Fleiri fréttir

Toshiki um Arnþrúði: Hún var virkilega móðgandi

Toshiki Toma, presti innflytjenda, misbauð hvernig Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, talaði við erlenda konu sem hringdi inn í þátt hennar á degi íslenskrar tungu en gat ekki tjáð sig á íslensku. „Framkoma útvarpkonunar gagnvart útlensku stúlkunni var ekki falleg. Hún var virkilega móðgandi," segir Toshiki í aðsendri grein sem birt var hér á Vísi í dag.

Anna Lilja Gunnarsdóttir skipuð ráðuneytisstjóri

Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra og heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa Önnu Lilju Gunnarsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra nýs velferðarráðuneytis sem verður til við sameiningu félags- og tryggingamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis 1. janúar 2011.

Forsætisráðherra fundar með leiðtogum NATO ríkja

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt til Lissabon í Portúgal í dag til þess að taka þátt í leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem er haldinn þar. Fundurinn hefst á morgun og stendur fram á laugardag.

Fjármálaráðherra mælir fyrir níu þingmálum

Það er í nógu að snúast hjá Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Af fimmtán málum sem eru á dagskrá þingsins mun fjármálaráðherrann mæla fyrir níu þeirra. Eitt af þeim frumvörpum sem ráðherra mælir fyrir er heimild skattayfirvalda til að kyrrsetja eigur ef grunur leikur á brotum á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.

Vörnuðu eiganda að vera viðstaddur eigið uppboð

„Þetta var ekki gott,“ segir fulltrúi eiganda húsnæðis sem var boðið upp í morgun í Hafnarfirði en Heimavarnarliðið meinaði fulltrúa eiganda hússins að vera viðstaddur uppboðið.

Leggur til 200.000 tonna loðnukvóta í vetur

„Hafrannsóknastofnunin leggur því til að heildaraflamark loðnu á vertíðinni 2010/2011 verði samtals 200 þúsund tonn. Jafnframt leggur stofnunin til að ekki verði gerðar breytingar á núgildandi reglum um takmörkun á notkun flotvörpu við veiðarnar," segir í tilkynningu frá stofnuninni sem send var út fyrr í dag.

Síðustu skiladagar á jólapósti

Síðasti öruggi skiladagur til að póstleggja jólapakka til landa utan Evrópu er mánudagurinn 6.desember og jólakort til landa utan Evrópu er föstudagurinn 10.desember. Pósturinn minnir á síðustu öruggu skiladaga fyrir sendingar jólakorta og jólapakka í desember, innanlands og utan.

Sérstakur saksóknari: Húsleitir bera árangur

„Heilt yfir þá er ekki mikið sem hefur upp á vantað í húsleitunum," sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í morgunútvarpi Rásar 2 þar sem hann var spurður hvort húsleitir árum eftir ætluð brot skiluðu árangri.

Gunnar Rúnar ákærður í dag

Ákæra gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem grunaður er um morðið á Hannesi Þór Helgasyni, verður gefin út í dag, samkvæmt upplýsingum frá embætti Ríkissaksóknara.

Fáum 6.400 tonna þorskkvóta í Barentshafi

Ísland mun fá tæplega 6.400 tonna þorskkvóta í Barentshafi á næsta ári. Þetta er á grundvelli svokallaðs Smugusamnings sem gerður var milli Íslands, Rússlands og Noregs árið 1999.

Fráskildir kvenkyns öryrkjar hafa það verst

Sá hópur öryrkja sem á erfiðast með að standa skil á venjulegum útgjöldum eru fráskildar konur. Þar á eftir kona frjáskildir karlkyns öryrkjar. Samkvæmt skýrslu Öryrkjabandalagsins um Lífshagi og kjör öryrkja eiga 70 prósent fráskilinna kvenna í greiðsluerfiðleikum og 57 prósent fráskilinna karla.

Helga Jónsdóttir skipuð ráðuneytisstjóri

Helga Jónsdóttir lögfræðingur hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu frá 1. desember næstkomandi. Hún hefur haft með höndum stjórnunarstörf á vegum opinberra og alþjóðlegra aðila í 21 ár.

Ólafi enn haldið sofandi

Ólafi Þórðarsyni tónlistarmanni er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er alvarlega slasaður eftir árás sem hann varð fyrir á heimili sínu á sunnudag. Sonur Ólafs var úrskurðaður í gæsluvarðhald og hefur hann játað að hafa ráðist á föður sinn.

Stálu skjávörpum og skemmdu tíu tölvur

Fjórum tölvum og minnsta kosti tveimur skjávörpum var stolið úr Ísaksskóla í nótt. Þjófar brutu sér leið inn um bakinngang að íþróttasal skólans.

