Fleiri fréttir Rannsókn Íslendinga á eldgosunum vekur heimsathygli Eldgosin í vor á Fimmvörðuhálsi og í toppgíg Eyjafjallajökuls voru í raun tvö eldgos og það fyrra hleypti hinu síðara af stað. Þetta eru niðurstöður íslenskra vísindamanna sem eitt virtasta vísindatímarit heims, Nature, birtir á forsíðu á morgun, en þær eru taldar varpa nýju ljósi á hegðun eldfjalla sem sjaldan gjósa á jörðinni. 17.11.2010 18:52 Nágranninn kom í veg fyrir innbrot Íbúi við Baðsvelli í Grindavík kom líklega í veg fyrir að brotist var inn hjá nágranna hans í morgun. Nágranninn varð var við grunsamlegar mannaferðir í götunni og hringdi á lögregluna. 17.11.2010 17:40 Engin þoka í Bláfjöllum - opið til níu Þrátt fyrir að þoka liggi nú yfir höfuðborginni svo varla sést á milli ljósastaura er fínasta veður í Bláfjöllum. Að sögn framkvæmdastjóra skíðasvæðisins er opið til klukkan 21 í kvöld. Þar er bjartviðri, logn og frábært færi. 17.11.2010 16:21 Margt býr í þokunni Sú þoka sem nú liggur yfir höfuðborgarsvæðinu kemur meðal annars til vegna sérstakrar lagskiptingar lofthitans. Í Reykjavík er hitinn við jörðina um frostmark en í nokkurra metra hæð hefur hitinn hins vegar víða náð fjórum gráðum. Vegna þessa pressast kalda loftið niður og þokan myndast úr rakanum. 17.11.2010 15:54 Regnbogamaðurinn heimsækir menntskælinga í kvöld Til landsins er kominn hinn víðfrægi Paul Louis Vasquez eða „Rainbow Man" en til stendur að gera hann að verndara nemendafélags Menntaskólans Hraðbrautar í kvöld. Eins og sjá má á myndinni verður mikið við haft og hafa nemendur meðal annars blásið upp 1100 blöðrur í öllum regnbogans litum og hengt upp. 17.11.2010 15:48 Þurfti að lenda í Keflavík vegna þoku Flugvél á vegum Flugfélags Íslands sem var að koma frá Akureyri síðdegis þurfti að lenda í Keflavík í stað þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli vegna þoku. Að öðru leyti hefur flug gengið fyrir sig samkvæmt venju i dag. Allar vélar sem áætlað var að færu frá Reykjavík í dag hafa komist í loftið. Gert er ráð fyrir að flugvélar frá Kulusuk, Ísafirði og Egilsstöðum lendi í Reykjavík um fimmleytið en sú áætlun gæti mögulega raskast. 17.11.2010 15:46 Lilja vill keyra frumvarp um vaxtaþak hratt í gegnum þingið Lilja Mósesdóttir, þingkona VG og formaður viðskiptanefndar lýsti því yfir í dag að hún bæri boðin og búin til þess að keyra hratt í gegnum þingið frumvarp um vexti og verðtyggingu. Með lögunum yrði þak sett á vexti íbúðalána þannig að þeir verði aðeins um þrjú prósent. 17.11.2010 15:04 Hundruð milljóna lækkun á framlögum til lögreglunnar Frá árinu 2007 hafa fjárframlög til lögreglunnar á Íslandi verið skorin niður um 380 milljónir króna, sagði Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag. 17.11.2010 14:52 Styrktu Lyngás um milljón í minningu Fanneyjar Eddu Samstarfsfélagar foreldra Fanneyjar Eddu Frímannsdóttur heitinnar, tæplega þriggja ára stúlku sem lést fyrr á þessu ári úr taugahrörnunarsjúkdómi, afhentu Lyngási ríflega eina milljón króna í morgun. Fénu söfnuðu þeir með sölu á laginu „Ljós í myrkri" sem sungið er af Páli Óskari. Höfundur lagsins er Gunnar Guðmundsson og textasmiður er Vignir Örn Guðnason, en þeir starfa báðir með foreldrum Fanneyjar Eddu hjá Flugfélagi Íslands. Lagið er enn til sölu. 17.11.2010 14:47 Stúdentar framkvæmdu gjörninga á Austurvelli Stúdentaráð Háskóla Íslands afhjúpaði í dag „táknrænan söfnunarbauk“ á Austurvelli í dag, á alþjóðlegum baráttudegi stúdenta. Um var að ræða lið í herferð stúdentaráðs gegn niðurskurði í fjárframlögum til menntakerfisins. Stúdentar söfnuðust saman á Austurvelli og afhentu þingmönnum afrit af skýrslu SHÍ um leið og einskonar gjörningur var framkvæmdur eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. 17.11.2010 14:28 Fjölmargir Íslendingar komnir af indíána Fyrsti Ameríkaninn sem kom til Evrópu fyrir eitt þúsund árum síðan var líklegast kona sem var rænt og flutt til Íslands. