Innlent

Loðnuskipin lögð af stað

Þrjú fiskiskip , Ingunn, Faxi og Börkur, hófu loðnuleit norður af Kolbeinsey í gærkvöldi, en ekkert skip leitaði loðnu á þessum tíma í fyrra, enda var kvóti ekki gefinn út fyrr en eftir áramót.

Nú er búið að gefa út 200 þúsund tonna byrjunarkvóta. Að sögn skipverja á Berki nú í morgun, hafa skipin þegar fundið dreifða loðnu, þannig að veiðar hafa ekki borið árangur enn sem komið er.

Óvenju hátt verð fæst fyrir mjöl og lýsi úr loðnu, sem fer í bræðslu, en byrgðir af frystri loðnu til manneldis eru nú í helstu markaðslöndunum og söluhorfur ekki eins góðar og í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×