanna sem enginn gerði.
Þeir fjórir sem sáu sér ekki unnt að mæta á fundinn í dag fá sín bréf afhent á laugardaginn.
Alls voru 25 einstaklingar kjörnir á stjórnlagaþingið um helgina.