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum DeCode þar sem gen úr áttatíu Íslendingum voru rannsökuð. Sagt er frá rannsókninni í Daily mail en niðurstöður hennar verða birtar í tímaritinu American Journal of Physical Anthropology. 17.11.2010 13:53 Hlauparar minntir á endurskinsmerkin Lögreglan vill beina þeim tilmælum til þeirra sem stunda útihlaup á höfuðborgarsvæðinu að nota endurskinsmerki. Að hennar sögn hefur það verið áberandi í vetur hversu endurskinsmerki eru lítið notuð hjá mörgum hlaupurum þó á ferð séu í myrkri eða við umferðargötur. Stórhætta hefur skapast af þessum sökum. 17.11.2010 13:42 Karl grunaður um kynferðislega misnotkun Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gæsluvarðhald. Maðurinn er grunaður um kynferðislega misnotkun á börnum. 17.11.2010 13:18 Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. 17.11.2010 12:15 Rjúpnaveiðieftirlit úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Lögreglan kemst yfir mun stærra svæði og fær betri yfirsýn yfir rjúpnaveiðilendur þegar hún nýtur aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Arnar Geir Magnússon, lögreglumaður á Ólafsvík, fékk að fljóta með TF-Líf í gæsluferð á laugardag og hefur umhverfisráðuneytið látið útbúa myndband úr ferðinni þar sem einnit er rætt við Arnar Geir, sem og Auðunn F. Kristinsson, yfirstýrimann hjá Landhelgisgæslunni. Myndbandið má skoða með því að smella á tengilinn hér að ofan. 17.11.2010 12:14 Stórlaxar í Glitnismáli mæta til yfirheyrslu - engin lög um skuggastjórnun Ekki er útilokað að fyrrverandi hluthafar Glitnis og æðstu stjórnendur verði kallaðir til yfirheyrslu á næstunni í tengslum við rannsókn Glitnismálsins. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum í tengslum við rannsóknina. 17.11.2010 12:09 Öll lífsýni í manndrápsmálinu ónothæf Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi. 17.11.2010 12:00 Herjólfur siglir til Þorlákshafnar Herjólfur siglir ekki meira á Landeyjahöfn í dag, en fer þess í stað á Þorlákshöfn klukkan 15:15 og til baka klukkan 18:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi. Þar kemur líka fram að spár hafa breyst þannig að miklar líkur eru á að siglt verði á Þorlákshöfn á morgun líka. 17.11.2010 11:41 Verja 1600 milljónum vegna húsnæðisvanda framhaldsskóla Alls verður 1600 milljónum króna varið til þess að leysa húsnæðisvanda þriggja framhaldsskóla á tímabilinu 2011 til 2014. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaðherra, og Jón Gnarr borgarstjóri skrifuðu í dag undir yfirlýsingu þessa efnis. 17.11.2010 11:34 Tveir heppnir dregnir út í Facebook leik Vísis Tveir heppnir vinningshafar voru dregnir út í í Facebookleik Vísis á mánudag. Það var Kristín Árdal sem vann mánaðaráskrift að Stöð 2 og Helena Eydís Ingólfsdóttir vann mánaðaráskrift að Stöð2 Sport. Í dag verður dregið um úttekt á Nauthól Bistró og á föstudag um fleiri áskriftir af sjónvarpsstöðum 365. Skráðu þig á Facebook síðu Vísis til að eiga möguleika á fjölda skemmtilegra vinninga. 17.11.2010 11:17 Fjórtán teknir vegna brota við rjúpnaveiði Lögreglan á Snæfellsnesi lagði hald á skotvopn og skotfæri rjúpnaskyttu við Dagverðará á laugardag þar sem skyttan hafði ekki skotvopnaleyfi. Lögreglan fór þennan daginn í gæsluflug með áhöfn TF-Líf og var ákveðið að sinna rjúpnaveiðieftirliti úr lofti. Lítið var um veiðimenn en afskipti voru höfð af tveimur rjúpnaskyttum, þeim við Dagverðará og annarri skammt ofan við Grundarfjörð. 