Náttúruperlur að tapa gildi sínu vegna álags

Margar af helstu náttúruperlum Íslands eiga á hættu að tapa gildi sínu, verði ekki brugðist við sívaxandi umferð ferðamanna. Níu svæði eru undir svo miklu álagi að bregðast þarf við tafarlaust.

Sjö ára stelpur vildu fá lánaða hunda til að „bíta krakka“

Eigandi tveggja Schafer-hunda hefur áhyggjur af því að fólk sé að lána börnum hundana sína og leyfa þeim að fara einum með þá út í göngutúr. Hún segist nýverið hafa fengið beiðni frá ókunnugum sjö ára stelpum sem vildu fara út með hundana hennar en þegar hún spurðist nánar fyrir ætluðu stelpurnar að siga hundunum á önnur börn.

Dagblöðum fækkað úr fimm í tvö

Dagblöðum á Íslandi hefur fækkað úr fimm í tvö frá árinu 1995 og hafa ekki verið færri síðan á öðrum áratug síðustu aldar. Í gögnum frá Hagstofunni kemur fram að vikublöðum hefur líka nokkuð fækkað á síðustu árum, eða úr 25 þegar best hefur látið í 21 í fyrra.

Fá bara ýsu í netin en eiga ekki kvóta

Smábátasjómenn frá Hólmavík og Drangsnesi við Húnaflóa geta ekki lengur róið til þorskveiða, þar sem þeir fá nánast ekkert nema ýsu, en þeir eiga ekki ýsukvóta og ómögulegt er að fá hann leigðan.

Stálu flatskjá í Þverholti

Brotist var inn í fyrirtæki við Þverholt í Reykjavík í nótt og þaðan stolið stórum flatskjá og einhverju fleiru. Þjófavarnakerfi fór í gang en þjófarnir voru á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang skömmu síðar. Þeir virðast hafa verið eldsnöggir á vettvangi og að öllum líkindum komist undan á bíl.

Herjólfur snarsnérist í hafnarmynninu

Rekstrarstjóri Herjólfs hjá Eimskip, ásamt sérfræðingum, ætlar í dag að fara yfir það með skipstjóra ferjunnar, hvað olli því að skipið snar snérist og sló flötu fyrir þegar alda kom undir það í hafnarmynninu að Landeyjahöfn í gærmorgun.

Ráðuneytið vill dýrara húsnæði

Heilbrigðisráðuneytið vill að ný sameinuð stofnun Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættisins verði til húsa í gömlu Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg.

Tekinn með lítra af amfetamínvökva

Tæplega fertugur karlmaður er nú fyrir héraðsdómi, ákærður fyrir að hafa reynt að smygla til landsins rúmlega einum lítra af amfetamínvökva. Úr því magni hefði mátt framleiða rúmlega átta kíló af amfetamíni, sem ætluð voru til söludreifingar í ágóðaskyni hér.

Gagnrýna hækkun eldsneytisverðs og vilja rök

Olíufélögin hækka eldsneytisverð á meðan heimsmarkaðsverð á olíu lækkar. Lítrinn kostar nú um 200 krónur hvar sem er á landinu. Neytendasamtökin og FÍB gagnrýna hækkanir og vilja sjá rökin fyrir þeim.

Presturinn hitti eldri borgarana

Auka á samstarf á milli kirkju og eldri borgara í Stykkishólmi. Samkvæmt tillögu þjónustuhóps aldraðra á íþrótta- og tómstundafulltrúi bæjarins að koma á þessu aukna samstarfi sem sagt er geta verið af margvíslegum toga.

Nýjar leiðir með aukningu vatnsrennslis

Háskólinn í Reykjavík (HR), Innovit og Landsvirkjun halda hádegisfund í húsnæði HR í dag um nýsköpun í orkugeiranum. Fundurinn er haldinn í tilefni Alþjóðlegu athafnavikunnar.

Fjárdráttur úr sjóðum starfsmannafélags

Tæplega fertug kona hefur verið dæmd í héraðsdómi í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér tæplega eina milljón króna úr sjóði starfsmannafélags Íbúðalánasjóðs. Konan gegndi starfi formanns starfsmannafélagins þegar þetta gerðist.

Piltur kærir kynferðisbrot

Tæplega tvítugur piltur hefur lagt fram kæru á hendur nær fimmtugum manni, sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna meintra kynferðisbrota gegn börnum, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Rannsókn lögreglu beinist að því hvort meintir brotaþolar séu fleiri en þessi eini piltur, en sterkur grunur leikur á að svo sé og að þeir séu af báðum kynjum.