17.11.2010 10:42 Krefur landlækni um öryggisútttekt fyrir Vestmannaeyjar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi landlækni í gær bréf þar sem hann fer fram á gerð verði öryggisútttekt fyrir Vestmannaeyjar í tengslum við boðaðan niðurskurð á Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Þar kemur fram að Eyjamenn eru verulega uggandi vegna yfirvofandi niðurskurðar í heilbrigðismálum. Vestmannaeyjar eru næst stærsti þéttbýliskjarni á Íslandi utan suðvesturhornsins og er einungis Akureyri stærri. Landfræðileg staða gerir það að verkum að samfélagið í Vestmannaeyjum er algerlega einangrað í tólf tíma á sólarhring, jafnvel þegar veðurfarsleg skilyrði eru eins og best verður á kosið. 17.11.2010 10:02 Stakk konu og kveikti í fötum samfanga Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi núverið 49 ára gamla konu, Bergþóru Guðmundsdóttur, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir margvisleg brot. 17.11.2010 09:51 Óttast að lögreglan þoli ekki niðurskurðinn Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segist velta því fyrir sér hvort búið sé að þrengja það mikið að lögreglunni með niðurskurði að hún geti ekki lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Vigdís er málshefjandi í utandagskrárumræðu um stöðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. 17.11.2010 09:40 Catalína Ncogo: Áverkar tilheyra vændi Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. 17.11.2010 09:03 Umferðartafir við Mjóddina vegna áreksturs Gríðarlegar umferðartafir eru á Reykjanesbrautinni á milli Kópavogs og Reykjavíkur vegna minniháttar umferðarslyss sem varð í nágrenni við Mjóddina nú í morgun. Nokkur bílaröð hefur myndast þar sem ökumenn eru á leið frá Kópavoginum og inn í borgina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur sjúkrabíll verið kallaður á staðinn en slys á fólki eru ekki alvarleg. 17.11.2010 08:28 Bensín komið yfir 200 krónur Bensín fór aftur yfir 200 í gær, þegar öll olíufélögin hækkuðu verð á bensínlítranum um tvær krónur. Verð í sjálfsafgreiðslu á stórum stöðvum losar nú 200 krónur, en er umþaðbil tveimur krónum ódýrara á ómönnuðu stöðvunum. 17.11.2010 07:03 Jólaaðstoð 2010 Úthlutun verður með þeim hætti að við skráningu fær viðkomandi upplýsingar um hvenær hægt er að koma til að sækja vörurnar að Skútuvogi 3, dagana 20. til 22. desember. 17.11.2010 06:00 Hunsa tilmæli um úrbætur Dong Fang Salon – nudd- og snyrtistofa hefur fengið áminningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eftir að hafa ekki orðið við ítrekuðum kröfum um úrbætur vegna brota á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum í rekstri sundlaugarinnar á Hótel Loftleiðum. 17.11.2010 06:00 Milljarðakaup á verðlausu skuldabréfi ein ástæða húsleita Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis keypti verðlaust skuldabréf af Saga Capital á rúman milljarð eftir bankahrun. Þetta er meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitum og yfirheyrslum Sérstaks saksóknara í allan gærdag. 17.11.2010 06:00 Ráðherrar fá athafnateygju Allir ráðherrar landsins, ásamt bæjarstjórum, rektorum háskóla og stjórnendum fjölmargra fyrirtækja, hafa nú fengið Athafnateygju Innovit að gjöf í tilefni athafnavikunnar sem stendur nú yfir. 17.11.2010 06:00 Hægt að semja en pólitíkin ræður Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var tilnefndur af stjórnarandstöðunni í Icesave-samninganefndina. Hann hefur haldið formönnum stjórnarandstöðuflokkanna upplýstum um framvindu viðræðnanna en segir ekkert stórvægilegt hafa gerst í málinu síðustu daga, hvorki gagnvart erlendu viðsemjendunum né á innanlandsvettvangi. 17.11.2010 06:00 Ætla að brenna skíðaskála KR Bera á eld að gömlum skíðaskála KR í Skálafelli. Ætlunin er að nota tækifærið til æfinga fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Byggingarfulltrúi frestaði afgreiðslu málsins í gær þar sem ekki lá fyrir umsögn Minjasafns Reykjavíkur. 17.11.2010 06:00 Segir lífeyrissjóðina fegra kostnaðartölur Lífeyrissjóðirnir fegra kostnaðartölur sínar með því að reikna umsýslukostnað vegna fjárfestinga erlendis ekki inn í rekstrarkostnað, segir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR. Hann segist áætla að rekstrarkostnaður allra íslensku lífeyrissjóðanna í fyrra hafi verið á níunda milljarð króna. 