700 Íslendingar gætu misst námsstyrki

Áætlanir stjórnarflokkanna í Danmörku um að afnema námsmannastyrki, svokallaða SU-styrki, til erlendra ríkisborgara gætu haft veruleg áhrif á afkomu margra Íslendinga sem sækja þar menntun.

Fréttaskýring: Yfirlýsingagleði sýnir vanda evruríkjanna

Evrópulönd sem hafa evru sem gjaldmiðil sendu í vikunni frá sér yfirlýsingu vegna stöðu Írlands og áréttuðu vilja sinn til að styðja við landið í skuldavanda þess, allt til að tryggja fjármálastöðugleika í evrulöndunum.

Stolið úr sjóðum frímúrarastúku

Sextugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að draga sér ríflega sex milljónir króna úr sjóðum Frímúrarastúkunnar Draupnis á Húsavík, meðan hann gengdi þar stöðu féhirðis. Féð notaði maðurinn í eigin neyslu. Fjárdrátturinn átti sér stað á árunum 2001 til 2009. Sjóðir stúkunnar sem hann dró sér fé úr voru á þremur bankareikningum.

Biðja Ögmund að styðja ECA

Bæjarráð Garðs lýsir yfir stuðningi við ECA-flugþjónustuverkefnið og skorar á Ögmund Jónasson samgönguráðherra að veita því brautargengi. Það muni stuðla að fjölbreytni í atvinnusköpun á Suðurnesjum og nýta verðmæti sem liggi í aðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.

Sósíalistar og stórkapítalistar hafa náð sátt um tvö verkefni

„Sósíalistarnir hafa náð saman við stórkapítalistana um tvö verkefni sem þeir vilja vinna að samtímis,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „Annars vegar að koma skuldum gjaldþrota banka yfir á íslenskan almenning og hins vegar að koma í veg fyrir að íslenskur almenningur fái leiðrétt stökkbreytt lán sín í íslensku bönkunum.“

Vindmyllur raunhæfur kostur: Best að virkja á Suðurlandi

Suðurlandsundirlendið virðist vera það landsvæði sem hentar hvað best fyrir vindrafstöð hér á landi. Eru þetta niðurstöður rannsóknarhóps sem Landsvirkjun setti nýverið af stað til þess að kanna hvernig undirbúa mætti uppsetningu og rekstur vindrafstöðva á Íslandi.

Rammar fara í endurvinnslu

Þrátt fyrir alla þá fjölmörgu sexstrendinga sem áttu að þekja tónlistarhúsið Hörpu og reyndust gallaðir stefnir stjórn félagsins Totusar ohf., fasteignafélagsins sem reisir tónlistarhúsið, á að opna Hörpu á tilsettum tíma í vor.

Fjárhagsaðstoð hækkar í Reykjavík

Reykjavíkurborg hyggst hækka fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga um 19% frá 1. janúar 2011. Frá þeim tíma verður grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar kr. 149.000 í stað 125.540 kr. Hækkunin nær til þeirra íbúa sem reka eigið heimili og fá fjárhagsaðstoð til framfærslu.

Þekktir Íslendingar lýsa skömm á Páli og Óðni

Um 200 manns hafa skráð sig á vefsíðuna Uppsogn.com. Á síðunni segir að undirritaðir lýsi skömm á því hvernig Páll Magnússon útvarpsstjóri og Óðinn Jónsson fréttastjóri rækja lýðræðislegar skyldur stofnunarinnar. „Við sættum okkur ekki við skoðanakúgun undir yfirskini hlutleysis,“ segir á síðunni.

Hendrikka segir Ted Turner hrifinn af Íslandi

,,Við ræddum um kynni hans af Íslandi og um góðgerðasamtökin Kids Parliament" sagði Hendrikka Waage þegar hún var spurð að því hvað bar á góma í samskiptum hennar og Teds Turner, stofnanda CNN, í boði hjá honum í New York nýlega. ,,Ted Turner hefur komið til Íslands og var ákaflega hrifin af landinu. Hann er núna á leið til Grænlands," sagði Hendrikka.

Féll átta metra og slapp ómeiddur

Nítján ára gamall piltur féll af þaki þriggja hæðar blokkar í vesturbænum í síðustu viku. Fjórum dögum síðar gekk hann útaf sjúkrahúsinu óbrotinn. Hann segir fallið hafa aukið trú sína á guð, og vonast til þess að geta byrjað að boxa sem fyrst.

Íbúðalánasjóður tæknilega gjaldþrota

Það stefnir í að ríkið þurfi að leggja Íbúðalánasjóði til 40 milljarða króna. Eiginfjárstaða sjóðsins nálgast núllið og svo virðist sem hann sé tæknilega gjaldþrota.

Sjá næstu 50 fréttir