17.11.2010 06:00 Ólafur sofandi í öndunarvél Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur enn alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að sonur hans veitti honum alvarlega áverka á sunnudag. Að sögn læknis á Landspítalanum í gærkvöldi er líðan Ólafs óbreytt frá því á sunnudag. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél. 17.11.2010 06:00 Eitt alstærsta verkefnið „Þetta er ein sú allra stærsta sem við höfum farið í,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um aðgerðina í gær. 17.11.2010 06:00 Nítján ára grunaður um nærri 70 innbrot Nítján ára piltur er grunaður um að hafa framið að minnsta kosti á sjöunda tug innbrota í sumarhús auk annarra brota á þessu ári. 17.11.2010 06:00 Helstu fjárfestar geirans verða viðstaddir Íslenska sprotafyrirtækið ReMake Electric er komið í úrslit í alþjóðlegri keppni sprotafyrirtækja um grænar hátæknilausnir, Cleantech Open Global Ideas Competition. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ReMake, nú staddur í Kísildalnum í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum að kynna hugmyndir fyrirtækisins. Úrslitin eru hluti af alþjóðlegu athafnavikunni. 17.11.2010 06:00 Ekki gott ástand fyrir Icesave „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að það hefur lítið til þessa máls spurst síðustu vikurnar sé pólitíska ástandið á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. 17.11.2010 06:00 Gamla fólkið verði ekki sent í burtu „Ég er mjög bjartsýnn á að fundin verði lausn og fullviss um að Sundabúð verði ekki lokað.“ 17.11.2010 06:00 Hafa sjálfstraust til að meta hvað tókst vel og hvað miður Verkfræðingafélag Íslands vinnur að endurskoðun siðareglna sinna svo að þær endurspegli betur kröfur breyttra tíma til starfsins. „Eftir því sem verkefni verkfræðinga hafa orðið fjölbreyttari og þjóðfélagið flóknara hefur þörfin aukist fyrir einfaldar, almennar reglur sem gætu þjónað sem almennur siðlegur hornsteinn fyrir öll störf sem verkfræðingar takast á við í krafti menntunar sinnar,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélagsins. „Það hefur mikið breyst í vinnuumhverfi verkfræðinga, bæði með tölvuvæðingu og rafrænni upplýsingamiðlun. Eins má nefna uppgang og hrun bankakerfisins.“ 17.11.2010 06:00 Tíu dagar milli tunnutæminga Fulltrúar meirihluta umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur leggja til að frá og með áramótum verði sorp sótt á tíu daga fresti í stað þess að vera sótt á sjö daga fresti. Það sé í samræmi við sorphirðu hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. 17.11.2010 06:00 Borgarstjórnin öll rauðnefjuð Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, og aðrir í borgarstjórn keyptu í gær fyrstu rauðu nefin sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna selur til styrktar bágstöddum börnum um allan heim. 17.11.2010 06:00 Hjálparþurfi fólki fjölgar Nær öruggt er talið að mun fleiri muni leita á náðir hjálparstofnana og félagasamtaka fyrir þessi jól en þau síðustu. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í gær til kynningar á átakinu Jólaaðstoð 2010. 17.11.2010 06:00 Þarf að fjölga heimilislæknum um 20 til 30 Fulltrúar fjögurra stærstu þingflokkanna gáfu til kynna við umræður á Alþingi í gær að þeir styddu það að sérfræðiþjónusta í heilbrigðiskerfinu yrði endurskipulögð og aðgangur að ódýrri þjónustu takmarkaður með einhvers konar tilvísunarkerfi. 17.11.2010 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Rannsókn Íslendinga á eldgosunum vekur heimsathygli Eldgosin í vor á Fimmvörðuhálsi og í toppgíg Eyjafjallajökuls voru í raun tvö eldgos og það fyrra hleypti hinu síðara af stað. Þetta eru niðurstöður íslenskra vísindamanna sem eitt virtasta vísindatímarit heims, Nature, birtir á forsíðu á morgun, en þær eru taldar varpa nýju ljósi á hegðun eldfjalla sem sjaldan gjósa á jörðinni. 17.11.2010 18:52
Nágranninn kom í veg fyrir innbrot Íbúi við Baðsvelli í Grindavík kom líklega í veg fyrir að brotist var inn hjá nágranna hans í morgun. Nágranninn varð var við grunsamlegar mannaferðir í götunni og hringdi á lögregluna. 17.11.2010 17:40
Engin þoka í Bláfjöllum - opið til níu Þrátt fyrir að þoka liggi nú yfir höfuðborginni svo varla sést á milli ljósastaura er fínasta veður í Bláfjöllum. Að sögn framkvæmdastjóra skíðasvæðisins er opið til klukkan 21 í kvöld. Þar er bjartviðri, logn og frábært færi. 17.11.2010 16:21
Margt býr í þokunni Sú þoka sem nú liggur yfir höfuðborgarsvæðinu kemur meðal annars til vegna sérstakrar lagskiptingar lofthitans. Í Reykjavík er hitinn við jörðina um frostmark en í nokkurra metra hæð hefur hitinn hins vegar víða náð fjórum gráðum. Vegna þessa pressast kalda loftið niður og þokan myndast úr rakanum. 17.11.2010 15:54
Regnbogamaðurinn heimsækir menntskælinga í kvöld Til landsins er kominn hinn víðfrægi Paul Louis Vasquez eða „Rainbow Man" en til stendur að gera hann að verndara nemendafélags Menntaskólans Hraðbrautar í kvöld. Eins og sjá má á myndinni verður mikið við haft og hafa nemendur meðal annars blásið upp 1100 blöðrur í öllum regnbogans litum og hengt upp. 17.11.2010 15:48
Þurfti að lenda í Keflavík vegna þoku Flugvél á vegum Flugfélags Íslands sem var að koma frá Akureyri síðdegis þurfti að lenda í Keflavík í stað þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli vegna þoku. Að öðru leyti hefur flug gengið fyrir sig samkvæmt venju i dag. Allar vélar sem áætlað var að færu frá Reykjavík í dag hafa komist í loftið. Gert er ráð fyrir að flugvélar frá Kulusuk, Ísafirði og Egilsstöðum lendi í Reykjavík um fimmleytið en sú áætlun gæti mögulega raskast. 17.11.2010 15:46
Lilja vill keyra frumvarp um vaxtaþak hratt í gegnum þingið Lilja Mósesdóttir, þingkona VG og formaður viðskiptanefndar lýsti því yfir í dag að hún bæri boðin og búin til þess að keyra hratt í gegnum þingið frumvarp um vexti og verðtyggingu. Með lögunum yrði þak sett á vexti íbúðalána þannig að þeir verði aðeins um þrjú prósent. 17.11.2010 15:04
Hundruð milljóna lækkun á framlögum til lögreglunnar Frá árinu 2007 hafa fjárframlög til lögreglunnar á Íslandi verið skorin niður um 380 milljónir króna, sagði Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi í dag. 17.11.2010 14:52
Styrktu Lyngás um milljón í minningu Fanneyjar Eddu Samstarfsfélagar foreldra Fanneyjar Eddu Frímannsdóttur heitinnar, tæplega þriggja ára stúlku sem lést fyrr á þessu ári úr taugahrörnunarsjúkdómi, afhentu Lyngási ríflega eina milljón króna í morgun. Fénu söfnuðu þeir með sölu á laginu „Ljós í myrkri" sem sungið er af Páli Óskari. Höfundur lagsins er Gunnar Guðmundsson og textasmiður er Vignir Örn Guðnason, en þeir starfa báðir með foreldrum Fanneyjar Eddu hjá Flugfélagi Íslands. Lagið er enn til sölu. 17.11.2010 14:47
Stúdentar framkvæmdu gjörninga á Austurvelli Stúdentaráð Háskóla Íslands afhjúpaði í dag „táknrænan söfnunarbauk“ á Austurvelli í dag, á alþjóðlegum baráttudegi stúdenta. Um var að ræða lið í herferð stúdentaráðs gegn niðurskurði í fjárframlögum til menntakerfisins. Stúdentar söfnuðust saman á Austurvelli og afhentu þingmönnum afrit af skýrslu SHÍ um leið og einskonar gjörningur var framkvæmdur eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. 17.11.2010 14:28
Fjölmargir Íslendingar komnir af indíána Fyrsti Ameríkaninn sem kom til Evrópu fyrir eitt þúsund árum síðan var líklegast kona sem var rænt og flutt til Íslands. Þetta sýnir ný rannsókn á vegum DeCode þar sem gen úr áttatíu Íslendingum voru rannsökuð. Sagt er frá rannsókninni í Daily mail en niðurstöður hennar verða birtar í tímaritinu American Journal of Physical Anthropology. 17.11.2010 13:53
Hlauparar minntir á endurskinsmerkin Lögreglan vill beina þeim tilmælum til þeirra sem stunda útihlaup á höfuðborgarsvæðinu að nota endurskinsmerki. Að hennar sögn hefur það verið áberandi í vetur hversu endurskinsmerki eru lítið notuð hjá mörgum hlaupurum þó á ferð séu í myrkri eða við umferðargötur. Stórhætta hefur skapast af þessum sökum. 17.11.2010 13:42
Karl grunaður um kynferðislega misnotkun Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær úrskurðaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gæsluvarðhald. Maðurinn er grunaður um kynferðislega misnotkun á börnum. 17.11.2010 13:18
Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. 17.11.2010 12:15
Rjúpnaveiðieftirlit úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Lögreglan kemst yfir mun stærra svæði og fær betri yfirsýn yfir rjúpnaveiðilendur þegar hún nýtur aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Arnar Geir Magnússon, lögreglumaður á Ólafsvík, fékk að fljóta með TF-Líf í gæsluferð á laugardag og hefur umhverfisráðuneytið látið útbúa myndband úr ferðinni þar sem einnit er rætt við Arnar Geir, sem og Auðunn F. Kristinsson, yfirstýrimann hjá Landhelgisgæslunni. Myndbandið má skoða með því að smella á tengilinn hér að ofan. 17.11.2010 12:14
Stórlaxar í Glitnismáli mæta til yfirheyrslu - engin lög um skuggastjórnun Ekki er útilokað að fyrrverandi hluthafar Glitnis og æðstu stjórnendur verði kallaðir til yfirheyrslu á næstunni í tengslum við rannsókn Glitnismálsins. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum í tengslum við rannsóknina. 17.11.2010 12:09
Öll lífsýni í manndrápsmálinu ónothæf Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi. 17.11.2010 12:00
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar Herjólfur siglir ekki meira á Landeyjahöfn í dag, en fer þess í stað á Þorlákshöfn klukkan 15:15 og til baka klukkan 18:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi. Þar kemur líka fram að spár hafa breyst þannig að miklar líkur eru á að siglt verði á Þorlákshöfn á morgun líka. 17.11.2010 11:41
Verja 1600 milljónum vegna húsnæðisvanda framhaldsskóla Alls verður 1600 milljónum króna varið til þess að leysa húsnæðisvanda þriggja framhaldsskóla á tímabilinu 2011 til 2014. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaðherra, og Jón Gnarr borgarstjóri skrifuðu í dag undir yfirlýsingu þessa efnis. 17.11.2010 11:34
Tveir heppnir dregnir út í Facebook leik Vísis Tveir heppnir vinningshafar voru dregnir út í í Facebookleik Vísis á mánudag. Það var Kristín Árdal sem vann mánaðaráskrift að Stöð 2 og Helena Eydís Ingólfsdóttir vann mánaðaráskrift að Stöð2 Sport. Í dag verður dregið um úttekt á Nauthól Bistró og á föstudag um fleiri áskriftir af sjónvarpsstöðum 365. Skráðu þig á Facebook síðu Vísis til að eiga möguleika á fjölda skemmtilegra vinninga. 17.11.2010 11:17
Fjórtán teknir vegna brota við rjúpnaveiði Lögreglan á Snæfellsnesi lagði hald á skotvopn og skotfæri rjúpnaskyttu við Dagverðará á laugardag þar sem skyttan hafði ekki skotvopnaleyfi. Lögreglan fór þennan daginn í gæsluflug með áhöfn TF-Líf og var ákveðið að sinna rjúpnaveiðieftirliti úr lofti. Lítið var um veiðimenn en afskipti voru höfð af tveimur rjúpnaskyttum, þeim við Dagverðará og annarri skammt ofan við Grundarfjörð. 17.11.2010 10:42
Krefur landlækni um öryggisútttekt fyrir Vestmannaeyjar Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi landlækni í gær bréf þar sem hann fer fram á gerð verði öryggisútttekt fyrir Vestmannaeyjar í tengslum við boðaðan niðurskurð á Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. Þar kemur fram að Eyjamenn eru verulega uggandi vegna yfirvofandi niðurskurðar í heilbrigðismálum. Vestmannaeyjar eru næst stærsti þéttbýliskjarni á Íslandi utan suðvesturhornsins og er einungis Akureyri stærri. Landfræðileg staða gerir það að verkum að samfélagið í Vestmannaeyjum er algerlega einangrað í tólf tíma á sólarhring, jafnvel þegar veðurfarsleg skilyrði eru eins og best verður á kosið. 17.11.2010 10:02
Stakk konu og kveikti í fötum samfanga Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi núverið 49 ára gamla konu, Bergþóru Guðmundsdóttur, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir margvisleg brot. 17.11.2010 09:51
Óttast að lögreglan þoli ekki niðurskurðinn Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segist velta því fyrir sér hvort búið sé að þrengja það mikið að lögreglunni með niðurskurði að hún geti ekki lengur sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Vigdís er málshefjandi í utandagskrárumræðu um stöðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. 17.11.2010 09:40
Catalína Ncogo: Áverkar tilheyra vændi Íslenskur sölumaður fasteigna var sýknaður af ákæru um kaup á vændi þrátt fyrir að vændiskona sem starfaði í sama vændishúsi hafi í dómssal borið vitni um að maðurinn hafi veitt samstarfskonu hennar áverka og að hún hafi séð manninn greiða fyrir vændi. Stúlkan sem maðurinn keypti aðgang að var farin úr landi þegar málið rataði fyrir dómsstóla og því enginn sem gat vitnað um það „beint" að hann hafi keypt vændi, eins og það er orðað í dómnum. 17.11.2010 09:03
Umferðartafir við Mjóddina vegna áreksturs Gríðarlegar umferðartafir eru á Reykjanesbrautinni á milli Kópavogs og Reykjavíkur vegna minniháttar umferðarslyss sem varð í nágrenni við Mjóddina nú í morgun. Nokkur bílaröð hefur myndast þar sem ökumenn eru á leið frá Kópavoginum og inn í borgina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur sjúkrabíll verið kallaður á staðinn en slys á fólki eru ekki alvarleg. 17.11.2010 08:28
Bensín komið yfir 200 krónur Bensín fór aftur yfir 200 í gær, þegar öll olíufélögin hækkuðu verð á bensínlítranum um tvær krónur. Verð í sjálfsafgreiðslu á stórum stöðvum losar nú 200 krónur, en er umþaðbil tveimur krónum ódýrara á ómönnuðu stöðvunum. 17.11.2010 07:03
Jólaaðstoð 2010 Úthlutun verður með þeim hætti að við skráningu fær viðkomandi upplýsingar um hvenær hægt er að koma til að sækja vörurnar að Skútuvogi 3, dagana 20. til 22. desember. 17.11.2010 06:00
Hunsa tilmæli um úrbætur Dong Fang Salon – nudd- og snyrtistofa hefur fengið áminningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eftir að hafa ekki orðið við ítrekuðum kröfum um úrbætur vegna brota á reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum í rekstri sundlaugarinnar á Hótel Loftleiðum. 17.11.2010 06:00
Milljarðakaup á verðlausu skuldabréfi ein ástæða húsleita Gjaldeyrissjóður á vegum Glitnis keypti verðlaust skuldabréf af Saga Capital á rúman milljarð eftir bankahrun. Þetta er meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitum og yfirheyrslum Sérstaks saksóknara í allan gærdag. 17.11.2010 06:00
Ráðherrar fá athafnateygju Allir ráðherrar landsins, ásamt bæjarstjórum, rektorum háskóla og stjórnendum fjölmargra fyrirtækja, hafa nú fengið Athafnateygju Innovit að gjöf í tilefni athafnavikunnar sem stendur nú yfir. 17.11.2010 06:00
Hægt að semja en pólitíkin ræður Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður var tilnefndur af stjórnarandstöðunni í Icesave-samninganefndina. Hann hefur haldið formönnum stjórnarandstöðuflokkanna upplýstum um framvindu viðræðnanna en segir ekkert stórvægilegt hafa gerst í málinu síðustu daga, hvorki gagnvart erlendu viðsemjendunum né á innanlandsvettvangi. 17.11.2010 06:00
Ætla að brenna skíðaskála KR Bera á eld að gömlum skíðaskála KR í Skálafelli. Ætlunin er að nota tækifærið til æfinga fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Byggingarfulltrúi frestaði afgreiðslu málsins í gær þar sem ekki lá fyrir umsögn Minjasafns Reykjavíkur. 17.11.2010 06:00
Segir lífeyrissjóðina fegra kostnaðartölur Lífeyrissjóðirnir fegra kostnaðartölur sínar með því að reikna umsýslukostnað vegna fjárfestinga erlendis ekki inn í rekstrarkostnað, segir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR. Hann segist áætla að rekstrarkostnaður allra íslensku lífeyrissjóðanna í fyrra hafi verið á níunda milljarð króna. 17.11.2010 06:00
Ólafur sofandi í öndunarvél Ólafur Þórðarson tónlistarmaður liggur enn alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að sonur hans veitti honum alvarlega áverka á sunnudag. Að sögn læknis á Landspítalanum í gærkvöldi er líðan Ólafs óbreytt frá því á sunnudag. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél. 17.11.2010 06:00
Eitt alstærsta verkefnið „Þetta er ein sú allra stærsta sem við höfum farið í,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, um aðgerðina í gær. 17.11.2010 06:00
Nítján ára grunaður um nærri 70 innbrot Nítján ára piltur er grunaður um að hafa framið að minnsta kosti á sjöunda tug innbrota í sumarhús auk annarra brota á þessu ári. 17.11.2010 06:00
Helstu fjárfestar geirans verða viðstaddir Íslenska sprotafyrirtækið ReMake Electric er komið í úrslit í alþjóðlegri keppni sprotafyrirtækja um grænar hátæknilausnir, Cleantech Open Global Ideas Competition. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og er Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri ReMake, nú staddur í Kísildalnum í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum að kynna hugmyndir fyrirtækisins. Úrslitin eru hluti af alþjóðlegu athafnavikunni. 17.11.2010 06:00
Ekki gott ástand fyrir Icesave „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að það hefur lítið til þessa máls spurst síðustu vikurnar sé pólitíska ástandið á Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. 17.11.2010 06:00
Gamla fólkið verði ekki sent í burtu „Ég er mjög bjartsýnn á að fundin verði lausn og fullviss um að Sundabúð verði ekki lokað.“ 17.11.2010 06:00
Hafa sjálfstraust til að meta hvað tókst vel og hvað miður Verkfræðingafélag Íslands vinnur að endurskoðun siðareglna sinna svo að þær endurspegli betur kröfur breyttra tíma til starfsins. „Eftir því sem verkefni verkfræðinga hafa orðið fjölbreyttari og þjóðfélagið flóknara hefur þörfin aukist fyrir einfaldar, almennar reglur sem gætu þjónað sem almennur siðlegur hornsteinn fyrir öll störf sem verkfræðingar takast á við í krafti menntunar sinnar,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, formaður Verkfræðingafélagsins. „Það hefur mikið breyst í vinnuumhverfi verkfræðinga, bæði með tölvuvæðingu og rafrænni upplýsingamiðlun. Eins má nefna uppgang og hrun bankakerfisins.“ 17.11.2010 06:00
Tíu dagar milli tunnutæminga Fulltrúar meirihluta umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur leggja til að frá og með áramótum verði sorp sótt á tíu daga fresti í stað þess að vera sótt á sjö daga fresti. Það sé í samræmi við sorphirðu hjá öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. 17.11.2010 06:00
Borgarstjórnin öll rauðnefjuð Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, og aðrir í borgarstjórn keyptu í gær fyrstu rauðu nefin sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna selur til styrktar bágstöddum börnum um allan heim. 17.11.2010 06:00
Hjálparþurfi fólki fjölgar Nær öruggt er talið að mun fleiri muni leita á náðir hjálparstofnana og félagasamtaka fyrir þessi jól en þau síðustu. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var í gær til kynningar á átakinu Jólaaðstoð 2010. 17.11.2010 06:00
Þarf að fjölga heimilislæknum um 20 til 30 Fulltrúar fjögurra stærstu þingflokkanna gáfu til kynna við umræður á Alþingi í gær að þeir styddu það að sérfræðiþjónusta í heilbrigðiskerfinu yrði endurskipulögð og aðgangur að ódýrri þjónustu takmarkaður með einhvers konar tilvísunarkerfi. 17.11.2010 06:00